Vísir - 05.06.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 05.06.1975, Blaðsíða 6
6 Visir. Fimmtudagur 5. júní 1975 VÍSIR Útgefandi:' Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson 'ftitstjórnarfulltrúi:, Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611. 7 llnur Áskriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands. t lausasölu 40 kr.eiptakiö. Blaöaprent hf. Bragð er að.... Meirihluti Islendinga hlýtur i hugskoti sinu að fylgja svertingjum i Ródesiu að málum, þegar þeir reyna að varpa af sér oki hvita minnihlutans. Við ættum jafnframt ekki að hika við að viður- kenna, að fæstir okkar eru jafnfrjálslyndir eða „litblindir” i kynþáttamálum og menn láta. Hviti maðurinn hefur ráðið Ródesiu um langan aldur. Bretinn Cecil Rhodes lagði svæði þetta undir brezku krúnuna i lok 19. aldar. Svipuð saga gerðist um alla Afriku, eins og kunnugt er. Hvitir menn námu land og urðu drottnarar yfir fáfróð- um, varnarlausum, svörtum múg. Nú eru 300 þúsund hvitir menn i Ródesiu, en svertingjarnir fimm og hálf milljón. Þetta er að verða siðasta „nýlendan” i Afriku, þvi að nýlenda er það i eðli sinu, þótt það kallist sjálfstætt riki. Hvitir að- komumenn, mikill minnihluti, ræður lögum og lofum. Það er kaldhæðni örlaganna, að stjórn- endur Ródesiu urðu að lýsa yfir sjálfstæði, vegna þess að gamli nýlenduherrann, Bretland, hafði aðlagazt breyttum timum hraðar en hvitum mönnum i Ródesiu þótti þolandi. Brezkar rikis- stjórnir, bæði stjórnir Verkamannaflokksins og íhaldsflokksins, reyndu að knýja fram meira sjálfræði fyrir svertingja i Ródesiu. Nú berast fréttir um harðnandi átök milli hvitra og svartra i Ródesiu, sem blandast óein- ingu i röðum svertingja. Tilraunir til samninga hafa enn strandað, aðallega á ýmsum tylliástæð- um. En jafnframt er augljóst, að stjórn Ian Smiths og hvitra manna ætlar ekki að láta svertingja komast langt á sjálfræðisbrautinni, nema þá helzt, að hún verði knúin til þess með viðtækri uppreisn svertingja i landinu og yfirvof- andi innrás frá grannrikjum. Stjórn svertingja- rikisins Sambiu hefur lýst yfir, að hún sé reiðubú- in að senda innrásarher til hjálpar svertingjum i Ródesiu og fleiri svertingjariki kynnu að gera það. Jafnvel stjórn hvitra manna i Suður-Afriku hefur vegna þrýstings frá öðrum rikjum reynt að telja stjórn Ródesiu á að milda afstöðu sina. Suð- ur-Afrikustjórn ástundar aðskilnaðarstefnu i kynþáttamálum og er um margt sek i þeim efn- um, en bragð er að, þá barnið finnur. Ródesiustjórn leysti ýmsa leiðtoga svertingja úr haldi fyrir nokkru, til þess að þeir gætu komið fram sem talsmenn svertingja i viðræðum. Stjórnvöld hafa þó ekki hikað við að fara með svertingjaleiðtogana sem bandingja sina. Þau virðast einnig ætla að gripa hvert tækifæri til að skýla sér bak við innbyrðis ágreining meðal flokka svertingja. Tilraun hvita minnihlutans til að halda völdum er skiljanleg. Við blasir, ef hann sleppir völdun- um, að fjöldi hvitra flosni upp og verði að flytjast brott. Það er ekki auðvelt i að komast en létt að kasta hnútum að hvitu einræðisherrunum i Ródesiu. Samúð okkar hlýtur þó að vera með þeim mikla meirihluta ibúa Ródesiu, sem ekki fær að njóta mannréttinda. Enda virðist minnihlutastjórn hvitu mannanna ekki geta staðizt lengi enn. Hún er hvita kynþættinum svivirða. — HH BANDARIKIN - SOVETRIKIN: Stefnumót í geimnum í nœsto mónuði Bandariskir og sovézkir geimfarar eiga stefnumót i himingeimnum i næsta mánuði. Þeir munu tengja saman Apollo- og Soyusfar og vinna saman að ýmsum rannsóknum. Undir- búningur undir þessa geimferð hefur staðið I þrjú ár og siðustu samæfingunni lauk ný- lega i Gagarin-geim- faraþjálfunarstöðinni i Moskvu. Æfingarnar hefa fariö fram til skiptis i Bandrlkjunum og Sovét- rikjunum og hafa geimfararnir nákvæmlega kynnt sér geimskip hvers annars. Jafnframt hafa vísindamenn landanna tveggja haft með sér mjög náiö samstarf. Tvo daga samtengd á braut um jörðu Bæði Bandarlkjamenn og Rússar hafa töluverða reynslu I að tengja saman geimför. En þar sem geimför landanna tveggja eru mjög óllk að gerð þurfti að leggja mikla vinnu I að gera á þeim ýmsar breytingar til þess að geimfararnir gætu farið á milli eins og þá lystir, eftir að búið er að tengja. Eitt vandamál var að geimförin hafa notað ólikan tengingarút- búnað og varð þvl að smiða nýjan, sem þau geta bæði notað. Þessi útbúnaður var svo reyndur Viðbúnir ails konar óhöppum Þrátt fyrir mikla aðgæzlu hafa bæði Bandarlkin og Sovétrlkin misst geimfara i slysum. Báðum er auðvitað sérstaklega umhugað um, að ekkert komi fyrir núna I þessari fyrstu sameiginlegu ferð. Það er búið að skipuleggja alla geimferðina fyrirfram, svo ekki á að skeika sekúndu, t.d. hvenær eldflaugahreyflarnir verða ræstir til að breyta um stefnu, hvað þeir eiga að ganga lengi og þar fram eftir götunum. Þetta hefur allt verið æft I æfingatækjum, sem hafa verið sérsmlðuð fyrir þetta. Geimfararnir sitja þá i ná- kvæmum eftirlíkingum af geimskipum slnum, hafa öll sömu tæki og mæla, og þessi tæki og mælarbregðast nákvæmlega eins við og þau munu gera I ,,alvöru”geimförunum. En það er ekki bara það, sem við er búizt, sem er æft, alls konar neyðar- tilfelli hafa verið sett á svið og þaulæfð. Þegar einn bandarlsku geimfaranna kom út lír eftir- llkingarfari slnu eftir sllka æfingu þurrkaði hann svitann framan úr sér og leit á rússneskan kollega sinn, sem einnig var að skriða út: „Alexei, ef sjálfar geimferðirnar væru svona erfiðar, þá myndi ég sko fá mér aðra atvinnu.” ,,Ég myndi að minnsta kosti heimta kauphækkun,” svaraði Rússinn og fleygði sér endilöng- um á legubekk. Tungumálakennsla á báða bóga Mikil áherzla hefur verið lögð á t u n g u m á 1 a k e n n s 1 u , og geimfararnir tala orðið ágætlega hvers annars móðurmál. Þetta hefur stundum orðið fjarskipta- mönnunum hin mesta raun. Bandariskir og sovézkir geimfarar á fundi með fréttamönnum: 1 fremri röð frá v.; Donald Slayton túlkur, Alexei Leonov, Vladimir Shatalov, Thomas Stafford, Vance Brand, Valery Kubasov, Ronald Evans, Anatoly Filipchenko, Jack Lousma og Nikolai Rukavishnikov. Mynd APN. úti I geimnum með Soyus 16 og reyndíst mjög vel. Það voru þeir A. Filipchenko og N. Rukavishnikov, sem flugu Soyus Bandariska og sovézka geimfarið munu fara nokkra hringi umhverfis jörðu sitt I hvoru lagi áður en þau verða tengd saman. Eftir tenginguna verða þau tvo daga á braut. Geimfararnir eru I einstæðri að- stöðu. Þeir tala mál hvers annars til skiptis og þegar hugtök eru flutt með orðum á milli tungu- mála, i beinni og bókstaflegri þýðingu, verður útkoman oft skrýtin. Þá tilheyra þeir einni fá- mennustu stétt jarðarinnar og at- vinnu þeirra tilheyra hugtök og orðatiltæki sem þeir hafa fundið upp sjálfir. Geimfarinn Alexei Leonov er listamaður að auki og hefur málað margar stórbrotnar myndir af þvi sem hann hefur séð I geimnum. Á þessari mynd sér hann fyrir sér tengingu Apollos og Soyus. Illlllllllll W Umsjón: Oli Tynes Thomas Stafford (nær) og Alexei Leonov virðast vera ánægðir með umhverfið. Þeir sitja þarna I æfingatæki I Gagarin-geimfara- þjálfunarstöðinni I Moskvu. Hún var skírð til minningar um Yuri Gagarin, fyrsta geimfara heimsins. Stundum, þegar þeir eru lokaðir inni I eftirllkingunum hleypur i þá galsi og þeir byrja með orðaleik og þýðingum að snúa út úr fyrir fjarskiptasér- fræðingunum, sem eru i tal- stöðvarsambandi við þá. Það hefur einu sinni eða tvisvar .endað með þvi að veslings fjar skiptamennirnir hafa gefizt upp og ekkert heyrzt I talstöðvunum nema næstum, „hysterlskur” hlátur geimfaranna. Þrautþjálfaðir atvinnumenn Enginn verður þó I alvöru reiður við þá þótt þeir trufli kannski eina og eina æfingu með þessu. Það er leitun að mönnum, sem eru eins vel þjálfaðir I sinni grein. Æfingar þeirra eru bæði geysilega langar og strangar. Þótt þeir þvl bregði á leik einstaka sinnum, er bara brosað góðlátlega. Menn gera sér grein fyrir að al- varan er framundan og að þessir menn verða reiðubúnir að mæta henni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.