Tíminn - 05.08.1966, Side 12
FÖSTUDAGUR 5. ágúst 1966
Sfaukin sala
./
BRIDGESTONE
sannar gæSin.
Veitir aukið
öryggi i akstri.
BRIDGESTONE
ávallt fyrirligg|andi.
GÓÐ ÞJÓNUSTA —
Verzlun og víSgerSlr.
Sími 17-9-84
Gúmmíbarðinn h.f,
Brautarholti 8.
Vélafireingerninq
Vanir
menn.
Þrifaleg,
fljétleg,
vönduS
vinna.
Þ R I F —
símar
41957 og
33049.
TRÚLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiSsla.
Sendum gegn póstkrofu.
Guðm. Þorsteinsson,
gullsmiSur.
Bankastræti 12.
i
i
HtíSBY GG JENDUR
Smíðum svefnherbergis-
og eldhúsinnréttingar.
SÍMI 32-2-52.
________________________J
MINNING
Framhald af bls. 7.
skálds á Arnarvatni „Sveitin
mín“:
Fagra dýra móðir mín!
minnar vöggu griðastaður.
þegar lífsins dagur dvín,
dýra, kæra fóstra mín!
búðu um mig við brjóstin þín,
bý ég þar um eilífð glaður.
Fagra. dýra móðir mín,
minnar vöggu griðastaður.
Ástvinum Sigfúsar og vanda-
mönnum sendi ég og fjölskylda
mín innilegar samúðarkveðjur.
Jóh. Eiríksson.
MINNING
Framhald af bls. 7.
Systur Jóns, sem náðu fullorðins
aldrei voru: Kristrún, Kristjana og
Sigríður allar dánar.
Kristrún, dó á ísafirði
á áttræðisaldir, en Kristjana var
um langt skeið forstöðukona við
sjúkrahúsið á Þingeyri í Dýrafirði
og dó þar. Sigríður bjó að Eiði,
sem áður er sagt.
Einnig átti hann Jónu er varð
11 ára og Jónas, er dó á barns-
aldri.
Hinn aldni vinur og sveitungi
er kvaddur með þökk og hjartan-
legri samúðarkveðju til eftirlifandi
ekkju, barna og annarra ástvina,
með ósk um að Dýrafirði auðnist
ætíð sú gæfa að leggja fram trúa
og farsæla þjóðfélagsþegna, er feta
í fótspor hins fallna vinar, að:
„þroskast á guðsríkisbraut".
Bjarni ívarsson.
SKÁKÞÁTTUR T.R.
Framhald af bls. 8
utan Rússlands innan næstu
12 ára. Burtséð frá Spassky
og Tal virðumst við ekki eiga
neina stórmeistara sem gefi
nægileg fyrirheit.“
„Og hver mun • nýi heims-
meistarinn verða?
„Fischer hefur mesta mögu-
leikana, utan Rússlands. Eg
vona að Larsen, Ivkov og Port-
isch móðgist ekki þótt ég hcldi
því fram að Fischer sé sterk-
asti skákmaður utan Sovét.ríkj-
anna.
Við ræddum um næsta 01-
ympíumótið í Havana. í rúss-
neska liðinu verða þessir:
Petroshan, Spassky, Tal,- Kort’
snoj, Stein og Polugaevsky.
„Af hverju ert þú ekki í lið-
inu“?
„í fyrsta lagi varð ég ekki
valinn og í öðru lagi hefði ég
kosið að losna við að tefla þótt
ég hefði verið valinn. Hitinn
mun verða gífurlegur á Cubu
og yngri skákmennirnir hafa
meira líkamlegt úthald.“
„Spáir þú Júgóslavíu (Gligor-
ic, Ivkov, Parma, Matanovíc,
Matulovisc) öðru sæti?“
„Þeir gætu orðið í 1. sæti
því okkar lið $r ekki
það bezta.“
„Hver af þeim hundruðum
skáka, sem þú hefur teflt var
þér erfiðust?
„Líklega 23. skák mín í ein-
víginu við Bronstein, en þá
skák varð ég að vinna til að j
halda titlinum.“
„Hvern af þeim níu heims-j
meiturum, sem þú hefur hittj
finnst þér mest til um?“
„Það er erfitt að segja hver
þeirra var bezti skákmaðurinn.
en persónulega held ég ,að
Capablanca hafi haft mesta með j
fædda hæfileika. Það er slæmt ■
að hann skildi ekki gefa skák;:
inni meira af tíma sínum. í
því að samtalinu var að ljúka,
rakst Tal inn. Ég notaði því
tækifærið til að leggja nokkr
ar spurningar fyrir Tal.
„Ert þú á sömu skoðun og
Botvinnik, Spassky og Petros-
han, að Fischer sé sterkasti
TÍMINN
skákmaður heims, utan Sovét-
ríkjanna?"
„Hvorki Botvinnik, Spassky
né Petroshan hafa þurft að
tefla einvígi við Larsen", svar
aði Tal hvatskeytlega.
„Hvernig stendur á því að
blaðamenn eru alltaf að spyrja
þig frétta af gangi málanna í
einvíginu, en ekki Spassky eða
Petroshan?“
„Lifandi hundur betri en
dautt ljón,“ svaraði Tal
„Spassky og Petroshan eru
,,dauðir“ fyrir blaðamennina,
meðan á einvíginu stendur".
„Hvernig stendur á því að
þú spáir Spassky sigri?“
„Það er aðeins sjálfsálit mitt.
Ég tapaði fyrir honum og fram
að þessu hef ég aðeins tapað
einvígjum gegn heimsmeistur-
um“
Jóhann Sigurjónsson.
BÚDDATRÚARMENN
Framhald af bls. 5.
um þjóðernissinnum, sem tókst
að verja tvö strandhéruð í
Norður-Vietnam bæði fyíir
Frökkum og Viet Minh allt frá
lokum síðari heimsstyrjaldar-
innar og fram til ársins 1954,
Faðir Quynh segist vera leið
togi bandalags allra trúar-
flokka í sunnanverðu Suður-
Vietnam. sunnlenzkra búddatrú
armanna, Hoa Hoa, Cao Dai
og mótmælenda. En kaþólskir
menp einir skiptast í sex mis-
munandi reglur og því verður
naumast lagður trúnaður á til
veru þessa bandalags fyrri en
hún kemur í dagsins ljós. Og
kaþólskum leikmönnum hefur
ekkert orðið ágengt enn.
EINS OG málin standa nú í
Saigon skiptir ekki máli. hve
margt fólk styður öfgafulla
búddatrúarmenn gegn Ky mar
skálki. Þegar andstæðingurinn
er ríkistjórn. sem aldrei hefur
sannað hylli sína meðal almenn
ings og á auk þess í miklum erf
iðleikum vegna metings inn-
byrðis, getur hvað sem er orðið
henni að falli. f Vietnam hlýt
ur það að veikja aðstöðuna að
vera stöðugt að forðast alla
lýðræðislega framvindu.
Bandaríkjamenn viðurkenna
þetta, en þeir hefðu heldur kos
ið, að lengri timi hefði gefizt
til undirbúnings kosninganna
en nú getur orðið Þá hefðu
stjórnmálahreyfingar ef til vill
getað þróazt lítið eitt og her-
inn ef til vill getað komið því
til leiðar, að unnt yrði að ná
til fleiri kjósenda en auðið
verður nú. Bandaríkjamenn
vona, að kosningar geti ekki
einungis farið fram í borgunum
þar sem 5 milljónir manna búa
heldur einnig í þeim landshlut
um, sem teljast nokkurn veg
inn öruggir að deginum til,
en þar búa þrjár milljónir
manna i viðbót. Ef þetta mætti
takast, gætu allt að 60% allra
kjósenda í Suður-Vietnam tekið
þátt í kosningunum.
Áhættan er augljós. Hver
þyrði að bjóða sig fram? Hvers
konar fólk hlyti kosningu? Hve
marga fylgjendur gæti Viet
cong átt meðal þess? Landsdaie
hershöfðingi er svo bjartsýnn
að álíta. að í kosningunum geti
komið fram „ótrúlega þjóðholl
ir menn“. Bandaríkjamenn telja
litla sem enga hættu á, að kos
ið verði þing. sem biðji þá að
fara á burt úr landinu eða
heimti frið í flýti. En einn
Bandaríkjamannana sagði við
mig, að ef hið kjörna þing ylii
erfiðleikum pg i ljós kæmi, að
kúgun hefði verið beitt við
kosningarnar vissi hann ekki,
hvernig þeir myndu snúast við
því.
Telja má nokkum vegmn vfst
að reynt verði að beita kúgun
við kosningamar, og þá getur
þessi afstaða gefið ærið svig
rúm. Nú virðist mest hætta á,
að búddatrúarmenn neiti allri
þátttöku, og ef svo fer, verða úr
slit kosninganna næsta mark-
lítil. Ky marskálkur hefur sagt
að hvorki kommúnistum né
hlutlausum mönnum verði leyft
að kjósa. Mjög óheppilegt væri
ef reynt yrði að draga búdda
trúarmenn í dilk hlutlausra í
þessu sambandi, en þeir stefna
vissulega að friði á sínum tíma.
ÖRYGGI er fyrir mestu, en
öryggi verður ekki tryggt með
skothæfninni einni. Leyniskytt
ur Vietcong skjóta á flugvélar
sem eru að leggja af stað frá
stöðvum sínum og á bíla á ferð
um svæðin, sem ríkisstjórnin
og Bandaríkjamenn ráða yfir.
En þær eru ekki hluti af aðal-
her Vietcong, og þeim verður
því ekki útrýmt með skyndi-
árásum eða þyrlum, hvað sem
þær væru margar. Þegar þess
ar leyniskyttur eru búnar að
láta rifflana í plasthylkin og
stinga þeim í skurðina á ökrun
um, er ómögulegt að þekkja
þær frá öðrum bændum.
Þessum leyniskyttum er ekki
unnt að útrýma fyrri en að ör
yggissveitir eru búnar að koma
sér vel fyrir á sínu svæði og
bændur eru orðnir sannfærðir
um. að þær verði þar til fram
búðar. Meðan svo er ekki þorir
eðlilega enginn að gefa neinar
upplýsingar, hversu mikinn við
bjóð, sem fólk kann að hafa
á ógnvöldunum. Varanlegu ör-
yggi í þorpunum verður ekki
komið á nema með traustu lög-
regluliði. en þess er ekki kost
ur í Vietnam og ekkert útlit
fyrir að svo verði fyrst um
sinn. Myndun traustra lögreglu
sveita víðs vegar um landið hef
ur ekki verið látin sitja í fyr
irrúmi fyrir öðru, eins og nauð
synlegt er. Brezkir ráðgjafar í
Saigon hafa lagt megináherzlu
á þessa nauðsyn undangengin
sex ár, og þegar þess er minnzt
verður skiljanlegra, hve svart-
sýnir þeir eru.
Bandaríkjamenn í Vietnam
hafa látið sannfærast á papp-
írnum. Á prjónunum er áætlun
um að efla lögreglusveitirnar
furðulega hratt. í þeim voru
22 þúsund menn árið 1964, eiga
að verða 70 þúsund á næsta ári
og 150 þúsund árið 1970. En
lögreglunni er þó bannað að
taka í sína þjónustu nokkurn
mann á aldrinum 18—33 ára,
en það þýðir, að henni er mein
að að ná til þess mannafla,
sem hún þarf mest á að halda.
Skráningin í herinn gengur
hart eftir sínu og mannfæðin
er svo mikil, að lögreglunni
virðist ekki einu sinni mögu-
legt að ráða til starfa þá öldr
uðu menn, sem henni er heimil
að. í lögreglunni eru nú 50
þús. manns og þar við situr.
Enginn hefur hugmynd um,
hvar eigi að taka þau 20 þús-
und, sem á að fjölga um fyrir
næsta ár. Allt liðið, að undan-
teknum 1500 mönnum. gepnir
störfum i Saigon og öðrum
borgum.
HÓPSAMSTARF LÆKNA
Framhald af bls. 9.
Símaþjónusta hefst klukkan 8,
en klukkan 8.30 eða 9 byrja lækn
ar að taka á móti sjúlkingum.
Klukkan 10 hittast þeir á skrif-
stofunni. bera saman bækur sínar
og skiptast á upplýsingum. Að
því búnu fara “eir í vitjanir og
ljúka þeim fyrir næsta stofutíma,
sem gæti verið frá klukkan 14.
Símaviðtalstími er alltaf hinn
sami hjá hverjum lækni. Endra-
nær er læknirinn aðeins ónáðað
ur í aðkallandi nauðsyn og síma
stúlkan tekur öll skilaboð, t.d.
beiðnir um endurnýjunarlyfseðla,
fyrir lyf, sem sjuklingur á að nota
að staðaldri, beiðnir um vitjanir
og viðtöl á stofu.
Þriðji stofutíminn gæti verið
milli klukkan 6 og 7 á kvöldin
og gætu læknar skipzt á um að
vera við á þeim tíma, enda skipta
þeir með sér kvöld- og nætur-
vöktum.
Tímapantanakerfi.
Til þess að losna við alla þá
sóun á tíma sjúklinga, sem nú
tíðkast, verður viðhöfð tímapönt-
un.
Er þá hægt að panta tíma dag
inn áður eða sama dag. Sé upp
pantað hjá þeim lækni, sem sjúkl
ingurinn kýs helzt að tala við, og
viðkomandi læknir getur ekki skot
ið honum inn á milli, á sjúkling
urinn þess völ að bíða, þar til
læknirinn getur sinnt honum, t.d.
næsta dag eða annar læknir úr
hópnum tekur að sér að leysa
vanda hans.
Komi í ljós, að sjúklingur þarf
á ýtarlegri rannsókn að halda, en
tíminn leyfir, er hann látinn koma
aftur sama dag eða næsta dag og
þá ætlaður riflegri tími.
Vel uppbyggt tímapantanakerfi,
tryggir það, að sjúklingur kemst
að á réttum tíma, læknirinn hefur
næði til þesss að tala við hann,
skoða og skrá athugasemdir
á spjald hans, enda er hann laus
við allt óþarft kvabb.
Spjaldskrá.
Allar upplýsingar um sjúklinga
eru skráðar á sérstök spjöld og
þeim fylgja bréf frá sjúkrahús
um, álit sérfræðinga, vottorð og
skýrslur. Eru þannig á einum stað
að finna allar upplýsingar um
sjúklinginn.
Flytji sjúklingur burt, eru öll
plöggin send til viðkomandi heilsu
gæzlustöðvar.
Sérfræðiþjónusta.
Þar sem ekki eru starfandi sér
fræðingar, þarf að gera ráð fyrir
að þeir komi öðru hvoru, til að
rannsaka sjúklinga, að tilvísun
heimilislæknanna.
Er að þvi augljóst hagræði fyr
ir alla aðila.
f fyrsta lagi hittir sérfræðing-
urinn sjúklinginn við beztu skil-
yrði. Hann fær aðgang að öllum
upplýsingum um fyrri rannsóknir
og meðferð og hann nýtur aðstoð
ar heímilislæknisins, sem að jafn
aði þekkir sjúklinginn betur en
nokkur annar.
í öðru lagi væri hægt að komast
hjá að senda nema mjög fáa sjúkl
inga til Reykjavíkur, miðað við
það sem nú er og má þannig
spara sjúklingnum óþarfa útgjöld
og vinnutap.
í þriðja lagi myndu þannig fást
starfsskilyrði fyrir marga af þeim
sérfræðingum, sem erlendis
dvelja. Því að ef gert er ráð fyrir,
að allir þeir, sem erlendis eru, og
ekki hafa tekið sér fasta búsetu
þar, kæmu heim á næsta áratug,
má búast við, að þröngt yrði um
þá 1 þéttbýlinu. Vitað er, að lang
flestir þeirra, sem erlendis eru við
sérfræðmám hyggjast koma heim,
séu starfsskilyrði fyrir hendi. Og
það er okkur, sem heima störfum
að búa þeim viðunandi skilyrði.
Lokaorð.
Það sem hér hefur verið rakið,
eru aðeins fá atriði í lausn mik-
ils vandamáls. Miklu varðar, að
þjóðin skilji, hvað það er, sem
yngri læknar vilja gera og munu
gera, ef þeim er veitt tækifæri til
þess, því að þær breytingar, sem
hér hefur verið lýst, munu brátt
komast á og verður það aðeins
háð áhuga almennings, hversu
fljótt og víða það verður.