Vísir - 05.08.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 05.08.1975, Blaðsíða 20
VISIR Þriöjudagur 5. ágúst 1975 Bílabryggja Akraborgar- innar til ó fimmtudag „Bilabryggjan fyrir Akraborg- ina var þaulreynd fyrir helgi á Akranesi og reyndist prýðilega”, sagöi Friðrik Þorvaldsson hjá af- greiðslu Akraborgarinnar, en bíiabryggjan hér i höfuðborginni verður tilbúin á fimmtudag. Nú fyrst kemst Akraborgin i gagnið sem bilafcrja og getur hún flutt rúmlega 50 bíla i stað 11 áður, sem þurfti að hifa um borð. „Eftir að Laxfoss strandaði 10. jan. 1944 var mikið bollalagt um framtið þeirra sjósamgangna, sem hófust árið 1891 milli Reykja- vikur og Borgarness”, sagði Friðrik, og hann hélt áfram. „Hinn kunni athafnamaður Gisli Jónsson alþingismaður var okkur til ráðuneytis, og leitað var eftir hentugu skipi allt frá Norður- Ameriku til Miðjarðarhafs. Hug- myndin var m.a. aö kaupa bila- ferju, því fyrir Hvalfjörð var þá hiö mesta tröllaspark. Glsli og Þorkell Teitsson, sim- stöðvarstjóri, ræddu við enskan verkfræðing um flotbryggjur og gáfu þeir honum upplýsingar um aðstööu og veðurlag. Aldrei var ráðizt i þann kostnað að fá álit hans skriflegt, né heldur kostnaðaráætlun. Hins vegar gáfu viömælendur hans svör, sem við drógum saman i eina setn- ingu: „Það er ekki vist að þessi mannvirki standi meðan þau eru i smiöum, eins og aðstæðum er lýst á Akranesi og i Borgarnesi”. Síöan hefur margt breytzt. Stórkostlegar hafnarbætur hafa verið gerðar á Akranesi sl. 30 ár og að þessu leyti er Borgarnes komið á „þurrt land”. Og flotbryggjan verður að veruleika á fimmtudag sem fyrr segir, og er þegar tilbúin á Akra- nesi. , —EVI Bílþjófur í strœtóleik Strætisvagn á leið númer 6 hafnaði utan i stcinsteyptum vegg og Ijósastaur um klukkan eitt að- fararnótt laugardagsins. Ókunn- ugt er, hver ók vagninum. Strætisvagninn stóð með ræsi- lykli i niðri við Lækjartorg klukk- an eitt um nóttina og hafði stræt- isvagnabilstjórinn brugðið sér frá rétt i þann mund, er vakt hans var að ljúka. Er bilstjórinn kom út aftur, var vagninn á bak og burt og fannst hann stuttu siðar við Hofsvalla- götuna, þar sem hann hafði ekið á Ijósastaur og grjótvegg og brotið niður simakassa, sem á honum hékk. Þjófnum virðist hafa verið um- hugað um að fylgja hinni réttu akstursleið strætisvagnsins sem nákvæmast, þvi að leið 6 á með raun réttri leið um Hofsvallagöt- una. Strætisvagninn skemmdist furöanlega litið. JB og guðsorðið,- kokkteill það! — 1150 ungmenni flykkjast til Islands ó kristilegt stúdentamót „Við ætlum að sjá ögn af islandi og kynnast orði Guðs betur,” sögðu þau Ingrid Johanssontannlækná nemi og Yvonne Islande ,,Oj, hér er sko kalt,” sögðu þau og hnepptu jökkunum sinum betur að sér. „Heima i Sviþjóð var 30 gráðu hiti, sól og sumar. Er alltaf svona kalt hér?” Það voru sólbrúnir Sviar á leið á norræna, kristilega stúdenta- mótið i Reykjavik 6.-12. ágúst sem varð svo „Biblfan og island, góður kokkteill það,” sagði Lena Gustavsson við komuna hingað tiðrætt um veðurlagið. „En við erum nú ekki komin til að krunka yfir veðurlaginu, held- ur til að taka þátt í stúdentamótinu, ” bættu þau við og ánægjubros lék um varir þeirra. í Flughöfninni i Keflavik og i Laugardalshöll var ys og þys vegna komu fyrstu hópanna. Það verður einnig mikið um að vera hjá Flugleiðum tvo næstu sólarhringana. í tiu ferðum munu um 1150 útlendingar frá hinum Norðurlöndunum verða fluttir til tslands i stærstu hópferð Flugleiöa frá upphafi. Alls munu nær 1400 þátttakend- ur verða á ráðstefnunni og er það stærsta norræna ráðstefna á Islandi til þessa. Ekkert minna en Laugardalshöll nægði undir allan þann fjölda. Þar verða allar samkomur haldnar og þar á meðal kvöldsamkomur, sem opnar verða almenningi. Búizt er við yfir 2000 á kvöldsam- komurnar. Útlendingarnir munu gista i nærliggjandi skól- um. A leið til Reykjavikur tókum við tvo danska stúdenta tali. Annar þeirra, Asker Höjlund, er við guðfræðinám i Arósum, hinn, Nikolai Engel leggur stund á læknisfræði á sama stað. Aðspurðir sögðu þeir þetta vera fyrstu heimsókn sina til Is- lands. „Við þekkjum þó til íslenzkra sjómanna frá heimabæ okkar, Hirtshals. Meiri krafta- karlarnir það,” sagði guðfræðineminn og hló. Eins og sönnum Dönum sæmdi, söknuðu þeir trjánna og undruðust fjöllin. „Skelfing er nú kalt hér um hásumarið,” sagði Asker að lokum. Við Laugardalshöll stóðu tvær sænskar stöllur og biðu eftir strætisvagninum sem flytja átti mótsgesti til svefnstaðanna. Þær voru Ingrid Johansson, 22 ára tannlæknanemi, og Yvonne Islande, 20 ára kennara- nemi. Ekki hélt ungfrú Islande sig vera með islenzkt blóð I æðum, en þótti augsýni- lega gaman að vera Islande þá stundina. Aðspurðar um ástæðu íslandsferðar, svöruðu þær þvi til, að margar ástæður lægju að baki: Löngun til að sjá ögn af ís- landi, hitta aðra Norðurlanda- búa, en fyrst og fremst væru þær komnar til að kynnast betur Orði Guðs eins og yfirskrift mótsins gæfi tilefni til: Orð Guös til þin. Lena Gustavsson, 25 ára kennari, var að koma á sitt fyrsta stúdentamót. Hún vildi einnig kynnast betur Bibliunni sinni ásamt þvi að sjá ísland. „Góður kokkteill það” og hún brosti viö! —EA FOLSK AÐ- VÖRUN UM ELD í HREYFLI LEIGÐU SÉR FLUGVÉL TIL ÁFENGISKAUPA — óhressir yfir vínveitmgabannmu í Eyjum „Við erum mjög ó- hressir yfir þvi að þetta skuli vera hægt”, sagði annar hótelstjóranna á Hótel Vestmannaeyj- um, Konráð Halldórs- son, i morgun. Það var ekki látið nægja að loka áfengis- útsölunni fyrir þjóðhá- tiðina i Eyjum, heldur var sett bann á vínveit- ingar á hótelinu lika frá og með fimmtudegi. Banninu er aflétt i dag. „Þetta kemur sér mjög illa fyrir okkur”, sagði Konráð. „Við erum að vinna hér að endurbótum, og þurfum að hafa allt i fullum gangi. Gestir voru lika að vonum óánægðir með þessa ráðstöfun”. „Þetta gerir ekki annað en að auka vasapelafyllirl”, bætti hann við, og sagði, að þótt lokað væri fyrir vinveitingar, stæði það ekki I vegi fyrir þvi að menn næðu sér i vin. „Það er vitað mál að menn leigja sér bara flugvél og skreppa til Reykja- víkur til þess að fá vin”, sagði Konráð. Slikt átti sér lika stað fyrir þjóðhátiðina. Aðvörunarkerfi sýndi að eldur væri kviknaður i einum hrcyfli Boeing 727 þotu Flug- leiða, þegar hún var nýlega lögð af staö frá Spáni siðast- liðna nótt, full af farþegum á heimleið. Flugstjórinn sneri þegar við og lenti heilu og höldnu. Við rannsókn kom 1 ljós að bilun hafði orðið i aðvörunar- kerfinu, en eldur fyrirfannst enginn. Af þessu varð samt mikil töf og vélin var ekki lögð af stað heimleiðis á nýjan leik, þegar Vlsir fór I prentun í morgun. - — ÓT. Ekki bindindismót að Galtariœk Bindindismótið að Galtalæk reyndist ekki standa undir nafninu þessa verzlunarmanna- helgi. Sagði lögreglan á Hvolsvelli, að ölvun hefði verið meiri en undan- farin ár, þegar slik mót hefðu verið haldin. Hefðu það einkum verið unglingar, sem hefðu sézt rangla um drukknir, en fjöldi unglinga hefði verið meiri um þessa verzlunarmannahelgi en oft áður. Sagðist lögreglan hafa hirt nokkra tugi áfengisflaskna, þegar leit var gerð i farangri mótsgesta. Um sex þúsund manns munu hafa sótt þessa skemmtun og sagði lögreglan að skemmtunin hefði farið sæmilega fram miðað við hve margt var þarna Veðrið var ágætt fram á sunnudag, en þá fór að rigna. For þá fólk að tygja sig til brottferðar. -HE. Vígbúið slökkviliðið: Brauzt inn til að komast í mónudagssteik Slökkvibflarnir stóðu I röð fyrir utan hús við Asgarð klukk- an sjö í gærkvöldi. Ljósin blikk- uðp og áhorfendur þyrptust að. Skömmu siðar kom slökkvi- liðsmaður gangandi út úr reyknum, sem huldi eina ibúö- ina. Eins og viröulegur þjónn hélt hann á bakka með ljúf- fengri steik á, aö visu eilitið of- bakaðri. Frúin hafði þurft að skreppa snögglega frá og gleymdi þá mánudagssteikinni, sem hún var nýbúin að setja inn í ofninn. Er steikin var orðin vel brunnin gaus upp mikill reykur, og ná- grönnunum þótti nóg um. Slökkviliðið var kvatt til og braut það rúðu I útihurðinni til að komast i steikina. Þegar komið hafði veriö i veg fyrir frekari kokkamennsku hvarf reykurinn fljótt, og áhorfend- urnir hurfu til sins heima^ju

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.