Tíminn - 18.09.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.09.1966, Blaðsíða 9
SUNNUÐAGUR 28. september 1965 9 TÍMINN Frá iðnsýningunni. Sýningarnefnd hefur verið örlát á verðlaun og happdrætti, enda á það vel við tíðarand- ann .Hér fær 25.000 gesturinn vandaðan stól að giöf. Auk þess hafa marga daga verið happdrætti og vinningar vandaðir. Þótt 50 þúsund manns hafi þegar séð sýninguna ,eiga vafalaust margir eftir að bætast við, þóft nú taki a'ð síga á seinni hluta sýningartímans. Ástæða er til þéss að hvetja fólk til þess að skoða sýninguna. M^nn og málofni Fjölsótt iðnsýning ISnsýningin hefur nú staðið nokkrar vikur og verið fjölsótt. Munu nú um 50 þúsund gestir hafa skoðað hana, og verður það að teljast gleðilegur vitnisburð- ur um áhuga þjóðarinnar fyrir íslenzkum iðnaði, íslenzku fram- taki og ísienzkum varningi, og vafalítið má einnig telja það merki þess, að þjóðin geri sér ljóst þrátt fyrir allt, að lífskjör og efnahagur þjóðarinnar í fram tíðinni hlýtur að byggjast í sí- vaxandi mæli á viðgangi íslenzks iðnaðar, eins og fyrirsvarsmenn iðnaðarins hafa margoft bent á. Iðnsýningin og öll upplýsinga- þjónusta þeirra, sem fyrir sýn- ingunni standa bera einnig ljóst vitni um góða smekkvísi, hug- kvæmni og markvíst starf. Virð- ist svo sem framkvæmd sýningar innar öll hafi tekizt með mikl- um ágætum og sé góður vitn- isburður um þá menn, sem þar hafa að verki verið. Iðnsýningin ber því ljóst vitni, að íslenzkir iðnaðarmenn eru vel verki famir, og mörg fyrirtæki hafa töluverðan vélakost. Vör- umar tala þvi máli, að við get- um í flestum greinum framleitt jafngóðar iðnaðarvörur, og ná- grannaþjóðir og þurfum ekki svo teljandi sé að óttast þá hlið samkeppninnar. En jafnframt því að sýna og sanna þessa gleði legu staðreynd segir sýningin okkur aðra sögu, raunasögu og útfararsögu, ýmissa iðngreina. Stjórnin í stúku Sú gamansaga er sögð af ein- um helzta iðnrekanda þjóðarinn- ar, að hann hafi verið heldur úrillur, er undirbúningur sýn- ingarinnar stóð yfir og stundum sagt, að bezt væri að sýna bara ríkisstjómina í einni sýningar- stúku og láta þar við sitja. Það yrði táknrænast um ástand og þróun iðnaðarins þessi misserin. Öllu gamni fylgir nokkur alvara, og þótt iðnrekendur hafi við nánari athugun kosið að sýna annað en ríkisstjórnina, hafa þeir með vissum hætti sýnt það, er undir orðunum býr. Þeir hafa séð til þess, að iðnsýningin yrði einnig nokkur úttekt á ástandi og horfum í iðnaði og um leið metin viðhorf og aðgerðir stjórn arvalda í hans garð. Svo hefur verið hagað til, að iðngreinar hafa veTtð látnar fitdga sér daga á sýningunni, og um leið hafa forystumenn þeirra Mrt yfirlitsgreinar í dagblöðum q£a látið á blaðamannafundum í té upplýsingar um ástand og horfur. Sé litið yfir þessar grein ar, kemur í ljós, að flestar hafa ömurlega sögu að segja um hin ar öfugu klær ríkisstjómarinn- ar og stefnu hennar, og þá sögu er ekki aðeins hægt að lesa milli línanna, heldur er hún oftast sögð beram orðum. Skólaus iðnsýning íslendingar hafa lengi talið með réttu nokkra undirstöðu lífs síns í landinu að eiga eitt- hvað á fæturna og geta gert sér skó /á fæturna. Þetta hafa þeir löngum getað, og það var ein- mitt einn fyrsti visir iðnaðar hér á landi, að menn tóku að gera sér skó í nýjum stíl. Skó- iðnaður reis á sæmilegan legg, og nokkrar skóverksmiðjur voru til í landinu. íslenzkir skór hafa og verið á flestum iðnsýn- ingum hér, en nú bregður svo við, að hvergi er að finna sýn- ingarstúku, er sýni íslenzka skó- gerð. Orsökin er sú, að allar skóverksmiðjur íslenzkar hafa verið niður lagðar nema ein, skóverksmiðja samvinnumanna á Akureyri, sem þó hefur nú orðið að draga mjög saman segl. Varla þarf að gera því skóna, að úr rakni fyrir þessari iðn- grein meðan núverandi ríkis- stjórn situr, en hart er til þess að vita, ef íslendingar eiga að verða alveg upp á aðra komn ir með að fá eitthvað á fæturna. Orsök þess, að skóiðnaðurinn hefur þannig fallið fyrir róða, er þó alls ekki sú, að íslendingar gætu ekki gert sér skó í verk- smiðjum, heldur hin sama og orðið hefur fótakefli fjölmargra annarra iðngreina síðustu árin, að stjórnvöld landsins hafa ekki viljað láta iðnaðinn sitja við sama borð og aðrar meginat- vinnugreinar um lánveitingar, ekki viljað veita honum hæfi- legan aðlögunarfrest gegn tolla- lækkumpn eða tryggja honum eðlilega samkeppnisaðstöðu með öðrum hætti. Útflutningsiðnaður úr sögu. Menn muna það gerla, að for- maður Félags íslenzkra iðnrek- enda kvað hiklaust svo að orði í áramótaboðskap sínum, að ým- is útflutningur iðnvarnings, sem sem virzt hefði allálitlegur fyr ir nokkrum árum, væri nú alveg úr sögu í óðaverðbólgunni. Ým is iðnfyrirtæki, sem hefðu búið sig undir það að flytja út iðn- vörur, hefðu orðið að hætta við það. Þessi staðreynd speglast mjög greinilega á iðnsýningunni, og táknrænt dæmi um þetta eru afdrif unninnar ullarvöru. Ála- foss fékk sér t.d. miklar vélar til þess að vefa gólfteppi til út- flutnings. Þetta gekk allvel fyrst en nú er svo komið, að þessar vélar vinna með hálfum afköst- um, því að útflutningurinn er úr sögu, en ullin flutt óunnin út í stærri stíl. Um þetta segir t.d. Ásbjörn Sigurjónsson í grein um vefjariðnaðinn fyrir nokkrum dögum: „Nú á síðasta ári var gerð til- raun með útflutning á ullarbandi og flutt út 150 tonn, en vegna launa- og annarra kostnaðar- hækkana á þessu ári, auk verð- lagningar íslenzku ullarinnar, varð að hætta við útflutning á ullarbandinu, þó að það gæfi 50% hærra verð en á óunn- inni ull. Ársframleiðslu á hreinni ull árið 1966 má áætla um 900 tonn, og samkvæmt lauslegri áætlun munu íslenzku ullarverksmiðj- urnar nota 4—500 tonn til fram- leiðslu fyrir innlendan markað. Auk þess munu Gefjun og Hekla á'Akureyri nota um 130 tonn í værðarvoða- og peysuútflutn- ing sinn til Rússlands. 350 tonn verður því að flytja út sem óunna ull, þrátt fyrir það að hér á landi séu verksmiðjur, sem gætu við eðlilegar aðstæður unn ið þessa ull í verðmeiri vöru til útflutnings," sagði Ásbjörn. Segja má, að allur snyrtivöru- iðnaður landsins, og töluvert af almennum hreinlætisvörum hafi nú þurrkazt út, en þetta var orðin álitleg iðngrein. Um sæl- gætisútflutning segir svo í grein i Morgunblaðinu 9. sept: „Forsvarsmaður fyrirtækjanna sagði. að vonlaust væri fyrir ís- lenzkt fyrirtæki að standast sam keppni við erlenda framleiðend- ur á sælgæti, nema.tollum og verðlagi verði breytt, . • en hann taldi líklegt, að allt sæl- gæti yrði frjálst innan skamms tíma.“ Um matvöruiðnaðinn segir svo í Morgunblaðinu sama dag eftir upplýsingum frá forystu- mönnum sýningarfyrirtækj- anna: „Framleiðsla ofangreindra 18 fyrirtækja er hin margbreytileg- asta, og ótvírætt er, að hún stenzt fyllilega samanburð við sams konar erlenda framleiðslu að því er gæði varðar. Mörg greindra fyrirtækja hafa þó átt stöðugt vaxandi erlendri sam- keppni að mæta, og flest þeirra eru skattlögð mjög freklega af hálfu hins opinbera." Um niðursuðuverksmiðjuna Ora segir Mbl.: „Fyrirtækið telur sig geta selt ýmsar framleiðsluvörur sínar á erlendan markað, en nær ekki framleiðslukostnaðarverði." „Skrum og rangtúlkun“ ^ Kristján Friðriksson, forstjóri Últímu, lét m.a. svo um mælt í viðtali í Tímanum 2. sept sl. „Mér finnst iðnsýningin sem heild falleg og vel heppnuð, og stúkurnar mjög glæsilegar hjá mörgum fyrirtækjum, og hús- næðið virðist hentugt til þessara nota. Hitt er svo annað mál, að þetta eru erfiðir tímar hjá mörg um iðnfyrirtækjum, og það er að mínum dómi skrum og rang- túlkun að telja sýninguna sönn un þess, að aðstaða iðnaðarins sé yfirleitt góð, enda þótt sýningin sé vel heppnuð. Ég tel mig þvert á móti geta fullyrt, að mörg iðn fyrirtæki eiga í miklum erfið- leikum.“ I Hann tekur síðan sem dæmi saumaiðnaðinn og telur ástæð- una m.a. þá, „að mikið er flutt inn af „dumping“ vöra í þessari iðngrein. Gengisstaðan, eins og hún er nú, étur upp tollvernd- ina, svo að ekki er að undra, þótt samkeppnisaðstaða okkar sé erfið við vörur, sem fluttar eru frá löndum, þar sem sáralítið kaup er greitt, og varan verð- felld óeðlilega þar að auki.“ „Þess má geta,“ segir Kristján ennfremur, „að um leið og keypt eru föt hjá okkar innlendu fram leiðendum, þá greiðir viðkom- andi um leið allt að 1000 krón- um í fjárhirzlur ríkis og borgar í gegnum þær tólf eða fjórtán tegundir skatta, sem fyrirtækj- um er nú orðið gert að greiða.“ „Það er staðreynd,“ segir Kristján, „að verðbólgan hefur étið upp rekstrarfjármagn iðn- fyrirtækja og starfsemi margra iðnfyrirtækja er í fullkominni úlfakreppu vegna rekstrarfjár- skorts, jafnvel hjá þeim fyrir- tækjum, þar sem aðrar aðstæð- ur eru við hlítandi.“ Loforð um aðlögun artíma svikin í fyrradag var svo dagur raf- magnsiðnaðarins á sýningunni. Af því tilefni átti einn elzti, traustasti og mikilvirkasti iðn- rekandi landsins, Axel Kristjáns son í Rafha, tal við dagblöðin, sem hafa m.a. eftir honum þessi ummæli um afkomu þess iðn- aðar: „Þessi hópur hefur ekki sízt orðið fyrir barðinu á erlendum innflutningi, og framleiðslan hef ur því dregizt saman. Tollvernd er hvergi nærri eins mikil og oft er látið í veðri vaka, og stundum er tollurinn á fullunn- um iðnaðarvörum lægri en á hráefninu sjálfu. Meirihluti okk ar iðnaðar er hvað tolla snertir í 35 prósent og allt upp í 100 prósent flokki. Þáð er talað mik- ið um lánsfé og hagræðingarlán til iðnaðarins — og ekki eyrir kominn af þessu enn. Það hefur heldur ekki verið staðið við lof- orðin um aðlögunartíma iðnað- arins — umþóttunartímann hans Bjarna Ben. Sumar þessar tollalækkanir skullu á alveg fýr- irvaralaust.“ Hér hafa verið tínd til nokk- ur dæmi þess, sem forystumenn iðnaðarins hafa haft að segja um afkomu iðnaðarins þessi misser- in og viðhorf stjórnarvalda til hans, en það er þó aðeins lítið stef af þeim söng. Af miklu meira er að taka. í fyrradag voru verðlaunaðar smekklegustu sýningarstúkum ar á sýningunni og fékk stúka steinsmiðju, sem m.a. framleið- ir fallega legsteina auk margra annarra þarfra hluta, fyrstu verðlaun, og er vafalaust vel að þeim komin, því að þarna réð smekkvísi og listbragð, og stein- smíði er mikill og góður iðnað- ur. En ýmsum kann að virðast atburðurinn táknrænn um val- inn í íslenzkum iðnaði síðustu árin, og eins konar ályktun iðn- rekanda um það, og þótt margt sé á hverfandi hveli, geti það varla talizt óvarleg spásögn um framtíðina, að legoteinagerð muni halda velli, jafnvel þótt núverandi ríkisstjórn verði lang líf í landinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.