Vísir - 05.06.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 05.06.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Fimm tudagur 5. júni 1975 —124. tbi. Deilan í ríkisverksmiðjunum: ÞETTA GERIST NÚ EKKI NEMA í VERKFALLI BAKSÍÐA Aðeins „smáatriði" ófrágengin — Vinna œtti að geta hafizt á morgun í ríkisverksmiðjunum þremur Samningar höfðu tek- izt i morgun um öll aðal- atriði i kjaradeilu starfsfólks rikisverk- smiðjanna. Menn voru að búa sig undir að skrifa undir samning- inn, en nokkur atriði voru ófrágengin, aðal- lega hve lengi samning- urinn skyldi gilda. Samningamenn álitu, að þetta ætti ekki að drag- ast lengi. Samningar hafa tekizt um kauphækkanir og launaflokka, sem voru aðalmálin, sem um var deilt. Kauphækkunin er mjög mismunandi, vegna þess að starfsmatið, sem nú er notað, veldur breytingu á hlutfalli milli starfsgreina. Þannig fá sumir talsvert mikla kauphækkun en aðrir miklu minni. Meðaltals- kauphækkunin hafði ekki verið reiknuð i morgun, en einn samn- ingamanna gizkaði á, að hún kynni að vera vel yfir 10 prósent. „Maður verður að taka þetta eins og hvert annað starf,” sagði Magnús L. Sveinsson, formaður VR. Verzlunarmenn eru sér á parti i samningunum, en „þetta gæti runnið saman,” sagði Magn- ús. Höskuldur Jónsson, formaður samninganefndar rikisins, taldi, aö verzlunarmenn kynnu að skrifa undir samninga með hin- um. Óskar Ólafsson, einn forystu- manna starfsfólks, sagði, að eftir undirskrift, sem hann bjóst við á hverri stundu, þyrftu allir starfs- hóparnir, sem um ræðir i verk- smiðjunum þremur, að sam- þykkja samningana. „Hver hópur hefur lykilaðstöðu,” sagði Óskar, „samningurinn verður ekki gild- ur og vinna ekki hafin, fyrr en allir hafa samþykkt.” Óskar bjóst við, að fundir i hópunum yrðu strax I dag. Vinna ætti þá að geta hafizt á morgun. Fundurinn hefur staðið í 44 stundir: Þrjú „mannúr" fóru í verksmiðjusamninginn Samningafundurinn i deilu starfsmanna rikisverksmiðu- anna hafði staðið i 44 stundir samfleytt klukkan tóif á há- degi i dag. Samningamenn voru yfir- leitt hressir i morgun. Fundir hafa auk þess staðið, með að- eins litlum hléum, allt siðan á sunnudag. Siðan bráðabirgða- lögin voru sett hafa menn setið á samningafundum i 72 klukkustundir samfleytt og i 178 klukkustundir, siðan fund- ir hófust. Fundir hafa verið 13. Þessar upplýsingar fengum við hjá Loga Einarssyni sátta- semjara i morgun. Um 30 manns sitja samningafundi, svo að alls samsvarar klukku- stundafjöldinn þvi, að einn maður væri við vinnu i þrjú ár. Þetta eru þvi um þrjú svoköll- uð „mannár” og rúmlega eitt „mannár”, siðan bráða- birgðalögin voru sett. —HH „SÆTTUM OKKUR VIÐ ÞETTA" segir Haraldur Steinþórsson hjó BSRB — Þetta var auðvitað lftið upp i allar þær hækkanir, sem orðið hafa að undanförnu, þannig að kjaraskerð- ing er áfram mikil. En miðað við aðra samn- inga held ég, að þetta sé hliðstætt, sagði Har- aldur Steinþórsson hjá BSRB, þegar Visir hafði samband við hann i morgun vegna úrskurðar kjaradóms. — Þetta er miðað við sömu 4900 krónurnar og verkalýðs- félögin fá, en munurinn er sá, að þetta gengur yfir allan launa- stigann hjá okkur eftir 1. mai. — Það er vegna þess, að siðari hluta maimánaðar gerðu nokkr- ir aðilar samninga, sem voru á þann veg, að dómurinn taldi „þakinu” I raun lyft. Ég get ekki sagt, að menn séu neitt yfir sig hrifnir, en við sættum okkur allavega við þetta. —ÓT Othaldiö var mikiö hjá samningamönnum og góöur hæfileiki til aö aölaga sig skrýtnum aöstæöum. Einn haföi þó dottaö I morgun, og ekki var vanþörf á rakstri. Vélritun samningsins var hafin laust fyrir há- degiö. Veðrið í maímónuði: REYKJAVÍK KALDARI EN AKUREYRI 'Meðalhiti maimánaöar i Reykjavik mældist 5,9 stig. Á Akureyri var mcðalhitinn 6,2 stig. Skýringin á þessu er sú, aö noröanlands komu mjög hlýir dagar, bæöi fyrst og seinast i mánuöinum. Komst þá hitinn upp i 21,6 stig á Akureyri en 17,2 stig i Reykja- vik. — Sólskinsstundir i Reykjavik voru 226. tJrkoma var mjög litil bæöi I Reykjavik og á Akureyri, eins og oft er I maimánuöi. 1 Reykjavik vantaöi eitt hitastig upp á, aö meðalhiti næöist, á Akureyri vantaði aö- eins 0,1 stig upp á aö meðalhiti væri. —HE

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.