Vísir - 10.05.1975, Page 20
VISIR
Laugardagur 10. mai 1975.
Fjar-
skipti
vantar
milli Al-
manna-
vamaog
spítala
— segir Guðjón Petersen
„Allir aöilar hafa nú skilað
skýrslum sinum,” sagði Guðjón
Petcrsen, framkvæmdastjóri Al-
mannavarna ríkisins, er Visir
innti hann eftir niðurstöðu af
æfingu þeirri, sem Almannavarn-
ir héldu fyrir hálfum mánuði.
,,Nú er unnið að þvi að raða þeim
saman og gera úr þeim aimennan
útdrátt.
Skýrslurnai ern anzi yfirgrips-
miklar og þar kemur margt fram,
sem ekki á erindi fyrir al-
menningssjónir, svo sem innra
skipulag ýmissa stofnana og ann-
að þvi likt. En það sem mér er
efst i huga úr þessum niður-
stööum er það, hve bagalegt er að
hafa ekki örugg og fljótvirk fjar-
skipti milli Almannavarna og
sjúkrahúsanna, og sjúkrahús-
anna innbyrðis. Af þvi meðal ann-
ars stafaði það, sem áður hefur
komib f.am, að Landakotsspitali
var stórlega afskiptur i þessari
æfingu.
í skýrslu læknanemanna kemur
fram meðal annars, að greiningin
tók óeðlilega skamman tima, og
það sama kemur raunar lika
fram i skýrslu greiningarlækn-
anna sjálfra. bá telja læknanem-
ar, að misráðið hafi verið að
breiða teppi yfir sjúklingana áður
en þeir höfðu verið greindir. bað
leiðir til þess, að ekki sést jafnvel
I snöggri yfirsýn, hvers eðlis
meiðslin eru. bá gagnrýna
nemarnir lika meðferð nokkurra
sjúklinganna.
Nú höfum við mikinn hug á að
halda svona æfingu úti á landi,
svo sein á Akureyri og ísafirði.
bær verða kannski ekki alveg
eins f jölmennar en eins fjölmenn-
ar og ástæða er til að ætla að geti
borið að höndum á þessum
stöðum,” sagði Guðjón Petersen.
— SHH
Fékk loftriffil-
kúlu í lœrið
í»rir ungir drengir,
sem fóru að leika sér i
gömlu steypustöðinni
fyrir ofan Breiðholt i
gær, urðu þar fyrir
skothrið fjögurra dálit-
ið eldri drengja, sem
voru þar fyrir með loft-
riffil. Einn drengjanna
fékk skot i lærið og
hlaut mar af.
„Við fórum upp i steypustöð
með hamar og nagla og ætluð-
um að smiða svolitið, þvi þar er
nóg af spýtum,” sögðu bræðurn-
ir Kri stinn Geir Briem, 9 ára, og
Jón Briem, 8 ára, er Visir hitti
þá heima hjá sér i gær. Með
þeim var félagi þeirra, 11 ára.
„begar við komum upp eftir,
voru þar fjórir 12 ára strákar
með loftriffil, og fljótlega fóru
þeir að skjóta á okkur til skiptis,
nema einn, sem ekki skaut
neitt.”
Skytturnar virðast einkum
hafa miðað á fætur drengjanna,
þvl skotin lentu yfirleitt i stig-
vélum þeirra, nema hvað
Kristinn Geir fékk eitt skot i
lærið, sem fyrr segir.
„Við héldum fyrst dálítið
áfram að smiða, en fórum svo
að leika okkur i hól sem er
þarna ekkilangt frá. En svo fór
ég heim, af þvi mér var svolítið
illt f fætinum,” sagði Kristinn
Geir.
betta var um fimmleytið i
fyrradag, en er kom fram á
kvöldið fór móðir hans með
hann á slysavarðstofuna, þar
sem búið var um marið á fætin-
um. En Kristinn var mótfallinn
þvi, að haft yrði samband við
lögreglu, þar sem hann óttaðist
hefndaraðgerðir stóru strák-
anna. bað var þó gert, og hægt
var að benda á einn úr hópi
skyttanna, sem félagi þeirra
bræðra þekkti.
Ekki lagði Kristinn Geir i það
að fara i skólann i gær. „Ég var
hræddur um að stóru strákarnir
myndu lemja mig,” sagði hann.
Aöspurður sagðist hann kannski
myndu herða sig upp og fara i
skólann eftir helgina.
Svo virðist sem loftrifflar séu
þó nokkuð algengir i höndum
óvita af þessu tagi, og ætti ekki
að þurfa að skýra fyrir neinum,
hvorki börnum né foreldrum
þeirra hve hættuleg verkfæri
þetta eru, sé þeim beint að lif-
verum. Rifflarnir eru furðu
kraftmiklir, eins og meðal ann-
ars sannaðist þegar skotið var á
strætisvagn i Breiðholtinu i vet-
ur.
bað virðist einnig fara i vöxt i
Reykjavlk að stærri krakkar fái
óáreittir tækifæri til að kúga sér
minni börn á margvislegan
ruddalegan hátt.
— SHH
Kristinn Geir Briem sýnir
okkur, hvar skotið kom i
hann. Bróðir hans, Jdn,
fékk skot istigvélið. Ljósm.
Bj. Bj.
Koma íþróttirnar í veg fyrír
enn eitt hvítasunnuhneykslið?
„Þaö liggur í augum
uppi, að ástæðan fyrir
þessari samþykkt á sam-
bandsráðsfundinum hjá
okkur um helgina, er til að
stuðla að betra
skemmtanahaldi en verið
hefur til þessa um hvíta-
sunnuna."
betta sagði Sigurður Magnús-
son skrifstofustjóri ÍSÍ, um til-
mæli Iþróttasambands Islands til
iþrótta- og ungmennafélaga og
héraðssambanda um allt land, að
þau efni til sem fjölþættastrar
iþróttastarfsemi um hvitasunnu-
helgina 18. og 19. mai nk.
„Við viljum með þessu stuðla
að þvi, að sem flestir unglingar á
landinu hafi úr einhverju að velja
um þessa helgi. Við vonum að
KONUR SÆKJA í
HÁSETASTÖRFIN
„Við erum að minnsta kosti
þrjár i viðbót, sem höfum starf-
að sem hásetar á bátum I bor-
lákshöfn,” sagði ung húsmóðir
úr Reykjavlk, scm undanfarna
tvo mánuði hcfur róið með bor-
lákshafnarbát. betta sagði hún i
tilefni af grcininni á Inn-siðu i
gær um „Landkrabba I róðri i 7
vindstigum”.
„Mér finnst þetta ágxtis
starf. Strákarnir um borð hlifa
okkur kannski cinum um of.
Puðið er annars snöggtum
minna en tii dæmis i frystihúsi,
og iaunin geta orðið bærileg,
þcgar fiskast. A minuin bát
vcrður það varla nema kaup-
tryggingin. 67 þúsund á mánuði,
sem við höfum i þetta skipti,”
sagði þessi vaska sjókona.
— IBP —
sem flest félög geti orðið við þess- þessa helgi, sem oft hefur verið
um tilmælum ISI og komi á ein- heldur dökk, þótt ekki sé tekið
hvers konar Iþróttastarfsemi um sterkara til orða.” — klp —
Skuttogarakaupin:
Nú er það Hrísey
— Eyjaskeggjar hafa
orðið að sœkja
fisk til Akureyrar
í Hrisey búa um 300
manns, og þeir eru að
hugsa um skuttogara-
kaup.
Björgvin Jónsson oddviti og
hreppstjóri i Hrisey tjáði VIsi i
gær, að hreppurinn og kaup-
félagið væru að athuga mögu-
leika á kaupum á skuttogara frá
Frakklandi. betta væri notað
skip af minnstu gerð skuttog-
ara. Hann sagði, að „kerfið”
væri þungt i vöfum og ekki útséð
um hvort af kaupunum yrði.
Hriseyingar beittu athyglis-
verðri aðferð i vetur til að halda
uppi atvinnu á staðnum. Flóa-
báturinn Drangur fór til Akur-
eyrar og sótti fisk til vinnslu i
Hrisey. betta var fiskur, sem
ljtgerðarfélag Akureyringa var
aflögufært um. Alls voru flutt 2-
300 tonn með þessum hætti,
„sem bjargaði þvi litla, sem
hægt var að bjarga” um atvinnu
I eynni, sagði oddviti. Báturinn
fórmeð kassa, sem tóku 700 kiló
og voru fylltir á Akureyri. Samt
varð atvinnuleysi hjá kvenfólki
á eynni, sagði oddviti. Fiskiri
varðlitið. Nú eru : smábátarnir
þar á grásleppuveiðum, sem
skapar töluverð verðmæti en
litla atvinnu á staðnum. — HH
BEINT í SUÐURLANDA-
SÓL FRÁ AKUREYRI
bað var uppi fótur og fit á
Akureyriá miðvikudaginn, þegar
önnur Boeing 720 þota Air Viking
hafði þar viðdvöl i fyrsta sinn.
Var þa r um nokkurs konar
reynsiuferð að ræða, þvi Akur-
eyrarfiugvöllur er varavöllur vél-
arinnar á islandi.
Tókst lendingin i alla staði
mjög vel, og notaði Arngrimur
Jóhannsson flugstjóri aöeins um
helming brautarinnar.
A fimmtudag var vélin svo til
sýnis almenningi á Akureyri, og
alls munu hafa komið á þriðja
þúsund manns til að skoða þessa
stærstu þotu, sem lent hefur á
Akureyri.
bað má auk þess geta þess, að
ferðaskrifstofan Sunna hyggst
leggja upp I sólarlandaferöir
beint frá Akureyri i sumar.
Flugstjóri i þessari ferð var
eins og fyrr sagði Arngrimur Jó-
hannsson og flugmaður Gunnar
borvaldsson, báðir fæddir og
uppaldir Akureyringar.
—JBP—