Vísir - 03.04.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 03.04.1975, Blaðsíða 16
vism Fimmtudagur 3. april 1975. HVER KÆRIR HVERN? „Munu keppinautar tJtsýnar ætla að kæra auglýsingarnar i Morgunblaðinu,” segir Timinn á baksiðu sinni á skirdag og á þá við auglýsingablað, sem tJtsýn dreifði undir heiti Morgunblaðs- ins þá helgina áður, og hcfur trú- lega borgað vel fyrir. A þeim vettvangi kynnti Útsýn meðal annars kjör sín á nokkrum ferðum, sem standa lengur en þær tvær vikur, sem maður má nú vera að heiman, samkvæmt ákvörðun gjaldeyrisyfirvalda. Þetta töldu hinar ferðaskrifstof- urnar vera að auglýsa á fölskum forsendum til að draga að sér við- skiptavini, samkvæmt frétt Timans, og hugðust kæra. En beint fyrir neðan Timafrétt- ina var sfðan fimm dálka auglýs- ing frá Ferðamiðstöðinni h.f. þar sem meðal annars er auglýst þriggja vikna ferð til Kanarieyja með brottför 1. mai næstkomandi. SIGRÍÐUR VCRÐUR í HLUTVERKI CARMENAR Ákveðið hefur verið að Sigriður E. Magnúsdóttir syngi hlutverk sjálfrar Carmen i samnefndri óperu sem Þjóðleik- húsið frumsýnir næsta haust. Sigriður er væntanleg hingað i byrjun mai, en þá hefjast sviðs- æfingar á verkinu. Tónlistar- æfingar eru þegar hafnar og söngæfingar að nokkru leyti, að sögn þjóðleikhússtjóra, Sveins Einarssonar. „Það er heilmikið fyrirtæki að setja þetta upp og dýrt. En þetta er ákaflega vinsælt verk og það hefur verið mikill spenningur i kringum það hér”, sagði Sveinn meðal annars. Stjórnandi verður Bohdan Wodiczko, en leikstjóri Jón Sigurbjörnsson. Með karlhlut- verkið á móti Sigrfði fer Magnús Jónsson. — EA SIGKÍÐUR—hún var valin til að fara með hlutverk hinnar fögru og blóðheitu Carmenar. Það skyldi þó ekki verða fjörugt á sakborningabekk i máli þessu, og sumir þurfa að hlaupa á milli sæta sækjenda og verjenda? — SHH Verkamenn vantar í byggingavinnu — en 144 á atvinnu- leysisskrá í Reykjavík Talsvert marga verkamenn vantar, aðallega i byggingar- vinnu, að sögn Ráðningarstofu Reykjavikur i morgun. ,,Ég gæti ráðið 10 manns strax i dag,” sagði talsmaður. Hins vegar eru samtals 144 á atvinnuleysisskrá nú um mánaðamótin, 106 karlar og 38 konur. Fyrir mánuði voru 132 á skránni. 69 vörubflstjórar eru á atvinnuleysisskrá i borginni, þar af eru 50 á atvinnuleysisbótum. A atvinnuleysisskrá eru nú 17 mál- arar, 6 fleiri en fyrir mánuði. Nú er enginn trésmiður á at- vinnuleysisskrá, en þeir voru nokkrir fyrir mánuði. Af atvinnulausum konum eru iðnverkakonur flestar, 17 talsins. Verzlunarkonur eru 14. — HH Frá Egilsstöðum til Hornafjarðar um Reykjavfk og Neskaupstað Seint verða sagöar svo lygilegar sögur af samgöngumálum okkar tslendinga, að þeim verði ekki trúað. Ein góð gerðist fyrir fáum dögum á Austurlandi. Starfsmaður Skattstofu Austur- lands, sem er til húsa á Egilsstöð- um, þurfti að skreppa til Horna- fjarðar. Bezta og greiðasta leiðin þangað var þá að taka áætlunar- flugið til Reykjavikur og þaðgn til Hornafjarðar, sem starfsmaður- inn gerði. En honum brá f brún, þegar flugvélin frá Reykjavik tii Horna- fjarðar millilenti á Neskaupstað á leiðinni austur. Fært var milli Egilsstaða og Neskaupstaðar og auögert að renna frá Egilsstöðum á bil þangað ofan eftir og losna við flugið til Reykjavfkur og það- an til Neskaupstaðar — hefði hann vitað um millilendinguna fyrirfram. — SHH „Nöfnin skipta engu máli. Við erum ekkert annaö en númer, eða er það?” Og númerin eru frá vinstri: 3291-0920, 3941-5372, 9627-1646. Þau borðuðu hádegismatinn við Ægisiðuna i blfðunni i gær. Ljósm.: Bragi. „ALLT TIL ALLS, GRASLEPPA, FIÐURFÉ OG SJÓBÖÐ..." sögðu þrjú hressileg „númer" sem borðuðu hádegismatinn sinn við Ægisíðuna í gœr „Hér er allt til alls, grásleppa, fiðurfé og allt sem til þarf. Annars ættuð þið ekki að vera að taka mynd af okkur. Það er miklu nær að taka myndir af þvi fólki sem ekki notar sér það að borða úti i svona veðri.” Þaö voru þrjú númer, eða réttara sagt þrjár stúlkur, sem þetta sögðu, þegar við hittum þær niður við Ægisiðuna i há- deginu i gær. Þær kunnu sannarlega að meta þennan góðviðrisdag, keyptu sér kringlur, snúða og öl og tylltu sér svo I fjöruna við Ægisiðuna. „Það er verst, að við eigum ekki snúð til þess að bjóða ykkur,” sögðu þær. „Nöfnin okkar skipta engu máli. Við er- um hvort eð er ekkert annað en númer, eða er það?” Og með loforði um að birta númerin þeirra, fengum við að smella mynd af þeim. Og númerin eru svo 3291-0920, 3941- 5372, 9627-1646. „Nú er sennilega framtið min á fjölmiðlum mörkuð. Það var nefnilega eitt sinn birt af mér mynd, þar sem ég var að borða samloku við færibandið á Keflavikurflugvelli,” sagði eitt númerið og hló. Þvi hafði verið boðið þar upp á þennan ágæta hádegisverð, og hefur þvf verið borðandi á þeim tveimur mynd- um, sem hér með hafa komizt á framfæri. Þessar hressu stúlkur eru nemendur við Háskólann og þær laumuðu þvi að okkur að þær hefðu borðað þarna úti i allan vetur, vegna þess að þær hefðu svo gaman af sjóböðum......! Þegar við skildum við þær, voru þær að velta því fyrir sér hversu margir ibúanna við Ægisiðu notuðu sér slika daga til þess að fara út með hádegis- matinn sinn. Liklega nota sér yfirleitt allir of sjaldan slik tækifæri, en kannski úr rætist i næstu blíðu... -EA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.