Tíminn - 18.09.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.09.1966, Blaðsíða 12
12 TÍMINN SUNNUDAGUR 18. september 1966 BJÖRN JÓNSSON: PRENTIÐNAÐU PAT MOSS OG ERIK CARLSSON í tilefni heimsóknar þessara heimskunnu kappaksturshjóna Mun ERIK CARLSSON f,Y*Ía FYRIRLESTUR og sýna KVIKMYNDIR % m. a- frá „Afríku Safari" og „Monte Carlo kappökstrum í Háskólabíói, þriðjudaginn 20. sept. kl. 7 e. h. og 1 Borgarbíói, Akureyri, miðvikudaginn 21. sept kl. 6.30 e h- AÐGANGUR ÓKEYPIS S A A B A/B. SVEINN BJÖRNSSON & CO PIANO TIL SOLU Gamalt þýzkt píanó til sölu, mjög ódýrt, að Víg- hódastíg 19 í Kópavogi. Sumarbústaðaland Verkalýðsfélag 1 Reykjavík óskar eftir sumar- bústaðalandi, sunnan — eða vestan lands. Þeir sem vildu sinna þessu sendi upplýsingar um land, er til greina gæti komið á afgreiðslu blaðs- ins merkt: „Sumarbústaðaland“ fyrir 1. okt n. k. PUSSNINGAR- SANDUR VIKURPLÖTUR Einangrunarplast Seljum allar gerSir af pússningasandi, helm- fluttan og blásinn *nn. Þurrkaðar vikurplötur oa einangrunarplast. Sandsalan við Elliðavog st Elliðavogi 115, sfmi 30120. Björn SveinbiSrnsson. hæstaréttarlögmaður Lögfræðiskritstofa Sölvhólsgðtu 4, Sambandshúsinu 3 hæð Simar 12343 og 23338 LAUGAVEGI 90-92 Stærsta úrval bitreiða s einum stað — Salan e» örugg hjá okkur Jón Evsteinsson, lögfræðingur Lögfræðiskritstota Laugavegi H, slmi 21916 TRICEL KVENKJÓLAR E L F U R Laugavegi 38, Skólavörðustig 13, Snorrabraut 38. Jón Grétar Siaurðsson héraðsdómslögmaður Austurstræti 6, simi 18783 Prentun er elzta iðngrein á ís- landi — fyrsta prentsmiðjan var sett upp um 1530 á Hólum í Hjalta dal, og var Jón biskup Arason frumkvöðull þess. Þegar einangr un landsins og fólksfæð er höfð í huga er það furðu snemma sem hér er farið að prenta — í Dan- mörku kom prentsmiðja inn 1482, en Norðmenn fengu fynstu prent smiðju sína ekki fyrr en 1643, eða rúmri öld eftir að prentsmiðjan var sett upp á Hólum. Framan af var prentsmiðjan ekki nema ein og átti oft erfitt uppdráttar. Upp úr siðaskiptum var prentsmiðjan flutt að Breiða bólstað í Vesturhópi, og þaðan er elzta íslenzka bókin sem enn er til, Passio eftir Antonius Corvinus, sem Oddur Gottskálksson hafði þýtt. Guðbrandur Þorláksson lét flytja prentsmiðjuna aftur að Hól um árið 1572 og þar var hún til 1685, er hún var flutt suður að Skálholti. Þaðan var hún flutt aft- ur að Hólum árið 1703 og var þar til 1799. Á þessari fyrstu hálfu þriðju öld íslenzku prentsmiðjunn- ar var ekkert prentað annað en bókmenntir guðfræðilegs eðlis. Á þessu varð breyting þegar Hrappseyjarprentsmiðja tók til starfa 1773, en þar voru prentað ar bækur um hagnýtari efni: landa fræði, búskap, lögfræði en auk þess skemmtiefni svo sem rímur og sögur. Ekki stóð prentsmiðjan sig samt vel fjárhagslega, enda dundu þá Skaftáreldar yfir og fylgdi þeim mesta hallæri sem sögur fara af hér. 1795 var prentsmiðtjan flútt úr Hrappsey að Leirárgörð um og þaðan 1819 íViðey, þar sem hún var til 1844. Það ár var hún flutt til Reykjavíkur og nefndist Landsprentsmiðjan fram til 1876 er Einar Þórðarson, prentari, eign aðist hana og rak áfram í 10 ár. Þegar hér er komið sögu fer nú tíminn að halda innreið sína, a. m. k. hvað nöfnum prentsmiðjufyrir tækjanna viðvíkur. Árið 1877 stofn aði Björn Jónsson, ritsrjóri, síðar ráðherra, ísafoldrarprentsmiðju. Níu árum síðar keypti hann prent smiðju Einars Þórðarsonar og sam einaði sinni, og má þessvegna með nokkrum rétti segja að sú smiðja geti rakið ætt sína til hinnar fyrstu prentsmiðju á HóJum. Af prentsmiðjum sem enn starfa eru þessar elztar auk ísafoldar- prentsmiðju: Prentsmiðja Björns Jónssonar, Akureyri (1879), Fé- lagsprentsmiðjan (1890), Prent- verk Odds Björnssonar, Akureyri (1901) og Prentsmiðjan Guten- berg (1905). Ekki er staður hér til þess að rekja þessa sögu lengri en eftir því sem afkoma lands- manna hefur batnað, hafa verk- efni smiðjanna aukizt og h<*fur það orðið grundvöllur að stofnun margra fyrirtækja. einkum á ár- unum eftir síðari heimsstyrjöld. Hafa sum þesara yngri fyrirtækja sérhæft sig á þröngum og oft nýj um sviðum, en önnur hasiað sér völl á breiðari grundvelli. Mikil gróska er nú í iðninni, og hafa ís- lenzkar prentsmiðjur getað bætt mjög tækni sína og starfsmenn þeirra kunnáttu sína, eins og hvað skýrast kemur fram hvað snertir lit- og myndprentun, sömuleiðis hefur leturúrval og uppsetning prentgripa yfirleitt tekið miklum framförum. Ekki verður skilizt við þetta efni án þess að geta þeirrar ein- kennilegu staðreyndar, að þessi elzta iðngrein landsmanna mun ein af táum iðngreinum i heimi, sem una verður þvi. að fulluanar framleiðsiuvörur ertendra keppi- nauta hennar eru fluttar algerlega tollfrjálst til landsins, á sama tíma og fjárfestingarvörur innlendra framleiðenda og hráefni bera há aðflutningsgjöld. Að vísu segja tollskrárlögin, ag verulegur tollur eigi að vera á íslenzku máli, en undanþágur frá því ákvæði manu auðfengnar. Vonandi kemur að því, að ís- lenzkum prentsmiðjum verði búin betri aðstaða hvað þetta misrétti snertir, svo að þeim verði geit kleyft, að tileinka sér framvegis sem hingað til nýjustu tækni. Ann ars gæti svo farið, að þessi mikils verði þáttur nútíma fjölmiðlunar yrði allt í einu efcki samkeppois fær við erlenda aðila eftir að hafa verið það í rúm 400 ár. Væri þá illa komið málum, jafn tengdur og hann er íslenzkri menningu. Bjöm Jónsson. HÖGNI JÓNSSON LögfræSi- og fasteignastofa SkólavörSustfg 16, sfmi 13036, heima 17739. TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreíðsla. Sendum gegn póstkröfu. Guðm. Þorsteinsson, gullsmiður, Bankastræti 12. SERVIETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. ÖKUMENN Látið athuga rafkerfið 1 bflnum. Ný mælitækL RAFSTILLING. Suðurlandsbraut 64, simi 32385 (bak við Verzlunina Alfabrekku), Skúli J. Pálmason* héraðsdómslöqmaður Sölvhólsgötu 4, Sambanrishúsinu 3. hæð Simar 12343 og 23339 Auglýsið i TÍMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.