Vísir - 16.07.1975, Blaðsíða 6
6
yisir., [VlijWiHudagnr júlt 1975.
VÍSIR
Útgefandi:' Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi:, Haukur Helgason
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
y Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn: Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur
Askriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands.
1 lausasölu 40 kr.eiptakiö. Blaöaprent hf.
ísland tvöfaldast
Eftir 15. október verður ísland tvöfalt stærra en
það er nú. Það mun þá ná 200 milur, suður,
suðvestur og norðaustur i haf og hálfa leið til
Grænlands og Færeyja. Þetta verður eitt stærsta
skrefið i landhelgisbaráttu Islendinga.
Skrefið er fyllilega timabært. Hafréttarráð-
stefna Sameinuðu þjóðanna hefur dregizt á lang-
inn. Við getum ekki lengur beðið eftir þvi, að hún
færi okkur 200 milur á silfurfati, þvi að ýmsum
mikilvægustu fiskistofnunum á íslandsmiðum fer
hnignandi um þessar mundir.
Undanfarin ár höfum við ekki veitt nema rúm-
lega helming aflans á Islandsmiðum, þrátt fyrir
tiðar útfærslur landhelginnar. Afli annarra þjóða
hefur dregizt saman, en okkar afli hefur einnig
dregizt saman. Skipakostur okkar er illa nýttur
um þessar mundir og gæti hæglega afkastað öll-
um þeim veiðum á Islandsmiðum, sem fiskistofn-
arnir þola.
Að sjálfsögðu munum við ekki fá að vera i friði
með 200 milurnar fyrsta kastið. Bretar og Vest-
ur-Þjóðverjar munu áreiðanlega beita okkur of-
beldi samkvæmt venju. Það er ástæðulaus sjálfs-
blekking að gera ráð fyrir samkomulagi við þá i
millitiðinni.
Við getum ekki heldur varið hina nýju land-
helgi gegn þeim. Við verðum þvi að horfast i augu
við það enn um sinn, að erlend veiðiskip stundi of-
veiði og rányrkju hér við land. Og friður i samn-
ingum verður of dýru verði keyptur, þar sem hér
er um að ræða þaulvanar samningaþjóðir. Við
verðum að láta okkur nægja að bita á jaxlinn og
bölva i hljóði.
Skynsamlegt var af stjórnvöldum að gefa þeg-
ar i upphafi kost á viðræðum við þá aðila, sem
hagsmuna hafa að gæta. Það gefur einhliða út-
færslu okkar geðslegri blæ i augum erlendra
manna. En við skulum ekki gera ráð fyrir, að
neitt komi út úr þessum viðræðum.
Að minnsta kosti Bretar og Vestur-Þjóðverjar
reyna að kreista hvern einasta blóðdropa úr slik-
um viðræðum og ekki skrifa undir neitt nema
hálfgerða eða algera uppgjöf Islendinga. Það er
þvi ástæðulaust á þessu stigi málsins að fjölyrða
of mikið um möguleika á undanþágum frá banni
við veiðum erlendra skipa innan 200 milna.
Þvi meira sem við tölum um nauðsyn á gagn-
kvæmri tillitssemi, svo og um hagsmuni okkar af
vinsamlegum samskiptum við nágrannaþjóðirn-
ar, þvi sannfærðari verða viðsemjendur okkar
um, að við verðum viðráðanlegir og eftirgefan-
legir i samningum. Sanngirni af okkar hálfu
herðir þá bara i kröfugerð sinni.
Þegar er búið að beita okkur flestum þeim við-
skiptaþvingunum, sem Bretar og Vestur-Þjóð-
verjar hafa tök á. Við sætum nú þegar refsitollum
i Efnahagsbandalagi Evrópu og löndunarbanni i
Þýzkalandi. Við getum þvi yppt öxlum, þótt lönd-
unarbann i Bretlandi bætist við. Verði þeim að
góðu.
Við þurfum ekkert á samningum við þessi riki
að halda. Við getum hæglega lifað af eitt þorska-
strið i viðbót. Við vitum nefnilega, að hafréttar-
ráðstefnan mjakast áfram og færir okkur um sið-
ir sigurinn heim. —JK
Visindamennirnir báru saman bækur slnar. Hverju þurfti aö breyta og hvernig
Mœtzt á miðrí leið
,,Við hefðum nokkr-
um sinnum getað farið
fram úr Bandarikja-
mönnum i geimferða-
tækninni,” sagði
prófessor Konstantin
Bushuyev, tæknilegur
yfirmaður Apollo-
Soyuzáætlunarinnar af
hálfu Sovétmanna.
Prófessor Bushuyev
var að rabba við APN-
fréttamennina
Gorokhov og Yefimov
um undirbúning geim-
ferðarinnar, sem nú
stendur yfir og allra
augu beinast að. —
Hann bætti siðan við
brosandi:
,,En Bandarikja-
menn hefðu lika marg-
oft getað skotið okkur
ref fyrir rass.”
Sjálfsagt hafði prófessorinn
það sama i huga og embættis-
menn þess opinbera hafa sjálf-
sagt i öllum rikjum heims:
nefnilega að með meira fjár-
framlagi hefðu þeir getað afrek-
að meiru.
Þótt Sovétmenn teldu sig
standa jafnfætis Bandarikja-
mönnum i geimferðatækninni,
þýddi það ekki, að tækni þeirra
væri eitthvað ámóta. I undir-
búningsviðræðum visinda-
mannanna kom strax i ljós, þeg-
ar þær hófustfyrir þrem árum,
að munurinn á aðferðunum var
gifurlegur.
Það var þvi rétt meira en
bara segja það, að þessir tveir
aðilar tækju höndum saman um
eina sameiginlega geimferð.
Hverju þyrfti að breyta og hvor
skyldi gera það, og hverju væri
hægt að breyta og hvað svaraði
kostnaði?
Þrjózkulegt stolt annars
hvors hefði kæft þessa áætlun i
fæðingu. En báðir gerðu sér
ljóst, að þeir yrðu hvor um sig
að hliöra til fyrir hinum.
„Þegar við eftir langar og al-
varlegar viöræður tókum loks
einhverja tæknilega ákvörðun,
gerðu báðir sér ljóst, að hún
væri sú eina framkvæmanlega.
Það tjóaði ekki að horfa i það,
þótt af henni leiddi breytingar,
sem kostuðu ærna vinnu og fyr-
irhöfn,” sagði prófessor
Bushuyev við fréttamennina.
Þegar hann talaði um ærna
vinnu, var hann ekki að ýkja.
T.d. vildu sovézku visinda-
mennimir ekki gangast inn á
það i fyrstu að minnka þrýsting-
inninni i Soyuzgeimfarinu, áður
en það tengist Appollo. Sú
breyting krafðist nefnilega
þess.að breyta þyrfti flestu þvi,
sem gerði mönnum vært i
sovézku geimfari.
En það var enginn annar kost-
ur betri. Hvorugt geimfarið,
Soyuz eða Apollo, var smiðað
með tilliti til þess að tengjast og
fljúga samtengt. Samsetningin
og smiðin var gjörólik, með
gjörólikum lifsskilyrðum fyrir
áhafnir sinar, ólikum stjórn-
tækjum, ólikum talkerfum.
1 Soyuz hefur hingað til verið
haldið sama þrýstingi og mað--
urinn býr við á jörðinni, 760 mm
hg, og loftið inni i þvi sama
mmmm
Umsjón: GP
blanda súrefnis og köfnunar-
efnis. í Apollo er loftið hreint
súrefni og þrýstingurinn 258
mm hg. Við slikar aðstæður
væri flutningur geimfara milli
geimskipanna algjörlega útilok-
aður. Má þar t.d. nefna eldhætt-
una, sem gerði það að verkum,
að geimfarabúningar sovézku
geimfaranna — er hafa reynzt
þeim ágætlega i gegnum árin —
voru lifsháskalegir inni i Apollo.
Hvernig væri að láta Banda
rikjamennina auka þrýsting
inn inni i Apollo og breyta hlut-
föllum lofttegundanna?
Það hvarflaði þó ekki að
nokkrum sovézkum geimvis-
indamanni að leggja slikt til við
starfsbræður sina i Houston. Til
þess gerðu þeir sér alltof vel
grein fyrir, hvernig hættan fyrir
bandarisku áhöfnina mundi
margfaldast.
Kannski yrði að siða ný geim-
skip? —Það væri út i hött. Alltof
mikið fyrirtæki.
Til greina kom að gera nýja
geimbúninga, sem geimfararn-
ir mættu þá aldrei fara úr. En
þá yrðu þeir að talast við i gegn-
um hjálmana og snerta hver
annan með hönzkum. Það þótti
öllum hálfgert gervistefnumót.
Þeirri hugmynd var hafnað.
Eftir að menn höfðu velt fyrir
sér hverjum möguleika, komust
þeir þannig með útilokunarað-
ferðinni að einu leiðinni, sem
þeim þótti fær: Breyta þrýst-
ingnum i báðum loftförunum
um leið og þau tengdust.
Þannig var hvert vandamál
tekið fyrir i grundvallaratriðum
og i flestum tilvikum mætzt á
miðri leið.
Sovétmönnum þykir árangur-
inn góð sönnun fyrir þvi að
stefna núverandi stjórnvalda
. um bætta sambúð við vestur-
veldin sé hin rétta. Blöð þeirra
gera mikið úr möguleikum
slikrar samvinnu á fleiri svið-
um. Fyrst það tókst svo vel á
sviði geimferða, þvi þá ekki á
breiöari grundvelli, spyrja þau.
Ef samvinnan tókst svona vel á sviði geimferða, hvi skyldi hún þá ekki takast vel á fleiri sviðum? —
spyrja Rússar.