Vísir


Vísir - 04.03.1975, Qupperneq 16

Vísir - 04.03.1975, Qupperneq 16
VISIR Borðum við dýrasta sykur í heimi? — verðlœkkanir ytra, en ekki hér Sykursekkur úr 240 krónum í 13 þúsund ú örfúum úrum SYKURINN, — lúxusvara á tslandi meðan hann lækkar annars staðar. ,,Það vill svo til, að hér á skrifstofunni hjá mér er einmitt Breti, sem var að fá bréf að heiman þar sem bréfritari segir hvað sykur sé orðinn hræðilega dýr út úr búð í Bretlandi. Kilóið kosti 35 pens eða sem svarar 125 krónum." Þannig svaraði Brian Holt, ræðismaður, þegar blm. Visis bað hann um að afla blaðinu upplýsinga um smá- söluverð á sykurkílóinu i Bretlandi. Hvað skyldi brezki bréf- ritarinn segja, ef hann heyrði, hvað kilóið af sykri kostar hér á landi? Eftir siðustu gengis- fellingu og söluskattshækkun, kostar kilóið af sykri 392 krónur út úr búð. Visir aflaði sér upplýsinga um verð á sykri i fleiri löndum en Bretlandi. Af þeim löndum, sem tekin voru með i dæmið, reyndist Amerika vera með dýrasta sykurinn. Þar kostar kilóið 204 krónur, sem er þó 188 krónum minna en hér. Þá var þær upplýsingar að fá, að sykurkilóið i V-Þýzkalandi kostar eitthvað á milli 120 til 130 krónur, en i Danmörku er verð á sykurkilóinu út úr búð 104 krónur islenzkar. Engar verðlækkanir hér Miklar verðlækkanirhafaorðið á sykri á heimsmarkaði siðustu mánuði, en þeirra verðlækkana hefur aldrei orðið vart hér- lendis. ,,Það er rétt, að verð á sykri hefur lækkað mikið á heims- markaði siðan verðið var á toppnum. Ætli það hafi ekki verið i nóvember, en siðan hefur orðið allt að 30 til 40 prósent verðlækkun,” svaraði Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kötlu hf., þegar Visir sneri sér til hans i þessu sambandi. Ástæðan fyrir þvi, að hér hafa engar verðlækkanir orðið á sykri, er sú,” hélt Hilmar áfram, ,,að islenzkir sykur- innflytjendur keyptu aldrei sykur á meðan verðið var á toppnum. Þess varð þvi aldrei vart hér, hvernig verðið steig og seig siðan aftur.” Ekki sagðist Hilmar búast við þvi, að sykur ætti eftir að lækka hér i verði á næstunni. ,,En hins vegar er búizt fast- lega við þvi, að verðið eigi eftir að lækka enn meira á heims- markaði þegar liða tekur á árið, vegna stóraukins framboðs. Þeirra verðlækkana yrðum við áþreifanlega vör hér á landi,” bætti Hilmar við. úr 240 krónum í 13 þúsund „Verð á sykri hefur stöðugt verið að hækka siðustu þrjú árin og tók allverulega sveiflu uppávið 1973 og ’74,” sagði Hilmar. ,,Og hann hélt áfram: „1 lágmarki var sykurverðið 1966. Þá kostaði 50 kilóa sekkurinn 240 krónur.” „Hvað hann kostar frá heild sölunni i dag? Eitthvað i kringum 13 þúsund krónur.” „Þegar við berum saman verð á sykri hér og t.d. i Bret- landi er rétt að muna eftir niðurgreiðslunum, sem eru á sykri þar i landi,” sagði Hilmar. „EBE-löndin eru með háa út- flutningstolla á sykri og er hagnaðurinn notaður til niður- greiðslu á sykri til iðnaðar og innanlandsneyzlu. Hér er ekki um að ræða neina niðurgreiðslu á sykri.” -ÞJM. Sakna kúnnans Lögreglan veitir ýmsum af úti- gangsmönnum borgarinnar skjól á næturnar, þegar kuldinn sverf- ur að. 1 daglegu tali eru menn þessir nefndir hinir föstu kúnnar lögreglunnar og oft á tfðum er lögreglan eini aðstandandi þess- ara manna. Þegar lögreglan hefur engar spurnir af þessum föstu kúnn- um sinum um nokkurt skeið fara þeir að spyrjast fyrir um þá og kanna hvort til þeirra hafi sézt annars staðar. Nú saknar lögreglan eins sliks fasts kúnna, þar sem hann hefur hvorki komið fram hjá Hjálp- ræðishernum né lögreglunni i hálfan mánuð. Ef ekkert spyrst til hans fljótlega i sjúkrahúsum eða á hælum verður auglýst eftir hon- um og leit hafin. —JB Hvarf af Kópa- vogshœlinu Piltur, sem dvelst á Kópavogs- hælinu hvarf þaðan í gærdag, og var auglýst eftir honum f útvarp- inu um kvöldið. Lögreglunni i Kópavogi var tilkynnt um hvarf piltsins um klukkan hálfátta og hóf hún þegar eftirgrennslanir i bænum. Til stóð að fá slysavarnafélag- ið til aðstoðar i gærkvöldi, þegar tilkynning barst frá Kópavogs- hælinu um klukkan niu um kvöld- ið, um að pilturinn hefði komið fram. „SPRAY" BRUSI SPRAKK... og barn liggur ú spítala með 2. stigs bruna Þannig var „spray” brúsinn útleikinn eftir að hann sprakk. „t gærkvöldi um niuleytið voru 2 börn á aldrinum 9-10 ára að leika sér úti i Kleppsholtinu. Leikurinn reyndist heldur betur hættulegur, þvi að þau voru að kveikja i blöðum og voru einnig með „spray” brúsa. Ekki vildi betur til en svo, að brúsinn sprakk, og nú liggur annað barnið á Landspitalanum með annars stigs bruna í andlitinu”. Þetta sagði okkur Sverrir Meyvantsson i morgun og sýndi okkur sprunginn brúsann um leið. „Ég vil eindregið hvetja full- orðið fólk til að skilja ekki eftir „spray” brúsa á glámbekk, þar sem börn geta náð til þeirra, þvi að þeir eru stórhættulegir, komi þeir nálægt hita eða eldi,” sagði Sverrir ennfremur. A öllum „spray” brúsum stendur, að ekki megi sprengja þá (t.d. með að negla i þá með nagla, eins og börnum gæti dott- ið i hug) og ekki megi þeir standa nálægt hita. Þola þeir nokkuð mismunandi hitastig. T.d. er stórhættulegt að hafa „spray” brúsa i glugga. Senni- lega kannast margir við að hafa slikan brúsa i baðglugganum eða i bilnum. Þá er það mjög brýnt, að börnum sé sagt frá hættunni af þvi að leika sér með „spray” brúsa. SA FOLKSFLUTNINGABILINN KOMA SKOPPANDIÁ MÓTI SÉR „Þetta geröist allt svo skjótt, aö ég hafði enga möguleika á að forða mér eða rútunni undan þvi sem var að gerast,” sagði ivar Reimarsson bilstjóri á stórum fólksflutningabil, sem var á leiö út úr Sandgerði er hann varð vitni að harkalegum árekstri á gatnamótum Suðurgötu og Stafnesvegar. „Ég sá er stór ameriskur fólksbill og litill fólksflutninga- bill skullu saman á gatnamót- unum, og siðan þegar fólks- flutningabillinn skoppaði yfir veginn, hafnaði á þakinu og hoppaði aftur og lenti framan á rútunni hjá mér,” sagði ívar. Áreksturinn varð um hádegis- bilið i gærdag. Fólksbillinn kom eftir aðalgötu, en litli fólks- flutningabillinn átti biðskyldu við gatnamótin. Hann ók þó yfir og hafnaði fólksbillinn á aftur- horni hans. Handan við gatna- mótin stanzaði bilstjórinn á stóra fólksflutningabiínum, er hann sá hvað verða vildi. Engir farþegar voru i stóra bilnum, en hann hafði nokkrum billengdum frá hleypt siðasta farþeganum út. Það var piltur, sem kominn var upp á tröppur heima hjá sér, er óhappið varð. Bilstjóri minni fólksflutninga- bilsins hruflaðist og bólgnaði nokkuð, en ekki var talið að meiðsli hans væru mjög alvar- leg. Engir farþegar voru i þeim bil né i ameriska bilnum. Ameriski fólksbiilinn hafnaði að lokum uppi á steinvegg og er sennilega ónýtur á eftir. „Nei, ég meiddist ekkert við þetta óhapp”, sagði Ivar. „Rút- an min skemmdist að visu tölu- vert, krumpaðist öll að framan og önnur framrúðan mölbrotn- aði, þannig að glerbrotin dreifð- ust um allan vagninn. En rúðan min megin sprakk þó aðeins, þannig að ég slapp að mestu við glerbrotaregnið,” sagði Ivar Reimarsson bilstjóri á sér- leyfisrútunni, að lokum. — JB —JB

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.