Tíminn - 21.08.1966, Síða 7

Tíminn - 21.08.1966, Síða 7
Á hrauninu vestan Bjarnarflags við Mývatn rísa stór stáigrjndahús, Virmstuhús Kísillðjunnar, sem er að komast þar á fót Skrffstofu- og starfs- mannahús er þegar risíð, lág og hvlt bygging tjl hægri á myndinni. Skrifað var undir lokasamninga um sfofnun félaganna um síðustu helgi. Mttin og málofni SI3Bf?fBB!5iÆr0R 21. ágúst 1986 Heyiarýrt sumar Svo er ná áiiStð sumars, að séð er, hversu heyjast, og má fullyrða, að heyfengtir verðwr með minna mótl. Norðaniands hafa óþurrkar rýrt og skemmt fenginn, og kal bætzt ofa-n á sums staðar. Á Suðurlaiidi og í Borgarfirði er taðan með minna móti, þótt vel hafi nýtzt, og há- arspretta lítil sem engm um aílt land. Fyrningar voru að mestu upp gefnar s. 1. vor eftir harðan vetur. A’Ilt bendir til, að bænd- ur muni víða fækka á fóðrum, og þá að líkindum fremur skerða í fjösi en fjárhási. Mjölkurframleiðslan er þegar farin að minnka og smjörfjalEð lækkar. Vel gæti svo fari5, að ár- ferðið og hinar sérstöku ráðstaf anir, sem gerðar bafa verið til þess að mirnika mjói-kurfram- leiðsiu, verði til þess, að mjötk •og mjólkurvörur verði í naum- ara lagi, þegar ISur á vetur, Mundi það varla verða Iðttbær- ara en offramleiðsla. Á f jalli gengur nú fleira sauð fé en nokkrn sinm fyrr á land- inu, og þótt bændur haffist frem ur t'il sauðfjárræktar er augijóst að siátrun verður með lang- mesta móti í haust. Markaöur erlendis fyrir dílkakjöt er ekki sérlega álitlegur núna, og er verst til þess að vita, að Amer- fkumarkaður skuli vera með ölla lokaður. Einn á 15 áratn Við ræðum oft um þá hættu, sem okkur stafar af því, að langmenntaðir sérfræðingar okkar í ýmsum greinum koma ekki heim til starfa að námi loknu, heldur ílendast með öðr- um þjóðum. Ástæðan er talin bæði launakjör og starfsskilyrði. Skýrt dæmi um þetta kom fram í fregnum blaða í vikunni sem leið, þegar það var upplýst, að aðeins einn sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum hefði setzt að til starfa hér heima s.l. 15 ár. Á þessu skeiði hafa orðið stórstígar framfarir í greininni bæði læknisfræðilegar og tækni legar. Allmargir ísl. hafa þó lokið þessu sérnámi, en þeir starfa erlendis, og má td. nefna að í Sviþjóð einni starfa sex þessara ungu, íslenzku sérfræð inga, eða jafnmargir og hér á landi. í þessu efni er líklega fyrst og fremst um að kenna því, að hér er ekki starfsaðstaða fyrir þessa ungu sérfræðinga, engin fullkomin sjúkrahúsdeild í grein inni. Virðist ekki hafa verið fyr- irhyggja um það af íslenzkri heilhrigðisstjórn að ætla slíkri deild rúm í þeim stóru sjúkra- húsum, sem verið er að byggja, og má kynlegt kalla. Hér er um mikilvægara mál að ræða, en í fljótu bragði mætti virðast, og þetta er eitt dæmi um það, hvernig okkur hættir til að drag ast aftur úr þeirri öru þróun, sem á sér stað í vísindum í lönd- unum hið næsta okkur. íhaldsglundroðinn í ateleymiiigi. Vísitalan heldur áfram að hækka jafnt og þétt og bætir við sig nýjum stigum í hverj- um mánuði. Dýrtíðin þjáir al- menning og leggur á menn æ lengri vinnudag samfara alger- urn glundroða á vinnumarkaði og æ meira kapphlaupi verð- bólgugróðamanna og nytsamra framkvæmda og framleiðslu um fjármagn og vinnuafl. Samning- ar, sem gerðir voru í vor til þriggja mánaða, renna brátt út, og enginn grundvöllur fundinn til nýrra samninga. íhaldsglund- roðinn, þar sem hremsimenn berjast um fenginn eins og villi- menn í skógi stjórnar ferðinni. En stjórnin situr og horfir á án þess að reyna að stjórna. Áætlanir og skipulag Á stríðsárunum og alllengi eftir stríð giltu höft og skömmt- un í flestum nálægum löndum af illri nauðsyn. íslendirigar fóru ekki varhluta af þeirri stjórn, sem Sjálfstæðisflokkurinn átti meginþátt í að móta og fram- kvæma. Fólk undi slíku að von- um illa og vænti betri tíða. Flest ar ríkisstjórnir reyndu að létta höftunum af smátt og smátt, og sama leiðin var farin hér á landi. Á miðjum sjötta áratugn- um hafði allvel miðað í þá átt. í nágrannalöndunum var þess gætt að láta skipulag og frjálsa áætlunargerð í efnahagsmálum og fjárfestingu taka við af höft- unum og koma þannig á skyn- samlegri hagstjórn í samvinnu ríkis, félaga og einstaklinga og stjórna þannig framvindunni með þjóðarhag fyrir augum. Svo hefur farið fram 1 þessum lönd- um allt til þessa, og þar hefur tekizt að hafa hemil á verðbólgu. Önnur saga á Mandi. En á sjö síðustu árum hefur því miður gerzt önnur saga á lslandi. í stað þess að hér réði frjálslynd umbótastjórn, komst barðsvíruð íhaldsstjórn til valda og hugðist láta gömul og íirelt ihaldssjónarmið og blinda sam- keppni ráða eftir sömu lögmál- um og gilda meðal rándýra í skógi, en varpaði fyrir róða þeirri stefnu, sem farin hafði verið um sinn út úr höftum eft- irstríðsáranna. Síðan hefur efna- hagsþróunin orðið allt önnur á íslandi en í nágrannalöndum. Verðbólgan hefur leikið lausum hala. Verðbólgugróðamenn ham ast við að skara eld að sinni köku, og ríkisstjórnin hugsar um hag þeirra. Hún herðir að framleiðslunni með lánakreppu og vaxtaokri og dregur úr brýn- um opinberum framkvæmdum og vill ekki skilja, að hér eiga ekki við gömul íhaldsráð, sem nokkurt hald hefur verið í gegn verðbólgu í langþróuðum iðnað- arlöndum. Þjóðin hefur orðið að búa við gamla haftakerfið í nýrri mynd, þar sem ringul- reiðin, öngþveitið og blint kapp- hlaup skammta framkvæmdir og ráða því, hvað gert er, en ekki skynsamleg hagstjórn með þjóð arhag fyrir augum. Öfug tök. Framsóknarmenn hafa alltaf haldið því fram, að þetta væru öfug tök, og að við ættum að fara „hina leiðina" eins og ná- grannalöndin. Eina leiðin út úr öngþveitinu væri hin jákvæða áætlana- og skipulagsstefna, byggð á samvinnu ríkis, bæja, félaga og einstaklinga, þar sem þjóð, er svo margt ætti ógert veldi og hafnaði eftir mikilvægi verkefna, og ætlaði sér í heild hæfilegt viðfangsefni, en kapp- kostaði að örva sem mest fram- leiðslu með ráðstöfunum í pen- ingamálum og þyrði hiklaust að nýta til fulls fjármagn, vélaorku og framkvæmdaafl. Stjórnarsinnar hafa farið ham förum gegn þessari kenningu og lagt ofurkapp á þá blekkingu, að slík leið væri ekki til. Annað hvort væri um að ræða stefnu núverandi stjórnar, gömlu íhaldsstefnuna, eða hafta- stefnuna, og það væri sú stefna, sem Framsóknarmenn vildu i raun og veru. Engir vita betur en þessir menn sjálfir, hverjar blekkingar hér eru hafðar í frammi, en þeir eru að verja fjöregg sitt, þjóð- félagsstefnu íbaldsins. En svo ber það við fyrir nokkr um dögum, að annað aðalmál- gagn Sjálfstæðisflokksins segir í ógætni frá þessari stefnu, og það er engu líkara, en allt í einu sé tekið aö skíma á þessum bæ, þótt líklega sé borin von, að sú skíma nái til prófessors- stóla eða ráðherrahásæta fyrir næstu vordaga. Vísir hefur allt í einu játað, að til sé „skynsam- leg hagstjórn,“ sem ekki hafi höft og skömmtun í för með sér og hafi ekki verið reynd hér að undanförnu, en fullkom- lega tímabært sé að beita hér. Um þetta segir Vísir orðrétt s.l. fimmtudag í forystugrein: „Bæði Bretar og Norðurlanda þjóðirnar hafa tekið upp slíka skipulagningu í fjárfestingarmál um, sem miðar að því að beita vinnuafli og fjármagni á sem hagkvæmastan hátt. Þar er ekki um höft að ræða, heldur skyn- samlega hagstjórn. Sýnist vissu- lega tímahært að beita svipuð- um ráðum hér á landi, svo sam- keppni stórframkvæmdanna á vinnumarkaðnum sprengi ekki enn upp kaupgjald og verðlag í landinu.“ Skipulag sveitanna Þjóðinni fjölgar ört og með vaxandi velmegun vex neyzlan á hvern einstakling. Þörfin fyr- ir búvörur hefur vaxið mjög ört en henni hefur verið svar- að með mikilli framleiðsluaukn- ingu á sama tíma og fækkað hef- ur í bændastétt. Afköst nverrar vinnandi handar i landbúnaði hafa margfaldazt. Neytendur hafa notið góðs af þessari fram- leiðniaukningu í hagstæðu bú- vöruverði. Nú hefur átt sér stað nokkur offramleiðsla á mjólkur afurðum um skeið og m.a. af því stafa erfiðleikar landbúnað- arins nú, en sýnilegt er að þörf- in fyrir búvörur innanlands mun aukast verulega á næstu áratug um. Afar mikilvægt er að sú aukning, sem verður á landbún- aðarframleiðslunni á næstu ára- tugum verði með sem hagfelld- ustum og skipulegustum hætti. Það þarf því að gera heildar- áætianir um skipulag landbún- aðarbyggðanna langt fram í tím- ann og hafa tök á að fylgja þeim áætlnnum fram. Á þessu máli er gripið í þingsályktunar- tillögu, sem Helgi Bergs o. fl. hafa flutt á Alþingi um endur- skoðun laga um jarðakaup rík- isins og skipulag sveitanna. Með- al annars gerir tillagan ráð fyrir því að ríkið kaupi eýðijarðir og jarðir sem ella færu í eyði og svo aðrar jarðir, sem ekki eru nytjaðar með eðlilegum hætti en jafnframt verði aukin skipu- lagning sveitabyggðarinnar. Ein mitt með þessum hætti Iiefði ríkisvaldið tök á því að sjá svo um að fjölgun búanna yrði þar, sem hagkvæmast yrði fyrir hændastéttina og þjóðarheildina að búin yrðu staðsett og veitti um leið til þess nauðsynlega að- stoð. í greinargerð með þessari tillögu segir Helgi Bergs m.a.: „En það er líka æskilegt fyrir ríkið að ná fullum umráðarétti fyrir ónotuðu landi til þess að geta tryggt hagkvæmt skipulag landsins og sem bezta nýtingu þess í framtíðinni. Þess vegna er í 2. tölubí. tillögunnar gert ráð fyrir að efla skipulagsstarf landnámsins. Þar er fyrir hendi mikið verk og vandasamt. Þó að hagkvæm nýting landsins til landbúnaðar sé í þessu samhandi aðalatriðið, er fjölmargt fleira, sem hafa verður í huga. Sífellt þarf meira land til ýmissa ann- arra þarfa þjóðfélagsins, ekki aðeins fyrir iðnað og þétthýlis- myndun heldur þarf einnig sí- vaxandi fjöldi bæjarfólks að hafa skilyrði til heilbrigðrar úti vistar og samskipta við náttúru landsins. Það má ekki verða til- viljunum undirorpið. T. d. mega hlunnindi jarða ekki verða til þess að leggja þær beinlínis í eyði, eins og dæmi eru um“. Ráðstöfun íarðanna „Nú er það ekki keppikefli í sjálfu sér, að ríkið eigi jarðir, en þegar kemur að því að ráð- stafa jörðum, sem ríkið hefur átt, er mikill vandi á höndum. Margir óttast þá hættu, sem fólg in er í því, að kaupandi, ef hún yrði seld, mundi ekki nýta hana með eðlilegum hætti, held- Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.