Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    2324252627281
    2345678

Vísir - 11.02.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 11.02.1975, Blaðsíða 6
6 Vísir Þriðjudagur 11. febrúar 1975 vísir Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason /Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. 1 iausasöiu 35 kr. eintakið. Biaðaprent hf. Hröðum orkusókninni Ef alþingi samþykkir hið nýja stjórnarfrum- varp um byggingu og rekstur málmblendiverk- smiðju, má reikna með, að verksmiðjan geti tek- ið til starfa eftir tvö-þrjú ár og kaupi tæplega helming af rafmagninu, sem framleitt verður i Sigölduveri. Og allar horfur eru á, að alþingi samþykki frumvarpið með riflegum meirihluta atkvæða. Þar með er eitt skrefið enn stigið i hægfara stóriðjuþróun á íslandi. Vonandi verður þetta skref fyrirboði þess, að sú þróun verði hraðari á næstu árum. tslenzka þjóðarbúið þarf að verða fjölbreyttara en það er nú, og aukin stóriðja er eitt af þvi, sem helzt skortir. Gert er ráð fyrir, að verksmiðjan kaupi um 68 megawött frá Sigöldu, sumpart sem forgangs- orku og sumpart sem afgangsorku. Verður for- gangsorkan keypt á 9,5-10 mill., en meðalverðið verður 5-6,2 mill. Þetta tiltölulega háa verð endurspeglar þá staðreynd oliukreppunnar, að orka er nú i meiri metum fjárhagslega en áður var. Þessi viðskipti munu tryggja, að Sigöldu- virkjun verði mjög arðbær og leggja grundvöllinn að frekari orkuöflun hér á landi. Verksmiðjan sjálf, sem verður að meirihluta i eigu islenzka rikisins, verður einnig mjög arð- bær, ef áætlanir standast. Gert er ráð fyrir, að aðrsemi hennar nemi hvorki meira né minna en 17,4%, þannig að fljótlega ætti að safnast fé til frekari útþenslu i framleiðslu á málmblendi. 1 heild má gera ráð fyrir, að hreinar gjaldeyris- tekjur af rekstri verksmiðjunnar og orkusölu til hennar nemi um 1,3 milljarði króna á ári. Allt bendir til þess, að hér sé um mjög hag- kvæma framkvæmd að ræða, enda hefur oliu- kreppan leitt til þess, að afurðir orkufreks iðnað- ar eru mun verðmætari en áður var. Við þurfum nú að nota tækifærið til frekari sóknar á þessum sviðum og nýta miklu meira af þeirri gifurlegu orku, sem liggur ónotuð i fallvötnum og iðrum landsins. Við þurfum á næstu mánuðum að móta nýja stóriðjuáætlun og dreifa bæði orkuverum og verksmiðjum i sem flesta landshluta. Kominn er timi til að vinna að stórvirkjun á Norðurlandi og siðan á Austurlandi. Þessi uppbygging mundi hafa þau hliðaráhrif að tryggja orkudreifingu til almennrar notkunar á þessum svæðum og eyða þvi ófremdarástandi, sem rikt hefur i vetur i orkudreifingunni. Höfuðmarkmiðið i þessari þróun er, að Islendingar eigi sjálfir orkuverin og reki þau, enda höfum við öðlazt mikla reynslu á þvi sviði. Okkur mun vafalitið reynast auðvelt að afla láns- fjár til byggingar orkuveranna, ef tryggð verða föst stóriðjuviðskipti. Sum iðjuverin getum við átt að meirihluta, en önnur geta erlend fyrirtæki átt að öllu leyti. Þetta fer eftir eðli vinnslunnar i hverju iðjuveri og möguleikum okkar á að afla lánsfjár til fjárfestingar i svo dýrum verksmiðjum, án þess að það dragi úr möguleikum okkar til annarra nytsamlegra hluta. Við skulum i öllum tilvikum gæta þess, að stór- iðjan leiði ekki tilmengunar en að öðru leyti skul- um við láta úrtölur sem vind um eyru þjóta og hefja stórsókn á þessu sviði nútima framleiðslu. Við skulum gera orkuna að enn meiri auðlind en fiskimiðin okkar. — JK Solzhenitsyn og Natalya ásamt sonunum Ignat og Yermolai. Fyrir einu ári var Alexander Solzhenitsyn kærður fyrir landráð, sviptur sovézkum borgararétti og sendur með flugvél vestur á bóginn til frelsisins. A heimili Solzhenitsyns i Zurich I Sviss veröur þessa þó ekki minnzt með neinum hátíðarhöldum. Flutningur þessa ofsótta gagnrýnanda vestur til frelsis lýðræðisins og umskiptin að verða velfjáður rithöfundur voru fjölskyldunni alls ekki sársaukalaus. Vinir og skyndmenni hins 56 ára gamla rit- höfundar segja, að hann sökkvi sér æ meir ofan i vinnuna og ritstörfin, sem hafa tekið allan hans tima, siðan hann stofnaði sitt nýja heimili i Sviss. Eftir að hann haföi verið sendur I útlegð 13. feb. i fyrra vegna gremju yfirvalda yfir bók hans „Gulag-eyjaklasinn” lýsti Andrei Gromyko þvi yfir, að Solzhenitsyn væri „eiturdrykkur”. Sovézkir fjölmiðlar hertu samtimis á áróðrinum og fordæmingunum. Nú getur Solzhenitsyn unnið að skrifum sinum i friði, og eru þó I engu minna gagnrýnandi á nútið og framtiö föðuriandsins. En hann hefur margsinnis sagt, að hann láti ekki af þeirri von sinni að fá einhvern tima að snúa þangaö aftur, og heimþráin þjakar hann. Hann hefur sagt, að hann vilji einhvern tima snúa til Sovétrikjanna, þegar leyfð væri útgáfa bóka hans, sem nú er bönnuð. Eins og málin horfa, þá er óliklegt, að þessi von rætist. Siðan hann settist að i Sviss, hefur seinna bindi „Gulags” komið út með áframhaldandi lýsingum á hryllingi þrælafangabúðanna sovézku. Hinir vestur-þýzku forleggjarar, sem gefið hafa út bækur hans, segja, að vænta megi þriðja bindis siðar á þessu ári. Þetta eru feiknarleg afköst, enda segja vinir Solzhenitsyns, að hann vinni sex daga vikunnar tólf stundir á dag við að fara yfir kaflana, sem hann var fyrir löngu búinn aö skrifa, og bæta nýj- um köflum við þá. I sumum tilvikum skiptir hann um, þar sem hann haföi áður skrifað bækur sinar með tilliti til þess, sem birtingarhæft þótti I Sovét- rikjunum. Nú getur hann komið að þvi, sem var of áhættusamt, meðan hann var enn i Sovét. — „I Moksvu varð ég aö draga niður i sjálfum mér,” segir hann sjálfur. Þegar Solzhenitsyn kom til Zurich fyrir ári, bandaði hann i áttina að blaðamannahópnum, sem sat fyrir honum, og spurði: „Ekkert skil ég i þvi, hvaða fyrirgangur þetta er. Aö ári liðnu verða menn búnir aö steimgleyma mér.” — Það fór þó á annan veg. Bækur hans eru enn á met- sölulista, og hann er oröinn auðugur maður. „Peningar eru vissulega vandamál okkar,” sagði lögmaður hans, Fritz Heeb. Solzhenitsyn er i dag hlédrægur og dulur og ber litið traust til fréttamanna. Þeir koma að garðs- hliðinu hjá honum læstu. Þeim, sem þar knýja dyra, er tekið með stökustu varúð, nema þeir séu fjölskyldunni kunnugir. Þetta tveggja hæða, yfirlætislausa hús, sem Solzhenitsyn leigir, stendur i kyrrlátri götu i sama hverfi og Zurich-háskóli. Þar búa þau Natalya kona hans (35 ára), sonur hennar Dimitry (12 ára) frá fyrra hjónabandi, börn þeirra þrjú, & Yermolai (3 ára), Ignat (2 ára) og Stephan (1 árs) — og tengdamóðir hans. — Þau komu með honum vestur yfir, og það var á sinum tima mikill fagnaðarfundur eftir 45 daga aðskilnað. Höföu þá þá siðast séð hann leiddan brott af óeinkennisklæddum lögreglumönnum og vissu ekki, hvort þau ættu nokkurn tima eftir að sjá hann aftur. Einu sinni siðan hefur Solzhenitsyn opnað heimili sitt blaðamönnum. Það var I nóvember, sem hann átti með þeim fjögurra stunda fund, þegar hann ætlaði að gefa út ritgerðasafn eftir sig og sex aðrar rithöfunda, sem verið hafa I and- stöðu við Sovétstjórnina. Nú orðið er tlma hans að mestu varið I skriftir og undirbúningsvinnu, eins og rannsóknir. Hann hefur tekið sér ferðir á hendur til Parisar til viðræðna við rússneska útflytjendur til að heyra sögur af þeirra reynslu. í desembermánuði brá hann sér til Stokkhólms til að veita viðtöku Nóbelsritlaununum fyrir áriö 1970. Ekki létu erindrekar Sovétstjórnarinnar sjá sig við það tækifæri. A þeirri stundu lýsti Solzhen- itsynsjálfum sér, sem „höfundi frá frelsissnauðu landi” og sagði að bókmenntaverðlaunin hefðu bjargaö sér undan tortimingu ofsækjenda sinna. Heimili Solzhenitsyn i Zurich er lýst sem vasaútgáfu af Rússlandi. Þar er rússneska töluð einvörðungu, þótt Solzhenitsyn tali lika þýzku. Hann segist samt sjálfur ekki kunna það mál vel. Börn hans læra þýzkuna jafnt og móðurmálið. Dimitry, sem gengur i skóla i Zurich, er vel samræðuhæfur i þýzku. Þegar skólabræður hans, spurðu hann, hvort ekki yrði hátið á heimili hans tilaðminnasteins árs afmælis þess, að þau fluttu vestur, þá sagði hann, að það væri enginn sérstak- ur tyllidagur á þeirra heimili. Auk ritstarfanna er Solzhenitsyn mikill lestrar- hestur, og tómstundum — ef einhverjar er hægt að kalla þvi nafni — ver hann til lestrar eða göngu- ferða. Hann er mikill áhugamaður um sögu, og litur i rauninni á sjálfan sig sem sagnaritara. Honum finnst það skylda sin að skrásetja þá þætti rússneksrar sögu, sem út undan hafa orðið. Eftir þvi sem hann segir sjálfur, þykir honum það verst, að honum muni naumast endast aldur til að færa allt það I letur, sem hann vildi. Hálfur hugurinn er jafnan austur I Rússlandi. I gönguferðunum leitar hann ósjálfrátt þangað, sem hann sér til snæviþaktra Alpafjallanna, sem minna hann á snæbreiðurnar heima á bernsku- stöðvunum. Útvarpstækiö er sem oftast stillt á rússneskar útvarpsstöðvar eða þær útsendingar BBC, sem eru á rússnesku. Solzhenitsyn fékk svissneskt vegabréf til tveggja ára og getur fengið það endurnýjað, þegar sá timi er útrunninn. Svissneskur rikisborgari getur hann ekki orðið, fyrr en eftir fimm til sex ára dvöl i landinu. Svissnesk yfirvöld hafa varað hann við þvi að aðhafast neitt það, sem bryti i bága við hlutleysisstefnu landsins, ef hann vill öðlast svissneskt rikisfang, enda hefur hann verið litt áberandi, siöan hann settist þar að. UMSJÓH: G, P.

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 35. Tölublað (11.02.1975)
https://timarit.is/issue/238966

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

35. Tölublað (11.02.1975)

Aðgerðir: