Vísir - 22.02.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 22.02.1975, Blaðsíða 20
Patursson þingmaður teygir sig fram, en islenzku ráöherrarnir leyfa ekki auknar heimildir fyrir færeysk fiskiskip. Líklega semst við Fœreyinga í dag ,Minnkaðar veiðiheimildir sennilegar' — segir Atli Dam „Við verðum að sætta okkur við, aö Færeyingar geta ekki fengiðmeirifiskveiðiheimiidiren þeir hafa haft,” sagði Atli Dam, lögmaður Færeyinga, i viðtali við VIsi I gærkvöldi. ,,En hugs- anlega fáum viðsamninga, sem veita okkur nærri jafnmiklar veiðiheimildir, þó liklega heldur minni en verið hefur. Við vonumst til að samningar takist um hádegi á morgun (laugardag),” sagði hann. „Einn dagur er ekki langur timi. Það eru mörg vandamál pólitisk og tæknileg. Ég mótmæli þvi, að Færey- ingar veiði mikið af smáfiski,” sagði hann. „Það er einmitt mikið magn af meðalstórum fiski, sem saltfiskveiðarnar byggja á, 50—60 sentimetra fiski.” Niu manna sendinefnd Fær- eyinga ræddi i gærmorgun við islenzka viðræðunefnd, þír sem Matthias Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra og Einar Agústs- son utanriksiráðherra voru i fararbroddi. Eftir hádegi var fundur með embættismönnum til að undirbúa annan samn- ingafund með ráðherrum, sem hófst klukkan fimm og lauk fyrir kvöldmat. —HH Úr Fellahelli í í Munaðarnes t gærkvöldi lagði hópur ungiinga af stað frá Fellahelii upp i Munað- arnes i Stafholtstungum, en þetta eru unglingar sem tekið hafa þátt I starfi Æskulýðsráðs i Fellahelli i vetur. Þau hafa safnað sér farar- eyri til þessarar ferðar með því að halda skemmtanir og hlutaveltu. Þau fóru i gær — undir fararstjórn Kolbeins Pálssonar og Vals Þórarinssonar, og dvelja um helgina i Munaðarnesi. — Ljósm. BjBj. Laugardagur 22. fcbrúar 1975. Verður þyrsk- lingur að gol- þorski? „Ennþá hefur ekki komið neitt ágreiningsefni, sem skotið hefur verið til okkar, en hins vegar kvartanir, — sem von er”, sagði Jón Sigurðsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar, en jafnframt oddamaður i yfirnefnd um fisk- verð, um vanda sem skapazt hefur út af breyttri flokkun á bol- fiski. Eins og menn rekur minni til, kom nýtt fiskverð ekki fyrr en 14. febrúar, og jafnframt kom breytt flokkaskipting, þannig að stærð- arflokkar bolfisks uröu þrir i stað tveggja áður. Þetta hefur valdið nokkrum ágreiningi um uppgjör á þeim fiski, sem landaö var fram til þessa tima og að vonum met- inn eftir gamla kerfinu, þar sem engan óraöi fyrir breytingu á flokkuninni. „Mönnum var það lengi ljóst, að þetta hlyti að koma upp”, sagði Jón. „Neðanmáls i tilkynn- ingu verðlagsráðs um fiskverðið segir, að gert sé ráð fyrir, að fisk- kaupendur og fiskseljendur komi sér saman um stærðarflokkun aflans frá áramótum fram að þvi að nýja flokkunin tók gildi, en verðlagsráðið muni veita aðstoð við lausn slikra ágreiningsmála, ef þau kunni að risa. Það er einmitt það, sem við höf- um hugsað okkur að gera, og þá einmitt með aðstoð gagna frá Hafrannsóknastofnun sem á stærðardreifingu þess afla, sem á land berst, eftir stað og tima. En þetta getur auðvitað ekki bundið einn eða neinn, þarna á enginn raunverulegt dómsorð. En við nefndarmenn munum koma okk- ur saman um leiðbeiningu um, hvernig sæmilega sanngjarnt gæti virzt að leysa þessi mál. Ég held, að þarna verði að verða samkomulag um einhvers konar þumalfingursreglu, sem á að vera hægt að rökstyðja. Ég held, að þetta sé ekki meira mál en svo, að hægt sé að leysa það, ef einhver smávottur er af samkomulagsvilja”, sagði Jón Sigurðsson. En trúlegt má telja, að margir hafi nú veitt stóra fiska þessar fyrstu vikur ársins, sem einkum hafi verið étnir fljótlega eða flak- aðir og frystir. Hins vegar er enn- þá auðvelt að gera sér grein fyrir stærð saltfisksins. —SH Sjómenn á fjórum verstöðvum á Vestfjörðum hafa sagt upp skip- rúmi sínu. í gær barst fréttatil- kynning frá sjómönnum á linu- bátum á tsafirði, Bolungarvik, Suðureyri og Þingeyri, þar sem segir, að vegna „stórfelldrar lækkunar á steinbitsverði, sem á- kveðið var nýlega af Verðlagsráði sjávarútvegsins úr kr. 16.85 I kr. 10.60 hvert kg, hafa flestallir, ef ekki allir sjómenn á linubátum á framangreindum verstöðvum sagt upp skiprúmi sínu. Krafa sjómanna er sú, að sama verð verði greitt á steinbit frá áramótum til febrúarloka, eins og það var ákveðið af verðlagsráði nýverið, kr. 18.60 hver kg, sem á að gilda frá og með 1. marz. Verði steinbitsverð ekki endurskoðað af viðkomandi aðilum má telja ör- uggt, að linubátar Vestfirðinga stöövist að um það bil viku lið- inni”. Jafnframt kom tilkynning frá Verðlagsráði sjávarútvegsins, þar sem segir, að „á timabilinu frá nóvember til febrúar er stein- bítur venjulega svo magur, að nokkur hluti hans er ekki manna- matur og fleygt frá i vinnslu”. Þá er einnig minnt á reglugerð- argrein, þar sem segir, að óheim- ilt sé „á timabilinu 1. nóvember til 1. marz að landa steinbit, sem nemur meir en 5% af afla skips i hverri veiðiferð”. Steinbitur var ekki nema 2,5% af bátaafla á Vestfjörðum i janú- ar og febrúar árin 1972 og 1973. „Steinbitur hefur þvi haft óveru- lega þýðingu fyrir bátaútgerð á Vestfjörðum i janúar og febrúar siðustu árin”. BÍTAST UM STEINBÍTINN Ætlar þú að hlaupa? Hljómskálahlaup ÍR fer fram i þriðja sinn á þessum vetri sunnudaginn 23. febrúar og hefst klukkan 2 eftir hádegi við styttu Jónasar Hallgrims- sonar, sunnan Hljómskálans. 1 fyrri hlaupum tóku yfir 60 þátt i hvoru, og var keppnin mikil, en að gefnu tilefni eru þátttakendur beðnir að niæta timanlega og ekki seinna en kortér fyrir tvö, svo hægt sé að hefja hlaupið á réttum tíma. Þátttaka er öllum hcimil. - SH ,Þetta gat verið sprengja' — sagði bóndinn, sem fann furðu- hlut í fjörunni — trúlega um hlustunarstöð fró varnarliðinu að rœða „Það hefur verið um ellefuleyt- ið á fimmtudagsmorgun að þetta rak á land”, sagði Jón Einarsson bóndiað Bakka i Austur-Landeyj- um, er i fyrradag fann torkenni- legan hlut rekinn á fjörur hjá sér. Svipaðan hlut rak á sama tima upp á Stokksnesi, þar sem varn- arliðið hefur aðsetur. „Ég var þarna á ferð niðri I fjöru, sem er um fjóra kilómetra frá bænum, mest I þeim tilgangi að leita að reka, og sá þá er þennan hlut rak á land”, sagði Jón. „Ég athugaði hlutinn nú ekki mikið, en sá þó að hann virtist ekki sjóvelktur. I það minnsta hefur hann ekki legið grunnt, þvi ekkert hrúður var á honum að finna. Hann getur aftur á móti hafa verið djúpt. A þessum hlut, sem var á fjórða metra, var fjöldi tappa, þetta gat þvi ver- iðeinhver sprengja og ég bankaði ekkert i hlutinn”, sagði Jón. „Það er greinilegt, að þetta hefur verið stjórað niður. 1 tækinu voru virar, sem sjáanlega hafa slitnað. Ég lét lögregluna á Hvolsvelli vita af þessu og hún til- kynnti Landhelgisgæzlunni um fundinn. Landhelgisgæzlan kann- aðist ekkert við hlutinn og lét þvi varnarliðið vita um hann. Þeir komu svo fljúgandi á þyrlu og sóttu gripinn i gærmorgun. Þeir töluðu ekkert við okkur, en ég sá þá bara i morgunsárið koma að ná i þennan reka”, sagði Jón Einarsson. Sérfræðingur einn, sem Visir ræddi við i gær, taldi augljóst að hér myndi um að ræða hlustunar- stöð, sem sökkt er á hafsbotn. Stöðvar þessar eru mjög næmar oggeta jafnvelfylgztmeðtali um borð i skipum á allstóru svæði. Slik tæki munu vera notuð af öll- um stórveldunum. önnur minni tæki, Sonar-tæki svokölluð, eru látin falla úr flugvélum og sökkva þá niður á sjávarbotn. Mun varn- arliðið dreifa þeim reglulega viða um hafsvæðið við Island. Senni- lega er þó hér um að ræða stærri stöð en þessar og ekki óliklegt að hún sé ættuð frá stöðinni i Stokks- nesi, enda þótt ekki sé hægt að fullyrða enn sem komið er um það. —JB/JBP vísm —SH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.