Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Vísir - 16.07.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 16.07.1975, Blaðsíða 4
4 Vísir. Miðvikudagur 16. júlí 1975. AÐEINS 12.800.- RAPIDMAN12I2 Elektrónískur rafreiknir á skrifborðið 12 stafa útkoma Minni Breytanlegir aukastafir Deiling Samlagning Margföldun Frádráttur 220 volt 1 árs ábyrgð Byggingarfélag verkamanna, Reykjavík TIL SÖLU þriggja herbergja íbúð við Stangarholt. Skuldlausir félagsmenn skili umsóknum sínum til skrifstofunnar að Stórholti 16 fyrir 23. ágúst nk. Félagsstjórnin. i Nordens Hus torsdagen 17. juli kl. 20.00-23.00 Kl. 20:30 GUÐRÚN TÓMASDÓTTIR presenterar och sjunger islandska sanger. ÓLAFUR VIGNIR ALBERTSSON ackompanjerar pa piano. Kl. 22:00 visas filmen ISLANDS TRE ANSIKTEN (med norskt tal). öppet i kafeterian och biblioteket. NORRÆNA PVrstur meó TTTÉSIT"!^® fréttimar | | Olivetti Skrifstofutœkni h.f. Tryggvagötu. Sími 28511 FASTEIGNIR Byggingarlóð Til sölu byggingarlóð i Garðahreppi ásamt samþ. teikningu af einbýlishúsi. FASTEIGNASALAN Óðinsgötu 4. Sími 15605 Hafnarfjörður Móttaka smáauglýsinga í Hafnarfirði er að Selvogsgötu 11 kl. 5—6 e.h. VÍSIR Júgóslavarnir hafa skilning á félagsþörfinni: Gáfu 6-7 milljónir til byggingar félagsheimilisins „Allt of margir halda, að hér sé ekkert gert annað en bitast um kaup og kjör,” sagði Arnþór Jónsson, sem haft hefur for- göngu um stofnun starfsmanna- félags við Sigöldu. Hann hefur nú verið ráðinn umsjónarmaður með félagsiifi og telst það vera full vinna. Laun þiggur hann frá Júgóslövunum. Arnþór gerði litið úr „skæru- hernaðarfréttum” og sagðist geta nefnt mörg dæmi um viljann til friðsamlegrar sam- búðar. Nýlega hefðu Júgó- slavarnir til dæmis gefið 6-7 milljónir til félagsheimilis- byggingar. Landsvirkjun lagði siðan fram 1,3 milljónir. Þá hefðu Júgóslavarnir gefið þeim borð og stóla i húsið án þess að nokkur hefði beðið þá um það. Húsið verður væntanlega vigt I næstu viku og hefst þá sýning á rýateppum, sem einn af júgó- slavnesku verkfræðingum hefur gert. Þá verða og sýndar teikningar eftir islenzkan lista- mann til að viðhalda jafnvæg- inu. Starfsmannafélagið var stofnað á siðasta ári og eru um 370 manns i þvi nú. Greidd eru félagsgjöld, 200 krónur á mánuði. Fyrir þetta fé hafa ýmis tómstundatæki verið keypt. Núna er diskótek efst á óskalistanum' vegna hinnar nýfengnu aðstöðu. Það eru ein- göngu íslendingar sem eru félagar, en öllum öðrum starfs- mönnum verður veittur aðgang- ur að félagslifinu eins og verið hefur. Arnþór sagði, að starfsemin hefði til þessa fyrst og fremst verið fólgin í skemmtikvöldum. Hefðu verið haldin bingó, sem Júgóslavarnir hefðu sótt mjög vel. Reyndar kalla þeir Arnþór „Castro”, svo ekki getur þeim likað illa við hann. Þá hafa starfsmenn farið utan saman og verður sennilega farið i eina slika ferð i haust. Ennfremur hafa nokkur fyrirtæki gert þeim sérstök kostaboð. Við Sigöldu starfa menn af ólikum þjóðernum, Portúgalar, Grikkir, Rússar, Þjóðverjar svo að nokkuð sé nefnt, fyrir utan íslendingana. Arnþór sagði að hin ýmsu þjóðerni héldu sig gjarnan út af fyrir sig, en allir væru vingjarnlegir við alla. Aðalvandræðin fyrir þetta fólk væru þegar frihelgar eru. Þær eru aðra hverja helgi og hafa þessir menn þá litið að fara. Samgang Islendinga og Júgó- slava sagði Arnþór vera orðinn mikinn. Austur-Evrópubúarnir væru farnir að koma til i málinu og sætta sig við veruna á Islandi. Hann sagði að viðhorf þjóð- anna tveggja til tilburða sinna við myndun starfsmannafélags- ins hefðu verið mjög mismun- andi. Þannig hefði einn af is- lenzku verkstjórunum haft i hótunum við sig og talað um brottrekstur, ef hann hætti ekki þessum „fiflalátum”. Júgó- slavarnir blönduðu sér i málið og verkstjóranum var veitt tiltal. Arnþór er ófarinn. Afar óþægilegt sagði Amþór vera, að póstsamgöngur væru lélegar. Tekið hefði upp undir mánuð fyrir bréf að berast i hendur viðtakenda. Litlu betra er ástandið i simamálum. Við Sigöldu eru aðeins 2 linur, sem starfsmenn hafa, önnur i gegn- um Hvolsvöll, hin beint til Reykjavikur. Oft biða menn i biðröð 2-3 tima eftir að komast i slmann. Þegar óskað hefur ver- iðeftir fleiri linum, hafa sima- menn sagt að slikt væri ekki framkvæmanlegt. — BA Arnþór lætur litið á sig fá þótt i móti blási. BRÚARFLOKKURINN GERIR GÖNG UNDIR HAFNARFJARÐARVEG „Brúarvinnuflokkurinn á að gera göng undir vestari akrein Hafnarfjarðarvegar,” sagði Helgi Hallgrimsson, yfirverk- fræðingur hjá Vegagerð rikis- ins, er hann var spurður nánar um verkefni vinnuflokksins, sem Visir heimsótti á dögunum. Flokkurinn, sem flutti með sér vinnuskúra austan úr Fljótshlið, heldur til á túni Kópavogshæiis- ins. Helgi sagði göngin ættu eingöngu að vera fyrir gangandi vegfarendur og yrði þvi engin bilaumferð neðanjarðar. Tröpp- ur verða báðum megin. Mennirnir munu siðan taka til viö sina fyrri iðju, það er brúar- gerð, eftir að Kópavogsundir- göngunum lýkur. Þeir munu halda upp i Kjós og smiða brú yfir Kiðafellsá. í gær féll niður i frétt um Vegagerð rikisins, er snerti þetta mál, að Gunnar Gunnars- son, sem þar var nefndur, er lögfræðingur Vegagerðarinnar. — BA

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 158. Tölublað (16.07.1975)
https://timarit.is/issue/239141

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

158. Tölublað (16.07.1975)

Aðgerðir: