Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    2324252627281
    2345678

Vísir - 11.02.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 11.02.1975, Blaðsíða 7
Vlsir Þriðjudagur 11. febrúar 1975 l>a& rikir hvorki friöur né eining á heimiii Jóns þessa dag- ana. Ástæðan? Hans Jóns hjart- ans útvalda, hún Gunna, hefur fengið þá flugu I höfuðið að vilja vinna úti. Hún hefur drukkið i sig allt tal um að kvenfóik, sem stundi vinnu utan heimilis, sé ómissandi fyrir þjóðarbúið. Að vera ,,bara húsmóðir” sé eitt- hvað áiika niðrandi og einskis nýt siblaðrandi fin frú, sem ekk- ert geri annað en að lakka á sér neglurnar. Að hún sjáif geti varla oröið forheimskaðri á öðru meira en að vera húsmóðir og alltaf heima. Munur að vinna I frystihúsi, m jólkurbúð, að ekki sé talað um að pikka á ritvél á skrifstofu, þar krækti maöur sér i ósviknar gáfur. Ekki væri heldur verra að komast á blað hjá þvi opinbera. Nú myndi hún útbúa sina eigin skattskýrslu og væri maður með mönnum i staðinn fyrir að fá að fljóta með á sneplinum, bara sem konan hans Jóns. En Jón er einn af þessum gamaldags fordómafullu karl- mönnum, sem vill hafa konuna sina heima og þykist meira að segja sjá vel fyrir sinu heimili. „Elsku Gunna min”, segir hann. „Við tilheyrum ekki leng- ur öreigastéttinni, heldur auð- valdinu, þar sem við eigum nú orðið bæði hús og bll og þar að auki 4 krakka. Við ættum bara að geta verið ánægð. Ég veit nú heldur ekki hvað við hefðum upp úr þessu. Tveimur yngstu börnunum þyrftum við að koma á barnaheimili og það er, eins og þú veizt, ekki hægt. Við erum jú löglega gift og fyrir börn sllkra foreldra er ekkert rúm á slikum stofnunum, nema kannske hálfan daginn. Við þyrftum þá að koma þeim eitt- hvað annað I pössun, og það myndi minnst kosta kr. 12 þús. fyrir hvort þeirra á mánuði. Einhver þyrfti lika að segja honum Nonna okkar til i lestri og reikningi, þegar hann kæmi heim úr skólanum”. Jafnrétti, góði minn. jafnrétti: „Jafnrétti, góði minn jafn- rétti,” segir konan hans Jóns. „Það er það, sem gildir á alþjóðlegu kvennaári. Þú verð- ur bara að taka þátt i þessu með mér. Þú hlýtur llka að hafa lært lestur og reikning svona rétt eins og ég þegar þú varst litill.” „Já, en elsku Gunna min. Hvenær á ég að kenna? Ég, sem kem ekkiheim fyrr en 7 á kvöld- in og fer 8 á morgnana.” „Það verður bara'að breytast. Þegar ég fer að vinna úti, getur þú unnið styttri vinnutima.” „En min hjartans Gunna. Þú veizt þó vel, að það er eftirvinn- an, sem hleypir kaupinu upp. Ég held bara, að við förum fjárhagslega miklu verr út úr þessu uppátæki þinu”. Framtiðarsýn Jóns Jón sér inn I framtiðina. Kl. er 7 að morgni og þarna stendur Gunna með hálfgreitt hárið og eldar hafragraut. Nonni, 10 ára er kominn I annan sokkinn, ÍIIMINM I SÍÐAN | Umsjón: Erna V. Ingólfsdóttir ÞJÓÐARHAGUR... Gunna min, bvar I veröldinni faldirðu sokkinn minn? ALLAR HÚSMÆÐUR VINNIUTAN HEIMILIS? Sigga 12 ára sefur. Hún á ekki að mæta I skólanum fyrr en eftir hádegi. Hann sjálfur finnur auð- vitað helzt ekkert til að fara I. Snuöið er ekki á sinum stað og sú litla, 1 árs, grætur þar sem hún situr á koppnum. Sá 2ja ára virðist einn halda sönsum. Klukkan tifar. Eftir að hafra- grauturinn hafði komizt I mann- skapinn er þeim litlu troðið I gallana, út I bilskrjóðinn, sem keyptur var handa Gunnu. Herjans blindbylur og auðvitað fer skrjóðurinn ekki i gang. Þá er að kippa i greyið. Finna kað- al. Hnýta og loksins er komizt af stað. Og þarna sér hann Gunnu sina I huganum pikkandi á ritvél i bankanum. Þar er margt um manninn og gáfulegar samræð- ur eiga sér stað á milli þess, sem kúnnarnir fá vixla og lang- an lista yfir yfirdrátt á ávisana- heftum. K1. er 12 og Gunna flýtir sérheim. Sigga á að fara i skól- ann. Nei, viti menn hún sefur ennþá þegar Gunna stigur létt- um skrefum inn til sin. Aftur kapphlaup við klukkuna. Bezt að hafa eitthvað fljótlegt, eina pulsu handa Siggu og aðra handa Gunnu. Hinir koma, sem betur fer ekki heim i hádeginu. Klukkan er 5 og Gunna hleyp- ur út I skrjóðinn. Hún ekur eins og vitlaus til konunnar, sem gætir barnanna. Hún er rétt smogin inn um dyrnar, þegar Jón kemur lika og nú er byrjað að elda, hreinsa, þvo og strauja. Allt þarf að gerast á sem styztum tima til þess að hafa smátima fyrir sjálfan sigáeftir. Framtiðarsýnin hverfur 1 þarf að passa hver 4 börn á barnaheimilum „Heyrðu Gunna min. Ég hef nú verið að hugsa plnulitið. Það þætti ekki góður vérkstjóri, er hefði 5 manns á slnum snærum og svo væri hann helzt aldrei við til aö stjórna. Veiztu, að ég held, að þjóðfélaginu sé það alveg eins hollt, að þú sér heima og hugsir um heimilið. Veiztu, að á barnaheimilum þarf rúmlega 1 mann til þess að sjá um hver 4 börn. Stofnkostnaðurinn á hvert barn er nærri ein milljón. Fyrir hvert barn, sem er á barnaheimili, eru borgaðar 20 þús. á mánuði. Foreldrarnir borga 40% eða 8 þús. en með sköttunum okkar er afgangur- inn borgaður. Og svo er annað. Það nýjasta, sem ég heyrði eftir sálfræðingunum er að ef barn þarf t.d. að leggjast inn á spítala, þá er það mjög æski- legt, að mamman eða pabbinn sé sem mest hjá þvl. Hvernig ætlarðu að gera það, ef þú hefur útivinnu? Nei, að öllu saman- lögðu borgar þetta sig ekki. Jafnvel þótt við kæmum börn- unum á barnaheimili.” „Elsku Jón Hefurðu aldrei heyrt talað um, hversu þrosk- andi og gott það er fyrir börnin að komast til lærðrar fóstru. Þeim er kennt svo margt, svo ekki sé talað um, hversu gott þau hafa af að umgangast sina jafnaldra.” „Jæja Gunna min. Ég hef út af fyrir sig ekke_*;t út á barna- heimili að setja og enn siður út á fóstrurnar. En ég held, að mæð- urnar standi sig ekki siður við uppeldið. Ef þér finnst þú eitt- hvaö slök, þá gluggaðu betur i uppeldishandbækurnar. Það væri heldur ekki svo vitlaust að stofna klúbb, þar sem þið mæð- urnar gætuð lært föndur, söngva, leiki o.fl. og siðan gætuð þið kennt börnunum. Svo ég tali nú um sparnað. Þá veit ég ekki betur en það borgi sig að sauma heima, taka slátur og búa til fiskibollur, og I öllu þessu ert þú snillingur, Gunna min. Ekki væri svo úr vegi, ef þú vildir auðga andann, að lesa svolítið og fylgjast með að öðru leyti og segja mér, þegar ég kem heim. Veiztu nefnilega hvað. Ég hef nú staðið svo að segja viðsama rennibekkinn s.l. 10 ár og talað við sömu mennina jafnlengi. Það skyldi þó aldrei vera, að meiri hætta væri á, að ég forheimskaðist frekar en þú?” i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 35. Tölublað (11.02.1975)
https://timarit.is/issue/238966

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

35. Tölublað (11.02.1975)

Aðgerðir: