Vísir - 05.06.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 05.06.1975, Blaðsíða 7
Visir. Fimmtudagur 5. júni 1975 7 UÓÐRÆNAR TILRA UNIR eftir Aðalstein Ég er að velta fyrir mér hvað Gunnar Ingi- bergur Guðjónsson er að meina með spjöld- um þeim sem hann hefur komið fyrir i kringum Kjarvalsstaði til að auglýsa sýningu sina sem nú stendur yfir. Berstripaðar stúlkuglennur dilla sér á blóðrauðum spjöld- um i kringum sýningarstaðinn, svo engu likara er en inni- fyrir sé að finna ein- hvern listrænan „pornografiker”. Það hljóta að hafa orðið mikil vonbrigði fyrir minna þau vinnubrögð oft á Jón Engilberts, en eru þó án þeirrar markvissu yfirvegunar sem einkennir myndir Jóns. Margar þessar likamsstúdiur Gunnars munu eiga að vera af ákveðnum fyrirmyndum, en tilfinning hans fyrir andlitsbyggingu og „sál” andlitsins er enn ekki nægilega þroskuð til þess að tjá persónu- leika fyrirmyndarinnar. Einstaka sinnum einbeitir Gunnar sér að andlitum, gjam- an í prófil, og teiknar þau með pensli og samspili boglina, sem minnir á marga „hausa” Kjarvals (t.d. nr. 31, 32,33) en persónan f þeim er ekki nógu sterk. Gunnar hefur greinilega lært margt fleira af meistara Kjarval, eins og glöggt kemur fram t.d. i myndum þeim sem hann málar beint á pappir (nr. 2-5) og i þeim myndum sem hann gerir tilraunir með að samræma fólk og landslag á ljóðrænan hátt. Verður ekki annað séð en að áhrif meistar- ans séu Gunnari til góðs og ekki er hægt að tala um eftiröpun i þessu sambandi. í landslagsmyndum og ljóð- rænum stemmningum Gunnars gerir hann tilraunir með bæði „mjúka” og „harða” notkun lita og fer mýktin honum betur. Þar nær hann oft áhrifamiklu samspili lita sem renna hver inn i annan. Dæmi um þessar tvær hliðar eru t.d. samstæðan nr. 57 og 58, báðar af blómavösum. 1 þeirri fyrri er nokkuð um grófar litandstæður, en i þeirri seinni eru þessar andstæður „dempaðar” og litirnir renna og vinna saman. Landslagsmyndir Gunnars eru nokkuð misjafnar, en bera þó vott um þá lofsverðu tilhneigingu að taka ekki lands- lag bókstaflega, sem heilagt fyrirbæri þrungiö islenskri föðurlandsást, heldur sem lif- andi veröld sem hvetur lista- mann til að finna sjálfan sig i henni. Of gróf litameðferð skemmir margar landslags- myndir Gunnars, en þegar hon- um tekst vel upp, er árangurinn með ágætum. Vil ég segja að’ myndir eins og „Rauðhólar” (nr. 56), „Hrafnabjörg” (nr. 48) og „Lögberg” (nr. 49) séu með bestu islensku landslagsmynd- Ingólfsson um sem ég hef séð um lengri tima. Tréristur Gunnars eru einnig haglega gerðar og heilsteyptar og lofar þessi sýning góðu um framtlð Gunnars, sé hann reiðu- búinn til að beita sjálfan sig miskunnarlausum aga. Gunnar Ingibergur Guðjónsson: þær frómu sálir sem farið hafa sérstaklega að Kjarvalsstöðum til að leita að slikri list, að finna þar i staðinn ung- an og leitandi málara sem málar að visu mikið af konum, en ekki með snert af erótik. Gunnar Ingibergur sýnir hér 84 verk, flest málverk, en einnig nokkrar aquarellur, oliukritar- myndirog tréristur. Einsog svo margir aðrir, sem sýna að Kjarvalsstöðum, kann Gunnar sér ekki hóf og lætur allt flakka, sem á vinnustofunni er að finna, og um 50 myndir hans mundu hafa verið uppistaða i góða sýn- ingu. Samt er heildarsvipur sýningar hans álitlegri en margt það sem sýnt hefur verið i húsinu þetta árið. Gunnar er að einhverju ieyti sjálflærður, en hefur dvalizt á Spáni við listnám. Portrett- myndir og konustúdiur eru, eins og áður er sagt, stór hluti af sýningunni og hefur Gunnar náð góðu valdi á formi likamans sem heildar og hefur lært að staðsetja hann i myndrúmi á sannfærandi hátt.Notar hanntil þess breiðar og sterkar linur og Nr. 56. Rauðhólar. Nr. 19. Milli atriða. CROWN bílaviðtœki draga afburðavel, en eru þó ódýrari en önnur tœki Verð er sem hér segir: Car 100 kr. 6.000,- Car 200 kr. 8.885,- Car 300 kr. 11.495,- Csc 702 kr. 21.800,- bilaviðtæki stereo, með kassettutæki. Csc 8000 kr. 14.000,- stereo magnari' með kassettutæki. Hátalarar á 300.-, 600.-, 1.735.-, 2.500.- kr. Þér gerið afburða kaup i Crown. isetningar samdægurs. Viðgerðáþjónusta á eigin verkstæöi. Sólheimum 35, simi 33550. Skipholti 19, sfmi 23800. Klapparstig 26, simi 19800.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.