Vísir - 17.04.1975, Blaðsíða 13

Vísir - 17.04.1975, Blaðsíða 13
Visir. Fimmtudagur 17. april 1975. 13 KVENNAFAR VREESWIJK ENDAÐI MEÐ ÓSKÖPUM: Rak gestina út með eldhúshníf „Hvað gerir einmana karl, sem hefur lagt hart að sér við vinnu og hefur ekki haft tima til að sinna kvenfólki i að minnsta kosti viku? Ég fékk mér að minnsta kosti leigubil til borg- arinnar til þess að ná mér i kvenmanns- belg”, sagði Cornelis Vreeswijk, sá frægi hollenzk-sænski visna- söngvari, sem á dögun- um lenti i heldur ó- venjulegu ævintýri. Cornelis Vreeswijk er íslend- ingum mörgum að góðu kunnur fyrir skemmtilegan visnasöng, sem við höfum kynnzt af plöt- um, og sumir voru svo heppnir að fá miða að tónleikum, sem hann kom fram á hér i Reykja- vik i vetur. Sumir voru raunar svo óheppnir að fá miða að tónleik- um, sem hann kom ekki fram á, en það er önnur saga. En hann lenti heldur illa i þvi, þegarhann ætlaði á kvennafar á dögunum, en hann býr einn sið- an hann skildi við leikkonuna Bim Warne. Eftir nokkra góða bjóra fór hann að svipast um og fann tvær þokkalegar hnátur i Regeringsgötunni i Stokkhólmi. Onnur var ljóshærð, hin dökk- hærð, báðar pelsklæddar og hreyfðu sig einkar kvenlega. Hann gaf sig á tal við þær og fór vel á með þeim og þar kom, að þær fóru báðar heim með hon- um. í fyrstu létu þau fyrirberast I eldhúsinu um hrið, þar sem þau fengu sér ögn i staupinu, en Cornelis dró fram gitarinn sinn og söng dálitið fyrir konurnar. Honum leizt orðið dável á þær og sá fram á giftusamlegan endi næturinnar. Um klukkan fjögur vildi hann fara að snúa sér að efninu og ræða við þær fjármál- in, en þær voru ekki fúsar að ræða um þau, heldur hurfu inn i svefnherbergið. Cornelis fór skömmu siðar á eftir þeim, en brá i brún, þegar inn kom. Dömurnar lágu fá- klæddar i tvibreiða rúminu hans, og þá leyndi sér ekki, að ,,þær” voru báðar karlkyns. ,,Ég sá rautt”, sagði Cornelis á eftir. Hann öskraði á þær að hypja sig út i logandi grænum hvelli, en umskiptingarnir hreyfðu sig hvergi. Þá rauk Cornelis fram i eldhúsið og sótti stóra eldhússaxið sitt, sem hann Cornelis Vreeswijk er þekktur fyrir aðgeta sýnt á sér ýmsar hliðar „veifaði” svo inni i svefnher- berginu, svo notuð séu hans orð. Þá stökk annar þeirra fram úr, en fékk skrámur á hökuna, handlegg og á bakið, um leið og hann brunaði út úr ibúðinni. Hinn flúði lika, en með blóðugar skrámur að aftan eftir kuta Cornelis. Skömmu siðar komu þeir aftur, enda voru flest þeirra föt enn hjá söngvaranum. Nú höfðu þeir fengið með sér tvö lög- reglumenn, en lögreglumenn- imir voru prúðir við söngvar- annnema hvað þeir tóku af hon- um saxið. Cornelis telur, að hann hafi aöeins verið að verja sig gegn óvelkomnum gestum, sem ekki virtu húsfrið hans, er hann vis- aði þeim burtu, og kveðst vera reiðubúinn að taka út straff, ef hann hafi verið of harðleikinn. En lái honum hver sem vill, þótt honum rynni i skap. —SHH ,en „gestirnir” fengu þó aö kynnast enn nýrri hliö á kappanum. Sjálfstœðisfélaganna í Reykjavík verður í kvöld fimmtudaginn 17. apríl kl. 20.30 að Hótel Sögu, Súlnasal. Albert Guðmundsson alþingismaður. Félagsvist 7 glœsileg spilaverðlaun. Albert Guðmundsson, alþingismaður, flytur ávarp. Ómar Ragnarsson skemmtir. Dansað til kl. 1 e.m. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur. Húsið opnað kl. 20. — Miðar afhentir á skrifstofu Landsmálafélagsins Varðar, Galtafelli, Laufásvegi 46, á venjulegum skrifstofutíma, sími 17100. Happdrœtti: Vinningur utanlandsferð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.