Vísir - 05.08.1975, Síða 6

Vísir - 05.08.1975, Síða 6
6 Vlsir. Þriftjudagur 5. ágúst 1975 vísib Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Hitstjórar: Fréttastjóri: '/Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Þorsteinn Páisson Jón Birgir Pétursson Haukur Heigason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Tengslin við Vestur-íslendinga I Kanada er nú um það bil að ljúka hinum miklu hátiðahöldum vegna aldarafmælis landnáms Is- lendinga i Vesturheimi. Vestur-Islendingar hafa minnzt eitt hundrað ára búsetu sinnar á þessum slóðum á þann hátt, að lengi verður munað. Það á ekki sizt við um þá fjölmörgu íslendinga, sem farið hafa vestur um haf af þessu tilefni og notið þar höfðinglegrar gestrisni. Það er ákaflega fróðlegt fyrir íslendinga hér heima að fylgjast með þvi, hversu mikla rækt Vestur-íslendingar leggja við upprunalegt þjóð- erni sitt og tengslin við Island. Landnámshátiðin nú ber þar glöggt vitni um. Hér hefur verið fylgzt með hátiðahöldunum með mikilli eftirtekt og af miklum áhuga. Á siðasta ári komu út hingað stórir hópar Vestur-íslendinga i tilefni þjóðhátiðarinnar. Hér voru þeir miklir aufúsugestir. Nú hafa ferða- menn héðan f jölmennt til Vesturheims til þess að taka þátt i landnámshátiðinni þar. Þessar heimsóknir sýna lifandi áhuga á þvi að viðhalda þeim traustu tengslum, er verið hafa á milli ís- lendinga hér heima og vestanhafs. Bættar sam- göngur hafa opnað nýja möguleika i þessum efn- um, og það er fagnaðarefni, að þeir skuli hafa verið nýttir eins og raun ber vitni um. Þó að íslendingar i Vesturheimi hafi frá önd- verðu verið trúir borgarar i hinum nýju heim- kynnum og rækt þar félagslegar skyldur sinar, hafa þeir jafnframt unnið að merkilegu islenzku menningarstarfi. Vestanhafs hafa lifað og starfað bæði visinda- og listamenn, sem risið hafa upp úr og auðgað islenzka menningu. Vestur-Islendingar hafa staðið að myndarlegri blaðaútgáfu, oft á tiðum við hinar erfiðustu aðstæður. Sannast sagna er það þrekvirki, að þeir skuli enn gefa út islenzkt blað. Þjóðræknisfélögin eiga mikið starf að baki, og þá er ekki siður ástæða til þess að minnast á kennaraembættið i islenzku við háskólann i Winnipeg. Islenzka þjóðarbrotið i Kanada er ekki fjölmennt á þeim mælikvarða, sem þar gildir, en það hefur verið stórt i sniðum. Um það ber merkilegt starf kyn- slóðanna i heila öld gleggstan vott. Það er mjög athyglisvert, hversu íslendingar i Vesturheimi hafa lagt mikla rækt við að treysta sem mest tengslin við heimalandið. Við megum einnig þakka þeim ötulan stuðning við ýmiss konar framfara- og menningarmál hér heima. Þáttur þeirra i stofnun og uppbyggingu Eimskipafélagsins verður t.a.m. lengi i minnum hafður. Nú þegar öld er liðin frá þvi að fyrstu islenzku landnemarnir settust að vestra, hljóta eðlilega að koma upp ýmiss konar vandkvæði i islenzku þjóðræknisstarfi. Það leiðir af sjálfu sér. Mikið getur þvi verið undir þvi komið að við veitum það liðsinni, sem þörf er á, til þess að viðhalda þessu menningarstarfi íslendinga i Vesturheimi. Ekki er sizt mikils um vert að styðja við bakið á útgáfu Lögbergs-Heimskringlu. Forsetahjónin hafa tekið þátt i landnáms- hátiðinni undanfarna daga ásamt utanrikisráð- herra og i byrjun ársins sótti forsætisráðherra Vestur-íslendinga heim. Hvort tveggja er tákn um það trausta samstarf, sem við viljum eiga við íslendinga vestan hafsins. Séö yfir byggingarsvæöiö, þar sem sjálfur aöaileikvangurinn veröur. Undirbúningur ólympíuleikanna vel á veg kominn hafa reka af henni slyðruoröið, hafa mjög sótt á.Fyrsta stórsigur sinn unnu - þau 1967 þegar Drapeau borgarstjóri fékk þvi ráðið, að heimssýningin i Kanada „Expo ’67” var haldin i Montreal. Tókst svo vel, að þaggaðar hafa verið niður fyrir fullt og llt þær raddir, sem héldu þvi fram að engin borg i hinu frönskutalandi Quebec-fylki væri fær um að halda sh’ka sýningu. Hins vegar eru þeir gagnrýn- endur til, sem vilja taka með varúð bjartsýnisspádómum Drapeaus borgarstjóra um endanlega kostnað af þvi að halda olympiuleikana i Kanada. Reikningurinn er þegar kominn upp i 714 milljónir dollara, en menn uggir, að hann eigi eftir að fara að lokum upp fyrir miiljarð- inn. Drapeau borgarstjóri heldur þvi hins vegar fram, að leikarnir muni að mestu standa undir sér sjálfir fjárhagslega séð. En eins og reikningar standa i dag, þá er þegar kominn á þá 300 til 400 milljón dollara halli, og það þrátt fyrir velheppnað happdrætti, gullminnispeningasölu og fleiri fjáröflunaraðgerðir. Gagnrýnendur Drapeaus halda þvi fram að 3uebec neyðisttil þess að leita á náðir rikissjóðs. I Quebec búa um 30% allra ibúa Kanada. Það þykja þeim of fá bök til að bera 400 milljón dollara bagga. Annars staðar i Kanada lita flestir þetta ólympfuleikjahald hornauga. Sumur af afbrýöisemi, en öðrum vex kostnaöurinn i augum og finnst hann litil nauð- syn. Sambandsstjórninni yrði ekki auðvelt að verja fjárveitingu til Quebec vegna leikanna, enda hefur stjórnin neitað þvi opinber- lega, að hún hyggist gera slikt. En málsvarar þess að halda leikana i Kanada — þar er Drapeau borgarstjóri fremstur i flokki — hafa varið málstað sinn með þvi, að undirbúningur hafi útvegað þúsundum atvinnu og opinberir sjóðir gildnað af skött- um vegna aukinnar eftirspurnar á stáli og byggingarefnum — á tima, sem samdráttur var fyrir- sjáanlegur vegna heimskrepp- unnar. Auk þess vænta þeir sér góðs af ferðamönnum vegna leik- anna. Eftir margra mánaða umræður, ásakanir, úlfúð og tafir framkvæmda er undirbúningsnefnd ólympíuleikanna i Montreal samt sannfærð um, að leikvangurinn geti verið tilbúinn i tæka tíð, þegar setja á íþróttahátíð- ina 17. júlí næsta ár. Vinnudeilur, auk svo andstöðu og gagnrýni þeirra, sem sett hafa sig upp á móti þvi að halda leik- ana i Kanada, hafa leitt af sér tafir við byggingu og gerð aðal- leikvangsins og annarra minni- háttar mannvirkja. Það þurfti dómrannsókn til þess að grafast fyrir um meinið, sem reyndist vera umfangsmikil spilling meðal trúnaðar- og em- bættismanna verkalýðssamtak- anna. Það vándamál var leyst með þvi að vanda vel valið á þeim mönnum, sem i staðinn voru fengnir til þess að ljúka bygging- unni. Sá, sem er nú aðalverktaki á byggingasvæðinu, Roland nokkur Desourdy, segir, þegar hingað er komið framkvæmdum: „Það er hvergi að sjá neinar hömlur framundan og eins og i pottinn er búið, ættu ekki að vera nein vand- kvæði á þvi að ljúka framkvæmd- um á tilskildum tima.” í ólympiuþorpinu, þar sem Umsjón: GP mannvirkjagerðin er ekki jafn- flókin og á aðalleikvanginum og i áhorfendastúkunni, eru verk- takar meira að segja orðnir á undan áætlun. Olympíuþorpið samanstendur af tveim ibúðarhá- hýsum, eins og pýramidar i lag- inu. Ahorfendastúkan sem taka skal 70.000 manns i sæti, er hins vegar i laginu eins og undirskál á hvolfi með gati i miðjunni. Yfir henni skagar siðan 30 hæða turn með veðurathugunarstöð efst i toppnum. Neðst i kjallaran- um verður sundlaugin, þar sem kappsundið verður þreytt. Borgarstjóri Montreal, Jean Drapeau, sem manna mest lagði sig eftir þvi að olympiuleikarnir yrðu haldnir i Montreal, fagnar þessum risamannvirkjum sér- staklega. í þeim sér hann rætast þann draum sinn að gera Montreal að stórborg á heims- mælikvarða. Þaðeru ekkinema 20 ár siðan, að litiö var á Montreal sem hálf- gert krummasker, þar sem mútu- þægni og spilling réði rikjum. Þau öfl i borginni, sem viljað Olympiuþorpiö, eins og þaö Htur út I Montreal, þegar þaö veröur fullgert. Framkvæmdum viö ibúöarhúsin miöar mjög vel áfram, og verktakarnir eru komnir fram úr áætlun.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.