Vísir


Vísir - 06.05.1975, Qupperneq 5

Vísir - 06.05.1975, Qupperneq 5
Vlsir, ÞriOjudagur 6. mal 1975. fLÖND I MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGÚN UTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Mario Soares, Ieiötogi jafnaðarmanna, (t.v.) reðir við blaðamenn. Þeir fengu Pulitzer Blaöamaöur og Ijós- myndari/ sem skrifuðu greinaflokka í Chicago Tribune um hungurharð- indin í Afríku og Asíu, unnu til Pulitzerverð- launanna 1975 fyrir blaðamennsku á sviði al- þjóðamála. William Mullen, þritugur blaðamaður, og Ovie Carter, 29 ára ljósmyndari, deila þvi með sér 1000 dollara verðlaununum. En meiri akkur þykir þó i þeirri viðurkenningu, sem verð- launin fela i sér og frægðinni þeim samfara. Þessi verðlaun eru veitt árlega fyrir blaða- mennsku, leikritagerð, bók- menntir og tónlist. Michael Shaara hlaut bók- menntaverðlaunin að þessu sinni fyrir skáldsögu sina „The Killer Angels,” en hún er byggð á atburðum i þrælastriðinu, eða nánar tiltekið orrustunni um . Gettysburg. Þeir Mullen og Carter ferðuð- ust 16.000 km um Afriku og Ind- land á þrem mánuðum sumarið og haustið 1974 til efnisöflunar i fimm greina-flokk, sem þeir skrifuðu um sveltandi ibúa jarð- ar. Deiluaðilar í Portú- gal jafna ágreining sinn innbyrðis Sósialistar og kommú- nistar í Portúgal virðast komnir langleiðina með að leysa ágreining sinn, sem á undanförnum dögum hafði hlaðiðuppófriðarskýjum á st jórnmálahimninum í Portúgal. Leiðtogar flokkanna beggja héldu i gærkvöldi, öllum að óvör- um, þriggja stunda fund, og að honum loknum sagði Alvaro Cun- hal, formaður kommúnista- flokksins: „Við höfum stigið stórt skref fram á við.” Mario Soares, leiðtogi sósialista, kinkaði kolli því til samþykkis um leið og hann yfir- gaf aðalskrifstofur kommúnista- flokksins, þar sem fundurinn hafði verið haldinn. — En Soares og jafnaðarmenn hafa haldið þvi fram, að kommúnistar beittu bolabrögðum til að sniðganga vilja kjósenda, sem birtist i kosningunum á dögunum. Þá hlutu jafnaðarmenn mest fylgi allra flokka, en kommúnistar voru ekki hálfdrættingar. í sameiginlegri yfirlýsingu, sem flokksleiðtogarnir gáfu út eftir fund þeirra i gærkvöldi, var komizt svo að orði, að báðir vildu vinna saman að þvi að viðhalda þvi frelsi, sem áunnizt hefði, þeg- ar herinn gerði stjórnarbylting- una i fyrra. Menn höfðu hálft um hálft búizt við þvi, að til stórtiðinda mundi draga i deilum flokkanna, eftir að kommúnistar sniögengu jafnað- armenn á hátiðafundi, sem efnt var til 1. mai i Lissabon. Um 30.000 jafnaðarmenn fylktu liði til stjórnarráðsins á föstudag til að mótmæla þvi, að sá flokkurinn, sem flest atkvæöin fékk i kosning- unum nýafstöðnu (38%) skyldi ekki fá einn ræðumann á 1. mai fundinum. Þessi mótmæli og greinileg andúð almennings á gerræði kommúnista hefur greinilega haft áhrif til þess, að kommúnistar (sem fengu 12,5% — þriðja mesta fylgið — ikosningunum) treystust ekki til annars en friða sósialista. Toka upp nýja stefnu gagnvart Austurlöndum Henry Kissinger, utan- ríkisráðherra, mun leggja drög að nýrri stefnu Bandaríkjamanna í mál- efnum Austurlanda nær að afloknum fundi Fords for- seta við Sadat Egypta- landsforseta og Rabin for- sætisráðherra ísraels, en þær viðræður eru ráðgerð- ar í næsta mánuði. Kissinger sagði, að Banda- rikjastjórn framfylgdi engri fastri áætlun i málefnum Austur- landa nær um þessar mundir. Hann kvað það þó vera skoðun stjórnarinnar, að héldist áfram- haldandi þrátefli milli Araba og Israela, mundi reka að þvi, að styrjöld brytist út að nýju með jafnvel nýju oliusölubanni og ef til vill þátttöku Sovétmanna. Utanrikisráðherrann lét þessi orð falla i sjónvarpsviðtali i gær. — Hann kvað alla aðila skylduga til að skýra, hvað þeir gætu gert, til þess að friður næðist. „Af hálfu Israela er það spurn- ing um, hve miklu landi þeir vilja skila aftur. Varðandi Araba er það spurning um, hverjar skuld- bindingar þeir vilja takast á hendur til að tryggja þann frið, sem þeir segjast reiðubúnir til að semja um,” sagði Kissinger. Bandarikjastjórn tók til endur- skoðunar fyrri stefnu sina i mál- efnum Araba og Israela, eftir að friðarerindrekstur Kissingers fór út um þúfur i marz. Kissinger lagði á það áherzlu i sjónvarpsviðtalinu, að Banda- rikjastjórn mundi standa við öll fyrri loforð sin við Israelsmenn. Ford gagnrýndurfyrir að láta fíotann aðstoða fíóttafólkið Embættismenn Was- hingtonstjórnarinnar reru að þvi í gær að fá þing- menn til fylgis við tillögur stjórnarinnar um 507 mill- jón dollara f járveitingu til að aðstoða flóttafólk frá Vietnam við að koma undir sig fótunum í Banda- ríkjunum. Þeir töldu sig finna hugarfars- breytingu hjá almenningi, þar sem vaknað hefði meiri samúð i garð flóttafólksins. Jafnhliða þessu hefur Ford for- seti þurft að verja fyrir stjórnar- andstöðunni þá ákvörðun sina að ráöstafa stórfé til þess að aðstoða Vietnama til aö flýja land. — Er búizt við þvi, að hann komi sérstaklega inn á það mál- efni á blaðamannafundi, sem hann hefur boðað til i kvöld. Ford forseti hefur lýst þvi yfir, að hætta hefði verið á þvi, að þessu fólki yrði mein gert, ef það hefði verið um kyrrt eftir valda- töku ráðamanna kommúnista. Hann hefði notað það vald, sem stjórnskráin færir forsetanum i hendur, til þess að nota flotann við að koma þessu fólki undan. Þeyttist burt í sprengingunni Það slys varð I kappakstri, sem háður var I Aiabama I gær, að Bandy Owens, mágur kappakst- ursgarpsins Richard Petty, þeytt- ist yfir næstu áhorfendur, þegar sprenging varð I vatnsþrýstigeymi. Flaug hann átta metra. Owens ætiaði að kæla hjólbarða kappakstursblls mágs slns, þegar geymirinn sprakk með þessum af- leiðingum. Meiddist Owens nokkuð og fékk Petty sig ekki til að halda áfram keppninni. VILJA EKKI SKILA AFTUR SVÆÐUNUM „Það er naumast sá israeli til, sem mundi gangast inn á að skila aftur öllum vesturbakka árinnar Jórdan, sem tekinn var i stríðinu I967,"sagði Simon Peres, varnarmálaráð- herra israels, i ræðu i gær- kvöldi. Þessi yfirlýsing israelska varn- armálaráðherrans kemur i kjöl- far frétta um, að Hussein Jórdaniukonungur segir, að Arabarikin bjóðist til að viður- kenna tsraelsriki, ef það skili aft- ur öllum hernumdu svæðunum. „tsrael getur ekki snúið aftur til þess, þegar það hafði einungis örmjóa strandlengju, sem stöðugt lá undir opnum byssukjöftum og eldflaugum, þannig að sérhver flugvél, sem tæki sig á loft i tsra- el, væri komin upp á náð og misk- unn þeirra, sem stýrðu þessum vopnum,” sagði Peres ráðherra. Þegar Hussein konungur frétti þessi ummæli, visaði hann á bug hugmyndinnium, að ísrael þyrfti landamæri, sem tryggðu þeim ör- yggi. Kvað hann slika hugmynd úrelta nú á timum kjarnorku- vopna og langdrægra eldflauga. Flóttaaögeröir Bandarfkjamanna til aðstoöar fólki I S-Vietnam hafa kostað óhemjufé. Þessi mynd var tekin af einni herþyrlunni, sem fleygja varö fyrir borð til að rýma fyrir öðrum, þegar fólkinu var flogiö frá Saigon út á herskip USA.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.