Vísir - 03.04.1975, Blaðsíða 6
6
Vlsir. Fimmtudagur 3. aprll 1975.
VÍSIR
Ctgefandi: Heykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Bírgir Pétursson
Ritstjórnarfulitrúi: Haukur Helgason
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson ~
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn: Siöumúia 14. Simi 86611. 7 iinur
.Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands.
1 lausasölu 35 kr. eintakiö. Biaöaprent hf.
Hver er beztur?
Oft gera menn mun á islenzkum atvinnuveg-
um, tala um suma framleiðsluatvinnuvegi sem
höfuðatvinnuvegi og um aðra atvinnuvegi sem
hálfgerðan óþarfa, ekki sizt milliliðina i þjóðfé-
laginu.
1 þessari stéttaskiptingu atvinnuveganna
skortir mjög á, að menn viti, hvað þeir eru að tala
um. Staðreyndin er sú, að íslendingar gera sér
þvi miður allt of óljósa grein fyrir, hvaða mæli-
kvarða skal nota, þegar rætt er um mikilvægi at-
vinnuvega.
Afköst atvinnuveganna eru bezti mælikvarðinn
á gildi þeirra. Afköstin eru yfirleitt reiknuð sem
framleiðni og þá tvenns konar framleiðni, annars
vegar framleiðni vinnunnar og hins vegar fram-
leiðni fjármagnsins.
Með framleiðni vinnunnar er átt við, hve mikil
verðmæti hver starfandi maður i atvinnugrein-
inni framleiðir. Með framleiðni fjármagnsins er
átt við, hve mikil verðmæti myndast af hverri
krónu, sem lögð er i fjárfestingu i greininni.
Báðar tegundir framleiðninnar eru jafn mikil-
vægar. Við þurfum að beina starfskröftum og
fjármagni þjóðarinnar til þeirra greina, sem
mesta hafa framleiðnina.
Fjárfesting i atvinnuvegunum nemur milljörð-
um króna á ári hverju og samt er fjármagnið
hvergi nærri nóg. Við þurfum að verja þessu fjár-
magni eins skynsamlega og unnt er, m.a. með þvi
að draga úr vaxtamismunun, draga úr eyrna-
merkingu fjármagnsins og ýta þvi til þeirra
greina, sem hæsta geta borgað vextina.
í sumum fyrirtækjum er framleiðnin mjög ör.
Þar er hver fjárfest króna ekki nema eitt ár að
mynda eina krónu i vinnsluvirði. Annars staðar
getur þessi hringrás tekið miklu lengri tima,
fimm og jafnvel tiu ár.
Sami mismunur getur verið i framleiðni vinn-
unnar, bæði i einstökum fyrirtækjum og i heilum
atvinnugreinum. Með þvi að finna þennan mun og
læra af honum getum við aukið þjóðarframleiðsl-
una og þjóðartekjurnar hraðar en á nokkurn ann-
an hátt.
Þvi miður nýtum við fjármagn okkar og starfs-
krafta mjög illa. Við styrkjum sumar greinar,
niðurgreiðum sumar afurðir og höfum bæði mis-
jafna veltuskatta og innflutningsgjöld. Við höfum
mismunandi vexti og eyrnamerkjum fjármagn
til stofnfjársjóða afmarkaðra atvinnuvega. Við
bönnum innflutning á sumum afurðum og höfum
verðlagshöft á flestum afurðum, Við mismunum
atvinnuvegum i rikisábyrgðum og með rangri
gengisskráningu.
Allar þessar aðgerðir vinna saman að þvi að
draga úr straumi fjármagns og starfskrafta til
þeirra greina, sem mest afköstin hafa.
Þessar aðgerðir spilla þvi lika, að auðvelt sé
að mæla framleiðnina. Söluverði sumra afurða er
haldið uppi með innflutningsbanni, meðan verði
annarra afurða er haldið niðri með rangri gengis-
skráningu og enn annarra með óeðlilegum verð-
lagshöftum. Aðgerðirnar rugla tekjuhlið fram-
leiðnidæmisins.
Til þess að fá betri mynd af framleiðninni þarf
að bera islenzka atvinnuvegi saman við hliðstæða
erlenda atvinnuvegi. Hagfræðistofnanir þjóðar-
innar ættu að gefa sér meiri tima til að sinna slik-
um verkefnum.
Tiltölulega vandaðar upplýsingar um fram-
leiðni islenzkra atvinnuvega eru einn mikilvæg-
asti lykillinn að efnahagslegri framtið þjóðarinn-
ar. — JK
Lodge: „Atakanlegur harmleik-
ur."
mmmiM
Umsjón: G.P.
Þeir mótuðu stefnu
Bandaríkjanna í
Víetnam fyrir
tíu órum —
Bundy: „Ekki til einskis þó”.
Hvemíg fínnst þeim
óstondið vera í dog?
Milljónir horfa nú til framtiöar, sem þeir viidu alls ekki, eins og fjöldi
flóttamannanna, sem flýja sveitir kommúnista, ber vitni um.
Þeir menn, sem á sin-
um tima réðu afskiptum
Bandarikjanna af Viet-
namstriðinu, horfa nú
álengdar á, hvaða af-
hroð Saigonherinn geld-
ur i stórsókn hersveita
kommúnista.
Hryggir i huga hlýðá
þeir á fréttirnar um,
hvernig allt það, sem
byggt var upp, meðan
þeir voru við stjórn-
sýslu, hrynur nú niður.
Eins og margir aðrir, þá eru
þeir, sem mestu réöu um mótun
stefnu stjórna þeirra Kennedys
forseta og Johnsons eftirmanns
hans, þeirrar skoöunar orðnir, aö
ekkert frekar sé unnt að gera til
þess aö bjarga við stjórn Nguyen
Van Thieus forseta.
Það hefur komið flatt upp á þá
sem aðra, hversu lltilsmegandi
Saigonherinn hefur reynzt I mót-
spyrnu sinni I þessari slðustu
stórsókn Víetcong. En þeir
fylgja almenningsálitinu I Banda-
rlkjunum I þvl, aö of seint sé fyrir
Bandarikin að ætla að koma til
hjálpar.
En sumir þeirra, eins og Dean
Rusk.fyrrum ráðherra, óttast, að
þaö eigi eftir aö varpa skugga á
álit Bandarlkjamanna út á við, að
þeir skyldu láta undir höfuð
leggjast að veita bandamönnum
sinum I Saigon liö, þegar I harö-
bakkann sló.
„Við höfum ekki enn fengið að
sjá reikninginn af ósigri stjórnar-
hersins”, sagöi Rusk I viötali,
sem James Outman, fréttamaöur
Reuters, átti við hann og fleiri
ráðgjafa þeirra stjórna, sem
sátu I Washington, þegar Banda-
rlkjamenn ákváöu aö taka beinan
þátt I Vietnamstriðinu fyrir tiu
árum. — Rusk sagði aðþað mundi
sennilega taka áratugi, áður en
menn sæju fyrir endann á af-
leiðingum þess, ef Saigonstjórnin
félli.
Rusk, sem nú er kennari viö
lagadeild Georgiuháskóla, kvaðst
horfa með döprum huga á þróun
mála I Vletnam.
„Þetta er átakanlegur harm-
leikur þeim milljónum manna,
sem nú horfa fram á framtlð, sem
þeir vildu alls ekki sjálfir, eins og
sjá má af þeim hundruðum þús-
unda flóttafólks, sem reynir að
flýja undan kommúnistum”.
Hann sagði, að viðbrögð manna
I höfuðborgum Evrópu við stefnu
Bandarikjamanna I Vletnam
mundu gera útslagiö um þær af-
leiðingar, sem fall Suður-Viet-
nams ætti éftir að hafa fyrir
Bandarikin og hinn and-
kommúniska hluta heims.
Hvernig honum litist á framtlð-
ina I ljósi þessara atburða? —
„Eg stend I sömu sporum og hver
annar óbreyttur borgari núna. Ég
þarf ekki að vera spámaður, en
horfurnar eru dökkar. — En mað-
ur getur alltaf reynt. Ef maður
reynir ekki, þá hefur maður eng-
an möguleika til að ná árangri”.
Walt Rostow, sem á árunum
1961 til 1966 var formaður þeirrar
nefndar, er mestu réð um stefnu-
myndun Bandarikjastjórnar, var
einn þeirra, sem hvað opinskáast
vöröu aðgerðir Bandaríkjamanna
I Indóklna I þá tið. — I viðtalinu
viö Reuter tók hann mjög I sama
streng og Rusk.
Hann kvað fall Saigonstjórn-
arinnar mundu hvarvetna I heim-
inum leiða menn til umhugsunar
um það, hversu traustur banda-
maður Bandarikin væru.
Rostow sagði, aö Bandarlkin
hefðu veriö skuldbundin Indóklna
af eldri loforðum, og þeim
skyldum gætu þau ekki varpaö
frá sér án alvarlegra afleiðinga.
— Hann vildi ekki taka undir meö
þeim, sem gagnrýnt hafa
frammistööu Saigonhersins á
undanförnum vikum.
„Þessir atburðir eru manni
mikið áfall”, sagði Henry Cabot
Lodge, sem var ambassador
Bandarlkjanna I Saigon frá 1963
til 1964 og aftur 1965 til 1967. Hann
tók lika þátt i samningunum i
Parls, og var meðal þeirra, sem
reyndu að yfirvinna tregöu
Thieus forseta til að ganga til
samninga við kommúnista með
þvi að fullvissa hann um, að
Bandarikjamenn væru ekki að
laumast af hólminum . . . þeir
mundu koma aftur, ef kommún-
istar gengju á bak orða sinna.
Var framtak Bandarikja-
manna þar syöra allt til einskis?
„Staðan er of óljós til þess að
unnt sé að halda sllku fram. Satt
er það, ekki vegnaði okkur vel, en
það þarf ekki endilega að tákna,
að það hafi allt verið til ónýtis.
Það er ekki búið að spila úr öllum
spilunum enn, og við getum ekki
sagt, að þetta sé um garð geng-
iö”.
Þvi er llkt farið með Lodge
núna og aðra, sem á slðasta ára-
tug reyndu að sannfæra banda
risku þjóðina og umheiminn um
lifsnauðsyn þess, að Bandarikin
létu Vletnamstríðið til sln taka.
Lodge er hvergi þar nærri haföur
núna, sem ákvarðanirnar eru
teknar. Honum finnst hann ekki
hafa nóga vitneskju um málin til
þess að spá fyrir um framhald
þeirra.
Annar fyrrverandi ambassador
Bandarikjanna I Saigon, Maxwell
Taylor hershöfðingi, sagði frétta-
manni Reuters:
„Þetta er Waterloo Bandarlkj-
anna, ef þetta er Waterloo”.
Hann kvaöst ekki vel geta lýst
hruninu þar syðra, „en Bandarlk-
in hefðu aldrei átt að leyfa málun-
um að þróast þannig, að skelfing
gæti orðið. Við áttum að gera,
eins og Parlsarsamkomulagið fól
I sér, að hervæða Suður-Vietnam
jafnt til móts við það, sem
kommúnistar hafa gert. — Byssu
fyrir byssu, eins og kveðið var á
um I Parísarsamningnum.
En með þvl að láta það undir
höfuð leggjast”, hélt Taylor
áfram, „þá sköpuðu Bandarlkin
þann bakgrunn, sem leiddi siðan
til ástandsins, eins og það er oröið
nú”.
William Bundy, fyrrum aö-
stoðarvarnarmálaráðherra og sá
ráöherrann, sem hafði með mál-
efni Austur-Aslu að gera, kom
auga á smáhuggun I þvl, sem
honum fannst annars hryggileg
framvinda mála I Suður-VIet-
nam.
Hún var sú, að stefna Banda-
rikjanna I Suðaustur-Aslu heföi
fengið því áorkað, sem hún ætl-
aöi. „Nefnilega að stemma stigu
við átroðningi og ógnun kin-
verskra kommúnista þar eystra,
eins og blasti við mönnum þá”.
„Ef einhvern tlmann var ein-
hver ástæða fyrir þeim ugg, sem
menn báru I brjósti vegna yfir-
gangs kommúnista Klna, þá var
það helzt á árunum 1964-’65”,
sagði Bundy við Reuter. „Staöan
er orðin mikið breytt núna, þótt
fólk geri sér ekki almennt grein
fyrir hvernig eða hvers vegna”.
„Fyrir tiu árum lá Suöaust-
ur-AsIa fyrir fótum Klna, eins og
ávöxtur sem einungis þyrfti að
tina upp”, segir Bundy. „Ahrif
Klnverja voru þá I hámarki. En
hrun kommúnista I Indóneslu,
sem voru mjög á bandi Klnverja,
menningarbyltingin I Kina og
loks ágreiningur Kina við Sovét-
leiðtogana hefur eytt þessari
hættu. — Thailand og Filippseyj-
ar voru I þá daga mjög illa við-
búnar árás eða þvingunaraðgerð-
um frá Kina. En aðgerðir Banda-
rikjamanna i Vietnam sköpuðu
þeim ráðrúm til að sporna við
hvers konar þvingunum I dag”.