Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Vísir - 05.06.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 05.06.1975, Blaðsíða 2
2 Vísir. Fimmtudagur 5. júnl 1975 risnism: Þola launþegar langt verkfall? Lúðvik Jónsson, verkam. hjá Eimskip: Það er dálitið misjafnt. Ég hugsa að fjöldi fólks þoli ekki langt verkfall. Ég vinn t.d. núna aðeins 8 tíma, en mikil vinna hef- ur verið undanfarin ár, þar af leiðandi eru háir skattar, sem þarf að borga. Sigurður Oddsson, fyrrverandi verkam. og sjómaður Sandgerói: Ja, ég er hræddur um ekki. Ég er nú orðinn 73 ára og lifi á ellilaun- um. Þau eru ekki mikil. Erfitt held ég að sé að lifa á verka- mannslaur.um i dag. Ólafur Eliasson, netagerðar- maður: Jú, þeir þola langt verk- fall. Fólk hefur haft það svo gott undanfarin ár. Halldór Guðmundsson, báta- sjómaður: Ég efast um það. Yfir- leitt er fólk svo blankt. Þrándur Baldursson, bátasjó- maður: Alls ekki. Það fer þá allt á hausinn, rikið, heimilin, út- gerðarmennirnir og allir. Mér lizt ekkert á þetta. Tómas Jóhannesson, vigtar- maður: Ég get ekki meint það. Dýrtiðin er búin að vera svo lengi ogallt orðið svo djöfullegt að eng- inn getur verið atvinnulaus i 1-2 daga, hvað þá lengur. ,Styrktarfélag aldroðra'?!! Kona, sem ekki vill láta nafns sins getið, hringdi: „Visir birtir i dag, miðviku- dag, viðtal við Rannveigu Þór- ólfsdóttur, sem er yfirhjúkrun- arkona yfir heimahjúkrun. 1 viðtalinu lýsir Rannveig þvi neyðarástandi, sem rikjandi er, hvað snertir vistun aldraðra á elliheimilum. Og hún segir réttilega, að þörf sé á einhverri stofnun, sem gæti hýst gamal- menni, sem annars væru á einkaheimilum, þó að ekki væri nema til að hvila aðstandendur hinna öldruðu stund og stund. Rannveig nefndi dæmi um manneskju, sem er með gamal- menni i heimili og hefur af þeim sökum ekki komizt i sumarfri nema tvisvar á niu árum. í eitt skiptið i viku, i annað skiptið i tvær vikur. Svona er ástandið mjög viða og þar á meðal á minu heimili. Ég er með tengdamóður mina aldraða á heimilinu og frá henni má helzt ekki vikja lengi i senn. Það er ekki fyrir venjulegt heimili að annast hana lengur, en ekki fær hún inni á sjúkra- húsi eða elliheimili. Það er fyllilega orðið tima- bært að einhverjir, sem eiga við sama vanda að etja og ég, taki sig til og stofni félag, sem gæti með sameiginlegu átaki fjöld- ans leyst vandann. Sjálf treysti ég mér ekki til að vera frum- kvöðullinn að stofnun svona samtaka. Tel mig ekki nógu félagsvana manneskju til þess, en það veit sá sem allt veit, að ég mun ekki liggja á liði minu ef svona félag kemst á laggirnar.” Ragnar hringdi: ,,Ég er að visu kominn vel yfir fertugt, en verð að viðurkenna, að eitt af þvi, sem ég saknaði mest að sjá ekki i sjónvarpinu á siðasta vetri, var sérstakur unglingaþáttur. Þáttur, þar sem ungt fólk kæmi fram og skemmti okkur sjónvarpsáhorf- endum með tali og tónum. Einhvern tima var i sjónvarp- inu þáttur af þessu tagi. Ég man ekki lengur, hvað hann hét, en man að honum var lengi stjórn- að af Stefáni Halldórssyni. Stefán blandaði prýðilega saman skemmtiefni og viðtölum við ungt fólk og myndum úr lifi unga fólksins á vinnustöðum og annars staðar. Þetta voru mjög fróðlegir þættir og til þess falln- ir að brúa hið margumrædda kynslóðabil. Siðan fóru þessir þættir að þróast æ meira út i hreina og klára skemmtiþætti og gengu sér loks til húðar eftir að stjórn- endurna þraut hugmyndir (Þá var Stefán löngu hættur afskipt- um af þessum þáttum). Ég veit, að ég mæli fyrir munn mjög . margra, þegar ég mælist til þess, að sjónvarpið fari á stúfana og leiti að ungum mönnpm eða konum, sem gætu stýrt góðum þætti á næsta vetri, þar sem farin væri sama leið i efnisvali og uppbyggingu þátt- arins og var á meðan Stefán stýrði þættinum. Það er áreiðanlega mikill fjöldi hæfur til slikrar stjórnunar. Dýrt? Var einhver að tala um, að kostnaðurinn þyrfti að standa i veginum fyrir gerð svona þáttar? Þvi er ég ekki sammála. Það er áreiðanlega ekkert dýrara að fá ungt fólk til að mæta i sjónvarpssal til að ræða um daginn og veginn heldurent.d. þessa gamlingja, sem kynntir eru i þættinum „Maður er nefndur”. AÐ GLIMA VIÐ TOMATSOSU G.Ó. skrifar: „Ég vil fá að gera tómatsósu að umræðuefni hér á lesenda- siðunni, en á þeirri sósu hef ég mikið dálæti. Að undanförnu hafa fleiri og fleiri matsölustaðir tekið upp á þeim fjára að bjóða matargest- um sinum tómatsósu i örlitlum pakkningum. Hálfgerðum túp- um er kannski rétta lýsingin. I hverri túpu er tæpast meiri sósa en það, að það mundi rétt nægja með einni pylsu, en þegar mað- ur þarf að nota tómatsósu úr svona túpum með hamborgar- anum sinum, nægja ekki minna en þrjár slikar. Þeir, sem komizt hafa i kynni við þessar tómatsósutúpur eru áreiðanlega allir sammála mér um það, að notkun þeirra fylgi mikill sóðaskapur og mikil leið- indi. Það þarf tæpast að taka það fram, að þessi nýjung er innflutt. Það kostar gjaldeyri, sem betur væri varið til annarra og þarflegri hluta. íslenzka tómatsósan, sem manni hefur hingað til verið boðin á matsölu- stöðunum, er lika miklu betri að minu mati. Ég vil hvetja þá veitinga- menn, sem hafa þessar túpur á boðstólum, að skipta sem allra fyrst yfir i gamla lagið á ný. Og eitt að lokum i þessu sam- bandi: Það að láta viðskipta- vinina borga fyrir tómatsósuna er ósmekkleg nýjung, sem veldur óánægju. Ég hef að visu aðeins orðið var við þessa sölu- mennsku á einum stað. Það var á grillstaðnum Nautinu i Kefla- vik, þar sem fyrrnefndar tómat- sósutúpur voru seldar á hvorki meira né minna en tiu krónur stykkið. Og ég, sem hafði þvert á móti hugsað mér að biðja um afslátt á matnum vegna þess, að ég þurfti að nota þessar ólánlegu túpur!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 124. Tölublað (05.06.1975)
https://timarit.is/issue/239099

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

124. Tölublað (05.06.1975)

Aðgerðir: