Vísir - 14.03.1975, Blaðsíða 5
Visir. Föstudagur 14. marz 1975.
5
apUntEbR útlönd í morgun útlöndí morgun útlönd í MORGUN Umsjón: GP
Herinn kastar grím
unni í Portúgal
Portúgalsher hefur
verið kvaddur til vopna
vegna orðróms um, að
yfir vofi erlend ihlutun
i innanrikismál Portú-
gala, eftir að bæld var
niður uppreisnartil-
raun hægri afla hers-
ins.
Eftir uppreisnina réöust vinstrisinnar á skrifstofur kristilegra
demókrata I Lissabon og brenndu öll skjöl flokksins.
Enginn veit, hvaða „erlendu
öfl” það eru, sem núverandi
yfirvöld Portugals hafa svona
illan bifur á, en herinn er hafður
til taks til vonar og vara. — f
þessu samhengi er ekkert á það
minnzt, að hann er auðvitað
jafn reiðubúinn til að snúast
gegn hverjum þeim aðila innan-
lands, sem sýnir sig líklegan til
Hermenn uröu að gæta vestur-þýzka sendiráðsins f fyrradag, þegar
æstur skrill sótti að þvi, vitandi um fjóra uppreisnarmenn, sem leit-
að höfðu þar hælis. Mennirnir voru siðar framseidir.
þess að risa upp gegn stjórn-
völdum.
Með einni tilskipan voru allir
bankar landsins þjóðnýttir i
gær, og nýmyndað byltingar-
ráð hersins hefur tekið alla
stjórn landsins i sinar hendur.
Það hefur tekið sér umboð rikis-
ráðsins og leyst af hólmi sjö
manna herforingjaráðið, sem
komið var á, þegar fyrri stjórn
landsins var bylt.
Bráðabirgðastjórn borgara-
legra stjórnmálamanna hefur
sagt af sér, og grimulaust
stjórnar herinn nú öllu.
Vopnahlé við Kúrda
Stjórn íraks hefur
samþykkt vopnahlé um
tima i striði sinu gegn
skæruliðum Kúrda i
norðurhluta íraks.
Málgagn Baaths-
ílokksins i írak, Al-Tha-
wra, kunngerði þetta í
morgun.
Bóg kjör
Vopnahléð á að gilda til mánaða-
móta, en blaðið segir, að stjórnin
sé eftir sem áður staðráðin i að
uppræta „óaldarlýðinn i fjöllun-
um norðanlands”.
Tilkynningin um vopnahlé
kemur aðeins viku eftir að Irans-
keisari og varaforseti íraks áttu
með sér fund i Alsir, þar sem
reynt var að bæta sambúð þess-
ara rikja. Gerðu þeir með sér
samkomulag um, að stöðvaðar
yrðu ferðir skæruliða Kúrda yfir
landamæri fraks og írans. En
Kúrdar hafa lengi átt vist hæli i
íranog stuðning stjórnvalda þar i
baráttunni gegn fraksstjórn.
Viðbúnaður á landa-
mœrum Sýrlands
Mordekhai Gur, yfir
maður herafla ísraels,
hefur varað við því, að
möguleiki sé á þvi, að til
bardaga komi á norður-
landamærum ísraels. —
Segir hann, að það
mundu verða
skriðdrekaátök sögunn-
ar.
Gur hershöfðingi sagði i útvarpi
i gær, að ísraelsmenn hefðu orðið
varir við mikla liðsflutninga
Araba við landamæri Sýrlands.
Sagði hann, að þar væru á ferð-
inni Palestinuarabar og skærulið-
ar að meirihluta til, sem senni-
lega yrðu hafðir i framvarðar-
sveitum, ef til átaka kæmi.
Þessu var útvarpað samtimis
þvi, að Henry Kissinger utan-
rikisráðherra Bandarikjanna
kom til Tel Aviv frá Kairó með
siðustu tillögur Sadats Egypta-
landsforseta i friðarumleitúnum
milli ísraela og Egypta.
brezkra
þingmanna
Brezkir þingmenn bera
sig illa útaf launum sínum
og kvarta undan því, að
þeir verði að hirast i léleg-
um hótelum og gera sér að
góðu snarl í ódýrum kaffi-
húsum til þessaðtreina sér
4.500 sterlingspunda (1,7
milljón kr.) árslaun. —
Þingfararkaupið var
„fryst" í janúar 1972 sem
fordæmi fyrir aðra lands-
menn
Neil Kinnock, einn þingmanna
Verkamannaflokksins, segir, að
fjöldi þingmanna sé kominn i 2000
punda yfirdrátt i bönkum. Segir
hann, að þeir séu algerlega háðir
örlyndi bankastjóra.
Ofan á þrengingar brezkra
þingmanna bætist svo það, að
framleiðslumenn i London eru i
verkfalli, svo að þessa dagana er
ekkert að hafa i svanginn nema
kalt salat — og alls engan bjór.
Er kominn kurr i þingliðið.
Ekki nóg með, að kaupið þyki
lágt, heldur eru fundir flesta daga
vikunnar langt fram á kvöld, svo
að vinnan er mikil. — Einn þing-
manna lét hafa eftir sér, að ástar-
lif sitt væri i molum vegna allrar
þessarar næturvinnu.
140 þingmenn hafa undirritað
bréf, þar sem farið er fram á leið-
réttingu þessara mála, en ekki er
búizt við neinni hreyfingu i þá átt
fyrr en i fyrsta lagi i júni.
Þetta kemur harðast niður á
þingmönnum utan af landsbyggð-
inni, meðan þeir, sem i London
búa, þurfa ekki að leigja sér
hótelherbergi eða kaupa máltiðir
(þegar þær eru fáanlegar) i mat-
söluhúsum.
Sovézka skóksambandið sendir FIDE tóninn
Skáksamband Sovétríkj-
anna gaf til kynna i gær-
kvöldi, að Anatoli Karpov
mundi ekki tefla einvígið
við heimsmeistarann
Bobby Fischer, ef FIDE
breytir reglunum að kröfu
Fischers.
TASS-fréttastofan birti i gær-
kvöldi yfirlýsingu sovézka skák-
sambandsins, en 5 dagar eru
þangað til alþjóðaskáksambandið
kemur saman til aukafundar i
Hollandi til að ræða kröfur Fisch-
ers um einvigisreglurnar.
t yfirlýsingunni segir, að
„sérhver tilraun til að breyta
ákvörðun þings FIDE i Nice (júni
siðastl.) skapar hættu á þvi, að
einvigið verði ekki haldið.” — Þvi
var lýst yfir, að brygði stjórn
FIDE út frá ákvörðun þingsins,
sem sótt var af fulltrúum 77
þjóða, „þjónar engum tilgangi
fyrir skákmenn að sækja
skákmót á vegum FIDE i fram-
tiðinni.”
Fischer krefst þess, að fjöldi
skáka verði ótakmarkaður, að
áskorandinn verði að vinna 10-8
að minnsta kosti til að hreppa
titilinn. — Hótaði hann að afsala
sér titlinum og mæta ekki til ein-
vigisins, ef FIDE yrði ekki að
kröfum hans.
Sovézka skáksambandið segir i
yfirlýsingu sinni, að þessar
kröfur séu fáránlegar, og
ennfremur, að boðun auka-
fundarins i Hollandi sé i trássi við
siðgæði og réttar reglur. Sakar
það FIDE um að skapa Fischer
óskaskilyrði og að setja um leið
Karpov i svo ójafna aðstöðu, að
slikt sé óheyrt áður i sögu heims-
meistarakeppninnar. Bent er á.
að Max Euwe, forseti FIDE, hafi
gengið að tillögu'Fischers um að
einvigið verði háð i Manila, þar
sem 5 milljón dollara verðlaun
eru i boði. — Karpov hafði stungií
upp á Milanó, þar sem boðin eru
aðeins 440 þúsund dollara
verðlaun.
Enn jafn-
teflí hjú
Guðmundi
Þrir eru nú jafnir i efsta sætinu
I minningarmóti Capablanca á
Kúbu. Eru þeir Viasukov, And-
ersson og Balashov allir með 5 1/2
vinning.
Guðmundur Sigurjónsson gerði
í gær jafntefii við Andersson og er
með 3 1/2 vinning. — Flestar
skákir hans hafa orðið jafntefli,
en hann hefur heldur ekki tapað
skák enn sem komið er. — Hann
er búinn að tefla við Viasukov og
varð sú skák jafntefli I 19 leikjum.
38 eldflaugar hæfðu flugvöllinn I
Phnom Penh i gær og hæfðu 40
smálesta skotfærabirgðir, sem
sprungu i loft upp. Mvndin hér
við hliðina var tekin af spreng-
ingunni. Hefur oröið að gera hlé
á loftflutningum i bili vegna
skemmdanna.