Vísir - 16.07.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 16.07.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Miðvikudagur 16. júll 1975 — 158. tbl. Útfœrslan tilkynnt Nýja fiskveiðilögsagan tekur gildi 15. október, en samning- urinn við Breta um veiðar innan 50 milna rennur þó ekki út fyrr en 13. nóvember. Frá fundi með fréttamönnum : Hans G. Ander- sen, Einar Agústsson, Matthlas Bjarnason, Jón Arnalds, ráðu- neytisstjóri, og Einar B. Ingvarsson, aðstoðarm. sjávarútvegsráðherra. (Mynd Bj. Bj.). BRETAR VIRÐAST TAKA ÁKVÖRÐUN UM ÚTFÆRSLU MEÐ RÓ MIINIUA VIÐ ALIT TAL NM ÞORSKASKto 200 mílur fyrir stafni Það verður nóg að gera hjá landhelgisgæzlunni okkar, þegar við höfum loks fært út í 200 mílur, og hefur þó aldrei verið kvartað undan atvinnu- leysi á þeim bænum. Eina viðbótin, sem fyrirsjáan- leg er í búnaði gæzlunnar, er ný Fokker Friendship flugvél, sem kemur á næsta ári, og einnig á að senda Öðin gamla til Danmerkur og dubba hann rækilega upp. Myndin er úr brúnni á Tý. — Mér er meinilla við allt tal um þorskastrið og það gleður mig, að ut- anrikisráðherra íslands virðist vera sama sinnis, sagði Austin Laing, tals- maður brezkra togara- eigenda við Vísi i morg- un. Bretar virðast taka Paul Tapscott, stjórnarformað- ur Associated Fisheries, eins stærsta útgerðarfélags Evrópu, sagði: — Ég harma þessa ákvörðun, en kemur hún ekki á óvart. Mér þykir miður, að engin niðurstaða skuíi hafa fengizt á hafréttarráð- stefnunni. Við vitum þó, að 200 milna auðlindalögsaga nýtur yfirgnæfandi fylgis þar og verð- um að lita á málið I ljósi þess. Ég vona innilega, að okkur takist að semja, við kærum okkur vissu- lega ekki um nýtt þorskastrlð. Niels P. Sigurðsson, sendi- herra, sagði, að öll helztu blöð Bretlands hefðu flutt itarlegar fréttir um þetta mál, en hefðu hins vegar ekki látið I ljós álit á því ennþá eða komið með spár um úrslit. Arni Tryggvason, sendiherra I Bonn, sagði, að þýzkir fjölmiðlar hefðu ekkert fjallað um þetta, nema hvað ein stutt frétt hefði verið i útvarpinu. Blaðafulltrúi brezka utanrikis- ráðuneytisins i London sagði, aö engin opinber yfirlýsing lægi enn fyrir um útfærsluna. —Ó.T. ákvörðuninni um 200 milna fiskveiðilögsögu með mikilli ró og það var ekki neinn striðs- hugur i þeim mönnum, sem Visir hafði sam- band við i morgun. Þeir virtust einna helzt harma dráttinn, sem hefur orðið á þvi að niðurstaða fengist á haf- réttarráðstefnunni. Þjóðverjar hins vegar virðast litinn áhuga hafa á málinu. Austin Laing hefur oft verið harðorður I garð islendinga og að sögn Nielsar P. Sigurðssonar, sendiherra I Bretlandi, sagði hann i viðtali við BBC, að þeir tækju ekki mark á útfærslunni. Hann var hins vegar hinn ljúfasti við Visi. — Ég harma, að Island skuli nú enn einu sinni færa út einhliða, en það kemur mér ekki á óvart. Það gleður mig hins vegar, að is- lenzka rikisstjórnin skuli vera fús til að ræða málið. Ég vona af heil- um hug, að okkur takist að ná samkomulagi, áður en það, sem nú gildir, rennur út 13. nóvember. „Eitthvað lak" úr ítalska skemmtiskipinu - bls. 3 14 íslendingar með lögheimili í Sigöldu a - baksíða c „Afram Island" — með lúðrahrópum og fónaveifingum — baksíða Forstöðumaður Sjómœlinga íslands: „Gerum Iftið annað nú en að halda við kortum" — þarf að bœta við fólki og efla starfsemina „Það er nokkuð erfitt að segja til um það, hversu mörgum við þyrftum að bæta við. En það má segja, að með þessu starfsfólki, sem við erum með, gerum við litið annað en að halda við þeim kortum sem við erum með i gangi, svo að nýtt kemur varla til, þvi að viðhald þarf stöðugt.” Þetta sagði Gunnar Berg- steinsson, forstöðumaður Sjómælinga islands, þegar við höfðum samband við hann i morgun. i sambandi við 200 milna fiskveiðilögsögu þykir sýnt, að sjókortagerð þurfi að efla verulega, til þess að þau staðsetningarkerfi, sem i notkun eru á svæðinu, komi að betri notum, bæði við gæzlu og fiskveiðar. Gunnar sagði, að þessi efling hefði að visu þurft að koma til fyrr, en gat þess þó, að þaö væri ekki ýkja langt siöan við tókum sjálf við kortagerðinni, eða um 1960. Aður voru það Danir, sem prentuðu þau. „Það væri æskilegt að fjölga fólki við kortagerðina,” bætti Gunnar við. ,,0g ef við eigum að vinna eitthvað að mælingum djúpt úti þá veitir ekki af að bæta við fólki þar lika.” Samtals eru um 10 fastráðnir hjá Sjómælingum núna. Gunnar gat ekki slegið fram neinni tölu um, hversu mörgum þyrfti að bæta við, en sagði: „Það er allt vel þegið. Það er hægt að skapa nóg verkefni. Hins vegar hefur þetta ekkert verið athugað niður i kjölinn, en við vitum til þess, að fiskimenn hafa óskað eftir meiri og betri kortum yfir fiskislóðirnar.” —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.