Vísir - 11.02.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 11.02.1975, Blaðsíða 5
RGUN UTLÖNDI MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: G.P. ÞUNGUR ROÐUR HJA KISSINGER VIÐ MIÐJARÐARHAF Henry Kissinger, utanrikisráðherra, mun i dag leggja fast að ísraelsmönnum að gera nákvæma grein fyrir þvi, hvers þeir kefjast af Egyptum i staðinn fyrir að þeir skili aftur hernumdum landsvæðum. Hann átti viðræður i gærkvöldi við israelska ráðamenn, en fundir þeirra áttu að hefjast aftur árla i morgun. Kissinger flýgur á morg- un til Égyptaiands til svipaðra viðræðna, en heldur þykir ólik- legt, að hann geti fært Egyptum þau tiöindi^ að tsraelsmenn vilji hörfa meira en 30-50 km aftur i Sinaieyðimörkinni. — Sadat Egyptalandsforseti hefur hins vegar krafizt þess, að tsra- elsmenn láti hin hernaðarlega mikilvægu skörð, Mitla og Giddi, af hendi við Egypta. Þvi hafa Israelsmenn neitað, nema til komi f staðinn skrifleg yfir- lýsing Egypta um, að þeir muni ekki fara með ófrið á hendur tsrael. Hendur rikisstjórnar tsraels eru að nokkru bundnar, þvi að stjórnarandstaðan dregur i efa, að hiin hafi umboð til að afsala stórum landsvæðum til ann- arra. Þetta er i átjánda skipti á 13 mánuðum, sem Kissinger kem- ur til Israels til málamiðlunar i deilu þeirra við Arabarikin. Aö þessu sinni á hann við að etja kviða ísraelsmanna fyrir þvi, að hvaða samningar, sem ná kunni að takast við Egypta, verði siðar ónýttir, þegar setzt veröi að samningaborðinu I Genf, eins og ráð er gert fyrir. Er tsraelsmönnum fyrir þær sakir óljúft að láta nokkuð af hernumdu svæðunum eftir, þvi að þá hefðu þeir færri trompum úr að spila, þegar reynt verður að semja um endanlegan friö. Grunar tsraelsmenn, að jafn- vel þótt Egyptar gæfu skriflega yfirlýsingu I skiptum fyrir oliu- svæðin og skörðin I Sinai, þá kynnu hinir siðarnefndu að svikja hana, ef bræðralagsrikin lentu I ófriði við Israel. — En til þessa hafa Egyptar ekki viljað láta glika yfirlýsingu i té. Israelsmönnum er mest i mun að draga þessar samningaum- leitanir á langinn, ef þeim tæk- ist með þvi móti að skapa sér þriggja eða fjögurra ára næði til þess að rétta sig við eftir Yom Kippur-striðið. Enda ekki við þvi búizt, að friðarráðstefnan I Genf sem halda á með deiluaðil- um, geti orðið mikið fyrr. Hjá Egyptum er naumast mikilla tilslakana að vænta fyrir Kissinger, þegar hann kemur til Kairó á morgun. — Sadat forseti lét eftir sér hafa i viðtali I gær, að kæmi Kissinger með loforð tsraelsmanna fyrir þvi, að þeir mundu draga fram- linu sina aftur frá landamærum Sýrlands og Jórdaniu ásamt þvi ■iiiinmn m Umsjón: Þessi mynd var tekin af Kissinger Sadats Egyptalandsforseta i fyrra. verða núna. I einni af heimsóknum hans tii óvist er, hvernig móttökurnar að ákveða hvaða dag friða samningarnir skuli hefjast, J munu Egyptar tilbúnir til ; hefja viðræður um, hve mik tsraelsmenn skuli skila aftur ; Sinai. Ef þar er að finna ný viðho Araba til friðarsamkomulaf við tsrael, eru þau frekar aftu hvörf ef nokkuð frá fyrri afstöC þeirra. Egyptar hafa krafizt þess, a Palestinuarabar eigi hlut a væntanlegum friðarviðræðun og krefjast þess, að til gruni vallar verði landamæi Palestinu, eins og þau voru 194' fyrir frelsisstriöið 1948. Af þvi má greinilega sjá, a timinn hefur ekki orðið til þes að minnka bilið milli deiluaði anna i Austurlöndum nær, helc ur þvert á móti. Skilyrðin, ser hvorir um sig set ja, verða sifei: óaðgengilegri fyrir hinn. Visir Þriöjudagur 11. febrúar 1975 Sjólfsmorð vegna mat- areitrunar Japanskur kaupsýslu- maöur fyrirfór sér,eftir aö dönsk skinka, sem fyrir- tæki hans hafði látið í té, varðtil þess að 144 farþeg- ar júmbóþotu fengu mat- areitrun. Kenji Kuwabara fékk lánaða skammbyssu og skaut sig til bana, en hann var varaforstjóri fyrirtækis, sem sá flugfélagi Jap- ans fyrir matarbirgðum. Engum farþeganna, sem mat- areitrunina, fékk, varð alvarlega meint af, þvi að flugstjórinn áttaði sig strax á þvi, þegar veikindin gerðu vart við sig. Lenti hann þegar f stað i Kaupmanna- höfn þar sem fólkinu var liknað. sigrí Hœkkar Wilson kaupið við drottninguna? Það var við því að bú- ast i dag, að Harold Wil- son forsætisráðherra Breta mælti með því, að Elizabet Bretadrottning fengi 400 þúsund sterl- ingspunda kauphækkun. Þar með munu laun drottningar nema 1 1/2 milljón sterlingspunda á ári. En slik tillaga á áreiðanlega eftir að vekja gremju margra flokksbræða Wilsons i Verka- mannaflokknum. Þykir þeim illt að þurfa að skýra út rúm- lega milljón króna kauphækk- un drottningar i sama mund og þeir þurfa að skora á laun- þega, kjósendur sina, að halda kaupkröfum i hófi. Framlag rikissjóðs til drottningarinnar jókst 1972 úr 475 þúsund sterlingspundum upp I 980 þúsund pund, eftir að hún hafði óskað endurskoðun- ar á ársframlagninu. — Nýjar hækkanir krefjast ekki sam- þykktar þingsins, en aftur á móti þriggja trúnaðarmanna þingsins og er forsætisráð- herrann einn þeirra. Verða greiðslur til hennar hækkaðar að tilhlutan stjórnar Verkamannaflokksins? Thatcher spáð Flestir spá Margaret Hatcher sigri i for- mannskjöri ihalds- manna i dag, og yrði hún þá fyrsti kvenmað- urirtn, sem næði for- mannsembætti flokks- ins. Á Englandi hafa menn veðjað óspart á úrslitin milli þeirra Williams Whitelaw og frú Thatcher, og bjóða veðmangarar svipuð hlutföll og blöðin sýna, nefnilega 2 á móti 1, að Thatcher vinni. Þetta er önnur atkvæða- greiðslan, sem fram mun fara i dag. Sú fyrsta var á þriðjudag- inn var, þegar frú Thatcher vantaði ekki nema 9 atkvæði til þess að ná tilskildum meirihluta og kjöri i fyrstu atrennu. — Þau úrslit urðu til þess, að Edward Heath sagði af sér formennsku. Að þessu sinni eru fimm i framboði, én allir lita svo á, að einungis tveir þeirra komi til greina — Thatcher og Whitelaw. — Nái hvorugt hreinum meiri- hluta, verður lokaatkvæða- greiðslan á fimmtudaginn. Thatcher er talin hægrisinn- aðri en Whitelaw og ýmsir þingmenn flokksins kviða þvi, að flokkurinn eigi eftir að tapa hennar vegna atkvæðum meðal hinna vinnandi stétta, — þ.e.a.s. nái hún kjöri. Aörir benda á, að kosninga- spár hafi fyrr brugðizt. Þykir þeim ekkert óliklegt — ef enginn fær hreinan meirihluta við at- kvæðagreiðsluna I dag — að flokkurinn mundi fullt eins fylkja sér um nýjan frambjóð- anda á fimmtudaginn til að fyrirbyggja, að flokkurinn klofnaði. k Það er ekki að sjá, að neitt illa fari á með keppinautunum um formannssæti thaldsflokksins. Þessa mynd tóku ljósmyndarar af þeim Thatcher og Whitelaw i vikunni, eftir að Whitelaw hafði gefið kost á sér. i* *-■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.