Vísir - 17.04.1975, Síða 4
4
Vísir. Fimmtudagur 17. april 1975.
Laust embœtti, er forseti íslands veitir
Prófessorsembætti I byggingarverkfræöi i verkfræðiskor
verkfræði- og raunvisindadeildar Háskóla Islands er laust til
umsóknar. Fyrirhugaö er að rannsóknir og aöalkennslugreinar
verði á sviði fræöilegrar burðarþolsfræði og aflfræði fastra efna.
Umsóknarfrestur er til 15. mai n.k.
Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsækjendur um prófessorsembætti þetta skulu láta fylgja
umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa
unnið, ritsmiöar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf.
Émbætti þetta var áöur auglýst I Lögbirtingablaði nr. 19/1975
með umsóknarfresti til 1. þ.m. en umsóknarfrestur er hér með
framlengdur til framangreinds tima.
Menntamálaráðuneytið,
14. april 1975.
Lausar stöður
Eftirtaldar þrjár lektorsstöður I heimspekideild Háskóla ís-
lands eru lausar til umsóknar:
Lektorsstaöa I bókasafnsfræði,
lektorsstaða I uppeldisfræðum og
lektorsstaða I frönsku.
Að þvi er varðar stöðuna I uppeldisfræðum skal tekið fram, að
endurskoðun á skipan kennslu og rannsókna I uppeldisfræðum,
m.a. aö þvi er varðar samstarf og verksskiptingu stofnana á
þessu sviði, kann að hafa áhrif á framtiðarvettvang þessarar
lektorsstöðu.
Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir um framangreindar lektorsstööur, ásamt itar-
legum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 15.
mai n.k.
Stöður þessar voru áður auglýstar I Lögbirtingablaði nr.
19/1975 með umsóknarfresti til 1. þ.m. en umsóknarfrestur er
hér með framlengdur til framangreinds tima.
Menntamálaráðuneytið,
14. april 1975.
PASSAMYNDIR
teknar i litum
filbútaar strax I
bartia s, f lölskyldu
LJOSMYNDIR
AUSTURSTRÆTI 6 S.12644
A
Fró barnaskólum
Kópavogs
Innritun sex ára barna, fæddra á árinu
1969, sem eiga að vera i forskóladeildum
barnaskólanna i Kópavogi næsta vetur,
fer fram I skólunum föstudaginn 18. april
kl. 3-5 siðdegis.
Innritun aðfluttra barna, 7-12 ára, sem
flytjast eiga i skólana i haust, fer fram á
sama tima.
Til glöggvunar skal þess getiö, að skólahverfismörk milli
Kópavogsskóla og Digranesskóla eru Brattabrekka, og
skólahverfi Snælandsskóla er byggðin norðan Nýbýlaveg-
ar inn á móts viö Þverbrekku, og göturnar Hjaliabrekka,
Lyngbrekka og Túnbrekka sunnan Nýbýlavegar. t Snæ-
landsskóla verða þó aðeins 6-9 ára börn úr skólahverfi
hans næsta vetur, en eldri börn úr hverfinu I Kópavogs-
eða Digranesskóla eins og s.l. vetur.
Fræðsluskrifstofa Kópavogs, simi 41863,
veitir nánari upplýsingar um innritunina.
Fræðslustjórinn í Kópavogi.
Arður til
hluthafa
Samkvæmt ákvörðun aðalfundar
Samvinnubanka íslands h.f. þann
12. apríl s.l., greiðir bankinn 12%
arð p.a. af innborguðu hlutafé fyrir
árið 1974.
Arðurinn er greiddur í aðalbankan-
um og útibúum hans gegn framvís-
un arðmiða ársins 1973.
Athygli skal vakin á því að réttur til
arðs fellur niður, sé hans ekki vitjað
innan þriggja ára frá gjalddaga.
Reykjavík 14. apríl 1975
Samvinnubanki íslands h.f.
Með Norður-tshaf i
pússinu til Ameriku
Hún Matthildur Guðmundsdótt-
ir er hreint ekki óvö’n vatni
hvers konar, enda fyrrverandi
sunddrottning. Á dögunum
komst hún i kynni við vatn á
nokkuð óvenjulegan hátt. Þá
var hún beðin að fara með
flösku með slatta af Norður-ls-
hafinu til Boston. Þar var verið
að opna sædýrasafn við mikla
viðhöfn. Þótti við hæfi að fá vatn
úr öllum heimshöfunum sjö.
„Fjörulalli”
Við höfum talsvert skrifað um
fjörur að undanförnu, einkum
þær, sem margir álita að jarð-
ýtur séu að eyðileggja með klóm
sinum. Þessi strákur prýðir
annars plaggat Jóns Arnarr, en
hann heldur ljósmyndasýningu i
Stúdentakjallaranum i Gamla-
Garði, sina fyrstu sýningu. Þar
eru 16 myndir. Ljóðið á plaggat-
inu er eftir Einar Braga.
Aðgangur að sýningunni er
ókeypis, en plaggötin seld árituð
og tölusett.
Voru Flugleiðir beðnir að út-
vega vatnið úr N-íshafinu, sem
var gert og Matthildur send á
staðinn með vatnið, sem hún
sýnir okkur á þessari mynd.
Hárgreiðslunemar ekki
loðnir um iófana
Ungar stúlkur, sem nema
hárgreiðsluiðn eru margar
hverjar á heldur en ekki lágum
launum, — hafa innan við 20
þúsund krónur á mánuði. Fund-
ur I félagi nema i rafmagnsiðn
bendir á þetta i fréttatilkynn-
ingu sinni. Segir i fréttinni að
nokkrir hópar séu ekki innan
ramma samninganna frá 26.
marz s.l., þar á meðal hár-
greiðslunemarnir. Er hvatt til
þess að samið sé við þennan hóp
og aðra sem svona er háttað til
um.
Stór stjórn i stóru borg-
arhverfi
Þeir eru ekkert hrifnir af póli-
tikusum i Breiðholti. A.m.k.
ákvað aðalfundur framfara-
félagsins i Breiðholti III á dög-
unum að þeir sem eru að vasast
Istjómum pólitiskra félaga, séu
ekki hlutgengir i aðalstjórn
félagsins. Á þessum fundi var
ákveðið að stækka aðalstjórnina
úr 7 i 15 manns. Það er þvi stór
stjórn hjá þessu framfarafélagi
stærsta borgarhverfisins.
Formaður er Sigurður Bjarna-
son, lögreglumaður, Þórufelli 8.
Suður á bóginn með Sjö
stelpur
Þeir þurfa ekki að kvarta
undan móttökunum, leikararnir
i Stykkishólmi. Þeir frumsýndu
um helgina Sjö stelpur og fengu
mikið lof fyrir, bæði stelpurnar
sjö, og-gæzlumenn þeirra. Nú
ætla Hólmarar að mjaka sér
nær Reykjavikursvæðinu og
sýna þar. I gærkvöldi var önnur
sýning á leiknum I litla leikhús-
inu i Stykkishólmi, það tekur
aðeins 126 manns i sæti, en á
frumsýningunni voru gestir vist
talsvert fleiri.
,, Fy rsta-a prfl’ ’-bónið
heitir Bryngljái
Flestir lesenda Visis 1. april
s.l. töldu að frétt okkar af bóni á
bila, sem endist árum saman
væri þvaður eitt. Svo var þó
ekki. Menn trúðu öllu á Fischer,
skákkappa, en ekki bóninu,
takk! En nú er Gljáinn h.f.
byrjaður að bóna bila i Ármúla
26, reyndar er ekki hægt að tala
um eiginlegt bón, heldur filmu,
sem varnar tæringu á lakki og
gefur langvarandi sigljáa,
Bryngljáa, eins og þeir nefna
þetta á islenzku. Efnið er jap-
anskt, algjört hernaðarleyndar-
mál hvað tekur til samsetning-
arinnar. Það eitt er vitað að 7
mismunandi áferðir eru bornar
á lakkið og bindast efnin i hverri
áferð saman og mynda
sterkan, lofttæmdan hjúp.
Framkvæmdastjóri Gljáans h.f.
er Pálmi Jónsson, einkaum-
boðsmaður er Jóhann Jóhanns-
son hjá Toyota-umboðinu.
Myndin er úr vinnusalnum,
starfsmenn og gljáandi bifreið
eftir meðferðina.