Vísir


Vísir - 05.08.1975, Qupperneq 5

Vísir - 05.08.1975, Qupperneq 5
Vlslr. Þrt5)«4sgnr 5. ágúst 1975 5 TLÖND i MORGUN UTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND Umsjóti: Guðmtmdur Pétursson Hafa fimmtíu gísla á valdi sínu Félagar úr „Rauða hernum" sendir úr fangelsum í Tokyo til Kuala Lumpur að kröfu hryðjuverkamanna 50 manns/ þar á meðal tveir diplómatar af Vesturlöndum, voru í morgun fangar jap- anskra hryðjuverka- manna í ræðismanns- skrifstofum USA i Kuala Lumpur. Fjórir menn, vopnaðir félagar úr „Rauða hernum”, brutust inn i ræðismannsskrifstofurnar i gær og tóku þar höndum ræðis- manninn bandariska. f annarri Handjárnaðir og undir strangri vörzlu sjást félagar Rauða hersins, sem látnir hafa verið lausir úr fangelsum Tokyo, stiga úr flugvélinni, sem flutti þá til Kuala Lumpur I morgun. skrifstofu tóku þeir sendiráðs- ritara Sviþjóðar, Fredrik Berg- enstrahle. — Alls tóku þeir i þessari tólf hæða skrifstofu- byggingu um fimmtiu manns til fanga. Fjórmenningarnir kröfðust þess, að sjö félagar þeirra, sem eru i haldi i fangelsum i Tokyo, yrðu látnir lausir og flogið með þá til Kuala Lumpur. Hótuðu þeir að taka fangana af lifi ella. Flugvél var i morgun á leið- inni til Kuala Lumpur með 5 þessara sjö, sem sleppt hefur verið úr fangelsum að kröfum hryðjuverkamannanna. Tveir vildu ekki fara. Annar bar við veikindum, en hinn kaus ein- faldlega að vera áfram i fang- elsinu. Gerðu fjórmenningarnir sér það að góðu. Á meðan hafði lögregla þess- arar höfuðborgar Malaysiu um- kringt skrifstofubygginguna. Um 600 lögreglumönnum var komið fyrir i henni og umhverfis hana. Hús þetta hefur annars að geyma, auk ræðismannsskrif- stofa Bandarikjanna, ræðis- mannaskrifstofur Sviþjóðar og Kanada, skrifstofur tryggingar- félags og fleira. Hryðjuverkamennirnir komu sér fyrir á niundu hæð hússins með gísla sina og verður ekki að þeim komizt án mannfórna. Þeir kröfðust þess, að lögreglan yrði á brottu, en þeir hafa sam- band við umheiminn i gegnum sima. Að kröfu þeirra var lögreglu- lið við framhlið hússins látið vikja ögn frá. Tan Sri Ghazalie Shaifie, innanrikismálaráðherra Mala- siu, hefur staðið i samningastappi við hryðju- verkamennina. N—írland: Loka yfír- völd aug- unum? Brezka stjórnin liggur « undir ámæli fyrir að hafa— eftir þvi sem haft er fyrir satt — lofað leiðtogum irska lýðveldishersins (IRA) griðum gegn þvi að vopnahlé gildi áfram á Norður-írlandi. Mikill kviði er meðal ibúa á Ir- landi og Bretlandi um að vopna- hléð sé senn i andarslitrunum, en það hefur nú staðið I sex mánuði. James Molyneaux, leiðtogi þingflokks Ulstersamtaka mót- mælenda, bar fram i þinginu i gær fyrirspurn til Merlyns Rees, Irlandsmálaráðherra um, hvort stjórnin hefði lofað foringjum IRA ferða- og athafnafrelsi. Ennfremur krafðist hann • skýringar á þvi, hvi enginn tilraun hefði verið gerð til þess að handtaka Seamus Twomey, sem talinn er vera háttsettur i herráði hryðjuverkasamtaka kaþólskra, þegar Twomey var i Belfast i siöasta mánuði. William Craig, leiðtogi Vanguardflokks mótmælenda, hefur borið upp svipaðar fyrir- spurnir i bréfi til Rees. i Vanguardflokknum telja menn sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir þvi, að Twomey hafi verið handtekinn af herflokki einum i Belfast á mánudaginn i siðustu viku, en verið látinn laus strax aftur að fyrirmælum „æðstráðandi manna”. Twomey er eftirlýstur um allar Bretlandseyjar, siðan hann flúði i þyrlu úr Montjoy-fangelsinu i Dublin fyrir tveim árum. Orðrómurinn um, að brezk stjórnvöld hefðu lofað IRA- foringjanum griðum, komstfyrst á kreik í slðasta mánuði, meðan rettarhöldin i máli Davids O’Connells stóðu sem hæst. O’Connell var talinn yfirmaður herráðs hryðjuverkamanna IRA, en var dæmdur i eins árs fangelsi fyrir aðild að þessum ólöglega félagsskap. 1 réttarhöldunum, sem fóru fram fyrir opnum tjöldum, mælt- istO’Connell til þess við lögreglu- foringja I vitnastúkunni, að hann gerði ekki opinskátt innihald skjals nokkurs sem fannst á O’Connell við handtöku. Sagði hann, að það gætiorðið til þess að vopnahléð færi út um þúfur, ef skjalið yrði gert opinbert. Menn hafa það fyrir satt á Norður-Irlandi, að IRA-leiðtogum hafi verið heitið griðum á ferðum þeirra um landið, svo að þeir geti farið á milli og talið slna herská- ustufélagaaf þviaðrjúfa friðinn. Yfirvöld á N-írlandi hafa borið þetta til baka og segja, að hver sá maður, sem er á skrá lög- reglunnar yfir eftiriysta menn, verði handtekinn, ef hann sést. t lóttafólk hefur streymt frá Luanda í Angola til Lissabon, en tugir þúsunda landnema sltja enn f Angola og biða þess að sleppa á brott. Brjóta og bramla ó skrifstofum komma Þúsundir andstæðinga kommúnista fóru um með brauki og bramli í þorpinu Famalicao í norðurhluta Portúgals í morgun. Múqurinn brauzt inn í skrifstofur og jafnvel íbúðir félaga kommúnista- flokksins og gerði sér bálkesti úr bókum og hús- gögnum stjórnmálaand- stæðinga sinna. Loft hefur verið lævi blandið i Famalicao i gær og i nótt, eftir að hjúkrunármaður og land- búnaðarverkamaður voru skotnir til bana i gærmorgun. Hermenn höfðu gripið til skotvopna til að hafa hemij á lýðnum, sem sótti að skrifstofum kommúnista. Alþýðudemókratar hafa skorað á verzlunareigendur og atvinnu- rekendur að hafa lokað i dag i Famalicao, meðan jarðarför mannanna tveggja fer fram. Samtimis þessu berast þau tiðindi frá Amadoreherskálunum fyrir utan Lissabon, að hægri- sinnaður ofursti, sem Otelo Saraiva de Carvalho, hers- höfðingi (vinstrisinnaður), setti frá I siðustu viku, hafi aftur verið settur yfir herflokk sinn I gær. Áður hafði allur herflokkurinn komið saman til fundar. Carvalho hershöfðingi, sem er yfirmaður Capcon-öry ggis- sveitanna, einn ráðherranna þriggja, sem nú fara með stjórn landsins, sat sjálfur fundinn. Eftir fundinn gaf Copcon út yfirlýsingu, þar sem stofnunin játaði á sig fljótfærni, þegar hún tók mannaforráðin af ofurstan- um, Jaime Neves. Var sagt, að sú fljótfærnisákvörðun hefði verið byggð á röngum upplýsingum. Neves ofursti og tólf foringjar aðrir voru settir af á fimmtu- daginn, eftir fund sem vinstri- sinnaðir liðþjálfar og óbreyttir hermenn höfðu haldið, til þess að krefjast frávikningar þeirra. En eftir fundinn i gær fengu Neves og hinir tólf allir uppreisn æru. Carvalho hershöfðingi þykir þarna hafa beðið mikinn hnekki. Hrópa ó hjólp til að flýja Angóla Portúgalskir landnemar í Angola gengu þúsundum saman um götur miðborg- ar Luanda í gær og skoruðu á erlend riki að aðsfoða sig við að komast úr landi. Hrópandi „Hjálpið okkur úr Angola” gengu um 4000 manns fyrir ræðismannsbústaði Frakka, Bandarikjamanna og Braziliu- búa. — Fyrir framan frönsku ræðismannsskrifstofurnar hróp- aði fólkið „Vive la France” (Lifi Frakkland) og ákallaði Valery Gircard D’Estaing Frakklands- forseta um aðstoð. „Bretar, hjálpið okkur”, var kallað fyrir framan ræðismanns- skrifstofur Breta, en þær standa auðar. Annað veifið heyrist áköf skot- hrið inni i borginni, þegar skæru- liðar hinna striðandi frelsishreyf- inga berjast. Sprengingar kveða við oft á dag.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.