Vísir - 21.04.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 21.04.1975, Blaðsíða 11
Vísir. Mánudagur 21. apríl 1975. Júdómótið: Vel gert vel unnið „Þetta mót var í alla staði mjög gott og til mikils sóma fyr- ir tsiand, og ég held, að þaö verði erfitt fyrir hinar Norður- landaþjóðirnar að slá þvi við," sagði yfirdómari mótsins, Eng- lendingurinn, Ray Mitchell, er við spjölluðum við hann eftir Norðurlandamótið i gær. ,,Það hafa orðið miklar fram- farir hér frá þvi að Júdósam- bandið var stofnað, og viða er- lendis hefur verið til þess tekið, þvi tsland var óþekkt nafn i júdóheiminum fyrir 4 til S árum. tslenzkir júdómenn eru mjög sterkir, úthaldsgóðir og með keppnisskapið i lagi. Þá vantar aðeins meiri tækni, en hún kem- ur, þegar þeir fá tækifæri til að. keppa oftar á alþjóðavett- vangi." Bæði keppendum og forráða- mönnum þjóðanna á mótinu, bar saman um, að þetta mót hefði verið sérlega gott og vel skipulagt. Var ekki laust við, að öfundar gætti, þegar þeir töiuðu um það. t ölluin flokkum voru veitt fern verðlaun, en auk þess fengu sigurvegararnir i öllum flokk- um fagran áletraðan keramik- vasa, og vöktu þeir mikla hrifn- ingu. Eysteinn Þorvaldsson, for- maður Júdósambandsins, var mjög ánægður með mótið og allt i kringum það, þegar við töluð- um við hann i gærkvöldi. Hann bjóst þá við, að Júdó- satnbandið myndi sleppa l'jiir- hagslega skaðíaust út úr þessu, og væri það m.a. að þakka betri aðsókn en búizt hafði verið við. Einnig fórnfúsu starfi fjölda fólks á öllum aldri, sem hefði unnið endurgjaldslaust á mót- inu. Yrði það starf aldrei full- þakkað né metið. —klp— Okkar þekktasta júdómanni — Svavari Carlsen til vinstri — gekk ekki vel á NM-mótinu að þessu sinni, en áður hafði hann unnið silfur og brons á Norðurlandamóti. Hér er hann I gllmu við Norðmanninn Erik Haugen, en þeirri glímu tapaði Svavar. Þetta var hans siðasta opin- bera judómót, sagði hann eftir keppnina. Ljósmynd: Bj.Bj... Þœr kefIvísku höfðu það.... Það var ekki mikið skorað i úr- slitaleiknum i 2. flokki kvenna i islandsmótinu i handknattleik, sem leikinn var i „Græna saln- um" i Garðahreppi i gær, en þar léku til úrslita Þróttur og Kefla- vik. Þessi lið urðu jöfn i 4ra liða úr- slitunum um fyrri helgi og þurfti þvi aukaleik um tslandsmeist- aratitilinn. Eftir rúmlega niu minútna leik — eða rétt fyrir hálf- leik — kom fyrsta markið, og var það Þróttur, sem það gerði úr vitakasti. i hálfleik var staðan 1:0 fyrir Þrótt. í þeim siðari tókst liðinu ekki að skora, en aftur á móti skoruðu Keflavikurstúlkurnar þá tvö mörk, sem nægðu til til að sigra i leiknum — 2:1 — og hljóta þar með tslandsmeistaratitilinn i 2. flokki kvenna 1975. Á fimmtudaginn kemur — sum- ardaginn fyrsta — verða sumar af þessum nýbökuðu tslandsmeist- urum aftur i sviðsljósinu, en þá fer fram i Njarðvikum úrslita- leikurinn i 2. deild kvenna. Mót- herjarnir i þeim leik eru ná- grannarnir úr Njarðvik. —klp— Umdeilt atvik úr leik Fram og Vals f Reykjavlkurmótinu I gær. Mikil þvaga myndaðist við mark Vals og töldu sumir, að boltinn hefði farið yfir linuna. En þaö sá dómarinn ekki, enda margir, sem skyggðu á hann. Ljósmynd: Bj.Bj... Reykjavíkurmótið í knattspyrnu: KR og Valur standa bezt að vígi Það er allt útlit fyrir að úrslita- leikur Reykjavikurmótsins I knattspyrnu verði á milli Vals og KR. Bæði liðin hafa tapað einu stigi f mótinu til þessa. — KR tap- aði stigi á móti Fram fyrir nokkru, og Valur sömuleiðis nú um helgina. Fram er aftur á móti biíið að tapa tveimur stigum, en önnur félög fleiri, svo þau hafa ekki lengur möguleika. Tveir leikir fóru fram um sið- ustu helgi, og sá þriðji Þrótt- ur—Ármann, verður á Melavell- inum i kvöld. Leikirnir voru á milli Fram og Vals og KR og Vik- ings. Fátt var um fina drætti i leik KR og Vikings, nema ef vera 'skyldi eina mark leiksins, sem KR-ingar gerðu. Það kom á 20. min. fyrri hálfleiks, og var skemmtilega unnið. Knettinum var spyrnt langt fram völlinn, þar sem Jóhann Torfason lék með hann upp að endamörkum. Þarlyfti hann hon- um upp og skallaði fyrir markið, þar sem Atli Þór Héðinsson kom á fullri ferð og skallaði hann áfram i netið. Þetta var það eina markverða sem gerðist i leiknum, sem var eins konar spegiimynd af fyrri leikjum i Reykjavíkurmótinu. Leikur Fram og Vals var öllu betri, og liklega sá skásti i mótinu til þessa. Honum lauk með jafn- tefli 1:1. Valsmenn voru fyrri til að skora — Albert Guðmundsson — eftir mikla pressu Vals. Skömmu fyrir hálfleik jöfnuðu Framarar — Marteinn Geirsson — eftir óbeina aukaspyrnu inn i vítateig Vals. Skömmu áður var mikil pressa á mark Vals, og þá bjargað a.m.k. tvivegis á og fyrir innan linuna. tsfðari hálfleik fengu Framar- ar gullið tækifæri til að taka for- ustu, er Marteinn tók vitaspyrnu. En þá brást honum bogalistin — skaut hátt yfir — og þar með fór annað stigið til Vals. UL lagði Ausf f jarðaúrvalið í körfubolta Unglingalandsliðið I körfu- knattleik lagði leið slna austur á firði um helgina. Þar var leikið gegn úrvali UtA á laugardag og sunnudag. Kom á óvart, hvað Austfirðingar tefldu fram efni- legum liðum. Fyrri leikurinn fór svo, aö hið efnilega unglingalandslið sigr- aði með 89:58. t hálfleik var staðan nokkuð jiifn 38:32. t gær- dag var enn leikið, þá sigraði UL með 95:58. Báðir l'óru leikirnir fram á Eskifirði. — HJ TvÖ jaf ntefli í þeirri litlu! Hafnarfjörður - Keflavík 1:1 og Kópavogur - Akranes 0:0 Tveir leikir voru leiknir I Litlu bikarkeppninni I knattspyrnu á laugardaginn. FH —sem keppti fyrir hönd Hafnarfjarðar — og Keflavik skildu jöfn, og einnig Breiðablik — sem keppir fyrir Kópavog — og tslandsmeistar- arnir frá Akranesi. Leikurinn I Kópavogi á milli Breiðabliks og Akraness var markalaus. Þó var mikið urii góð tækifæri á báða bóga — stangarskot og bjargað á linu — en yfir linuna komu leikmenn- irnir aldrei boltanum. Breiðablik tefldi fram sinu sterkasta liði, en Akurnesingar ekki. Þá vantaði m.a. Matthias Hallgrimsson, Karl Þórðarson og Daviö markvörö ásamt fleir- um. Höfðu sumir þeirra verið settir út úr liðinu fyrir slaka leiki að undanförnu. Tvö mörk voru skoruö I leik FH og IBK. Þórir Jónsson, fyrr- um Valsmaður, skoraði fyrir FH I fyrri hálfleik, en Grétar Magniísson jafnaði fyrir IBK I þeim siðari. Mörg tækifæri gáf- ust i leiknum, en aðeins þessi tvö nýttust. Gordons Banks m arkm a nnsp ey s ur markmannshúfur markmanns hanzkar Einnig hnéhlifar og olnbogahlifar. PÓSTSENDUM Sportvöruv* íngólfs Ó»H verzlun Ingóljs UskarssQnar M.pp.nUt U — Stmi ma — K»jt>«vtt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.