Vísir


Vísir - 18.06.1975, Qupperneq 3

Vísir - 18.06.1975, Qupperneq 3
VIsir.Miðvikudagur 18.júni 1975. 3 ; Ógæfan Einn af demantakóngunum frá Kimberley var Barney Barnato, sem var sirkusnafn á blásnauð- um enskum innflytjanda. Hann varð með verðbréfabraski einn auðugasti maður heims, stofn- andi mestu auðfélaga heimsins, sem ruddu braut Bretaveldis um allan suðurhluta Afriku. Barnato varð geðbilaður af þunglyndi og henti sér fyrir borð af skipi á leið til Englands. Ann- ar gimsteinakóngurinn var Cecil Rhodes, sem stofnaði Rhodesiu og gullnámurnar i Jó- hannesarborg. Rhodes var hins vegar einn af mikilmennum aldarinnar, sem lét ekki auð og völd firra sig vitinu eins og svo margir aðrir. Gullborgin Auðæfin,sem komu upp úr nám- unni við Kimberley, urðu siðan sá aflgjafi, sem varð undirstað- an að stærstu og auðugustu borg Suður-Afriku. Enginn veit með vissu, hver þessi Jóhannes var, sem borin heitir eftir. Á 90 árum reis upp stórborg, með um 2-3 milljónum ibúa, skýjakljúfum (50 hæðir, glerhallir), en ótrú- lega illa skipulögð, með þröng- um götum. Fáum bilastæðum en mikið af stöðumælum hvergi pláss til að taka myndir, allt fremur ljótt og leiðinlegt i mið- borginni. Auðæfin frá Kimber- ley og Jóhannesarborg ýttu einnig undir ásælni Breta I áhrif i Afriku og hleyptu af stað Búa- striðinu illræmda þar um sið- ustu aldamót, þar sem þeir fundu upp útrýmingarbúðir, sem 26.000 konur og börn af Búa-ættum létu lifið. Frægir demantar Einn fyrsti demanturinn, sem fannst f S. Afriku, vigtaði 15.5 karöt og var keyptur af farand- manni fyrir ögn af kaffi, sykri og tóbaki. Svertingi nokkur er sagður hafa komizt yfir stóran demant, sem hann seldi Ind- verja, sem gaf honum um 100 þús. krónur fyrir hann. Steinn- inn var siðan seldur til Amster- dam fyrir um 7 milljónir króna, slipaður og seldur á ný fyrir um 120 milljónir króna. Fyrir nokkrum árum fannst demant- ur i Sierra Leone, 969 karöt eða 227grömm,eða um 900karötum þyngri en demanturinn, sem Elizabeth Taylor fékk að gjöf frá manni sinum. Cullinan demanturinn er sagður vera þyngsti demanturinn, sem fund- izt hefur, eða um 3100 karöt. Hefi ég gert kort af námunni nálægt Pretoriu og er náman meira en 300 metra djúpur gigur fyrir utan neðanjarðargöng. Engin leið er að telja hinn mikla fjölda af frægum demönt- um og hinar mörgu heillandi frásagnir um þetta undurfagra og eftirsótta glingur, sem punt- ar kórónur og kvenfólk heimsins og jafnvel karlmennina lika. Sumum demöntum fylgir gæfa stórmenna. Smærri steinar, sem notaðir eru i trúlofunar- hringa og glys á venjulegt fólk, ættu þó að vera skaðlaust augnayndi. Viggó Oddsson, Jóhannesarborg. Skrifaði ekki um forsetabíl Aðalsteinn Gislason, kennari, Asbraut 3, simar: ,,Að gefnu tilefni vildi ég koma á framfæri við lesenda- dálkinn, að það mun hafa verið einhver alnafni minn, en ekki ég, sem skrifaði um hinn nýja forsetabil i siðasta laugardags- blað VIsis. Sjálfum er mér sama, hvaða blla forsetinn, skólabróðir minn frá mennta- i skólaárunum, kaupir”. FLAUTAÐ FYRIR HORN — 60 ór fró því menn fengu fyrst ðkuskírteini Magnús Skaftfjeld.— Við þurftum baka. sjálfur árið 1928. Það var ame- risk tegund, Chandler.Ég hafði fengið þetta umboð i gegnum kunningja minn erlendis.Fyrsti viðskiptavinur minn var Hjalti Jónsson (Eldeyjar Hjalti) skip- að aka inn að Elliðaám og til stjóri og seinna forstjóri hjá Kol og Salt”. „Siðan þetta var, hef ég verið meira og minna viðriðinn bila- innflutning i þessu landi”, sagði Kristinn Guðnason. —HE Þegar Kristinn Guðnason var spurður að þvi, hvernig hann hefði fyrst komizt i kynni við bfla sagði hann: ,,Ég var sveitamaður, ný- kominn i bæinn.Ég fór að vinna hjá Hafnargerð Reykjavikur. Einn vinnufélaga minna átti bil. Hann narraði mig til að hjálpa sér við að gera við bílinn.— At- vikin höguðu þvi þannig, að ég eignaðist þennan bil”. Eftir það fór Kristinn að keyra hjá Bifreiðafélagi Reykjavikur.Þá var enginn stöð eins og nú er, heldur voru bil- arnir yfirleitt hjá Hótel Reykja- vik. Ofttók fólk smá „túra” inn að laugum, Elliðaám eða að vatns- þrónni (Hlemmi), þvi að það langaði til þess að reyna þetta undratæki.Þá kostaði „túrinn” 2-3 kr. Einnig leigði fólk sér stundum bil til að keyra sig i berjamó upp i Rauðhóla, Mosfellsheiði og hingað og þangað.Þá var farið með fólkið að morgni og það sótt að kvöldi. Á sautjánda júni voru ná- kvæmlega 60 ár liðin frá þvi, að fyrstu ökuprófin voru tekinn á Islandi. Reyndar tóku bilstjórarnir ökuprófið þann 15.júni.En þessi atburður þótti svo merkilegur, að þáverandi bæjarfógeti i Reykjavik, Jón Magnússon, hafði að sögn óskað þess að mega fresta útgáfu ökuskirteina til merkisdagsins 17.júni, og svo var gert. I tilefni af þessum atburði hafði blaðið samband við tvo elztu núlifandi bilstjóra á land- inu, þá Magnús Skaftfjeld Hall- dórsson, fyrrverandi leigubil- stjóra, og Kristin Guðnason, bilasala. Magnús, sem nú er 82 ára gamall, sagðist muna timana tvenna sem bilstjóri. „Þegar ég tók bilpróf, var það ósköp einfalt. Ég keyrði inn að Elliðaám og aftur til baka.Ég kunni þetta allt saman áður, þvi að ég hafði unnið hjá Bifreiðafé- lagi Reykjavikur. En með bif- reiðalögunum 1915 varð maður að ganga undir próf til þess að fá að aka”, sagði Magnús. „Mér fannst svo gaman að aka, að ég hefði getað ekið i heila viku án kaups”. Svo var það 1916, að stóri draumurinn rættist.Ég eignað- ist bil.Reyndar keypti ég hann i félagi við Einar Þorgilsson, út- gerðarmann i Hafnarfirði.Þetta var Ford og kostaði hann 2500 kr” „Eftir þetta gerðist ég leigu- bilstjóri”, sagði Magnús. Bilarnir, sem seldir voru til landsins, komu að nokkru leyti i pörtum, Þá þurfti maður sjálfur að setja á hjólin stuðarann o.fl. Þetta var erfitt verk.En við vor- um búnir að „stúdera” þetta i skúrnum hjá honum Jóni Sig- mundssyni. Jón hafði lært sitt- hvað um bila i Vesturheimi”. „I fyrstu varð maður að gera við bilinn sinn sjálfur, þvi að engir bifreiðaviðgerðarmenn voru til á landinu. Ég held hann Sigurður Sigurðsson vélstjóri hafi verið sá fyrsti. Hann stund- aði viðgerðirnar fyrir utan húsið hjá sér”. „Vegirnir voru aðeins þröng- ar hestvagnaslóðir. Þó man ég eftir góðum vegum til Þing- valla, Keflavikur og niðri við Ægissiðuna”. A þessum tima var meðal- hraðinn um 20-30 km á klst.og belsinlitrinn kostaði 28 aura.Það er af, sem áður var, sagði Magnús og kimdi. „I fyrstu voru hestarnir mjög hræddir við bilana, en þeir voru ótrúlega fljótir að venjast þeim”, — Það var ævintýri lik- ast, hve fljótt fólk tileinkaði sér bilana, sagði Magnús að lokum. „Nokkru seinna hóf ég svo áætlunarferðir austur fyrir fjall. Þá voru Kambarnir mjög erfið- ir.Fólk vildi frekar ganga þá, þvi að það var svo hrætt”, sagði Kristinn og hló. Árið 1920 stofnuðum við nokkrir félagar bifreiðastöð. Upp úr þvi félagi var svo BSR stofnuð 1921. „Ég fór að flytja inn bila Norðurlanda- bridge: koma ó fslenzku bridgesveitirnar áttu litla möguleika gegn efstu sveit- unum á Norðurlandamótinu I gærkvöldi I fimmtu umferðinni. i opna flokknum vann Finnland fsland með miklum mun, 20-0, og eru Finnar nú langefstir. Þeir spila mjög vel og hafa al- gjörlcga komið á óvart á mót- inu. í unglingaflokknum var ts- land tveimur stigum yfir Noreg eftir fyrri hálfleikinn, en i þeim síðari gekk ekki vel, Noregur sigraði með 17-3. Mótið er nú hálfnað. 1 siðari hlutanum mætast löndin á ný og byrjar Island á Noregi i opna flokknum, en Finnlandi i ungl- ingaflokki. Úrsiit 5. umferðar Opni flokkur Finnland—Island 20-0 (88-27) Sviþjóð—Danmörk 18-2 (95-58) Staðan i hálfleik var 47-22 fyrir Finnar óvart Finna og 78-16 fyrir Svia. Finnar eru nú efstir með 76 stig, Sviar 52, Norðmenn 51, Danir 44 og Island 37. Unglingaflokkur Noregur—Island 17-3 (80-53) Sviþjóð—Finnl. 20 -=-4 (138-39) I hálfleik stóð 34-32 fyrir Island. Noregur er efstur með 86 stig, Sviar 69, Danir 48, Island 42 og Finnland 7. Keppnin i kv.ennaflokki hófst á mánudagskvöldið. Fjórar sveitir spila þar. Engin sveit var send frá tslandi. Úrslitin I kvennaflokki eftir 3. umferð: Danmörk—Noregur 20-0 (97-48) Sviþjóð—Finnl. 20 h-4 (124-29) Staðan er nú þessi: Sviþjóð 40 stig, Noregur 38, Danmörk 19, Finnland 17. —hsim.— Fyrir utan hjá Kristni var þessi glæsikerra, — sem einhver ungur og uppvaxandi ökumaður á, svo og ný BMW sem Kristinn á sjálfur (Ljósmynd Visis Bj. Bj.) Þýðir lítið að sœkja um aftur - segir Magnús Magnússon bœjarstjóri „Það þýðir vist lítið fyrir mig að sækja um aftur,” sagði Magnús Magnússon, bæjar- stjóri I Vestmannaeyjum. En fellt hefur verið I bæjarstjórn- inni af fulltrúum Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins að end- urráða hann. Af hverju? „Það tiðkast ekki, að bæjarfulltrúar séu bæjar- stjórar,” sagði Sigurgeir Krist- jánsson fulltrúi Framsóknar. Sem sagt, ekki skiptir máli, hvort maðurinn er góður eða slæmur, hæfur eða lélegur. regl- um ber að framfylgja. En óvart eru engar skráðar reglur i þetta sinn, sem hægt er að styðjast við. Magnús á að gjalda þess, að hann átti sæti á framboðslista A-listans i siðustu kosningum. Ekki sagði Magnús sér hafa komið á óvart afstaða Fram- sóknar. Þeir hefðu 1974 verið andvigir ráðningu sinni. „Sjálf- ur leit ég á þetta ár sem fram- lengingu á starfstimanum. Ég hef mikinn áhuga á uppbygg- ingunni oglét þvi ekki á mig fá, þótt starfstiminn yrði skammur að þessu sinni.” BA

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.