Vísir - 02.06.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 02.06.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Mánudagur 2. júni 1975 3 ALLSHERJARVERKFALL NALGAST Engar vísitðlubœtur 1. júní Allt situr fast I deilu ASÍ og Vinnuveitenda- sambandsins, og rúm vika til allsherjarverk- falls. Helmingurinn af siðustu viku má segja að hafi farið i þjarkið vegna deilunnar i rikis- verksmiðjunum. Visi- töluhækkun kemur ekki á kaup 1. júni. Samkvæmt lögunum, sem kipptu vlsitölunni úr sambandi. sagöi, að hún skyldi ekki gilda á timabilinu 1. október 1974 til 31. maf 1974 og þangað til aðilar vinnumarkaðarins hefðu samið um annað. Samkomulag um annað fyrirkomulag visitölu- greiðslna á kaup hefur ekki tek- izt, svo sem kunnugt er. Þvi kemur engin visitöluhækkun á laun nú. Samningafundur i deilu ASÍ og vinnuveitenda verður klukk- an tvö I dag. Síðasti fundur var á föstudag og bilið gifurlegt milli aðila. —HH ÞÆR KEPPA TIL ÚRSLITA í DAG Ein sumarstúlknanna okkar I fyrra, Vala Jónsdóttir, fór á dögunum utan til Spánar til að taka þátt i La-Maja hátíðahöld- unum, en þau fara fram til að minnast Goya, hins mikla spánska listmálara. Siðustu dagana hefur Valaog stúlkur viða að úr heiminum átt ann- rikt, og i dag verður La-Maja valin úr hópnum, en hún hlýtur að launum 750 þúsund krónur I peningum, fjölda margar gjafir og upphefð. Myndin af hópnum er tekin fyrir helgina, þegar borgar- stjórinn i Zaragozza tók á móti stúlkunum og hélt þeim veizlu. Var þar mikil kátina og allir leystir út með gjöfum. Batnandi horfur um samninga MENN MÆTTIR TIL VINNU í ÖLLUM VERKSMIÐJUNUM — en meirihlutinn bíður ótekta Sumir starfsmenn i rikis verksmið junum þremur hafa hafið störf, og vonir glæðast um, að samninganefndir nái samkomulagi. Bilið milli samninganefnd- anna hefur minnkað mikið. Fundur stóð til morguns og annar boðaður klukkan eitt. 1 Kisiliðjunni hófu menn dæl- ingu snemma i gær. Dælt er I þrær og er þetta fyrsta stig fram- leiðslunnar. Hætta var á, að framleiðslustöðvun yrði síðar, þótt vinna yrði að öðru leyti hafin, væri ekki dælt, að sögn eins starfsmanns Kisiliðjunnar i morgun. ,,Við erum að vona, að samningar séu að takast,” sagði starfsmaðurinn. „Menn eru að öðru leyti ekki mættir. Þeir doka fram á daginn og sjá, hvort semst.” t Aburðarverksmiðju var áburður afgreiddur og sekkjað sement úr geymslum Sements- verksmiðjunnar. Að öðru leyti voru menn ekki við vinnu á þess- um stöðum. Þar sem vinnustöðv- un er ólögleg i verksmiðjunum þremur, eftir tilkomu bráða- birgðalaganna, geta viðkomandi verkalýðsfélög ekki bannað ein- staklingum að koma til vinnu, svo sem margir þeirra hafa gert nú þegar. Sumir verkamenn töluðu i morgun um, að „þegjandi sam- komuiag” hefði orðið um, að þau störf skyldu unnin, sem hafin eru, en annars beðið samninga. Stjórn Alþýðusambandsins mun hins vegar ókát yfir þessari útkomu og télja, að eining hafi verið rofin með þvi að sumir starfsmanna hafa mætt til vinnu. —HH LEIFUR FRAMLENGIR UM EINN DAG Þrátt fyrir margbrotin peninga- vandræði landsmanna hefur verið mikil aðsókn að glermyndasýn- ingu Leifs Breiðfjörðs I Norræna húsinu og sala mynda verið góð. Þvi ætlar Leifur Breiðfjörð að framlengja sýningu sina um einn dag, þ.e. mánudaginn 2. júni til kl. 10 e.h. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp á sýningunni, að Geirlaug Þorvaldsdóttir, leikkona, flytur ljóðaþátt við undirleik Ásdisar Þorsteinsdóttur, sem leikur á fiðlu (við góðar undirtektir). Veröur Ijóðatónlistin endurtekin i kvöld. —HE ANNIR í EYJUM Annir voru hjá Vestmanna- eyjalögreglunni á laugardags- kvöld og aðfaranótt sunnudagsins vegna þeirra er byrjuðu sjó- mannadagshátiöarhöldin tfman- lega. Allir átta fangaklefar lög- reglunnar voru setnir og var þvi þeim, sem hægt var að tjónka við, ekið beinustu leið heim til sin. Fimm manns varð að flytja til læknis vegna smávegis skurða og áverka. —JB BARÐI BAR- FELAGA SINN Maður, er var að yfirgefa bar- inn á Borginni, var barinn um miðjan dag á laugardag. Maður- inn kærði árásina ásamt veskja- ráni til lögreglunnar og handtók hún næsta dag mann, sem grun- aður var um verknaðinn. Sá sagð- ist ekki muna eftir atburðum laugardagsins. Báðir voru mennirnir nokkuð ölvaðir og aö koma af barnum á Borginni. —JB Benzínafgreiðslumaðurinn hefur nú hlotið samtals 13 vinninga Páll Gislason, strákur, sem afgreiðir benzin á benzinstöð BP við Álfheima, er allt að þvi oröinn daglegur gestur hjá Reykjavikurdeild Rauða kross- ins við öldugötu. Þannig er að Páll hefur heill- azt mjög af smámiðahappdrætti Rauða krossins og ekki til ein- skis, þvi að hann hefur nú sam- tals safnað að sér 13 vinningum á stuttum tima. Vaktin, sem Páll starfar á á benzinstöðinni, hefur samtals selt um 10 þúsund miða i smá- miðahappdrættinu og hefur svo einkennilega viljað til að um 60 vinningar hafa komið upp á þessa miða i heildina. Vinningar i happdrættinu eru i allt 1100 en miðar 400 þúsund og væri þvi rétta hlutfallið um 27 vinningar á þá 10 þúsund miða, sem vaktin hefur selt. Þess ber að gæta, að Páll Gislason hefur varið á milli 20 og 30 þúsundum i miðakaup, en það hefur borgað sig, þvi þær 5 vasatölvur og 8 pennasett, sem Páll hefur unnið, eru meira en 100 þúsund króna virði. Þetta siðasta smámiðahapp- drætti er nú uppselt hjá skrif- stofu happdrættisins, en enn fáanlegt á nokkrum útsölustöð- um. Nýju happdrætti verður hleypt af stokkunum i júli og verða vinningar i þvi mismun- andi, en samtals 1525. —JB Ullarblanda L kr. 3.700,- lOO&ull kr.4.000,- Bolir, rúllukragapeysur, frottébolir með rennilás.Terylenebuxur, flauelsbuxur, indverskar skyrtur, anorakkar. PEVSUDEIUHN Sérverslun, kjallaranum, Miðbæjarmarkaðnum, Aðalstræti 9, sími 10756. Póstsendum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.