Vísir - 10.03.1975, Blaðsíða 13

Vísir - 10.03.1975, Blaðsíða 13
Vlsir. Mánudagur 10. marz 1975 cTVlenningarmál meginatriðum Laugarásbió: „Sólskin” (Sun- shine) Leikstjóri: Joseph Sargent Leikendur: Christina Raines og Cliff DeYoung Fr a m le iö an d i: Universal Pictures. Ungri móður, Jacque- lyn M. Helton, þótti á banasænginni sem hún ætti heiminum enn margt ósagt. Á meðan hún beið þess, að bein- krabbi leiddi hana til dauða las hún inn á seg- ulband lýsingar á til- finningum sinum og sinna nánustu og skoð- anir sinar á uppeldi dótturinnar. Jafnframt er i dagbók hennar að finna ljóð um fjöllin, sólskinið og árstiðirnar. A þessu uppgjöri deyjandi móður við umheim sinn á myndin „Sólskin” að byggja. Lýsing stúlkunnar er einlæg og sönn. Svo langt sem þær lýsingar ná er myndin „Sunshine” á grænni grein, en þegar gera á kvikmynd utan um rammann bregzt framleiðendunum boga- listin i einhverju meginatriðanna. En i hverju felast mistökin? Fyrst vaknar spurningin um það hvort rómantiskar hugleiðingar ungrar stúlku eigi yfirleitt heima á breiðtjaldi. Eitt er i það minnsta ljóst, að eigi að flytja þær yfir á filmu þarf að sýna hugleiðingunum mikinn trúnað og djúpan skilning á undirrót þeirra og merkingu. Þetta er ekki gert. Innhverfar hugleiðingar stúlkunnar eru gerðar að úthverfri ævisögu. Sýna hefði þurft umhverfið á inn- hverfan hátt, frá sjónarhóli stúlk- unnar. Ahrifin hefðu á þann hátt getað orðið gifurleg. Leikstjórinn hefði gjarnan mátt gleyma þvi, að hann hefði nokkru sinni séð „Love Story” og þess i stað átt að horfa á myndina „Johnny Got His Gun” i þrjá daga i röð. „Johnny Got His Gun” er ein- mitt gerð frá þeim innhverfa sjónarhóli, sem hér var reynt að lýsa. t stórkostlega vel gerðri og áhrifarikri mynd er þar lýst hug- renningum hermanns, er slasazt hefur hættulega i átökum. Þótt myndin byggi nær eingöngu á ein- tali herrnannsins, sem áhorfand- inn fær aldrei að sjá, verður ár angurinn næm sálarlýsing og skerandi striðsádeila. Skilningsleysið á rómantík stúlkunnar orsakast vafalaust að hluta af þvi, að i myndinni „Sól- skin” eru miðaldra menn að lýsa frjálsri æsku. Vegna andlegs eða KVIKMYNDIR Umsjón: Jón Björgvinsson likamlegs aldurs eru þeir greini- lega úr öllu sambandi við þann heim, sem þeir vilja fjalla um. Af hverju ekki að leyfa hippunum sjálfum að handleika efnið á sinn frjálslega hátt. Þeim var gefinn laus taumur- inn i myndinni „Woodstock” og ár angurinn var sönn og skilnings- rik mynd um ungt fólk, enda gerð af ungu fólki. Hvað eru miðaldra menn að meina með þvi að fram- leiða kvikmyndir fyrir sjálfa æsk- una um æskuna eins og þeir hafa komizt að að hún eigi að vera, en er svo bara alls ekki. Ég er þvi hræddur um að stór misskilningur hafi i myndinni „Sólskin” gert að litlu góðan grundvöll. John Denver virðist þó alveg vita hvað hann er að fara og hin ágæta tónlist hans og ljóð i kvik- myndinni virðast á sömu breidd- argráðu og endurminningar stúlkunnar. En hvernig gátu þá allir hinir misskilið hugsanir þeirra? Sam og Kate halda upp til fjalla ásamt dótturinni Jill til að gieyma ná- lægð dauðans. Það er harla ólíklegt, nema því aðeins að þú skiptir við gagnkvæmt tryggingafélag. Gagnkvæm trygginga- félög greiða tekjuafgang til viðskiptavina sinna. / Arið 1974 voru endurgreiðslur til tryggingataka hjá Samvinnutryggingum svo sem hér segir: af lögboðnum húsatryggingum 1.653.000.- af farmskipatryggingum 1.588.000.- af ferða-og slysatryggingum 1.698.000.- af frjálsum ábyrgðatryggingum 1.496.000.- ★ ★ Laugarásbíó: „Sólskin" Jl/lisskilningur í Er þessi reitur á þínum tryggingaskjölum ? Smáauglýsingar VÍSIS eru virkasta verðmætamiðlunin Samtals kr. 6.435.000.- Þeir, sem keyptu ofangreindar tryggingar hjá Samvinnutryggingum 1973, fengu því tölu í þennan reit 1974. Tölu þeim til tekna. SAMVirVIXUTRYGGirVGAR GT

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.