Vísir - 05.06.1975, Blaðsíða 13

Vísir - 05.06.1975, Blaðsíða 13
Vísir. Fimmtudagur 5. júnl 1975 13 VIKAN 23. TBL. Dagana 10.—13. júní fagna ís- lendingar tignum gesti, CARLI XVI Gustav Sviakonungi, og Vik- an geröi sér af þvl tilefni litið fyrir og heimsótti konung I höll hans i Svlþjóð. Konungur veitir yfirleitt ekki blaðamönnum einkaviötöl, svo að Vikan telst hafa orðið mikils heiðurs aðnjót- andi. I 23. tölublaði er sagt frá heimsókn Vikunnar I höll Svia- konungs, og frásögninni fylgja margar myndir af konungi. Frásögnin nefnist Liklega hefði ég orðið bóndi, en það svar gaf hans hátign, þegar hann var spurður, hvað hann hefði orðið, ef honum hefði ekki verið ætlað að taka við konungdómi i Sviþjóð. Af öðru efni 23. tölublaðs Vik- unnar má nefna, að kolvetnakúr- inn vinsæli er þar rækilega rifjað- ÚTVARP • 13.00 A frlvaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. ur upp, og nú geta menn stuðzt við ýtarlegar töflur yfir kolvetnainni- hald hinna ýmsu fæðutegunda, einnig er birt tafla yfir æskilega þyngd miðað við hæð, og tillögur fylgja um mataræöi I kúrnum. 14.30 Miðdegissagan: ,,A vigaslóð” eftir James Hilt- on. Axel Thorsteinson les þýðingu slna (13). 15.00 Miðdegistónleikar: Dönsk tónlist. Konunglega hljómsveitin I Kaupmanna- höfn leikur ,,Ossian”-for- leikinn eftir Gade, Johan Hye-Knudsen stjórnar. Tonny Nuppenau syngur lög eftir Pedersen og Heise, Friedrich Gurtler leikur á planó. Konunglega hljóm- sveitin I Kaupmannahöfn og einsöngvararnir Ruth Guld- bæk og Niels Möller flytja Sinfónlu nr. 3 op. 27 eftir Carl Nielsen, Leonard Bemstein stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.40 Litli barnatlminn. Fóstrurnar Finnborg Scheving og Eva Sigur- bjömsdóttir stjórna. 17.00 Tónleikar. 17.30 „Bréfið frá Peking” eft- ir Pearl S. Buck. Málmfrlð- ur Sigurðardóttir les þýð- ingu slna (5). 18.00 Slðdegissöngvar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Leikrit: „Anna Soffla Heiðveig” eftir Kjeld Abell. Aður útvarpað 1957. Þýð- andi: Asgeir Hjartarson. Leikstjóri: Lárus Pálsson. Persónur og leikendur: Frúin, Inga Þórðardóttir. Húsbóndinn, Þorsteinn ö. Stephensen. Jón, sonur þeirra, Baldvin Halldórs- son. Leila, kona hans, Bryn- dís Pétursdóttir. Anna Soffia Heiðveig, Regina Þóröardóttir. Karmach for- stjóri, Ævar Kvaran. Frú Karmach, Katrín Thors. Hoff forstjóri, Haraldur Björnsson. Aðrir leikendur: Guðrún Stephensen, Valdimar Helgason, Nina S veinsdóttir, Sigriður Hagalín, Lárus Pálsson og Kristbjörg Kjeld. 21.05 Landsleikur I knatt- spyrnu: lslendingar-Aust- ur-Þjóöverjar. Jón Ásgeirs- son lýsir slöari hálfleik á Laugardalsvelli 21.50 Erich Kunz og Vlnar- kammerkórinn syngja stúdentalög. Hljómsveit Rlkisóperunnar i Vin leikur með, Franz Letschauer stjórnar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Tyrkjaránið” eftir Jón Helgason. Höfundur les (23). 22.35 Ungir pianósnillingar. Fimmti þáttur: Pascal Rogé. Halldór Haraldsson kynnir. 23. Fréttir I stuttu máli. u □AG | D KVOLD | n DAG | haldið að vera það sama, þvi þá birti ég kafla úr ræðu Geirs Hallgrlmssonar,” sagði Jón Hákon. „Þetta gekk allt að ósk- um, nema kannski helzt á fimmtudagskvöldið. Þá var klukkan alveg að verða sjö er ég loks sendi frá mér fréttirnar. Ég hafði verið að reyna að fá stað- festingu á frétt, sem ég flutti þá.” Jón sagði að yfirleitt hefði hann haft þann háttinn á að senda telexskeyti hingað heim og látið talsambandið hér ná i sig I Brussel i stað þess að biðja Belgana að ná sambandi við Is- land. „Það gekk mun greiðara á þann hátt. Talsambandið á Is- landi virðist vera duglegra en i Belgiu,” sagði Jón Hákon. Jón sagði að starfsdagurinn hefði byrjað hjá sér klukkan níu og staðið án hlés þar til fréttirn- ar höfðu verið sendar heim um kvöldið. „Þá hægðist að vlsu nokkuð um, en samt fóru kvöldin i að eltast við menn, komast að hvert þeir væru að fara og hvað væri að gerast. Þetta byggist I sannleika sagt mikið á þvi að elta uppi slúður og kanna við hvaða sannleika það styðst,” sagði Jón Hákon. „Svona ferðir geta þvi vart kallazt skemmtiferðir en á hinn bóginn er gaman fyrir frétta- mann að vera sjálfur þar sem hlutirnir eru að gerast,” sagði Jón Hákon Magnússon. — JB „Anna Soffía Heiðveig" í útvarpinu kl. 19.35: Skrifað mitt í hörmungum stríðsins „Anna Soffla Heiöveig” heitir leikrit útvarpsins I kvöld. Leikrit þetta, sem er eftir danska leikritaskáldiö Kjell Abell, var áður flutt i útvarpinu i nóvember 1957. „Anna Soffia Heiðveig” er þekktasta verk hins merka höfundar. Kjell Abell er fæddur 1901 og lagði hann stund á lög- fræöi. Hann lauk þvl námi árið 1927 og sneri sér þá strax að rit- störfum sem hann haföi að vlsu fengizt nokkuð viö áöur. Fyrsta leikrit Kjell Abell, sem vakti athygli, var „Melodien blev væk”, sem aldrei hefur veriö flutt hér. Þar næst skrifaöi hann leikinn „Eva slitur barnsskón- um.” Það verk var flutt i út- varpinu veturinn 1968,1 þýðingu Ásgeirs Hjartarsonar. Leikritið „Anna Soffia Heiðveig” er skrifaö á strlðsár- unum, eða nánar tiltekið árið 1939, mitt I hörmungum styrjaldarinnar. Leikurinn gerist á heimili góðborgara I Kaupmannahöfn og I kvenna- skóla úti á landi. Segja má að „Anna Marla Heiðveig” fjalli um hina eillfu spurningú mannsins um það, hvort hann hafi rétt til að deyöa ef hann er I varnarstöðu, sem hann hefur komizt i gagnvart öflum ofbeldisins. Leikurinn er ekki aðeins mál- flutningur skálds á ofrlkisöld heldur hefur hann almennt og ótímabundið gildi. Flutningur , „Onnu Soffíu Heiðveigar” hefst klukkan 19.35. Þýðingin er eftir Asgeir Hjartarson og leikstjóri verksins var Lárus Pálsson. Regina Þóröardóttir lék titilhlutverkið, hlutverk önnu Soffiu, en auk Reginu koma fram meðal annars Inga Þórðardóttir, Þorsteinn O. Stephensen, Haraldur Björns- son, Ævar Kvaran, Kristbjörg Kjeld, Baldvin Halldórsson og Bryndís Pétursdóttir. Næsta fimmtudag flytur leiklistardeild útvarpsins svo nýtt verk eftir Odd Björnsson, er nefnist „Slys”. -JB. í ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ $ ★ $ ★ ★ I ★ ★ I ★ t ★ I ★ 1 ★ I ★ ★ ★ ★ 1 ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ i ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ i I Spáin gildir fyrir föstudaginn 6. júni. Hrúturinn, 21. marz — 20. apríl. Þetta verður góöur og skemmtilegur dagur, og ástamálin ganga vel fyrir sig. Þér hættir til að vera kæru- laus meö dýrmæta hluti. Nautið,21. april — 21. mal. Þú kemst að mörgu I dag sem þú hefur ekki vitað áður, notfærðu þér þekkingu þina til góðs. Gættu hófs I mat og drykk, passaöu linurnar. Tviburarnir, 22. maí — 21. júni. Þú veröur að hafa meiri sjálfsaga ef þú ætlar aö ná lengra I llfinu. Gömul saga endurtekur sig þó I breyttu útliti. -n w uk Krabbinn,22. júnl — 23. júll. Einbeittu þér aö þvl að ná settu marki og láttu athygli þina ekki bein- ý ast annað. Heimsæktu vin þinn, sem þú hefur ekki séð lengi. Ljónið,24. júll — 23. ágúst. Blandaðu ekki saman skemmtun og vinnu. Framundan er annasamur timi og þú munt verða á ferð og flugi og hitta margt fólk. Meyjan,24. ágúst — 23. sept. Þú færö einhverjar fréttir sem að nokkru leyti eru ekki góðar. Þér hættir til að sýna ábyrgðarleysi, sem gæti haft áhrif á allt þitt lif. Vogin,24. sept. — 23. okt. Ræddu fjármálin við maka þinn eða félaga, og reynið að komast að einhverju samkomulagi. Látið nauðsynlega hluti ganga fyrir. Drekinn,24. okt. — 22. nóv. Taktu eftir hvernig aðrir gera hlutina og taktu ekki frumkvæðiö sjálf (ur). Vertu opnari fyrir nýjungum á sviði starfs þins. Bogmaðurinn, 23. nóv. — 21. des. Þú hefur góöa stjórn á málunum I dag. Þú ert óvenju nákvæm- (ur) og kemur þaö I góðar þarfir. Hvildu þig i kvöld. Steingeitin,22. des. — 20. jan. Sköpunargáfa þln á sér engin takmörk I dag. Hugsaðu vel áður en þú framkvæmir hlutina. Þú gerir kostakaup. Vatnsberinn, 21. jan. — 19. feb. Taktu hlutina eins og þeir koma fyrir, þetta er ekki dagurinn til að breyta neinu. Fegraðu umhverfi þitt og vertu sparsamur (söm). Fiskarnir, 20. feb. —20. marz. Samskipti þln við ættingja eflast og munu, þegar fram llða stund- ir, verða þér mjög ánægjuleg. Það verða ein- hverjar breytingar á högum þinum I dag. I ¥ i í ★ ★ ★ ★ ★ ★ V * ■¥• •¥• * i ¥ ¥ ¥ ¥ i ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ i ¥ ¥ } ¥- **4-*)f)f)f)f)f)f4-)f)f4-)f4-4-)f)f)f)f4-4-4-)f)f>f)f4-4-4-4-4->f4-)f4->f)f4-)f4-4-4-4-4-4- SENCOR BÍLTÆKI S-1030 Sambyggt útvarp og 8 rása stereo segulband. FM-bylgja, miðbylgja, langbylgja, Kr. 33.535.00. S-1U4U Sambyggt útvarp og kassettu stereo segulband. FM-bylgja, miðbylgja. Kr. 32.880.00.1 árs ábyrgð. ísetningar. Viðgerðir. Varahlutir. Póstsendum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.