Vísir - 04.03.1975, Síða 3
Vlsir. Þriöjudagur 4. marz 1975
3
Stórt
mótorhjól
í árekstri
Kona, sem ætlaði að aka bil sin-
um af Kringlumýrarbrautinni inn
á Hafnarfjarðarveginn um
klukkan átta i gærkvöldi varð
fyrir þvi óhappi að aka I veg fyrir
mann á stóru mótorhjóli, sem
kom suður Kringlumýrar-
brautina.
Billinn lenti á afturhjóli mótor-
hjólsins og á fæti knapans, sem
við það missti stjórn á hjólinu og
hafnaði á ljósastaur utan vegar.
Pilturinn hruflaðist mikið á hné
og bólgnaði á fæti. Hann var flutt-
ur á slysadeild Borgarsjúkra-
hússins til frekari rannsóknar.
-JB.
Raunverulegt fiskverð
svipað hér og í Fœreyjum
,,Ég hef ekki tekið eftir þvl, að
fiskverð væri að ráði hærra I
Færeyjum en hér, ef tekið er til
dæmis eitt ár. En það er
fiókið reikningsdæmi að bera
saman verðið þar og hér,” sagði
Eyjólfur Isfeld Eyjólfson, fram-
kvæmdastjóri Sölumiöstöðvar-
innar, I viðtali við blaðið. Oft er
talað um, að fiskverð sé mun
hærra I Færeyjum, og menn
spyrja, hvernig þaö megi vera.
„Það verður að taka allt
sjóöakerfið með i reikninginn,”
sagði Eyjólfur og benti áað hér
er mikið tekið af fiskverði til
margs konar sjóða útvegsins óg
útflutningsgjalda, sem verður
að taka með, svo og
verðjöfnunarsjóö. Þá hafa Fær-
eyingar öðruvisi stærðar-
flokkun, hátt verð á stórum
fiski, en við förum milliveg. A
saltfiski hefur verið mjög gott
verð á stórum fiski, og leggja
Færeyingar miklu meira upp úr
saltfiski en við. Þá breyta
Færeyingar fiskverðinu mjög
titt, til dæmis voru þrjú verð I
janúar, sagði Eyjólfur.
„Skýringin á mismuninum er
fyrst og fremst, að annað fyrir-
komulag er við útreikninga á
verðinu,” sagði ólafur
Guðmundsson i Þórshöfn, sem
gjörþekkir fisksölumálin. „A
verðið hér I Færeyjum er eigin-
lega ekkert lagt af álögum. Það
er vlst ekkert annað en litið
prósent, sem fer til launa-
jöfnunar sjómanna. Verðið, sem
borgað er i Færeyjum, er þvi
meö engum frádrætti nema
þetta.”
ólafur sagði, að með
samningum við Coldwater,
félag Sölumiðstöðvarinnar i
Bandarikjunum, væri frystur
fiskur Færeyinga seldur með
hinum islenzka. Saltfiskinn sjá
Færeyingar um sjálfir. Frysti
fiskurinn væri mikið pakkaður i
smáöskjur, og tekizt hefði að
halda háu verði á honum. Þá
sagöi Ólafur, að rikið greiddi
færeyskum sjómönnum styrk,
sem að sjálfsögðu fæst með
sköttum á landsmenn.
-HH.
HÆTTI SONGNAMI, -
GERÐIST USTMÁLARI
Hann hefur lært hjá Myndsýn,
þar sem hann naut aðallega
kennslu Einars Hákonarsonar.
Þar fyrir utan hefur hann farið i
námsferðir til Hollands, Frakk-
lands og Danmerkur.
Fyrstu sýningu sina hélt Jón
M. Baldvinsson hjá Guðmundi á
Mokka skömmu eftir opnun
þess staðar. Þá hafði hann sýn-
ingu i húsi Guðspekifélags Is-
lands við Ingólfsstræti og 1973
hélt Jón sýningu i sýningarsal
bókasafnsins i Horsens og hlaut
þar góöa dóma.
Jón á nú nokkur málverk á
samsýningu józkra listmálara,
sem haldin er á vegum danskra
fræðsluyfirvalda.
Sýningin er opin 4-10 virka
daga og 2-10 um helgar. — EVI
Um 700 manns hafa þegar séð
sýningu Jóns M. Baldvinssonar,
sem opnaði sýningu . að
Kjarvalsstöðum 1. marz sJ. og
stendur hún til 11. marz.
' Jón kvaðst vera mjög ánægð-
ur með, hvernig sýningin geng-
ur og hafa þegar selzt 19 mál-
verk af 91, sem er til sýnis.
Jón M. Baldvinsson listmálari
fæddist i Reykjavik 1927. Hann
fluttist til Danmerkur til náms
og dvalar 1945. 1 upphafi lagði
hann stund á söngnám og hélt
þvi áfram eftir að hann kom aft-
ur til Islands, en nam ennfrem-
ur teikningu.
Hann hætti siðan söngnámi,
en hélt áfram myndlistariðkun-
um i fristundum. Málaði aðal-
lega oliumyndir.
200 lína símastrengur
slitnaði á Grandanuni
Fullnaðarviðgerð ekki lokið enn
Krðpp eru bógs
manns kjör
Fyrirtæki og stofnanir
á Grandagarði voru
simalaus í allan gærdag á
meðan tveir símvirkjar
unnu stanzlaust við að
tengja 200 lína síma-
streng, sem slitnað hafði
þar um morguninn.
Vinnuflokkur frá Rafveitunni
var við skurðgröft syðst á
Grandanum við hið nýja
verzlunarhús Ellingsens.
Flokkurinn var útbúinn linu-
kortum af svæðinu, en ekki var
það nákvæmara en það, að
skurðgrafa, sem þarna var við
vinnu, kom upp með 200 lina
simakapal i einni skóflunni.
Simalina þessi var á aðeins 20
sentimetra dýpi, en að öllu
jöfnu eiga simalinur að vera I
það minnsta 90 sentimetrum
undiryfirborðinu. Gröfustjórinh
sagðist ekki einu sinni hafa ver-
ið farinn að hugsa út I simalinur
á þessu dýpi.
Þar sem um sveran sima-
streng var að ræða, tekur það
langan tima að koma honum
saman á ný.
Þess má geta að Slysavarna-
félagið og Grandaradió fóru úr
simasambandi við þessa bilun
og var lögð megináherzla á að
koma þeim linum i samband á
ný. 1 morgun höfðu nauðsynleg-
ustu linurnar verið tengdar, en
ekki var búizt við að fullnaðar-
viðgerð á linunni lyki fyrr en
einhvern tima I dag. —JB
Kröpp eru bágs manns
kjör, segir máltækið og nú
virðist kreppunnar vera
farið að gæta hjá þeim lág-
launuðu.
Lögreglunni var i nótt tilkynnt
um innbrot i matvöruverzlunina
Ingólfskjör við Grettisgötu og hélt
lögreglubill þegar á staðinn.
Þegar lögreglumennirnir komu
að verzluninni, sáu þeir, hvar
maður var að gera tilraun til
innbrots. Hann var þegar hand-
tekinn.
Þegar farið var að yfirheyra
manninn, sagðist hann vera
öryrki og að bæturnar væru þaö
litlar að þær hrykkju ekki fyrir
mat. Hélt hann þvi fram, að
nokkrum sinnum hefði það komið
fyrir, að hann hafi þurft að brjót-
ast inn i matvöruverzlanir til að
komast hjá sulti.
-JB.
„Þetta var ofsaleg lífsreynsla"
— sagði stúlkan sem sat í fangelsi í
Bretlandi innan um þjófa og morðingja,
en hún var nýlega sýknuð af að vera
viðriðin eiturlyfjamól
,,Þetta hefur verið
ofsaleg lífsreynsla. Ég
hefði aldrei trúað að ég
ætti eftir að fara í gegn-
um annað eins," sagði
stúlkan sem var sýknuð
nú á dögunum af því að
vera viðriðin eiturlyfja-
mál í Bretlandi, en Visir
ræddi við hana í gær.
Stúlkan er enn i Englandi, þar
sem hún er ekki enn búin að fá
nauðsynlega pappira til þess að
komast heim.
Hún sagði, að hún hefði setið
inni i Holloway Prison i 3 1/2
mánuð. Sagðist hún ekki vita
betur en það væri eina kvenna-
fangelsið fyrir „Top security”
þá sem þyrftu hina ströngustu
aðgæzlu. „Það er synd að segja,
að það hafi verið grin að
sitja ákærð innan um morðingja
eiturlyfjaneytendur og annan
óþjóðalýð”, sagði hún.
„Ég var búin að vera á nám-
skeiði i ensku o.fl. hér i Bret-
landi og var eiginlega að fara
heim, þegar ég var tekin föst.
Ég hef miður góða reynslu af
brezku lögreglunni og vildi ekki
lenda i henni aftur. Ég hef alltaf
verið bjartsýn og vonað að
sannleikurinn kæmi i ljós”, hélt
hún áfram.
Hún sagðist ekki hafa orðið
fyrir neinu ónæði eða upp-
hringingum, þar sem hún dvaldi
i umsjón islenzka sendiráðsins i
London, en þar var hún i um 3
l/2mánuð og mátti sem minnst
hreyfa sig þaðan.
„Þeir, sem i eiturlyfjahringn-
um stóðu, vissu lika, að ég var
ekkert viðriðin þettá mál, svo að
það var engin ástæða fyrir þá að
tala við mig” sagði hún.
Hún sagðist hafa eytt þessum
siðustu mánuðum við lestur og
svo bara beðið og vonað. Málið
átti að takast upp fyrir jólin, en
svo varð þessi dráttur á.
„Ég veit eiginlega ekki
hvernig mér var innanbrjósts
þegar dómarinn sagði að hann
fyndi engar sannanir hjá lög-
reglu til þess að dæma og
réttarhöldin voru stoppuð og
dómrrinn sagði aö ég væri
frjáls. Loksins. Loksins var ég
laus,” sagði hún
—EVI—