Vísir - 18.06.1975, Síða 2

Vísir - 18.06.1975, Síða 2
2 Visir.Miðvikudagur lS.júni 1975. DEMANTAR Ástir, auður, fátœkt og glœpir Viggó Oddsson skrifar frá Jóhannesarborg trisKsm: Eiga opinberir starfsmenn að fá verkfallsrétt? Lúðvik ögmundsson, rafvirki: — Ég er fylgjandi þvi, svo framar- lega sem það verður ekki notað á pólitiskum vettvangi. Helgi Jóhannesson, gjaldkeri: — Ég spyr: Vill bandalag opinberra starfsmanna láta verötryggingu lifeyrissjóðsins I staöinn eða at- vinnuöryggiö og fastráðninguna? Á veikinda- og orlofsrétturinn að fara fyrir verkfallsréttinn? Agúst Bjarnason, skrifstofu- stjóri: — Nei, verkfallsréttur kemur ekki til greina. Opinberir starfsmenn hafa það alveg bæri- legt, enda þótt sjálfsagt mætti auka frfðindi þeim til handa. Hrafnhildur Kristinsdóttir, húsmóðir: — Nei, vegna þess aö verkfallsrétturinn er ekki notaður rétt i dag. Hins vegar mætti auka réttindi opinberum starfsmönn- um til handa. Ingibjörg Jónasdóttir, skrifstofu- stúlka: — Já, það á enginn að gjalda þess, aö hann sé opinber starfsmaður. Þeir eiga að hafa þennan rétt eins og aðrir launþeg- ar. Óslfpaðir demantar. Demantar eru fyrir eilifðina, segir i aug- lýsingum skartgripa- sala. ,,Aðeins dauðinn er eilifur,” segir fræg- ur rithöfundur. Demantar og dauðinn, eru oft óaðskiljanlegir förunautar, þegar miklar fjárfúlgur til skiptanna. Aðeins gullgræðgin jafnast á við demantana i morð- um, ránum, glæpum og svikum. Demantarnir eru það harð- asta efni, sem finnst á jörðunni og eru ákaflega mismunandi að gerð, verðmæti og fegurð. Til dæmis er venjulegt sót frum- efnið i hinum fegurstu demönt- um. Kvenfólkið bölvar sótinu, en sækist eftir demöntunum með allri sinni kvenlegu snilld og töfrum. Venjulega láta þær karlmenn vinna fyrir djásninu, þótt þær séu engu siðri i fjármálalifinu. Sumir demantar eru notaðir i smergelskifur, jarðbora og sandpappir, eða iðnaðar demantar, þegar aðrir eru ómetanlegir. Einn úrvals demantur á stærð við krækiber getur kostað heila milljón króna. Getgátur, eru um það, hvernig demantur myndast. Sumir telja að þeir hafi myndazt við mikinn hita og þrýsting, 160 km undir yfirborði jarðar fyrir um 120 milljón ár- um, en hafi þrýzt upp á yfir- borðið i eins konar strompum eða eldgosum. Nú á dögum eru demantar slipaðir á visindaleg- an hátt til að ná hinu skæra leiftri, sem gerir þá svo ómót- stæðilega og eftirsóknarverða. Ég hefi það fyrir satt, að það séu FIMM KARÖT í einu grammi. Er hverju karati skipt i 100 punkta. 500 punktar i grammi. Þegar steinarnir eru ekki nema nokkrir punktar að þyngd, eru þeir tiltölulega verð- litlir og þvi heppilegir i trúlofunarhringa og hvers kon- ar djásn fyrir hvern sem er, sem vill þó kaupa demanta til að sýnast. Smæstu demantar eru fremur ósjálegir, enda hálf- slipaðir, þvi það komast varla fleiri fletir á svo litinn stein. Til eru 4 tegundir af dýrum stein- um : demantar, rúbinar, safirar og smaragðar. Siðan eru til gervisteinar eða litað gler, sem erfitt er að þekkja sundur, en kostar brot af alvörusteinum. Alvörurúbin á stærð við eld- spýtuhaus kostar á við nýjan Fólkswagen af dýrustu gerð. Svo selja sumir „rúbina” á stærð við sveskjur á tslandi sem kosta bara nokkur þúsund kr. Demantur á stærð við rúsinu kostar meira en heilt stórhýsi. Kimberley Fyrir rúmum 100 árum fundust demantar i S.Afriku, sem er einn stærsti framleiðandi demanta i heiminum og stjórn- ar verði og framboði á fram- leiðslunni. Er námurnar i S.Afriku komust i gagnið, voru Sllpaðir demantar. Hundasmygl Smyglarar notuðu hin furðuleg- ustu brögð til að smygla demöntum frá eigendum námanna. Er röntenmyndir voru notaðar til að leita á svertingjunum notuðu þeir blýsvuntur til að vefja um steinana svo þeir sæjust ekki, aðrir smygluðu hundum inn á námusvæðið. Demöntum var komið fyrir i kjötbitum, sem hundarnir gleyptu og siðan var hundunum hent út fyrir girðing- una, þar sem tekið var á móti þeim og hundunum slátrað og steinarnir teknir. Svona eru ótal sögur um hugvit og gagnráð- stafanir lögreglu og smyglara. Oft er lögreglu legið á hálsi fyrir að tæla fólk til lögbrota með þvi að sækjast eftir ólöglegum steinum. Magnús Pálsson, raftæknir: — Já, alveg sjálfsagt. Þau friðindi, sem opinberir starfsmenn höfðu einir, hafa flestir aðrir fengið. Lifeyrissjóðirnir eru gott dæmi um mikil friðindi, sem svo aðrir hagsmunahópar hafa tekið upp. ekrur að flatarmáli og um 500 metrar að þvermáli og um 1100 metra djúpur. Núna er náman nær full af vatni og aðeins um 200 metrar upp að yfirborði. Arið 1914 var hætt að starfrækja námuna, en talið er, að ófundn- ar æðar yfir biði enn komandi kynslóða, dregnar voru upp á yfirborðiðum 25milljónir tonna af grjóti, 14.5 milljón karöt af demöntum voru skráð. Álitið er, að annað eins hafi komizt til og smyglara fyrir fárán- lágt verð. Smyglið Kimberley va ’var voðalegur staður á hinum fyrstu árum. Þurrkar gerðu vatn jafnvel dýrara en bjór. A sumrin komst hitinn að meðaltali upp i 35-46 stig i forsælu. Smám saman mjakaðist vega- og járnbrauta- lagningin og með samgöngun- um spratt upp borg með 50 þús- und námumönnum, fyrir utan fylgifiska þeirra, eins og fjöl- skyldur, skækjur, svindlara, iðnaðarmenn og allt, sem auðug gleðiborg hefur að bjóða. Ara- grúi af svertingjum sópaðist að hvita fólkinu, eins og alls staðar þar sem hvít siðmenning lætur á sér bæra.eins og flugur að ljósi. Hinir ihaldssömu, bibliulesandi Búar létu sér fátt um finnast, töldu þetta vesen vera allt sprottið af einhverjum kúnstum kölska en höfðu þó vit á að okra eins og mögulegt var á öllum matvörum, sem þeir gátu boðið. Spillingin, sem ætið fylgir auðnum, var alveg hamslaus i fyrstu. Sfðan mynduðust stór- fyrirtæki, lög og regla tók yfir- höndina. Bófar og smyglarar áttu i vök að verjast og notuðu ótrúlegustu klæki til að ná sér i mola. Salernið Svertingjarnir voru fljótir að komast upp á lagið með áð ná sér i aukaskilding frá demants- þjófunum. Svertin gjarnir gleyptu stundum demanta til að forðast hina ströngu leit á þeim. Þegar vinnu var lokið fóru þeir á kamarinn og grömsuðu i saurnum til að leita að demönt- unum sem þeir seldu siðan þjóf- unum. Nú á dögum eru svert- ingjar settir i nokkurra daga einangrun, er þeir fara i fri, all- ur saur fer i gegnum mismun- andi þéttar slur og næst þannig mikið af demöntum. Demantanáman IKimberley, flugmynd tekin beint niður. Glgur- inn var grafinn með handafli, um 1100 metra djúpur og 500 métr- ar milli barma. Nú er glgurinn næ: 'uliur af vatni og um 200 metrar upp að barminum. Dómsmálaráðherra Rhodesiu var að segja ýkjusögur yfir öiglasi meðal kunningja.en hann vann við námuna: Skot- inn sagði: „Þið hefðuð átt að sjá blómkálið hjá frænda minum, það var flutt I burtu á 3ja tonna trukk. Og ráð- herrann sagði: „Þiö hefðuð átt að sjá gulrótina, sem við tókum upp I Kimberley, og STÓRU HOLUNA, sem við urðum að grafa til að ná henni upp”. námur i Indlandi og Brasiliu nær uppurnar. Demantasali nokkur i Englandi sendi þvi sprenglærðan prófessor-verk fræðing-jarðfræðing til að kanna til fullnustu, hvort demantar fyndust i Afriku. Þessi ,,prófessor”lýsti þvi yfir „aö útilokað væri með öllu, að demantar myndu finnast á þessu landsvæði. Hann fullyrti, að smádemantar, sem fundizt höfðu I maganum á strútfugl- um, hefðu verið fluttir þangað. af svikurum án þess að nafna hvernig „svikararnir” hefðu fengið sina demanta. Rétt eftir aö skýrsla þessa fræga prófess- ors var kunngerð, flaug sú saga um heiminn, að mikill demanta- fundur við Kimberley hefði komið i ljós. Demantaæðið Kimberley liggur inni i miðju landi, um 1000 km frá sjó, ferð- ast þarf yfir fjöll og firnindi, eyðimerkur og endalausar gresjur og kjarr. Oft var lítið um vatn og vistir fyrir fyrstu feröalanga. Ferðazt var um i uxakerrum, með 10-20 nautum fyrir hverjum vagni. Demanturinn sem kom demantaæðinu af stað, fannst af ferðalangi sem safnaði falleg- um steinum, sem hann tindi upp á ferðum sinum. Þegar hann gisti eitt sinn hjá Búunum, sá hann, hvar stór glitrandi steinn var notaður til að halda hurð op- inni. Hann ;spurði húsfreyju, hvort hann mætti kaupa stein- inn. Húsfreyjan „hélt nú ekki.” — „Það sem krakkarnir tindu upp úr bæjarlæknum, mætti hann eiga.” Þetta reyndist vera feikna dýrmætur demantur. Nú flykktust allrahanda menn til S.-Afríku til að freista gæfunn- ar. Það var brotizt gegnum auðnina. Fólkið var hrjáð af skorti og alls kyns harðrétti og pestum. Sjúkdómar spruttu upp og drápu tugi þúsunda. I auðn- inni spratt upp tjaldborg, siðar bárujárn- og tréskúrar og siðar glæsileg stórborg, sem núna er 100 ára gömul. Gigurinn mikli Og manngrúinn réðst á „strompinn”, sem demantarnir fundust i. Þeir grófu þann stærsta gig, sem mannlegur mátturhefurmyndað. Að mestu með handafli. Gigurinn er um 38 LESENDUR HAFA ORÐIÐ

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.