Vísir - 03.04.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 03.04.1975, Blaðsíða 4
4 Símavarsla Óskum eftir að ráða stúlku til sima- vörslu á skrifstofu vorri. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni, Drápuhlið 14. Hitaveita Reykjavikur. ísbúð til sölu eða leigu Upplýsingar í síma 36609 Smurbrauðstofan Njálsgötu 49 — Simi 15105 HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 SÍM119460 TÆKIFÆRISVERÐ Til sölu: Nokkrar loftpressur Ingersoll Rand 150 CFM og 250 CFM á hjólum. Traktorspressa Hydor 130—40 CFM með beisli. — Einnig aftaní-vagn með beisli, 20 tonna og 2ja öxla. Vörubifreið MAN 4x4 með framdrifi, með góðum sturtum. — Einnig Ford traktorsgrafa HFHÖRÐUR GUNNARSS0N SKULATUNI 6 SÍM119460 ILIKEISHITUN I ■ I ALHLIÐA PÍPULAGNINGAÞJÓNUSTA SÍMI 73500. PÓSTHÓLF 9004 REYKJAVÍK Nýlagna - þjónusta Viðgerða - þjónusta Hreinlœtistœkja - þjónusta Hitaveitutengingar Jafnvœgisstillum hitakerfi Gerum föst verðtilboð Óskum að ráða nokkra bifvélavirkja Bjóðum upp á bónusmöguleika. Tékkneska bifreiðaumboðið hf., Auðbrekku 44-46. Simi 42604. REUTER AP/NTB Vísir. Fimmtudagur 3. april 1975. UTLÖNDI MORGUN UTLÖND í MORGUN Connally ákœrður fyrír mútuþœgni Saksóknarinn i Water- gatemálmu hefur ákært John Conally, fyrrum ráðherra Nixons for- seta, fyrb- að hafa þegið 10.000 dollara frá mjólkuriðnaðinum ,,i þakkarskyni” fyrir að hafa aðstoðað við að hækka verð á mjólkur- afurðum og mjólk 1971. En verjandi Connallys heldur þvi fram, að aðalvitni saksóknar- ans I málinu sé lygari og hrappur, sem boðizt hafi til þess að bera ljúgvitni gegn þvi, að kærur á hendur honum sjálfum yrðu felld- ar niður. Conally, sem var þingmaður demókrata, áður en hann söðlaði um og gekk i Repúblikanaflokk- inn og gerðist handgenginn Nixon forseta, var um skeið álitinn lik- legt varaforsetaefni Repú- blikanaflokksins. Saksóknarinn skýrði dómend- um frá þvi, þegar málið var tekið fyrir i gær, að hann ætlaði sér að sýna fram á og sanna, að Connally heföi tvfvegis þegið John Connally fór úr þingliöi demókrata og geröist hand- genginn Nixon, en situr nú á sakabekk. peningagreiðslur frá mjólkur- framleiðendum fyrir aðstoð við að fá fram verðhækkun á mjólk. — Hann sagði, að Connally hefði veitt greiðslunum móttöku úr hendi Jake Jacobsen, sem er hans aðalvitni. Saksóknarinn sagði, að Connally hefði 28. april 1971 sagt við Jacobsen: „Heldurðu að þú getir náð i eitthvað af þessum mjólkurpeningum fyrir mig?” — Þessi orðaskipti eiga að hafa átt sér stað mánuði eftir fund i Hvita húsinu, þar sem Connally fékk Nixon til að samþykkja verðhækkun á mjólkurvörum. Verjandinn, Edward Bennett Williams, einn kunnasti lögmaður Bandarikjanna, neitar þvi, að nokkuð sé hæft i þessu. Hann heldur þvi fram, að Jacobsen hafi lagt þessar tilteknu fjárhæðir i bankahólf fyrir sjálfan sig, en síð- anlogiðtilum.hvaðorðiðhafi um þær. Hann bendir á, að sex sinnum hafi Jacobsen verið yfirheyrður af opinberum aðilum og alltaf sagt, að hann „hefði aldrei látið Connally hafa svo mikið sem einseyring”. En siðan hafi hann sjálfur verið kærður fyrir banka- svindl og þá hafi hann breytt framburði sinum. Það er algengt i Bandarfkjun- um, að ákæruvaldið falli frá ákærum á hendur mönnum, sem sýna samvinnu við að upplýsa mál. Hefur IRA sprengmgar á nýjan leik? Almennur kviði hefur gripið um sig á Norður- irlandi um, að irski lýð- veldisherinn muni hefja aftur hryðjuverka- hernað sinn i baráttunni gegn yfh*ráðum Breta á írlandi. IRA lýsti á hendur sér spreng- ingu, sem varð fyrir utan ferða- skrifstofu eina i Belfast í gær. Sögðu hryðjuverkamenn, að sprengjan ætti að vera Bretum viðvörun um, að frekari brot á vopnahléinu af þeirra hálfu yrðu ekki liðin. Þetta er i fyrsta sinn, sem IRA kannast við hryöjuverk af þessu tagi, siðan vopnahléð hófst fyrir sjö vikum. Stjórnvöld neituðu þvi i gær- kvöld, að nokkuð væri til í full- yrðingum IRA, aö brezkir her- menn sýndu stuðningsmönnum IRA áreitni. í mai næstkomandi ganga ibúar Norður-trlands til kosninga til nýs þings. Ein milljón kjósenda eru mótmælendur og hlynntir tengslunum við Bretland. Hálf milljón eru kaþólskir og vilja full slit við Bretland en samein- ingu við trska lýðveldið, þar sem kaþólikkar eru i yfirgnæfandi meirihluta. Hinu nýja þingi er ætlað að gera tillögur um nýtt stjórnarfyrir- komulag á Norður-Irlandi, sem stjórnað hefur verið beint frá London siðan 1972. — Bretar hafa krafizt þess, að i hinni nýju stjórn deili mótmælendur völdum og ábyrgð með kaþólikkum. En menn óttast, að IRA taki aftur til við hryðjuverkin eftir kosningarnar. — Félagsmenn IRA ætla ekki að kjósa, vegna þess að þeir vilja algjör slit við gamla Bretland. Finnska skipifi Enskeri á siglingu. Miöskips á þilfarinu stjórnborðs- megin sést arsenikfarmurinn. Féll í loft- fimleikum Loftfimleikamaður hrapaði ofan af linu i sirkus cinum i I.ondon i gær og kom niður á höfuðið eftir tiu mctra hátt fall. ThomasCimaro <31 árs) frá V-Berlín stóð uppi á öxlum bróður sins, Mathiasar, sem liafði bundið fyrir augun. Missti Thomas jafnvægið og féll. 2000 áhorfendur voru vitni að þvi, þegar Thomas hrapaði, en bróðir hans náði að gripa linuna og hanga á henni. Áhorfendum til mestu furðu lifði Thomas fallið af, en hann var lagður inn á sjúkrahús. Mathias fékk taugaáfall. Arseniki umskipað Fhinska tankskipið „Enskeri” á að hafa los- að arsenikfarm sinn um borð i danst skip i Lissa- bon, að þvi er finnska rikisoliufélagið segir. Ráðagerðir um að fleygja farminum, sem er úrgangsefni oliuhreinsunarstöðvar félagsins, i sjóinn i Suður-Atlantshafi mættu mikilli andstöðu ýmissa rikja, og urðu til þess að oliufélagið varð að hætta við. Oliufélagið hefur sagt, að skipið héldi áfram siglingu sinni I leit að heppilegum stað til þess að losna við eiturfarminn. En finnska blaðið Sanomat hefur flett ofan af þvi, að þær upplýsingar væru ekki réttar, og birti mynd, sem sýndi, að skipið lá i Lissabon. Nú er upplýst, að skipið er farið frá Lissabon, og fór liklega i gær. Oliufélagið segir, að það hafi los- að farminn yfir i danskt skip.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.