Vísir - 08.03.1975, Síða 7

Vísir - 08.03.1975, Síða 7
Vlsir. Laugardagur 8. marz 1975 cTVlenningarmál Leikið Sinfóniuhljómsveit tslands, 11. tónleikar I Háskólablói Stjórnandi: Kari Tikka Einleikari: Rögnvaidur Sigur- jónsson, planó. Efnisskrá: J. Brahms: Sinfónia nr. 3. Planókonsert nr. 2 I B-dúr. Það fylgir alltaf viss spenna tónleikum þar sem islenzkir einleikar- ar eða tónskáld eru á ferðinni, þjóðarstoltið segir þá til sin, alltaf viljum við að okkar listamenn skari framúr. Og oftast er það svo,að áheyrendur fara fullir ánægju heim að loknum tónieikum, ef til vili tautandi fyrir sér, ,,mikið andsk..... var þetta gott”. En tæplega hefur þetta fallið frá mörgum munninum á fimmtudagskvöld, minnsta kosti fannst mér Rgnvaldur Sigurjóns- son ekki sýna sina beztu hliðar I á horn planókonsertinum, a.m.k. ekki til að byrja með. Þennan planókonsert, (ranglega sagður I F-dúr I efnis- skránni, er i B-dúr), lauk Brahms við 1881 og lét þá spyrjast út milli vina, að hann hefði samið „pinulltinn pianókonsert með scherzó-ögn”. Er betur var að gáð, kom I ljós, að þessi pinulitli konsert var einn af þeim lengri I sögu tónlistarinnar og þar að auki I fjórum köflum, I stað hinna hefðbundnu þriggja. Kari Tikka Meistari af fyrstu gráðu Rögnvaldur náði sér ekki verulega á strik fyrr en komið var fram i 2. kafla, og þá sérstaklega i 3. kaflanum, andante, þar sem hann sýndi og sannaði, að hann er meistari af fyrstu gráðu. Hljóm- sveitin fannst mér ekki alltaf veita honum þann stuðning sem þurfti. Þó sjaldan kæmi fyrir að hún yfirgnæfði pianóið, vildi brenna við, að hljómsveit og pianó væru ekki alveg samsiða. Mætti það skrifast á reikning stjórnanda, sem þrátt fyrir mik- inn barning tókst ekki alltaf að fá hljómsveitina með sér. Þriðji kafli hefst á celló-sólói, sem var mjög fallega leikið, þótt verr Rögnvaldur Sigurjónsson tækist er sólóið kom inn I seinna sinnið, þá var tónmyndunin ekki nógu góö. Verra var er klarinettin léku með pianóinu I seinna stefi kafl- ans, þar tókst blásurunum illa upp. Það var léttleiki yfir fjórða kaflanum, þar féll allt vel saman, pianó, hljómsveit og stjórnandi. Rómantisk og myndræn 3. sinfónia Brahms er styst af sinfónium hans, en sú rómantisk- asta og myndrænasta. Tæknilega séð mun hún vera erfiðust, alla vega hvað viðvikur rytma og hendingamyndun. Upphafs- hljómarnir komu sæmilega hjá hljómsveitinni, en heldur var slakur tónninn I fiðlunumí fyrsta stefinu. Annars tókst þeim vel upp með flest, samt þó ekki með þeim glæsibrag sem við höfum fengið að heyra stundum. Vert er áð geta þess, að nýr hornleikari bættist I hópinn á siðustu tónleik- um. Var þá allur annar bragur á leik hornanna, og á þessum tónleikum heyrði ég leikið á horn eins og ég hefi aldrei heyrt áður I Sinfóniuhljómsveit Islands. Var það I þriðja kaflanum, andante, sem er orðinn ákaflega vinsæll hér á landi i hálfgerðri poppút- setningu spánverja nokkurs, enda sæmilega gerð. A hornleikarinn mikið hrós skilið, og er vonandi, að hún ilengist i hljómsveitinni, sem er að henni mikill styrkur. Barningur og bægsla- gangur Stjórnandinn Kari Tikka er á margan hátt frumlegur stjórn- andi. Hann stjórnar með miklum bægslagangi, en hafði ekki erindi sem erfiði. Var oft eins og hljóð- færaleikararnir væru hreint ekki með á nótunum, stundum hristist TÓNLIST Eftir Jón Kristin Cortes hann allur af innri spennu, en hljómsveitin tók að þvi er virtist ekkert mark á þvi. Slög hans voru óregluleg, stundum sló hann púls- slag, þ.e. 4 I 4/4, en allt I einu var hann farinn að slá eftir hljóöfalli lagsins. Slikt er i lagi með hljóm- sveit sem gjörþekkir stjórnand- ann, en fyrir hljómsveit, sem sér stjórnandann fáum dögum fyrir konsert, er þetta mun erfiöara, og jafnvel má hrósa hljómsveitinni fyrir hve vel henni tekst að aðlagast sumum stjórnendum. Vafalaust gæti Tikka náö betri árangri með Sinfónfuhljómsveit íslands ef hann hefði meiri tima og hljómsveitarmenn þekktu hann betur. Blettótt Það er merkilegt hvað islenskir málarar þurfa að sýna margar myndir á hverri einkasýningu. í öðrum löndum sýna málarar 20-40 myndir með nokkurra ára milli- bili, sem er þá vel valið sýnishorn af framleiðslu þeirra. Hér á landi virðist enginn málari með málurum nema hann sýni yfir 50 myndir og helst ná- lægt 100 (Jakob Hafstein: 147), — allt er látið flakka og heildarsvipurinn verður þá eftir þvi. Er þetta vegna þess að islenskir málarar séu meiri hamhleypur en erlendir, eða vegna þess að við höfum verri smekk hérlendis, — eða þá vegna þess að listamenn á íslandi séu einfaldlega blankari? Mér datt þessi visdómur I hug er ég skoðaði sýningu Jóns Bald- vinssonar að Kjarvalsstöðum, en þar á hann 91 mynd, sem allar virðast máiaðar á siðustu þrem árum. Einhverrar undirstööu viröist Jón hafa aflað sér á undanförnum fimm árum, en svo stuttur timi nægir vart til að gera mann að listamanni. Jón hefur greinilega lært að nota pensil og að byggja upp mynd á striga, en hann skortir sjálfsþekkingu og þvi leit- ar hann óspart til annarra miálara. Imyndum sinum frá 1973 notar Jón kraftmikinn en heldur óheflaðan, expressjóniskan stil, en þar kemst hann sennilega næst þvi að skapa persónulega mynd. En i siðari verkum slnum hefur Jón leitað á náðir Kjarvals og Sverris Haraldssonar, þvi lands- lag er það sem hann vill helst mála. Myndir eins og nr. 19 („Skammdegi”) og nr. 18 („Hraunsprungur”) taka mið af Sverri, án þess að sýna mikið af persónuleika Jóns, nema e.t.v. dálitinn viðvaningsbrag. Seinna kemur Kjarval til sögunnar, — og er það i sjálfu sér gleðiefni að hann skuli vera lifandi afl en ekki safngripur. Sumar landslagsmyndir Jóns Baldvinssonar hafa heildarsvip sem minnir á Kjarval, en siðan fer Jón að einbeita sér að þeirri tilhneigingu meistarans að skipta landslagi niður i litla ferstrendinga. Vinnur Jón þetta svo ákaft að mótlfið hverfur smátt og smátt og strendingar og hringir standa eftir. Þá fyllir Jón svo með skærum litum þannig að MYNDLIST eftir Aóalstein Ingólfssen úr verður hrein skreytilist, litrik- ar doppur og blettir, sem einstaka sinnum taka sig saman I stór lif- ræn form („Samruni” nr. 29). I þessar myndir vantar allan sjálfsaga, án hans verða þær álika áhrifamiklar og veggfóður. Einnig finnst mér Jón verðleggja myndir sinar nokkuð riflega. Um Z Það hefur orðið bið á þvi sem vænta mátti að gerðist næst á eftir að birtistáskorun 100 manna í vikunni sem leið: þeir skoruðu á menntamála- ráðherra að afnema ákvörðun fyrirrennara sins í embættinu að af- nema skyldi stafinn z úr ritmáli. Þá var þess auð- vitað að vænta að óvinir z fylktu sínu liði á undir- skriftaskjöl þess efnis að stafur þessi mætti aldrei þrífast og skyldi afnám hans standa i góðu gildi. En hver veit nema Eyjólfur hressist áður en z-n verður endurreist. Slik átök með undirskriftum eru löngu orðin aö iþrótt, altið deiluaðferð um hin mikilsverð- ustu mál, eins og t.d. sjónvarps- mál og varins-lands á undan- förnum árum. Það er nánast spursmál um tækni, sem óvinir z vitaskuld yrðu aö gera upp viö sig áður en þeir tækju til við sina söfnun, hvort þeir ættu aö freista þess að fá undir sitt mál jafn-mörg, jafn-gild nöfn og standa á hinu fyrra áskorunar- skjali, eða fjölga sinum undir- skriftum eftir einhverri ákveð- inni reglu, tvöfalda, tifalda eöa tvitugfalda tölu áskorenda. Þann veg mætti vega upp meö mannfjölda þann manngreinar- mun sem þykja þætti á undir- skriftalistunum. En ástæðan til að vinir z kjósa að birta áskorun sina og undirskriftir opinber- lega, istað þess að leggja hana i póst til ráðherrans og láta hana vinna sitt gagn i hljóði, hlýtur að vera sú að þeir telji það málstað z til framdráttar að almennings áliti að þeir skuli leggja nöfn sin við kröfuna um endurreisn hennar. A þvi leikur hins vegar enginn vafi að rétt eins og 100 vinir z eru fúsir til að leggja sitt lif við hennar, eins eru aðrir á þeim buxunum að aldrei skuli þeir z skrifa, en berjast gegn henni á meðan nokkur stendur uppi. Einmitt slik mál sem þessi eru svo ágætlega til þess löguö að hleypa tilfinningunum I bál og blossa — kannski af þvi að I ver- unni skipta þau svo sem engan svo sem neinu máli. En að visu er annað fólk sem afnám z-nnar skiptir verulegu máli, skólafólkið, kennarar og nemendur, sem i vetur og I fyrra hafa fengið annað aö iöja en hugfesta z-reglur. Að þvi ber að gá að krafan um endurreisn z felur jafnharöan I sér þá kröfu til skólanna aö setning z verði kennd til jafns við aðra stafsetn- ingu, en á þvi hafa minnsta kosti barnaskólar fyrir lifandi löngu gefizt upp, og hefur z þegar þess vegna alla sina tið verið eins konar aðskotadýr i ritmálinu. Verði z nú endurreist leiðir af þvi að enn verður að auka staf- setningar- og málfræðikennslu á skyldunámsstigi — þótt af reynslunni að dæma sé ekki ætl- andi upp á mikinn árangur af þvi erfiði öllu. Og það er haft fyrir satt að af öllum kreddum stafsetningar veitist nemendum á framhaldsskólastigi hvaö erf- iöast að temja sér rétta reglu um notkun z. Veigamesta röksemd þeirra 100-menninga fyrir endurreisn z-nnar er vitaskuld að æskileg sé sem mest festa I stafsetningu málsins og beri þvi að hrófla sem minnst við viðteknum regl- um um þau efni. En þvi má þá halda fram með jafngóðum rök- um að af z-nni hafi leitt sifelldan glundroða lærðra og leikra i stafsetningu allt frá þvi aö hún var I lög leidd. Og þótt festa sé æskileg I stafsetningu sem öðr- um efnum, getur ómögulega leitt af slikri siðferðisreglu að blýfast beri að halda sér við ó- hentugar og óskynsamlegar reglur um stafsetningu tung- unnar eöa önnur efni. Þótt festa sé góð er hitt samt betra, að stafsetning sé sem ein- földust og auönumdust. Frá þvi sjónarmiði séð má finna það að stafsetningarbreytingunum i fyrra, aö þær gangi of skammt i einföldunarátt, og séu reyndar litilsveröar, allar nema ákvörð- unin um brottnám z sem ein saman horfir til hins mesta þrifnaðar. En ekki hafa sést nein dæmi um háskalegan mis- skilning sem leiði af brottnámi z, t.d. þvi dæmi 100-menninga að germynd og miömynd sagna eins og leysa og leysast, ræsa og rætast verða fyrir vikið sam- hljóöa. Og blygðunarlaust finnst mér að menn geti skrifaö hóls- fjallahangikjöt með litlum staf, DAGBÓK EFTIR ÓLAF JÓNSSON rétt eins og hólsfjallamaður, og vefjist einhver i vafa um það hvort skrifa eigi tjekki eða tékki, án þess þó hann eigi við ávisun meö þvi orði, get ég ekki séð aö neitt geri til þó skrifað sé sitt á hvaö. En skrýtið er ef athugasemdir þeirra 100-menninga við þessi og hvilik atriði núgildandi staf- setningar eiga að stuðla að þvi að lyfta leiðu, ljótu z til vegs á ný.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.