Vísir - 10.03.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 10.03.1975, Blaðsíða 9
Visir. Mánudagur 10. marz 1975 9 Spámaður með 11 rétta, en seðillinn ekki sendur „Ég vona bara aö einhver sé meö tólf rétta, þá missi ég ekki af mikilli fjárupphæð,” sagöi Ágúst Matthiasson, spámaöur vikunnar I Suðurnesjatiöindum, þegar viö hittum hann fyrir utan sjúkrahúsiö I Keflavik I gær. Hann var aö vega sig úr hjóla- stólnum upp I bifreið sina, en Agúst lamaðist fyrir neöan mitti I slysi á iþróttaæfingu fyrir 25 árum. „Getraunaseðilinn fyllti ég út á mánudaginn, hélt afrit- inu eftir, eins og lög gera ráö fyrir, en stofninn var sendur til Suöurnesjatiöinda, þar sem spá min birtist á föstudaginn.” Ég kipptist viö, þegar ég hlustaði á úrsiitin i sjónvarpinu og uppgötvaöi, aö ég var meö ellefu rétta, en þegar betur var að gáö, höföu þeir á Suðurnesja- tiöindum aldrei sent seöilinn inn til islenzkra getrauna og visaði hver af sér. Heföi mig órað fyrir þessu var ósköp auövelt fyrir mig aö senda hann sömu leið og aöra seöla, sem ég útfyllti, — eöa útfylla einn á sama máta og „spáseðilinn” fyrir Suöurnesja- tiöindi”. Ágúst var svo sem ekkert gramur vegna þessa klaufa- skapar. Hann hefur mátt þola annaö eins um ævina — hijóta örkuml, orðið að ganga undir ótal læknisaögeröir og liða þjáningar, sem orö fá ekki lýst. Samt sem áöur heldur hann sálarstyrk sinum og æörast ekki. „Vitanlega heföi komiö sér vei fyrir mig aö vinna dá- iitia upphæö I getraununum i dýrtföinni auk þess, sem þaö heföi veriö góö afmælisgjöf á fertugsafmælinu.” Ármann slé ÍR út úr bikarnum! ÍR-ingar sætta sig ekki viö úr- skurð dómstóls UMSK I kæru Ar- manns á leik liðanna i 1. deild, sem leikinn var um fyrri helgi og 1R vann með einu stigi. . 1 ljós kom misritun á leik- skýrslu — Ármanni i óhag — og dæmdi dómstóllinn leikinn ólög- legan. Þessum úrskurði ætla 1R- ingar að áfrýja, þar sem þeir telja, að ef skýrsla sé undirrituð af dómurum, standi það sem þar komi fram. 1R og Ármann mættust i bikar- keppninni á föstudaginn, og var það ekki siður barátta en i fyrri leiknum — þó ekki eins drama- tisk. Ármann hafði lengst af yfir og sigraði i leiknum eftir harða baráttu á lokaminútunum með 81 stigi gegn 79. Á fimmtudaginn verða tveir leikir i bikarkeppninni i Laugar- dalshöllinni. KR b leikur við Fram og KR a við UMFN. —klp— Jafnt hjá KR og IBV Knattspyrnumenn KR skruppu til Vestmannaeyja á laugardag- inn og léku æfingaleik viö heima- menn. Báöir aöilar voru ánægðir meö leikinn, sem þótti lofa góöu fyrir sumariö, og einnig meö úr- slitin, sem voru 1:1. KR-ingarnir, sem léku skemmtilega i fyrri hálfleik, voru fyrri til að skora — Jóhann Torfa- son —en Vestmannaeyingar, sem eru komnir meö „meginlands- spil” — stuttar og hnitmiðaðar sendingar — jöfnuöu og var þar að verki Sigurlás Þorleifsson, sem hefur skoraö öll mörk IBV i siðustu tveim leikjum. Tony Knapp þjálfari KR-ing- anna er væntanlegur í þessari viku, og fær hann um þrjár vikur til að undirbúa liöið fyrir fyrstu á- tökin, sem eru Reykjavikurmót- ið, en þaö á aö hefjast I byrjun apríl. — klp— Þaö var barizt bæöi uppi og niöri i leikjunum I 1. deildinni I körfuknatt- leik um helgina. Hér eru þaö leikmenn KR og UMFN, sem berjast um boltann, og hefur KR-ingurinn sýnilega betur — eins og I leiknum, sem fór 111:101 fyrir KR. Ljósmynd Bj. Bj. Kemst Leiknir áfram? Tveir leikir veröa leiknir i bik- arkeppninni i handknattleik karla I Laugardalshöllinni i kvöld. Fyrri leikurinn, sem hefst kl. 20,15, verður á milli 1. deildarlið- anna Fram og 1R, en sá síðari á milli Lciknis úr 3. deild og 2. deildariiös Breiðabliks. Ætti hann aö geta orðiö skemmtilegur, og fróðlegt aö vita, hvort 3. deildar- liöinu tekst að sigra og komast þar með i undanúrslit i þessari keppni. —klp— Holbœk vill ekki missa Jóhannes Óttast að sœnsk lið nái í hann ef danska íþróttasambandið gefur honum ekki leyfi 1 vikunni verður endanlega gengið frá þvi, hvort Jóhannes Eövaldsson fær aö leika meö danska liðinu Holbæk i sumar. Þegar hafa tveir dómstólar innan dönsku Iþróttahreyfingarinnar tekiö máliö fyrir — annar gefiö honum leyfið, en hinn sagt, aö hann verði aö vera sex mánuöi i Danmörku, þar til hann fái aö leika. Þeim úrskurði áfrýjaöi Holbæk til danska iþróttasambandsins, sem tekur máliö fyrir i dag eöa á morgum. Forráöamenn Holbæk vilja allt gera til aö halda I Jó- hannes, enda hefur hann þegar unniö sér slikt nafn hjá félaginu, aö a.m.k. fjögur sænsk liö hafa boöið honum aö koma til sin, ef hann fái ekki að leika meö Hol- bæk. Jóhannes lék æfingaleik meö Iiolbæk á föstudagskvöldiö viö Bröndby, sem leikur I 2. deild. 1 þeim leik skoraöi Jóhannes fjögur mörk og lagði tvö önnur upp. Leiknum lauk meö sigri Holbæk 8:1. 1 vikunni leikur Holbæk tvo æf- ingaleiki — viö sænsku liöin Malmö og Djurgarden. Keppnin I 1. deild hefst svo um aöra helgi og ætti þá að vera komið á hreint, hvort Jóhannes veröur i Dan- mörku, Sviþjóö eöa á tslandi i sumar. —klp— n UTIIMIM ER KOMINN Lesið um Bob Latchford — loswich Town, afkomu brezku klúbbanna — Denis Law — Ymislegt um markmenn o.fl. Litmynd af Chelsea og grein. Fœst á nœsta blaðsölustað „Ég vona bara aö einhver hafi 12 rétta”, sagði Agúst Matthias- son, þegar við hittum hann fyrir utan sjúkrahúsiö i Keflavik , þar sem hann var að vega sig upp úr hjólastólnum og upp i bifreið sina, „þá hef ég ekki svo miklu að tapa”. Bœði Akureyrar- liðin í 3. deild Stjórn Knattspyrnusambands islands hefur ákveðið að bæði Akureyrarliðin — Þór og KA — leiki i 3. deild islandsmótsins i knattspyrnu I sumar. Akureyri átti sæti I 2. deild, en þegar ákvéöið var að skipta ÍBA- liðinu og tefla tveim liðum fram I sumar, kom upp vandamál, sem KSÍ hefur nú leyst úr með þessum úrskurði. Bæði liðin vildu halda sætinu i 2. deild, en gátu ekki komið sér saman um hvort það ætti að vera, þrátt fyrir itrekaðar tilraunir KSI. Var þvi málið tekið fyrir á siðasta stjórnarfundi, og þar ákveðið að bæði liðin lékju i 3. deild næsta ár, en Reynir Árskógsströnd, sem varð i öðru sæti i úrslitakeppninni i 3. deild i fyrra, taki sæti ÍBA i 2. deild. —klp— ^sossur,,,, i- [[ V MUNIÐ [ ibúðarhappdrætti H.S.Í 2 ja herb. ibúð að verðmæti kr. 3.500.000.- Verð miða kr. 250 Laugaveg 103 við Hlemm Sími 16930

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.