Vísir - 10.03.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 10.03.1975, Blaðsíða 1
VISIR 65. árg. Mánudagur 10. marz 1975 — 58. tbl. „TEL AÐ FARMINUM SÉ BORGIÐ ## baksíða FÆRRI GiSTIR iN STARFSMtNN Á KA UPSTtFNU ,S góðu kompaníi með Spassky" — segir Friðrik — baksíða ★ Holbœk vill ekki missa Jóhonnes! Sjó íþróttir bls. 8,9,10,11 og 12 ★ Frœgasta lið Skotlands hefur óhuga á ungum Víkings-pilti — Sjá íþróttir bls. 12 ★ Víkingur vann FH í stórgóðum leik Sjá íþróttir bls. 8,9,10,11 og 12 ★ Sunna sendir konur í keppni — baksíða ★ Á fjórða þúsund manns komu að smakka — bls. 3 „Það voru gleðisnauð- ir tímar, sem við fata- framleiðendur áttum i sýningarbásum okkar á Loftleiðum siðast- liðinn föstudag. Við vor- um um eða yfir tuttugu talsins, en það komu að- eins átta gestir allan þann dag”. Og fata- framleiðandinn, sem hefur þessa sögu að segja, á erfitt með að skilja, hvers vegna verzlunareigendur sýndu Fatakaupstefn- unni svona litinn áhuga að þessu sinni. ,,Þá fjóra daga sem sýningin stóft, komu aðeins 70 til 80 inn- kaupastjórar. Voru það einkum innkaupastjórar frá verzlunum, sem selja buxur og kápur. Hins vegar fengum við sárafáa við- skiptavini frá verzlunum, sem selja sportfatnað og viðleguút- búnað”, sagði fataframleiðand- inn, sem Visir haföi tal af. ,,Nú er það svo, að gengisfell- ingin siðasta breytti samkeppnis- aðstöðu okkar til batnaðar”, hélt hann áfram. „Við, islenzkir fata- framleiðendur, höfðum imyndað okkur að kaupmenn sæju sér hag í þvl að gera innkaup sin hér inn- anlands. Efla islenzkan iðnað, eins og nú er rekinn áróður fyrir. En kaupmennirnir komu bara ekki, þegar við buðum þeim til kaupstefnu. Kannski þeim finnist þægilegra að fá okkur einn og einn til sin i stað þess að koma þangaðsem við erum allir, á ein- um stað”. „Dræma aðsókn viljum við skrifa aö stórum hluta á kostnað ófæröar. Það komu ekki eins margir kaupmenn utan af landi og við höfðum gert okkur vonir um”, sagði Gisli Benediktsson, framkvæmdastjóri Kaupstefn- unnar, i viðtali við Visi i morgun.' GIsli upplýsti, að nú þegar væri búið aö dagsetja Fatakaupstefnu, þar sem vetrartizkan yrði kynnt. Það verður i september. —ÞJM RAFMAGNS BILUN SEINKAÐI VÍSI Rafmagnsbilun i húsi Blaðaprents og Visis við Siöu- múla i morgun er orsök þess, að Vísir fór heldur seinna af stað i prentun en ella. Fór raf- magnið af húsinu um klukkan ellefu fyrir hádegi og komst ekki á að nýju fyrr en klukkan langt gengin tólf. ASÍ fer fram ó meiri skaflalœkkanir — aðalviðfangsefnið ó fundum um helgina 1 kjarasamningunum hefur mest verið á seyði I skattamál- um nú um helgina. Alþýðusam- bandið hefur krafizt meiri skattaiækkana en rikisstjórnin hefur boðið, og hefur verið rætt um, hvernig sllk skattalækkun yröi framkvæmd ef af yröi. Litið sem ekkert gerðist um helgina I viðræðum um launa- hækkanir. Þrir frá hvorum, vinnuveit- endum og ASÍ, gengu á fund for- sætisráöherra á laugardag. Þar var einnig sáttasemjari. Skatta- málin voru á dagskrá. Sfðan var fundur deiluaðila hjá sátta- semjara. Hann stóð aðeins i um það bil klukkustund, og bar fátt til tiöinda. Þá var I gær fundur með sáttasemjara, sem stóð I um hálfa þriðju klukkustund. Næsti fundur er ekki fyrr en I fyrramáliö klukkan tiu. —HH Stjörnurnar viðstaddar frumsýninguna „HEIMA í SOVÉT FÆR EINKA LÍFIÐ AÐ VERA í FRIÐI" — sagði Natalja Bondartsjuk Stjörnurnar Natalja Bondartsjúk og Donatas Banionis skáluðu, er þau ræddu viö fréttamenn I morgun. Ljósm. Bj. Bj. „Rússar hafa mikið dáiæti á kvikmyndum og leikurum. En þeir reyna þó ekki að grafa upp atvik úr einkalifi þeirra, heldur láta sér nægja að fylgjast með störfunum,” sagði sovézka kvikmyndadisin Natalia Bond- artsjuk, sem kom til landsins um helgina vegna frumsýningar myndarinnar Solaris hér á landi. Natalja er meðal þekktari leikara I Sovétrikjunum, en þó er leikarinn, sem kom ásamt henni, Donatas Banionis ef til vill enn þekktari, enda ber hann titilinn „þjóðleikari Sovétrikj- anna”. „Jú, bréfin, sem mér berast, eru mörg”, sagði leikarinn Donatas Banionis, er hann var spurður að þvi, hvernig kvik- myndaunnendur austantjalds létu ánægju sina I ljós. „Þó nokkuð af þeim kemur erlendis frá, sérstaklega„ef verið er að sýna einhverja mynd mina á er- lendri grund. Eins tekur fólk mann tali á götum úti og þá jafn oft til að lýsa óánægju sinni eins og ánægju”, sagði Donatas og bætti svo við, ,,og eins safna að- dáendur okkar einnig eigin- handaráritunum..... þvi mið- ur”. Nýlega voru þau Baninonis og Bondartsjuk á Italiu að kynna þar Solarismyndina, sem nú á að fara aö sýna hér. Þar kynnt- ust þau Fellini, leikstjóranum fræga, og sagðist Natalja meta verk hans mikils, einkum myndina Amarcord. „Ég vil nú ekki nefna neinn mann einan af minum uppáhaldsleikstjórum vestan hafs,” „en ég met bæði Berg- man og Arthur Penn mikils. Ef ég á að nefna einhvern leikara, þá hef ég mjög gaman af honum Dustin Hoffman”, sagði Dona- tas. Myndin Solaris með þeim stjörnum verður sýnd i Há- skólabiói i kvöld. Myndin er nokkurra ára gömul og fjallar um samskipti manna á timum geimferða og geimrannsókna. „Þetta er ekki visindaskáld- saga, heldur fyrst og fremst saga um manneskjur,” sagði Natalja. „Þótt mynd okkar hafi verið nefnd Kosmic Odyssey, tel ég að hún fjalli um efni óskylt mynd Stanley Kubric „2001: Space Odyssey”. —JB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.