Tíminn - 18.09.1966, Blaðsíða 14
SUNNHÐAGUIt 18. scptember WS6
14
TfMINN
Krist ján Oddsson
aðstoðarbanka-
stjóri
Frá Verzlunarbankanum.
Á fundi bankaráðs Verzlunar-
banka íslands h.f., sem haldinn
var 1 gær var samþykkt a3 skipa
Kristján Oddsson aðstoðarbanka-
stjóra við bankann.
Kristján Oddsson hefur undan-
farin ár gegnt störfum skrifstofu-
stjóra við bankann.
Kristján er fæddur í Reykjavik
1. september 1927 sonur hjónanna
Sigríðar Halldórsdóttur og Odds
Björnssonar. Hann lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1947 og hóf
skömmu síðar verzlunarstörf.
Hann réðist árið 1960 til starfa
við Verzlunarsparisjóðinn sem full
trúi en skrifstofustjóri Verzlunar-
tbankans hefur hann verið frá
því 1962.
Kristján Oddsson er kvæntur
Kristborgu Benediktsdóttur og
eiga þau hj'ón 5 börn.
17. september 1966.
Kristián Oddsson
INNBROT
HZ-Reykjavík, laugardag.
í nótt var lögreglunni tilkynnt
um mann, sem var að brjótast inn
í radíóbúð í miðbænum. Lögreglan
handtók manninn, sem fluttur var
til gistingar inn í Síðumúla.
Útgerðarmönnum boðnar
tæknilegar leiðbeiningar
Kskifélagið hefur tekið upp þá
nýbreytni í starfsemi sinni að gefa
útgerðarmönnum kost á tæknileg-
um leiðbeiningum um fiskileitar-
og siglingatæki.
Hefur Hörður Frímannsson, raf-
magnsverkfræðingur, verið ráðinn
í þetta starf frá og með 1. sept.
s. 1. og verður hann ofannefndum
aðilum til ráðgjafar um þessi efni.
Mun hann jafnframt skipuleggja
námskeið um viðgerðir og með-
ferð þessara tækja fyrir viðgerð-
armenn og skipstjórnarmenn.
Slátrun haf
in hjá S.S.
KT-Reykjavík, laugardfag.
Slátrun er hafin í Reykjavík og
var fyrsti dagur slátrunarinnar s. 1.
miðvikudag, að þyí er Vigfús Tóm-
asson hjá Sláturfélagi Suðurlands
tjáði blaðinu í dag. Sagði Vigfús,
að slátursala væri ekki hafin enn,
vegna þess að Framleiðsluráð hefði
ekki enn ákveðið verðið á slátur-
vörum.
í gær var slátrað 441 kind í slát
urhúsi félagsins við Skúlagötu og
Kátir félagar
á feröalagi
KT-Reykjavík, laugardag.
Danshljómsveitin Kátir félagar
lagði af stað í dag í ferðalag um
Austurland, en þar ætla félagarn-
ir að skemmta fólki næstu tvær
vikur.
Kátir félagar eru þrír: Gunnar
Gunnarsson, sem_ leikur á gítar,
Guðmundur Óli Ólason, sem leik-
ur á dragspil og Jóhannes Svein-
björnsson á trommur. Þeir félag-
arnir leika lög fyrir fólk á öllum
aldri og annast sönginn sjálfir.
VélahreincierninQ
Vanir
menn.
Þrifaleg,
fljótleg,
vonduð
vinna
Þ R I F —
sfmar
41957 og
33049
Þökkum innilega auSsýnda samúð við fráfall og útför föður
okkar, tengdaföður og afa
Jóhanns Kr. Hafliðasonar,
húsasmíðameistara, iFreyjugötu 45
Hafliði Jóhannsson, Svanfríður Ingibergsdótttr,
Vigdís Jóhannsdóttir, Einvarður Hallvarösson,
Gunnsteinn Jóhannsson, Steinvör Egilsdóttir,
Jón Jóhannsson,
Valgerður Guðmundsdóttir,
og barnabörn-
Útför mannsins míns
Borgars Sveinssonar
fyrrverandi verzlunarstióra á Drangsnesi fer fram frá Fossvogs-
kapellu, þriðjudaginn 20. sept kl. 10,30 f. h.
Athöfninni í kirkju verður útvarpað.
Fyrir mfna hönd og annarra vandamanna,
Soffía Bjarnadóttir.
voru þær kindur aðallega úr Kjós,
Kjalarnesi og Mosfellssveit. Sagði
Vigfús, að vænleikinn væri held-
ur lakari en í fyrra, en það gæti
skánað á næstunni.
Sláturfélagið mun reka slátur-
sölu, þegar verð á slátrinu hefur
verið ákveðið, og verður afgreiðsl-
an á Laugavegi, þar sem verzlunin
Ás var staðsett.
Sláturfélag Suðurlands rekur
sláturhús um allt Suðurland. Eru
húsin við Laxá í Leirársveit, á Sel-
fossi, Hellu, Djúpadal, Vík í Mýr-
dal og á Kirkjubæjarklaustri.
Sagði Vigfús, að slátrun væri haf-
in í öllum þessum húsum, nema í
Vík og á Klaustri, en þar hæfist
slátrun næstu daga.
OLFUSRETTIR
22. SEPT.
Það var ekki rétt, sem sagt var
hér í blaðinu fyrir nokkru, að
Ölfusréttir væru 21. sept. Þær hafa
verið á fimmtudegi og verða því
að þessu sinni fimmtudaginn 22.
september.
SKIPAÚTG6R0 RIKISINS
M.s. Herftubreið
fer vestur um land í hring-
ferð 22. þ. m. Vörumóttaka á
mánudag og þriðjudag til Bol
ungarvíkur, Ingólfsfjarðar,
Norðurfjarðar, , Djúpavíkur,
Hólmavíkur, Hvammstanga,
Blönduós, Skagastrandar, Sauð
árkróks, Ólafsfjarðar, Kópa-
Skers, Þórshafnar, Bakkafjarð
ar, Vopnafjarðar, Borgarfjarð
ar, Mjóafjarðar, Stöðvarfjarðar
Breiðdalsvíkur og Djúpavogs.
Farseðlar seldir á mánudag.'
M.s Hekla
fer vestur um land í hring-
ferð 27. þ. m. Vörumóttaka á
mánudag og þriðjudag til Pat-
reksfjarðar, Tálknafjarðar,
Bíldudals, Þingeyrar, Flateyr-
ar, Suðureyrar, ísafjarðar,
Siglufjarðar, Akureyrar, Húsa
víkur, Raufarhafnar, Seyðis-
fjarðar, Norðfjarðar, Eskifjarð
ar, Reyðarfjarðar og Fáskrúðs
fjarðar. Farseðlar seldir á
mánudag 26. þ. m.
Wn r • 4lf 11 y
fer til Vestmannaeyja cg
Hornafjarðar á miðvikudag.
Vörumóttaka á þriðjudag.
Óþarfi ætti að vera að benda á
þýðingu starfs sem þessa. í ís-
lenzka fiskiskipastólnum nemur
verðmæti slíkra tækja mörg hundr
uð milljónum króna. Geta bilanir
eða gallar í slíkum tækjum eða
óhentug tæki valdið útgerðarfyrir-
tækjum og þjóðinni í heild mikl
um skaða.
\
Fiskifélagið vonast til þess .að
starfsemi þessi geti orðið viðkom-
andi aðilum að liði og væntir góðr
ar samvinnu við útgerðarmenn og
skipstjórnarmenn.
VOPNAST HUGSJÓNUM
Framhald af bls. 1.
bandarískar flugvélar í gær og
hinn 5. og 9. september hafi
bandarískar flugvélar ráðist á skot
mörk innan landamæra Kína.
Að því er fréttastofan segir lask-
aðist ein bandarísk þota af gerð-
inni F-105 Thunderrhief í loftorr-
ustunni, sem átti sér stað yfir
Chuang-héraði nálægt landamær-
um N-Vietnam. Stefna bandarísku
ævintýramannanna er ljós, segir
Dagblaða alþýðunnar, þeir vilja
breiða stríðið út — en okkar
stefna liggur ekki síður ljós fyrir.
Við aðvörum bandarísku árásar-
mennina og leggjum áherzlu á, að
hin dugmikla kínverska þjóð, með
hugsjónir Mao Tse-tung að vopni
óttast ekki stríð, í hvaða formi
sem er, segir í áðurnefndi ritstjórn
argrein.
UPPSALABRÉF
Framhald af bls. 8
hverju þorpi, meðan frjálslynd
ir eu meira á línu sóc. dem.
að byggja upp stærri miðstöðv
ar, sem þá geta veitt fjölbreytt-
ari atvinnumöguleika og þjón-
ustu. Augljósastur er þó mun-
urinn hvað viðkemur sjónvarps
og útvarpsmálinu. Þar vilja
frjálslyndir fullkomið frelsi og
láta auglýsingar standa undir
kostnaðinum fyrir dagskrá nr.
tvö, sem nú er verið að undir-
búa, meðan miðfokkurinn hér
er sammála sóc. dem. um að
viðhalda því eindæmi ríkisins,
sem nú ríkir í þessu efni. Þetta
meðal annars vegna óttans að
frjáls auglýsingastarfsemi í
sjónvarpi (nú eru engar aug-
lýsingar leyfðar ) drepi minni
fyrirtæki, sem ekki geta keppt
um auglýsingutímann. Frjáls-
lyndir halda því fram, að slíkt
fyrirkomulag gefi þjóðinni
ókeypis sjónvarpsfyrirtæki,
vegna þess að aukin og bætt
auglýsingatækni auki umsetn
inguna svo að aukinn auglýs-
ingakostnaður þurfi ekki að
hækka vöruverð.
Eins og vant er þá er það
hægri flokkurinn, sem er svarti
sauðurinn í stjórnarandstöð-
unni. Við undanfarnar kosning-
ar hafa þeir kastað einhverri
bombu, sem oftast hefur hitt
þá sjálfa og gefið sóc. dem.
velþegin áróðursatriði, sem
þeir hafa nýtt til hins ýtrasta.
Eitt áhrifaríkt vopn sós. dem.
hefur verið röksemdir sem:
„Það er þessi hægriflokkur, sem
milliflokkarnir ætla og verða að
vinna með eftir kosningarnar."
Þetta vita milliflokkarnir vel
og eru þess vegna á verði. í
þetta sinn er það skattalækk-
unartillögur hægrimanna, sem
hrella mest. Hægri menn vilja
vinna bug á verðbólgunni með
því að lækka skatta til mikilla
muna. Þeir vilja samtímis
lækka útgjöld ríkisins með því
að leggja gjöld og tolla á sitt-
hvað, sem nú er kostað af rík-
issjóði. Þeir nefna vega- og
brúatoll, hjúkrun gamalla megi
borga með ellilífeyrinum, og
sitthvað fleira. Samkvæmt út-
reikningum fjármálaráðuneytis
ins vantar þó talsvert upp á
að endarnir nái saman. Þar
stendur þó fullyrðing móti full-
yrðingu. Og hvernig skattalækk
un á ,að minnka verðþennsl-
una, það er víst engum ljóst.
Formaður hægri manna segir
að skattalækkunin eigi að vekja
verðmyndunaraflið í þjóðfélag-
inu, hvað sem hann nú mein-
ar með því. Að skattalækkunin
verður mest fyrir hátekjumann
inn er bara í samræmi við heild-
arhugmyndafræði flokksins.
Milliflokkarnir, einkum mið-
flokkurinn, taka asftöðu gegn
skattaævintýri hægri og segja
að hægri flokkurinn fái engin
áhrif á stefnu þeirrar stjórnar,
sem borgaralega stjómarand-
staðan ætlar sér að mynda ef
þeir vinna í kosningunum. Sam
tímis segir Ohlin, formaður
frjálslyndra, að þriggja flokka
stjórn sé eðlilegust, enda yrði
milliflokkastjórn veik minni-
hlutastjórn. Holmberg hægri
maður tekur undir þetta síð-
asta, en bætir gráu ofan á svart
með að segja að eini munur-
inn á stefnu frjálslyndra og
hægri manna sé munur á
áherzlu, og, bætir hann við, auð
vitað verða allir að gefa eftir
í samningum og stjórnarmynd
un.
Á meðan þannig bæði hægri
og frjálslyndir gera eins lítið
og þeira geta úr skoðanamun-
inum, þá fara miðflokksmenn
öfugt að, þeir nota öll tæki-
færi þeir fá, til þess að lýsa
andúð sinni á hægri stefnunni.
Þetta mælist illa fyrir, því að
allir borgaraflokkarnir gerðu
í upphafi kosningabaráttunnar
með sér vopnahlé, til þess að
einbeita sér að sór. dem. Við
kosningarnar fyrir tveimur ár-
um síðan mynduðust kosninga-
samtök borgaranna í stórborg-
unum fjórum á Skáni. Þessi
samtök stilltu þá upp gegn hin-
um gömlu flokkum og unnu
nokkurn sigur. Þau hafa nú
gleypt hægriflokkinn og frjáls-
lynda flokkinn ( Malmö, en
miðflokkurinn neitar enn að
viðurkenna þessi samtök, og
hefur rekið úr flokknum þá
menn, sem taka þátt í samtök-
unum. Af þessu sameiningar-
brölti er nú allt í hringavit-
leysu um allan Skán, reikn-
ingsglöggur sóc. dem. hefur
reiknað út að um 23 mismun-
andi blöndur af hinum þrem
borgaralegu flokkum bjóði nú
fram í samvinnu við miðflokks
menn, sem aldrei hafa átt full-
trúa í borgarstjórn Stokkhólms
Væntanlega verður nú breyt-
ing á því.
Athyglisvert nokkuð við þess
ar kosningar er að æskulýðs-
samtökin hafa í flestum fiokk
um gert byltingu, þegar þau
hafa ekki fengið eins marga af
sínum mönnum á listana eins
og þeim hefur sýnst. Hér er
þess að geta að hver flokkur
getur boðið upp á fleiri en
einn lista í hverju kjördæmi,
og leggjast þá atkvæði
slíkra lista saman og reiknast
öll flokknum sem heild. Það er
bara við útreikninga af því
hverjir hafa hlotið kosningu,
sem listarnir teljast hver fyrir
sig.
f seinustu bæjar- og sýslu-
stjórnarkosningum unnu sóc.
dem. sinn allra stærsta sigur,
fengu 50.5 % atkvæða, í þing-
kosningunum 1964 fengu þeir
bara 47.5%, sem einnig tald-
ist sæmilegt. Komi þeir á milli
þessarra marka í haust verða
þeir áreiðanlega ánægðir.