Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    2324252627281
    2345678

Vísir - 11.02.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 11.02.1975, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 11. febrúar 1975 Bollurán! Já, bollurnar yeru góöar. Þaö hefur í þaö minnsta þeim, er frömdu innbrot I Njaröarbakari, fundizt. Þetta innbrot var framiö aöfaranótt bolludagsins og hreint engu var stoiiö nema bollum. Bakararnir eru árla á fótum þennan dag, svo boiluinnbrotiö hlýtur aö hafa veriö framiö fyrir klukkan þrjú um nóttina. Einhver hefur ekki staðizt freistinguna, er hann sá ljúffengu bollurnar i glugganum og brotizt inn. Auk bollanna var smávegis tekiö af skiptimynt. —JB Frystikistan fínasta fleti Pilturinn steinsvaf uppi á frystikistunni, er iögreglan kom aö honum. Þaö varð aö hrista hann tvisvar áöur en hann vakn- aöi til lífsins, og varö hann þá hinn reiöasti yfir þeirri endemis frekju aö draga hann fram úr þessu ljúfa fleti. Pilturinn hafði veriö á fylleriis- rangli uppi i Selási , og er nóttin skall á, haföi hann krækt upp glugga þar á einu húsinu og troöiö sér inn. Þar eö hann var sjálfur úr ööru borgarhverfi, tók hann þaö til ráös aö nátta þarna, og lagðist hann þvi til svefns uppi á frysti- kistu heimilisins. —JB Heildoraflinn 121.700 tonn Átta bátar höföu tilkynnt loönu- nefnd um afla sinn i morgun frá þvi á miönætti. Þeir voru samtals meö 2400 tonn, en þaö voru allt góöir farmar. Hæstir voru Asgeir RE og Hilmar SU meö 400 tonn hvor. I gær voru 24 bátar með-5200 tonn, þannig að þá voru nokkuð margir með slatta. A sunnudag var heildaraflinn 4.300 tonn og á laugardag 7.000 tonn. Þetta er tiltölulega litill afli, en hefur dreifzt mjög vel á löndunar- staðina. Vestmannaeyjar hafa aldrei fyllzt algerlega ennþá, og þróarrými losna smám saman á stööum austan og norðan nú næstu daga. Heildaraflin er þó oröinn 121.700 tonn á vertiöinni, ef með eru tald- ir þeir átta bátar, sem hafa til- kynnt sig frá miðnætti. Hinn níunda febrúar i fyrra var heildaraflinn hins vegar kominn I 187.950 tonn, svo hann er verulega minni nú. — SH Sjálfur lögreglubíllinn er ólöglegur „Að sitja inni í honum í rigningu er eins og að vera sjómaður á dekki á 14 vindstigum,,/ segir lögreglan í Grundarfirði um versta lögreglubíl landsins þurft til hans I neyðartilfellum. ,,Um daginn brotnaði hér til dæmis piltur, og er viö ætluðum aö flytja hann yfir til Stykkis- hólms til læknis, komst blllinn ekki I gáng. Viö urðum þvi að kalla á lögregluna I Stykkis- hólmi til aðstoðar ög þeir brutust slðan hingað eftir piltin- um”. Að sögn Rikharðs er ástand bflsins nú svo, að lögreglan telur sér vart fært að flytja I honum sjúklinga lengur, sem á þó að vera eitt af verkefnum bflsins. „Það er hætt við að hver sá sjúklingur, sem upp i bllinn stigi, biði skaða af. 1 roki og rigningu miglekur bfllinn, það mikið að við inni I honum erum eins og sjómenn á dekki I 14 vindstigum”, hélt Rikharður áfram. „Við hálfskömmumst okkar fyrir bilinn, og á meðan við eig- um að líta eftir ástandi annarra blla, erum við sjálfir á ólöglegu farartæki. Samt verðum við aö setja hvltan skoðunarmiða á bflinn til að vera til fyrirmynd- ar”, sagði Ríkharður. „Við hefðum eins vel getað klippt númerið af okkar eigin bll eins og öðrum görmum. Við geröum það nú reyndar, er við fórum síðast á bílnum til Stykkishólms. Er þangað kom vildi bfllinn ekki lengra, þannig að við urðum að skilja hann eftir á verkstæði i Hólminum. Þar er hann fastagestur og viðgerða- kostnaðurinn orðinn himinhá”, sagði Rikharður Rikharðsson lögreglumaður I Grundarfirði að lokum. —JB „Þessi bildrusla er alveg hörmung”, sagði Rikharður Rikharðs- son lögregluþjónn i Grundarfirði i viðtali við Visi fyrir skömmu: Og billinn, sem hann ræddi um, var ekki lé- legur bill einhvers bæjarbúans, heldur sjálfur lögreglubillinn, sem á að vera öðTTím til fyrirmyndar. Billinn er einnig sjúkrabill stað- arins. Lögreglubfllinn, sem Grund- arfjarðarlögreglan notast við, er um 10 ára gamall, og var hann keyptur notaður frá Búðardal. „Okkur hefur verið heitið nýj- um bll, sem koma á til landsins einhvern tima núna I febrúar. En við erum bara hræddastir um, að einhver nái i bflinn á undan okkur”, sagði Rikharður. Og lögreglan er óspör á að telja upp galla bilsins. Tveggja drifa millikassinn er ónýtur. svo og driflokurnar. Vélin er alveg búin að vera enda brennir bill- inn nú tveim lítrum af oliu á tveggja klukkutima akstri (bill- inn er benzlnblll) og rafkerfið er I Jamasessi. „Við vorum til dæmis að koma frá dansleik um daginn, er öll ljósin fóru snögglega af bflnum. Þannig voru ljósin allt- af af og til að fara af bflnum og eins var billinn lengi vel ein- eygður. Allar raflelðslur I bfln- um voru ónýtar orðnar. En fyrir skömmu keyptum við nýtt raf- kerfi í bflinn fyrir sunnan, ann- ars er mjög vont að fá varahluti I bllinn”, sagði Rlkharður. „Svo er ægilegt hlaup I stýr- inu og á morgnana verðum við að aka nokkra hringi til að koma bremsunum til”, sagði hann. „Þá er framrúðan orðin það slitin og rispuð að vont er að sjá út um hana”. Að sögn Rlkharðs hefur það komið fyrir, að billinn hafi reynzt ógangfær, er gripa hefur P-1213 veröur senniiega aö teljast lélegasti lögreglublll landsins. Komu nemendum sínum í opna skjöldu Nemendur i meira- prófsnámskeiði Bif- reiðaeftirlitsins urðu heldur betur hissa, er þeir komu á nám- skeiðið á föstudaginn. Bifreiðaeftirlitið hefur húsnæði undir kennsl- una i Dugguvoginum og er nemendurnir, sem eru um 120 að tölu, komu fyrir hornið stóð þar friður hópur bif- reiðaeftirlitsmanna. Þarna voru kennararnir mættir, en nú I þeim tilgangi að grandskoða ökutæki nemend- anna. Hver bfllinn af öðrum var þannig gripinn nemandanum að óvörum og hann færður til skoð- unar. Tveim bflum varð að kippa úr umferð og nokkrir fengu græna miða. Óánægja reis meðal margra nemendanna, er þótti sem kenn- ararnir kæmu þarna aftan að nemendum slnum. Franklín Friðleifsson fulltrúi hjá Bifreiðaeftirlitinu sagði, að ekki væri hér farið aftan að neinum. Nemendunum væri að jafnljóst og öðrum I hvernig ástandi ökutækin ættu að vera. Hins vegar hefði kannski verið eðlilegra að láta nemendurna vita fyrirfram, að slik könnun kynni að verða gerð. „En það láðist I þetta sinn, að láta vita”, sagði Franklin. „Við erum nú að reyna að auka skyndikannanir okkar og má lita á þetta sem lið i þvi. Þeir, sem eru að taka meirapróf, ættu að vera fyrirmynd annarra I umferðinni og vita betur en aðrir i hvernig ástandi ökutækið á aö vera,” sagði Franklin. _JB Hœgt að geyma mjólk óskemmda í 3-4 mánuði við Veriö er aö setja upp i Mjólkur- búi Flóamanna á Selfossi tæki, sem eiga aö gera kleift aö ganga þannig frá mjólk og mjólkurvör- um, aö unnt sé aö geyma þær ó- skemmdar viö stofuhita I þrjá til fjóra mánuöi. Aö sögn Stefáns Björnssonar, forstjóra Mjólkursamsölunnar, heita tæki þessi UHT, sem er skammstöfun yfir Ultra-High Temperature, eöa yfirhitun, enda er mjólkin hituð 1140—160 gráður, en síðan kæld. Úr þessum geril- sneyðingartækjum fer hún I sér- staka pökkunarvél, þar sem pakkaefnið kemur I hólkum og er einnig gerilsneytt, þannig að með aðferð þessari er mjólkin ger- samlega gerillaus. I venjulegri, gerilsneyddri mjólk er alltaf eitthvað af gerlum, sem valda þvi, að hún geymist ekki nema takmarkaðan tima. Mjólkurbú Flóamanna og Mjólkursamsalan eiga þessi tæki i sameiningu, og standa vonir til, að ekki verði ýkja langt þangað til að hægt verður að hefja tilraunir með það. Aftur á móti er hluti af tækjunum ekki kominn til lands- ins, og gjaldeyrisþrengingarnar geta haft einhver áhrif á, hve fljótt er hægt að byrja. Stefán sagöi, að framleiðsla þessi væri einkum með þá staði i huga, sem að einhverju leyti eru afskekktir og ekki hægt að koma við daglegri sölu. Tilgangurinn með þessu nýja áhaldi er fyrst og fremst sá að auka nýtingu á mjólk og mjólkurvörum, og þá með þvi að auka geymsluþol þeirra fyrir þá, sem illa eru settir með aðdrætti. Framan af veröa einkum gerð- ar tilraunir með kókómjólk, og ef þær takast eins og efni standa til, stofuhita má búast við, að kvlarnar verði færðar út. Sá böggull fylgir skammrifi, að ekki er hægt að breyta pakkning- um nema með nýjum pakkninga- vélum, en sú stærð, sem kemur úr þeirri pakkningavél, sem vænt- anleg er nú, er einn peli, eða 1/4 liter. Umbúðirnar eru sams kon- ar og á hinum nýju, vinsælu eins liters mjólkurpakkningum sam- sölunnar. —SH Bylting í prenttœkni dagblaða: Verða prentararnir — Pressumennirnir lifa lengst Dagblööum og blaöaprent- smiöjum hafa undanfariö borizt tilboö frá bandarlsku fyrirtæki, sem selur sjálfvirkar tölvur, er taka viöhandritum blaöamanna og myndum Ijósmyndara og ganga frá þessu efni I dagblaöa- siöu — álplötum, sem setja má beint I offsetprentvélarnar. Með tilkomu þessara tækja þurrkast út verkefni prentara I prentsmiðjum dagblaða, ann- arra en pressumanna. Tölvurnar lesa handritin og myndirnar, raða textanum i dálka, leiðrétta hann eftir fyrir- sögn prófarkalesara, brjóta slð- urnar um með texta og myndum eftir fyrirsögn útlitsteiknara blaðanna, ljósmynda slðan sið- urnar og færa yfir á álplötur, til- búnar til prentunar. Þessi bylting I prenttækni á rætur að rekja til uppfinninga, sem gerðar hafa verið I sam- bandi við geimferðir. Verðið er nokkuð hátt enn sem komið er, en er talið munu lækka, þegar fleiri fyrirtæki, sem eru að vinna að gerð svipaðra tölva, koma einnig með sln tæki á markaðinn. Búizt er við svip- aðri þróun og I annarri tölvu- tækni, sem jafnt og þétt hefur orðið ódýrari. Þessum tölvum er talið það til gildis, að þær spara glfurlegan mannafla og ennfremur rekstr- arvörur, tima og húsrúm. óþarfir? Nokkur kerfi af þessu tagi verða sett I gang i Bandarlkjun- um á þessu ári, og liklega eitt i Evrópu. —SH Hér er prentari aö vinna viö dagblaöapressu Blaðaprents. Pressumenn eru slöasti hlekkur blaðaframleiöslunnar, og mun nýbyltingin ekki koma niður á starfi þeirra, — en hinsvegar á starfi allra annarra starfs- manna prentsmiöju sem þess- arar.

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 35. Tölublað (11.02.1975)
https://timarit.is/issue/238966

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

35. Tölublað (11.02.1975)

Aðgerðir: