Vísir - 10.05.1975, Qupperneq 7
Vlsir. Laugardagur 10. mai 1975.
IIMIM
IM
Umsjón:
Edda
Andrésdóttir
Staðreynd
dagsins
Þegar börn leika sér.
— vilja þau helzt vera nærri
heimiium sinum. Á forskóla-
aldri fara þau ógjarnan lengra
en nokkur hundruð metra I
burtu frá húsinu, sem þau búa
I. Jafnvel 10-11 ára krakkar
vilja leika sér nærri heimilinu.
vilja þau gjarnan vera á
hreyfingu. Leikurinn er þeirra
líf. Þar hljóta þau reynslu,
sýna frumkvæði, læra og
þroskast. Þegar leikur getur
farið fram á eðlilegan hátt, er
barnið næstum þvi á stöðugri
hreyfingu.
— nota þau Imyndunaraflið I
stórum stll. Gatan er fátæk-
legt leiksvæði. Engir steinar
eða kubbar, hvorki tré né
sandhrúgur eða jörð — ekkert
til að byggja með eða móta.
— vilja þau vera I friði. Þau
einbeita sér að vinnu sinni,
heimi leiksins. Þeim liður bezt
I birtu, fersku iofti og nægu
rými.
Gleymib okkur
einu sinni -
og þiö gleymib
því aldrei í
Rakarar keppa
í fyrsta sinn
— stórt Islandsmót
hjá fagfólki
fyrirhugað
Það er stór dagur framundan
hjá þvl fólki sem hefur það að
atvinnu að klippa og snyrta hár
okkar. 25. mal verður nefnilega
islandsmót, sem Samband hár-
greiðsiu- og hárskerameistara
sér um. Þar keppa I fyrsta skipti
islenzkir hárskerar, en hár-
greiðsiumeistarar hafa keppt
áður.
Þeir sem lenda I fyrsta og
öðru sæti hverrar keppnisgrein-
ar verða svo sendir á Norður-
landameistaramótið i ósló sem
haldið verður i nóvember næsta
haust.
Og ekki virðist annað en is-
lenzkir fagmenn séu vel gjald-
gengir á slíka keppni. Að
minnsta kosti sagði Káre
Nilsen, norskur meistari sem
var hér staddur fyrir skömmu,
að hann væri mjög hrifinn af
vinnunni hér.
Káre hefur komið hingað
nokkrum sinnum og haldið
námskeið, og það var einmitt
erindi hans hér siðast. Káre hef-
ur orðið Norðurlandameistari,
og hann varð númer fjögur I sið-
ustu heimsmeistarakeppni.
Hann hefur verið ráðinn dómari
I næstu heimsmeistarakeppni
sem fer fram I New York á
næsta ári. Það er þvi enginn við-
vaningur sem sagt hefur is-
lenzku fagmönnunum til.
Meðfylgjandi myndir eru frá
eins konar sýningu, sem Káre
hélt um siðustu helgi, og sýna
greiöslur hans og svo nokkurra
sem sóttu námskeiðið hjá hon-
um.
Á námskeiðinu lagði Káre
m.a. rika áherzlu á það að sam-
band rakarans og viðskiptavin-
arins skipti miklu máli. Þeir
verða að ræða það áður en
klipping hefst, hvernig á að
klippa, svo enginn misskilning-
ur eigi sér stað.
Annars virðast karlmenn
leggja á það rikari áherzlu nú að
láta snyrta hár sitt.Hið mikla
siða hár, sem áður var vinsælt,
er nú mjög á undanhaldi, kraga-
Hér er Káre við vinnu
slna, en hann er mjög
hrifinn af vinnu Is-
lenzkra hárskera. Ljós-
myndir: Garðar
Scheving.
Þessi hárgreiðsla er mjög vinsæl hjá tslendingum núna. Þetta er
eitt af þvl sem sýnt var á sýningu meistarans Káre Nilsen um slð-
ustu helgi.
sidd virðist algengust, enda fer
hún betur og er miklu þægilegri
að halda við. Hárið er oftast
stutt efst á höfðinu, en er svo
haft aðeins síðara. Þegar hárið
er haft stutt efst, gefur það
meiri lyftingu.
Hárskerar hafa verið heppnir
með að fá erlenda meistara
hingað sfðari ár. Alveg frá þvi
1967 hafa slikir komið hingað til
lands einu sinni eða jafnvel
tvisvar á ári. Þeir eiga oft leið
hér yfir og þá er hægt að fá þá til
þess að staldra við.
— EA
Þetta er eitt af svoköll-
uðum keppnisverkum,
sem Hklega má sjá á
komandi islandsmóti.
Stjórnendur gaffallyftara
og veghefla
Frá 1. júli 1975 verða allir sem stjórna
gaffallyfturum og vegheflum að hafa rétt-
indi samkvæmt reglugerð nr. 121/1967 um
réttindi til vinnu og meðferðar á vinnuvél-
um.
öryggiseftirlit rikisins gefur út og veitir
ofangreind réttindi skv. 4. gr. þessarar
reglugerðar.
Öryggismálastjóri
Hús til niðurrifs
Kauptilboð óskast I gamalt vöruhús ca 340 ferm I þvl á-
standi sem þaö er, að Ingólfsstræti 5, Reykjavík.
Húsið verður til sýnis mánudag 12. og þriöjudag 13. mal
n.k. kl. 2—4 e.h. og verða tilboðseyöublöð afhent á staðn-
um.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri miövikudaginn 14.
mai 1975, kl. 11:00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
Lyfjatœknaskóli íslands
auglýsir inntöku nema til þriggja ára
náms við skólann.
Inntökuskilyrði er gagnfræðapróf eða
hliðstæð próf.
Umsóknir um skólavist skal senda skóla-
stjóra Lyfjatæknaskóla íslands, Hamra-
hlið 17, fyrir 30. júni 1975.
Umsókninni skal fylgja:
1. Staðfest afrit af prófskirteini
2. Almennt læknisvottorð
3. Vottorð samkv. 36. gr. lyfsölulaga
(berklaskoðun)
4. Sakavottorð
5. Meðmæli (vinnuveitanda og/eða skóla-
stjóra)
Skólastjórn er heimilt að stytta námstima
væntanlegra nema, sem þegar hafa lokið
verknámi i lyfjabúð eða lyf jagerð og nám-
skeiði fyrir starfsfólk i lyfjabúðum. Próf
og löggilding slikra nema verður i siðasta
sinn árið 1976.
Þeir aðilar, sem ætla að notfæra sér þetta,
geta leitað til skólastjóra skólans, sem
veitir frekari upplýsingar.
25. april 1975
Skólastjóri.
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844