Vísir - 03.04.1975, Blaðsíða 7
Meira of
BOKMENNTIR
Jóhannes úr Kötlum:
LJÓÐASAFN
Fimmta og sjötta bindi
Heimskringla 1974. 163 og 128 bls.
Með tveimur siðustu bindunum i
ljóðasafni Jóhannesar úr Kötlum er
komið að tímamótum á skáldferli hans,
endalokunum á hinu „hefðbundna
skeiði” en upphafi „formbyltingar” i
skáldskap hans. Afrakstur hennar varð
sem kunnugt er eitthvert tilkomumesta
verk Jóhannesar, Sjödægra, frá 1955,
sem um leið má segja að bindi enda á
tiu ára umbyltingarskeið islenskrar
ljóðagerðar eftir strið.
Aðdragandinn aö þeirri bók var aö sínu leyti álíka
langur, áratugurinn eftir strlö, en þá tóku brátt aö birt-
ast tilraunaljóö Jóhannesar úr Kötlum I Tlmariti Máls
og menningar, auökennd nafninu Anonymus, sem siö-
an var safnað I Sjödægru. Aðrir áfangar þessarar þró-
unarsögu sjást I þremur seinni bókunum i hinum nýju
bindum ljóðasafnsins, Annarlegum tungum, ljóðaþýö-
ingum Anonymusar frá 1948, og tveimur alls ólikum
ljóöaflokkum, Sóleyjarkvæði, 1952, og Hliöi hins himn-
eska friðar, 1953. En veigamesta verkið I þessum bind-
um er að visu Sól tér sortna, frá 1945, siöasta ljóöasafn
Jóhannesar úr Kötlum I alveg heföbundnum sniöum,
efnislega og i formi.
Þaö sem manni I fljótu bragöi finnst auökenna Sól tér
sortna er annars vegar hiö leikandi vald skáldsins á
máli og kveöandi, hin mikla mælska og fljótandi hag-
mælska sem ber uppi hvert kvæöi af ööru, oft meö
glettnislegum brag — dæmi eru kvæði eins og Aldaregn
og Himnahymnar, en lika ljóöræn perla eins og Hörpu-
sveinn. En hins vegar kemur undirtónn trega, dapur-
leika og einhvers konar vonsvika sem viöa gætir I
kvæðunum, meö frægustu móti kannski i kvæöum eins
og Æviágripi og Húsinu. 1 siðastnefnda kvæðinu er
eyðilegleiki sem skáldiö finnur kreppa að sér beinlinis
settur i samband við efnalega velferö, farsæld sem
striðið færði meö sér:
Hvar varstu, þegar voöinn kom
og veita þurfti liö?
Þá sastu þarna á þessum stól
og þráöir bara friö.
Þú hélst, að þinnar þjóöar lif
ei þyrfti aö kosta neitt,
og visu þinni I vopnsins staö
aö vild þú gætir beitt.
Þér bjarga mun ei blekking nein:
Á bak viö rauðan val
sést örla á hinni ungu tiö,
sem offrin launa skal.
Sú tiöin full af fegurö senn
mun fara um löndin gný
og húsi þinu gefa gaum,
en — ganga fram hjá þvi.
Þaö má sjálfsagt rekja ýmsar rætur vanliöunar I
þessum kvæöum, ef aö er gáö. Ein þeirra er þá blygöun
skáldsins yfir hlutskipti sinu I striöandi heimi, tilfinn-
ing þess að hann hafi meö einhverjum hætti brugðist
hugsjón sinni og hugsjónabræörum: „Þitt góöa hús er
skálkaskjól/ þess skálds, er manninn sveik”, segir I
Húsinu. Á dögum striösgróöa og velmegunar er eins og
stutt verði I hugsjónamóönum, hugsjónabaráttunni frá
þvi I gær, og er þess háöulega minnst I kvæði sem nefn-
ist öreigaminning:
Menn lögöu fram sem óöir
hinn undraveröa mátt sinn
— og aldrei spurt um borgun.
i dag vor minnsti bróöir
var búinn undir þátt sinn
i byltingunni á morgun.
En þessi barnaskapur
á þönum eftir frelsi
— hann þekkist ekki lengur.
Nú burðast maður dapur
með blóðpeningsins helsi
og bognar eins og kengur.
Skal burgeisinn þá ryöja
oss braut aö fullum völdum
á bræöralagsins grunni.
— Nei, mætti ég þá biöja
um minna af veisluhöldum
og meira af byltingunni.
Hin rómantiska byltingarhugsjón Jóhannesar úr
Kötlum átti eftir aö veröa fyrir ýmsu skakkafalli á
komandi eftirstrlöstíma eins og seinni bækur hans eru
með svo margvlslegu móti til vitnis um. En þessi og
önnur kvæöi I Sól tér sortna bera þaö með sér aö þegar
á striösárunum var bilbugur á hana kominn, aö skáldiö
er þá þegar „oftast I kllpu og óánægöur meö heiminn,
þjóðina og flokkinn”, eins og segir I Æviágripi. Þaö
hefur kannski stafað frekar af kringumstæöum þjóöar-
innar og skáldsins sjálfs en brestur væri kominn að
sinni I sjálfa trú og hugsjón hans. En þrátt fyrir kulda-
glettni þessara og fleiri kvæöa I Sól tér sortna dylst
ekki aö eiginlegur sársauki býr undir niðri, tómleiki
sem bara ágerist af hinni velvirku, hljómfögru kveð-
andi margra kvæða I bókinni.
En andsvör skáldsins viö óánægju og efasemdum
sem sækja á hug hans eru ekki bara fólgin i glettni og
háöi, eða þá ljóðrænni fegurðardýrkun. 1 Sól tér sortna
yrkir hann llka löng og viöhafnarleg kvæði um pislar-
votta og hetjur striðsins, fulltrúa þeirrar hugsjónar
sem koma skal og sigra, Kaj Munk og Nordahl Grieg,
Klerkinn við Viöarsæ og Söngvara Noregs. Og þar er
siöast en ekki slst hinn nafntogaði „sálmur” hans um
Stalín sem enn þann dag var æösta tákngerving,
mannleg Imynd og umfram allt sigursæll herstjóri
hinnar komandi sigrihrósandi byltingar, Dagskipan
Stalins:
Og eins og bylgja um þennan hnött
hins þráöa bræðalags
berst voldug skipun óskabarnsins,
— orö hins nýja dags:
Fram, félagar! Til sigurs fram!
Vor sókn er von þess manns,
sem bíöur enn I myrkri og hlekkjum,!
Björgum llfi hans!
Fram, öreigar, þótt rigni blóöi
og rjúki aska I spor,
uns jöröin öll, úr ánauö leyst,
er oröin friöstóll vor.
1 þessu kvæði, eins og raunar fleiri mælskukvæðum I
Sól tér sortna, er eins og boginn sé spenntur til hins ýtr-
asta.og sú trú, hugsjón, sem þau lýsa þess eðlis aö hún
hljóti að bresta. Hér er hin fyrri trú á lifs- og sigurmátt
alþýöunnar, uppreisn öreigans úr öskustó aldanna orö-
in að rómantlskri hetjudýrkun, fyrirmynd hins tigna
ofurmennis gerö aö lýsandi fordæmi þjóöanna. Og það
fóru I hönd daufir tlmar fyrir eldmóöugar hugsjónir,
meö vaxandi vantrú á hetjur og leiötoga.
EFTIR ÓLAF JÓNSSON
Það skeið tilrauna og nýgervingar sem hófst I skáld-
skap Jóhannesar úr Kötlum eftir stríö stafaði áreiöan-
lega ekki af tómum formsástæðum, af þvi aö hann væri
svo uppnæmur fyrir nýjum bókmenntalegum áhrifum
og breyttri tisku. Þótt „rök listarinnar” sem hann lýsir
i Eftirmála I Sól tér sortna séu góö og gild: „Þú veist,
aö ef þú metur lífiö meira/ en mlna fegurö er þaö
dauðasök”, fela þau I sér óhæfilega einföldun og eins
konar sjálfsréttlætingu um leiö þar sem hann segir um
kvæði sin: „1 strlöi þessu létu margir llfiö/ og lof sé
guði ef þau teljast meö”. Allur fyrri skáldskapur Jó-
hannesar úr Kötlum helgaðist einmitt af þeirri trú og
skoðun að „llfiö” og „listin” væru ekki andstæö meö
þeim hætti sem hér er lýst, hvort upp á móti ööru. Og
formstilraunir hans og nýsköpun á næstu árum fól
jafnharðan I sér hugmyndalega endurskoðun og endur-
nýjun, viðleitni skáldsins aö semja sér nýtt ljóömál að
kröfu nýrra og breyttra tima, semja list slna á ný aö
kröfu lifsins.
Ljóöaþýöingar hans I Annarlegum tungum eru aö-
eins einn þáttur þessa tilraunastarfs, markverö heim-
ild um vinnubrögð skáldsins, en tæplega markverður
skáldskapur I sjálfum sér. Og ljóðaflokka hans, Sóleyj-
arkvæði og Hlið hins himneska friöar, má einnig skoöa
sem forms-tilraunir, hvora með slnu mótinu. Sóleyjar-
kvæöi er ljóðrænt afsprengi kaldastriösins I Islenskri
pólitlk með slnum gagnkvæmu þjóösvikakærum, til-
raun til aö virkja þjóölega rómantlk I nýrri þjóöernis-
baráttu. Hér neytir skáldið sins mikla valds á máli og
brag I frjálslegum þjóðkvæðastílnum — þótt þaö dugi
þegar til kemur ekki til þess aö gera hiö allegóriska
apparat I kvæðinu að virku ádeiluvopni. Hið róman-
tiska hugmyndafar og efniviður kvæöisins veröur til aö
slæfa og drepa á dreif hinum beina pólitlska boðskap
þess, þótt þar séu margar eftirminnilegar hendingar
og heil erindi, sumpart leiftrandi ljóörænar myndir
sumpart hatursfullar ádrepur:
Myrkur er yfir útskögum
— og hvað er aö:
vera liggur I snjónum
vafin innan i blað
— er það kannski jesúbarnið
eða hvað?
Útburðurinn skreiöist
undan mogganum slnum,
vappar um skaflinn næturlangt
og gólar I gnýnum:
faðir vor ég heimta aö þú skilir
handleggnum minum.
Sóleyjarkvæöi var tilraun til að virkja hefðbundiö
ljóðmál og yrkisefni til nýrra nota. í Hliöi hins
himneska friöar, ljóömyndum úr Kinaför er skáldiö
staddur I rlki framtlöarinnar sjálfu, þar sem hann aö
minnsta kosti I bili þykist sjá draum sinn um sigursælt
mannlif hafa ræst. Flokkurinn er tilraun til aö tjá
þessa reynslu, þennan fögnuö einföldum og auönumd-
um ljóömyndum I eins konar „uppleystum” sonnett-
um, þar sem innri myndræn uppbygging komi I staö
fastbundins háttar og rims og leysi yrkisefniö úr ánauö
heföbundins ljóömáls og ytra forms. Til dæmis aö lok-
um ljóð sem nefnist Martröð:
Ég reika I skelfilegum draumi
Um arhelginnar steinrunna sviö
Úr myrkrinu stigur bleik vofa
Lénsdrottinn I jaðigrænum hjúpi
Fléttan stendur aftur af skallanum
Eins og svartur rýtingur
Fálmandi grlpa þær I tómt
Hinar löngu gullslegnu neglur
Helsjónirnar stara sem I blindni
Á tvo reyrða meyjarfætur
Trylltir af kvöl og hatri
Dansa þeir hring eftir hring
Þetta eru fæturnir mjóu
Sem kippt var undan steinbákninu