Vísir - 18.06.1975, Side 11

Vísir - 18.06.1975, Side 11
Visir.Miðvikudagur 18.júni 1975. 17. iúní-mótið í frjálsum: Hreinn var með eitt kast yfir 19 metrana — En því miður var það ógilt — vantaði tvo sentimetra á nýtt íslandsmet í kúluvarpinu Hreinn Haildórsson var núiægt þvi að setja nýtt tslandsmet i kúluvarpi á 17. júni-mótinu á Laugardalsvellinum i gær. Hann kastaði kúlunni 18,91 metra — sem er aðeins tveim sentimetrum frá nýju islandsmeti. Metið hans er 18,92 m. Hreinn átti mikið kast, sem fór yfir 19 metra linuna, en þvi miður var það ógilt. Það sýndi þó, að hann getur kastað svo langt, og er þvi áreiðanlega ekki langt að biöa þess, að sá draumur hans rætist. Annars var frjálsiþróttakeppn- in i gær I heldur daufara lagi — fyrir utan afrek Hreins, var það helzt árangurinn i langstökki kvenna og 400 metra hlaupi pilta, sem er umtalsverður. Annars var árangurinn i ein- staka greinum þessi: Kúluvarp karla: Hreinn Halldórsson HSS 18,91 Guðni Halldórsson 15,78 Stefán Hallgrimsson KR 14,47 800 metra hlaup karla: EinarP.GuðmundssonFH 2:02,9 Stefán Hallgrimsson KR 2:03,6 Gunnar Þ. Sigurðsson FH 2:03,8 400 metra hlaup pilta: Óskar Hlynsson Armanni 62,8 Ingvi ó. Guðmundsson FH 63,6 IngólfurGuðmundssonFH 64,3 100 metra hlaup telpna: Asta B. Gunnlaugsd., IR 13,4 Þórdis Glsladóttir ÍR 13,7 Eyrún Magnúsdóttir ÍR 14,4 Langstökk kvenna: Hafdis Ingimarsd. UBK 5,52 Lára Sveinsdóttir Ármanni 5,50 Erna Guðmundsdóttir KR 5,34 Þá var keppt i 5x60 metra boð- hlaupi pilta 12 ára og yngri og voru keppendur frá fimm félög- um. Röðin varð þessi: Ármann Þróttur Vikingur Fram IR Ýmislegt annað var til skemmtunar á Laugardalsvellin- um. Mesta athygli vakti fimleika- flokkur pilta frá Sviþjóð, en þeir voru með ýmislegt skemmtilegt á boðstólum. Þá vakti knattspyrnu- leikur á milli Old boys liðs Fram og „Stjörnuliðs”, þar sem meðal leikmanna voru Ellert B. Schram, Albert Guðmundsson, Tony Knapp, Joe Gilroy og fleiri. Þeim leik lauk með sigri Fram 2:1. Þaö eina, sem var að þeim leik, var að hann var of langur — bæði fyrir leikmenn og áhorfendur. Fr jálsiþróttakeppni 17. júnf-mótsins verður haldið áfram á Laugardalsvellinum i kvöld og þá keppt i mörgum greinum. —klp— Sænsku fimleikapiltarnir vöktu mikla athygli og skemmtun áhorfenda á 17. júni mótinu á Laugardalsvellinum i gær. Ljósmynd Bj.Bj. íþróttafréttamenn skeggrœða! Um þrjátiu iþróttafréttamenn frá Noregi, Danmörku, Sviþjóö, Finnlandi og Færeyjum komu til landsins i fyrrakvöld til að sitja þing norrænna iþrótta- fréttamanna, sem mun standa út þessa viku. 1 hópnum eru margir af þekkt- ustu iþróttafréttamönnum hinna Norðurlandanna — bæði blaða- menn og einnig útvarps- og sjón- varpsmenn. Þing af þessu tagi eru haldin annað hvert ár á Norðurlöndunum til skiptis — en siðasta var þing hér árið 1962. t gæt sátu menn boð Mennta- málaráðuneytisins og siðan tSt og nokkurra sérsambanda ÍSt, þar sem haldnir voru fyrirlestrar og formenn sérsambandanna sátu fyrir svörum. t dag fer hóp- urinn til Vestmannaeyja I boði ÍBV og bæjarstjórnar Vest- mannaeyja. Einnig er fyrirhuguö ferð aust- ur fyrir fjall og gestunum sýnt þaö markverðasta þar eins og gert var i gær, en þá skoðuöu þeir m.a. iþróttamannvirkin i Laugar- dal og heimsóttu ýmsa aðra staði i borginni. —klp— rlendu Iþróttafréttamennirnir ásamt Islenzkum starfsbræðrum sinum, er þeir skoðuðu iþróttamannvirkin i Laugardalnum I gær. Ljósmynd Bj. Bj. Loftur ólafsson slær upp úr „bönker” i Pierre Robert golfkeppninni um helg- ina. Fyrir aftan hann stendur Ágúst Svavarsson, hinn kunni handknatt- leiksmaður úr 1R, en hann er nú kom- inn I meistaraflokk i golfinu. Þeir verða báðir með I Replogle keppninni i kvöid —I þetta sinn hvor á sinum velli. Ljósmynd Bj.Bj. Eitt golfmót á tveim golfvöllum i kvöld hefst á tveim golfvöllum samtimis forkeppni fyrir keppni um Replogle bikarinn, en þetta er I fjórða sinn sem keppt er um þennan bikar. I.eikiö verður á Nesvellinum á Sel- tjarnarnesi og Hvaleyrarvellinum I Hafnarfirði, og hefst keppnin á báðum stöðum um kl. 17,00. Leiknar verða 18 holur án forgjafar, og komast 16 fyrstu frá hvorum velli áfram i keppninni, sem öll fer fram á Nesvellinum og mun standa fram eftir sumri. Verður þá leikin holukeppni — einn á inóti einum — án forgjafar. Keppnin á báðum völlunum I kvöld er öllum opin, og þar er takmarkið eitt að komast i eitt af sextán fyrstu sætunum. —klp— Hópferð með londsliðinu? Knattspyrnusamband islands hefur hug á að efna til hópferðar á landsleik- ina við Belgiu, Frakkland og Sovétrik- in i byrjun september. Er fyrirhugað að fara héðan til Frakklands og sjá leikinn þar i Evrópukeppninni þann 3. september, en hann veröur i Paris.Þaðan verður haldiö til Belgiu og horft á leikinn viö Belgiumenn 6.septem- ber. Leikurinn við Sovétmenn á að fara fram lO.septeinber — liklega i Moskvu — og verður lialdið þaðan frá Belgiu. Öruggt má telja. að inargir hafi áhuga á að fara i þessa ferð og fylgjast með okkar umtalaða landsliði, en undir- búningur ferðarinnar er nú rétt að hefjast. —klp—

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.