Vísir - 03.04.1975, Blaðsíða 13
Vísir. Fimmtudagur 3. april 1975.
13
Knattspyrnumyndir
Unglingaráð Akraness gengst
fyrir fundi og kvikmyndasýningu
i Bióhöllinni á morgun — föstudag
— kl. 19.00. Þar verða m.a.
sýndar nýjar myndir frá Heims-
meistarakeppninni i Vestur--
Þýzkalandi i sumar sem leið og
ýmislegt fleira. Eru allir
unglingar.. og „eldri
unglingar” velkomnir.
Vikan 14. tbl.
Aðalefni 14. tbl. Vikunnar er I
anda þess sparnaðar, sem flestir
landsmenn verða nú að tileinka
sér til þess að láta tekjurnar
hrökkva fyrir nauðþurftum. Vik-
an fékk þrjár fjölskyldur til þess
að halda dagbækur yfir helztu út-
gjöld heimila sinna i einn mánuð,
og niðurstöður þeirra birtast nú i
Vikunni til fróðleiks og gagns
fyrir lesendur. Útfyllingarformiö,
sem þessar fjölskyldur notuðu, er
einnig birt, svo að lesendur geti
notað það til færslu útgjalda á
eigin heimilum, og er ætlunin að
birta þetta form oftar i blaðinu,
eða vikulega fyrst um sinn. Til-
gangur Vikunnar með þessu til-
tæki er að verða fólki til aðstoðar
við að átta sig á útgjöldum sinum
og hvernig helzt megi úr þeim
draga.
Smásagan i 14. tbl. er islenzk,
nefnist hún Maðurinn, sem ekki
gat dáið og er eftir Einar Loga
Einarsson. III. grein i greina-
flokknum Gengur mannkynið af
sjálfu sér dauðu? birtist i þessu
blaði, og nefnist hún Beðið eftir
sprautunni. Þá eru greinar um tr-
land og Karólinu furstadóttur i
Mónakó, sagt frá Chevrolet 1925
og nýjum Rally Escort i bilaþætti,
og margt fleira er i blaðinu.
UTVARP
13.00 Á frivaktinni. Margrét
Guðmundsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.30 Viktor Frankl og lifs-
speki lians. Halldór
Kristjánsson frá Kirkjubóli
flytur erindi, þýtt og endur-
sagt, — siðari hluti.
15.00 Miðdegistónleikar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 veðurfregnir). Tón-
leikar.
16.40 Barnatimi: Gunnar
Valdimarsson stjórnar.
Meira um ástina. — Svarað
bréfi Hlöðvers frá Eskifirði
(7 ára). Þorbjörg
Valdimarsdóttir les „Álög
þokunnar” eftir Erlu. Þor-
steinn V. Gunnarsson les
kafla úr bókinni „Kela og
Samma” eftir Booth
Tarkington. Margrét Ponzi
syngur tvö lög.
17.30 Framburðarkennsla i
ensku.
17.45 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Mælt mál. Bjarni
Einarsson flytur þáttinn.
19.40 Einsöngur i útvarpssal.
Olöf Harðardóttir syngur
lög eftir Fjölni Stefánsson,
Karl O. Runólfsson, Þórarin
Jónsson og Pál Isólfsson,
Guðrún Á. Kristinsdóttir
leikur á pianó.
20.00 Framhaldsleikritið:
„Húsið” eftir Guðmund
Danielsson. Ellefti þáttur:
Tómahljóð. Leikstjóri
Klemenz Jónsson.
21.00 Sænski vísnasöngvarinn
Ulle Adolphson. Njörður P.
Njarðvik kynnir.
21.30 Langeldaskáldið.
Guðmundur Frimann rit-
höfundur talar um Sigurð
skáld Grimsson og bók hans
„Við langelda”.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Tyrkjaránið” eftir Jón
Helgason. Höfundur les (2)
22.35 Létt músik á siðkvöldi.'
Hljómsveitin Philharmonia
iLundúnum leikur verk eft-
ir Grieg, Barber og Tsjai-
kovský, Anatole Fistoulari
stjórnar.
23.20 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
★
★
★
I
★
í
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
V
+
¥
¥
*
*
*
¥
*
¥
t
4f
4f
*
¥
*
¥
¥
*
i
!
*
*
*
!
í
i
t
¥
i
¥
¥
¥
¥
%
¥
i
¥
¥
í
i
¥
¥:
¥'
¥
¥'
*
¥
¥■
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
r 'n
&
21. marz—20. april. Nú, með fullu
tungli, flyzt áherzlan á iðjusemi og atvinnumál,
þu gætir e.t.v. gert einhverjum greiða. Forðastu
óreglu heilsu þinnar vegna.
Nautið, 21. april— 21. mai. Sinntu vinum þinum
undir fulla tunglinu, þú gætir jafnvel eignazt
nýja. Þér býðst nýtt hlutverk i lifinu. Sýndu þvi
áhuga.
Tviburinn, 22. mai—21. júni. Með fulla tunglinu
gæti myndazt spenna milli viðskiptalifs og
frændrækni. sérstaklega að morgni. Vertu
varkár seinna en ekki óþarflega hræddur eða
hlédrægur.
Krahbinn, 22. júni—23. júli. Með nýja tunglinu
gæti komið i ljós vitsmunalegt málefni, er krefð-
ist umræðna. Það reynist erfitt að vera ákveðinn
i mikilvægum málum. Sparaðu hæðnina.
Ljónið, 24. júli—23. ágúst. Aherzla er á fjármál
og sameiginleg efnamál i dag, en hagkvæmur
vinskapur gæti leyst eitthvað af vandamálunum.
Heimtaðu ekki bróðurhlutann.
Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Nú, undir fullu
tungli, gæti hafizt nýtt ástarsamband vertu bara
ekki of gagnrýninn og virtu öll takmörk i kvöld.
Vogin, 24. sept,—23. okt.Fulla tunglið gæti aukið
áhuga á heilsufari eða á að bæta aðstöðuna á
einhvern hátt. Vertu fyrstur til hjálpar og haltu
aftur af kvörtunum.
Drekinn 24. okt—22. nóv. Með fulla tunglinu
gæti komið upp spurning um, hvort styðja beri
málefni. hópstarf eða framkvæmdir.
Samkvæmislifið tefst eitthvað i kvöld.
Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des.Frami þinn gæti
vaxið með fulla tunglinu Höfuð-stjarna þin,
Júpiter, breytir afstöðu sinni i dag. eins gæti
verið að þú flyttir bráðlega i rýmra umhverfi.
Steingeitin, 22. des.—20. jan. Þú gætir orðið á
báðum áttum varðandi einhvern eða eitthvað.
nú við fullt tungl. Sambönd viö fjarlæga staði
eða útlendinga kynnu að veröa mikilvæg i das.
Vatnsberinn, 21. jan.—19. feb.Fulla tunglið gæti
orðið sem hvati á ákvörðun i verzlun eða
samningum. Haföu þarfir annarra i huga. t
kvöld gæti þér fundizt eitthvað skorta.
Fiskarnir, 20. feb.—20. marz.Áhrif fulla tungls-
ins gætu orðið þér mikilvæg. Tilfinningar eru
hástemmdar og stefnan umburðarlyndi eöa
algjör skoðanamismunur. Hægðu á þér með
kvöldinu.
1 í DAG | í KVÖLD | í DAG |
-tcn-x-tt-k-k-K-k-k-k-tt-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-k-k-K-k-k-K-k-k-k-k-tt-K-k-k-K-k-k-k-k-k-k
2 KVOLD | n □AG |
Ekkert meira
um fram-
haldsleikrit
Ekki verður um fleiri fram-
haldsleikrit að ræða I útvarpinu
á fimmtudagskvöldum það sem
eftir er vetrar. Hins vegar er
gert ráð fyrir slikum næsta vet-
ur eftir þvi sem leiklistarstjóri
útvarpsins, Klemenz Jónsson
tjáði okkur.
Það má geta þess að eftir að
leikritinu „Húsið” lýkur næsta
fimmtudag verður flutt tiltölu-
lega nýtt leikrit eftir örnólf
Arnason, sem hann kallar „Við-
tal”, og þykir það mjög gott.
Það er Stefán Baldursson sem
leikstýrir þvi.
Þaö leikrit verður flutt eftir
að framhaldsleikritinu lýkur, og
tekur klukkutima f flutningi.EA
Vignir Sveinsson kynnir nýja plötu meö Elton
John i Popphorninu á morgun.
Utvarp kl. 16.25, föstudag:
,Glœný' plata sem ekki hefur heyrzt hér fyrr
— í Popphorninu á morgun
„Glæný” plata veröur spiluð i
Popphorninu á morgun, en þá
kynnir Vignir Sveinsson nýja
plötu sem ekki hefur heyrzt hér
fyrr. Piatan er með Eiton John
og er tveggja laga. Er annaö
lagið vel kunnugt hér, en það
heitir „I saw her standing
there...” og fluttu Bítlarnir það
á sfnum tima og gerðu feikivin-
sælt.
Þá kvaðst Vignir einnig kynna
stóra plötu með Elton John sem
kom út rétt fyrir jólin og hefur
að geyma öll vinsælustu lög
stjömunnar.
Einnig verður boðið upp á
eitthvað nýtt i músikinni að
vanda.
—EA