Vísir


Vísir - 22.05.1975, Qupperneq 1

Vísir - 22.05.1975, Qupperneq 1
65. árg. — Fimmtudagur 22. mal 1975 — 112.tbl. Útboð: MUNURINN NAM 19.3 MILLJÓNUM — baksíða Launþegarnir vilja frjálsa verzlun, leiðtogar þeirra ekki — baksíða Atvinnuleysis skriða þegar prófunum lýkur — baksíða Slagur vegna hitaveitufram- kvœmda við Akranes: Lokaði veginum þrátt fyrir lögbann sýslumanns Bóndinn I Vestri-Leirárgöröum og lögfræðingur hans lokuðu veg- inum um landareignina á þriðju- dagskvöldið. 1 gær kom sýslu- maðurinn I Borgarnesi, Asgeir Pétursson, og setti lögbann á lok- unina, og fól bóndanum að opna veginn fyrir umferð á ný. Lög- fræðingur bóndans, Jón Oddsson, ók þá úr Reykjavfk og lokaði veg- inum aftur I gærkvöldi og tók Iyk- ilinn með sér I bæinn. Deilur þessar eru sprottnar af hitaveituborunum Akranesbæjar I landi Leirár. Þungavinnutæki á leið á borstaðinn hafa hingað til ekið um land Leirárgarða og valdið bóndanum þar óþægindum og nokkrum spjöllum á landi og eignum. Bóndinn setti þá fram kröfur um lirbætur og skaðabætur, er námu 812 þúsundum eins og skýrt var frá í Visi i siðustu viku. Samningafundir milli lögfræðings bóndans og Akranesbæjar fóru út um þúfur á þriðjudaginn, og þvl greip bóndinn til þess ráðs að loka veginum fyrir allri umferð. Aður en til lokunarinnar kom, hafði Akranesbæ tekizt að koma nokkru magni af oliu og öðrum föngum á borstaðinn. Sýslumað- urinn kom svo i gærdag á staðinn og lét opna veginn fyrir umferð. Setti hann lögbann á lokun vegar- ins, þar eð hann væri sýsluvegur. Lögfræðingur bóndans hélt þá á staðinn og læsti hliðinu á veginum á ný. „Við erum þar með að brjóta lögbannið, sem sett var á lokun vegarins, en við tökum afleiðing- um þess og munum greiða sektir, ef til þeirra kemur”, sagði Jón Oddsson lögfræðingur i morgun. Deilurnar standa um það, hvort umræddur vegur um land Leirár- garða sé sýsluvegur. Vegurinn var upphaflega byggður af bænd- um, en með tilkomu sundlaugar á Leirá jókst umferð um hann, og var hann fyrir nokkru gerður að sýsluveg. Lögfræðingur bóndans telur, að bóndanum hafi aldrei verið tilkynnt um þessa breyt- ingu. Asgeir Pétursson sýslumaður sagði, að rétt væri að hann hefði sett lögbann á lokun vegarins i gær. Hins vegar væri honum ekki kunnugt um, að það lögbann hafi verið brotið. „Vegur þessi er sýsluvegur og þvi óheimilt að loka hohum. Og jafnvel þótt um einkaveg hafi verið að ræða, væri slík lokun óheimil samkvæmt orkulögum, sem kveða áum,aðóheimiltsé að hindra framkvæmdir við jarðbor- anir með aðgerðum sem þess- um”, sagði Ásgeir. „í mlnum augum er hér ekkert stórmál á ferðinni. Það er ljóst, að óheimilt er að hefta umferð um veginn, og Akranesbær hefur lýst þvl yfir, að hann muni bæta bónd- anum tjón, sem yrði vegna um- ferðar að borsvæðinu”, sagði As- geir. Er Visir hafði samband við bæjarstjórann á Akranesi, vildi hann taka fram, að rætt hefði ver- ið við bóndann, áður en fram- kvæmdir hófust og hann sam- þykkt endurbætur og afnot af veginum svo og malartöku i landi sínu. „Við höfum alltaf verið reiðu- búnir til að greiða það tjón, sem bóndinn kynni að verða 'fyrir að mati óvilhallra matsmanna, svo ég tel, að hér sé verið að gera úlf- alda úr mýflugu”, sagði bæjar- stjórinn. Að sögn Njáls Markússonar bónda var vegurinn enn lokaður nú klukkan 11, er blaðið hafði samband við hann, og hefðu yfir- völd enn ekki haft við hann sam- band út af þeirri lokun. -JB 4 1 | mmfMjjr;jg®m n ! .Uj y ft. ! Tgfl 1 íirjfó Verðum bara að taka á honum stóra okkar ... „Mr. Pokerface" — heimsmeistarinn í póker — bls. 5 Hitinn I gær og eins og hann ætiar að verða I dag aftur, gefur sannariega tilefni til þess að fólkið þarna á myndinni sé Iétt- klæddara en það er. En það eru ekki allir jafnsnöggir og veðráttan okkar. Annars er mönnum óhætt að vera léttklæddir i dag. Veður- stofan spáir hlýju, björtu veðri alls staðar á iandinu, en svalt verður hins vegar I nótt. Þeir, sem enn eru ekki komnir i sumarfrl, verða þvi ábyggilega að taka á honum stóra sinum til þess að geta setið kyrrir inni við. —EA/ljósm. Bj.Bj. 54 ára kona í Rallýl — meðal keppenda verða Ómar Ragnarsson og Alli Rúts 0 Ein kvenökumaður verður með i Rallý-keppninni sem fram fer á laugardaginn. Heitir hún Guðrún Runólfsson og er 54 ára eftir þvl sem við komumst næst. Hún hefur kvenmann sér til að- stoðar, Ingibjörgu Jónsdóttur. Guðrún kemur til með að aka Toyota ’73, og verður önnur af stað. Dregið var um röðina hjá borgarfógeta I gær, og verður það Citroen GS ’74 sem „start- ar”. Meðal keppcnda eru vel þekktir tslendingar, þar sem eru ómar Ragnarsson frétta- maður með meiru og Alli Rúts skemmtikraftur. ómar er nr. 29 i röðinni, en Alli Rúts númer 30. —EA Dregið var um röðina i Rallýið i gær, en keppnin fer fram á lang- ardaginn. Dregið var hjá borg- arfógeta og sjáum við hann hér með Sveini Oddgeirssyni fram- kvæmdastjóra FÍB. Ljósm: Jim.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.