Vísir - 17.04.1975, Qupperneq 5
Vísir. Fimmtudagur 17. april 1975.
5
REUTER
AP/NTB
ÚTLÖND í MORGUN UTLOND I MORGUN UTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson
Mannfallið œgilegt
í lokaáhlaupinu
Það var rétt farið að
grána af degi í morgun ki.
6/ þegar fremstu herflokk-
ar Khmer Rouge hviidu sig
við súlur Wat Phnom-
musterisins uppi á hæð
einni í miðri Phnom Penh.
Þaðan horfðu þeir niður
yfir borgina, sem beið
þeirra, varnir hennar i
molum.
Þjóðsögur herma, að á
þessari hæð hafi öldruð
kona, amman Penh, lagt
grundvöllinn að borginni.
Klukkustundu siöar voru þessir
Rauðliðar að berjast gegnum sið-
ustu götuvigi stjórnarhermanna,
sem reyndu að verja þeim húsa-
kynni hermálaráðuneytisins.
Smátt og smátt var siðasta mót-
spyrnan brotin á bak aftur og
Rauðliðar höfðu borgina alla á
valdi sinu.
Fram á siðustu stundu voru þó
harðir bardagar um Pochentong-
flugvöllinn, þar sem varnir höfðu
verið hvað rammgerðastar vegna
mikilvægis þessa siðasta sam-
bands höfuðborgarinnar við um-
heiminn. Eftir að öllum öðrum
aðflutningsleiðum hafði verið lok-
að af Kmer Rouge, fengu borgar-
búar lifsnauðsynjar sinar loft-
leiðis.
1 gær kom i ljós, að Kmer
Rouge hafði dregið allar fallbyss-
ur sinar i skotfærivið borgina og
drepandi stórskotahrið var hafin.
Þeir, sem flúðu borgina með sið-
ustu flugvélunum i gærkvöldi,
gáfu ófagra lýsingu á neyð
borgarbúa. Dauðir og særðir lágu
á við og dreif og blóðið flaut um
gólf sjúkrahúsanna. Vein barn-
anna skáru i eyrun.
t kjölfar stórskotahriöarinnar
þustu fótgönguliðar Khmer
Rouge inn i borgina i gegnum
skörðin, sem höggvin höfðu verið
i varnarlinuna. Herflokkar
stjórnarinnar voru ýmist strá-
felldir eða gáfust upp i hópum, 300
króaðir af hér, 500 annars staðar.
Ahlaupið var gert úr vestri og
sóknarherinn kom eftir þjóðvegi
nr. 4.
Þegar inn i borgina var komið,
var barizt i návigi á götunum.
Frá hermálaráðuneytisskrif-
stofunum lá leiðin að forsetahöll-
inni. Skammt þar frá stóð sendi-
ráð Bandarikjanna, autt og yfir-
gefið. Siðustu starfsmennirnir
fóru i fyrradag. Siðustu fréttir
hermdu, að húsið stæði i ljósum
logum.
Sendiherra Kambodiu i Bang-
kok i Thailandi stóð lengst af i
sambandi við stjórnarherinn.
Hann frétti, að mannfall stjórnar-
hersins hefði verið ægilegt. Eink-
um við flugvöllin Pochentong, þar
sem úrvalssveitir voru fyrir til
varnar.
Strax i gær fundu menn liggja i
loftinu, að fall borgarinnar væri
skammt undan. Franskir borgar-
ar búsettir i Phnom Penh voru þá
byrjaðir aö hengja upp franska
fánann á húsum sinum i von um,
að Khmer Rouge mundi hlifa
þeim. — Franska stjórnin hefur
ávallt viðurkennt útlagastjórn
Sihanouks prins.
Öttinn breiddist út. En fólkið
hafði ekkert að flýja. Meginþorri
borgarbúa er flóttafólk utan af
landsbyggðinni. Þarna i Phnom
Penh var það dagað uppi og fokið
i Öll skjól.
Útvarpsútsendingar Khmer
Rouge i morgun hermdu, að fólk-
ið hefði snúizt á sveif með inn-
rásarmönnunum. Leiðtogi
Khmer Rouge, Khieu Samphan,
heyrðist skora á borgarbúa að
sýna stillingu og alla vopnfæra
menn að gefast upp og afhenda
vopn sin.
Frá útvarpi stjórnarinnar hefur
ekkert heyrzt siðan i gær. Þar
rikti alger þögn.
Kortið sýnir Phnom Penh, legu hennar og flugvallarins Pochentong. örvarnar elga að sýna, hvernig
Khmer Rouge réöust að henni og flugveliinum úr tveim áttum.
Fimm ára stríði
Kambodíu lokið
Með falli Phom Penh
er endi bundinn á fimm
ára hatursstrið, sem
breytti Kambódiu úr
friðsömu frjósemdar-
landi i rústir og
sprengjugiga.
Með henni féll hægri
stjórn, sem tók völdin
fyrir fimm árum til
þess að hrekja út fyrir
landamærin norður-
vietnamska herflokka,
sem ekki höfðu virt
hlutleysi landsins.
Þeirri baráttu lauk
ekki fyrr en nú, þvi að
upp úr henni blossaði
borgarstyrjöldin, sem
kommúnistar hafa nú
sigrað i.
Þetta fimm ára strið flæmdi
fleiri upp af heimilum sinum en
t.d. I Vietnam — öll þau ár
sem striöið hefur geisað þar.
Var hvergi i Indókina jafn
margt flóttafólk og i Kambodiu.
I dag eru fáir Norður-Viet-
namar i Kambódiu, en
kommúnistarhafa svogottsem
tekið yfir stjórn landsins.
Umsátrið um Phnom Penh frá
þvi 1. janúar var lokastig
neyðar gömlu Kambódíu.
Næsta skrefið verður að öllum
likindum það, að Norodom
Sihanouk prins snýr aftur frá
Peking, en flestir spá þvi, að
hans biði annað hlutverk heldur
en hann lék, áður en honum var
bylt úr stóli. Sjálfur telur hann,
að kommúnistar geri hann að
þjóðhöfðingja, eins - konar
þjóðartákni á borð við konunga
lýðræðisrikja. öll raunveruleg
völd verða I höndum Khmer
Rouge (rauðliða)
Ýmsir kviða þvi, að i kjölfar
falls höfuðborgarinnar eigi eftir
að fylgja blóðbað og hefndarað-
gerðir kommúnista á hendur
fyrri valdhöfum og herforingj-
um. — ,,Ég ráðlegg þeim að
flýja, áður en borgin fellur, þvi
að þeirra og annarra föður-
landssvikara biður ekkert
nema gálginn,” sagði Sihanouk
prins I gær, þegar hann hafnaöi
tilboöi Lon Nol-stjórnarinnar
um uppgjöf og samninga.
Konungsrikið Kambodia hlaut
sjálfstæði 1949, en var áður ný-
lenda Frakka. Fulla sjálfstjórn
fékk þjóðin 1953. Sihanouk prins
lýsti yfir hlutleysi landsins i
Indókinastriðinu og reyndi að
halda þvi utan Vietnam-
styrjaldarinnar. En land hans lá
of vel fyrir Norður-Vietnam og
Vietcong, sem sáu sér leik á
borði og gerðu árásir þaðan á
stöövar Siagonhersins, en
skutust siðan i skjól yfir landa-
mærin aftur. Gagnrýnendum
Sihanouks þótti hlutleysi hans of
vinstrisinnað.
Ho Chi Minh-stigurinn, sem
Þessi mynd var tekin af leiðtogum Khmer Rouge, þar sem þeir voru
staddir I Hanoi I fyrra. T.v. er Ieng Sary, sem þykir öllu leiðtamari
kommúnistum i Hanoi og Peking en Khieu Samphan (t.h.) En
minna hefur borið á Sary hingað til.
M) tFIFMÍ Umsjón: G.P.
margir Bandarikjamenn þeirr-
ar skoðunar, að þessi ákvörðun
hafi verið röng. Þeir halda þvi
fram, að allt til þess hafi verið
tiltölulega friösamt I Kambódiu,
en með þessu hafi landið dregizt
inn I Vietnamstyrjöldina.
Með aðstoð Bandarikja-
stjórnar var her Kambódíu
efldur og tók nú sjálfur til við að
hrekja úr landinu Norður-Viet-
nama og Vietconga. Lon Nol
forsætisráðherra fékk meira og
minna einræðisvald. Opinber
andstaða var sundruð.
Þar bar mest á Khmer
Rouge, sem þegar hér var
komiö sögu var að mestu leyti
sundurleitur ræningjalýður,
vinstrisinna en litt skipulagður.
Kjami hans voru þó landflótta
Kambódiumenn, sem um tima
höfðu leitað hælis i Hanoi. Með
aðstoð Norður-VIetnama og
Klna tóku þeir til við að byggja 7
úr Khmer Rouge skæruliða- \
hreyfingu, sem fór að láta æ \
meira að sér kveöa. í
Með dyggilegri aðstoð I
Norður-Vietnema urðu Khmer L
Rogue með árunum öflugur /
byltingarher, sem stöðugt \
þrengdi að stjórnarhernum, unz (
hann var nær allur innikróaður i /
Phnom Penh og nánasta um- 1
hverfi, —Aðgerðir kommúnista
siðasta árið hafa allar beinzt að
þvi að skera á aöflutningsleiðir
til borgarinnar, þangaö sem
safnazt höfðu milljónir flótta-
fólks.
Siðustu mánuðina hefur æ
meir verið hert aö snörunni.
Borgarbúar sveltu og varaar-
liðið varð smám saman
uppskroppa með hergögn.
Þegar séð varð fyrir, að
hverju stefndi meö varnir /
borgarinnar, þar sem ekki var 1
lengúr til að dreifa hernaðaraö-
stoð Bandarikjamanna, fór Lon
Nol utan ,,I opinbera heimsókn
til nokkurra landa,” eins og þaö
var oröað.
Með honum fóru ýmsir helztu /
ráðgjafar hans, sem efstir voru \
á svörtum lista kommúnista.
Duldist þá engum, að öll von
hafði verið gefin upp um að
hefta landvinninga Khmer
Rouge.
Sihanouk prins: Snýr senn
heim.
hefur verið aðalflutningsleið
hergagna frá N-Vietnam til
kommúnista i S-Vietnam og
Kambódiu, liggur i gegnum
Kambódiu. Meðfram honum
komu Vietcong-skæruliðar sér
upp birgðastöðvum og jafnvel
æfingabúðum fyrir nýliða sina.
Með leynd lét Bandarikja-
stjórn flugher sinn varpa
sprengjum á þessar stöðvar
Vietcongí Kambodiu. Þar kom
að fyrrverandi stuðingsmönn-
um Sihanouks, eins og Lon Nol
og öðrum, blöskraði undanláts-
seti hans við hina útlendu
kommúnista og byltu stjórn
hans 1970, meðan hann var
sjálfur á ferðalagi erlendis. —
Sihanouk leitaði hælis i Peking.
1 april 1970 réðst bandariskt
herlið inn iKambodiu til þess að
eyöileggja stöðvar Viet Cong og
birgðir Vietnama. Þessi
hemaðaraðgerð var gagnrýnd
harðlega af mörgum i Banda-
rikjunum á þeim tima, þótt
stjóm Nixons þáverandi forseta
fullyrti, að meö þvi hefðu spar-
ast lif fjölda bandariskra her-
manna og varnir Suður-VIet-
nams styrkzt. Enn I dag eru