Tíminn - 18.09.1966, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUK 18. september 1965
TfMINN
7
ÞÁTTUR KIRKJUNNAR
ÁKÆRAN
Haustið er komið og skemmt-
analíf borgarinnar færist í fast
horf. Margir vínveitingastaðir
fyllast um hverja helgi. Biðrað-
ir myndast víða við dyr, þar
sem vinsælustu skemmtikraft-
arnir „troða upp“ hverju sinni.
En jafnframt eykst bölið í
borginni. Uppreisn á heimilum,
agaleysi í skólum, friðleysi í
hjörtunum, í einu orði sagt
hamingjuleysi.
Hver er ástæðan? Altír sjá,
að þetta ætti að vera á annan
veg: Því meiri gleði, því fleiri
skemmtanir, því meiri ham-
ingja.
Harða dóma um unga fólk-
ið vantar ekki. En það gagnar
lítið að nöldra, dæma og refsa.
Það gagnar lítið að auka eftir-
lit, efla lögregluna, stækka fang
elsin og byggja heila höll fyrir
lögregluvarðstöð. Sumir halda
að svipan á lofti og fleiri fang
elsi bæti úr þessu öllu.
En sannleikurinn er að aukn-
ar refsingar og stærri fangelsi
eru ekki annað en einn þátt-
urinn í hringekjuvitleysunnar,
nýsköpun eða nýjasti tízkudans
inn í hringdansinum kringum
gullkálf áfengistilbeiðslunnar.
Og hvað segir unga fólkið um
okkur þessi eldri, sem eigum
að leiða það, leiðbeina þvi og
ala það upp? Það dæmir líka
og ákærir. Dæmir hart og ákær-
ir réttilega.
Aldrei gleymi ég orðum ungr
ar stúlku, sem var drukkin á
einu æskulýðsmóti sumarins.
Hún sagði: „Ég fyrirlít ykkur
þetta „gamla fólk.“ Þið eruð
„ferlega fúl.“ Þið eru hræsn-
arar. Þið kennið okkur að
reykja, drekka og drabba, gefið
okkur peninga og eruð fegin
að losna við okkur að heiman.
Þið hamizt, skámmizt og for-
dæmið okkur, en eruð ekki
skárri sjálf. Hvernig enda, part
ýin“ hjá ykkur meira að segja
í fínustu klúbbum og félögum?
Svo er lögreglunni sigað á okk-
ur, en þið hafið ráð á að fela.
Hvar liggja rætumar, nema hjá
ykkur? Og svo verður að selja
brennivínið með annarri hendi
til að fylla ríkisfcassann, en
hafa svipu „löggunnar“ í hinni
til að halda hræsninni við.“
Þetta var ræða hennar í að-
alatriðum svo að segja orðrétt.
Ég ritaði hana upp nærri strax
og notaði hana fyrir þátt í
predikun: Hvers vegna eru bítl-
amir vinsælli en Kristur? hét
sú ræða. Hvað höfum við gjört
að fyrirmyndum æskunnar.
Auðvitað hugsa ekki og tala
allir svona. Auðvitað er margt
til af vel uppöldu og ágætu
æskufólki. En samt er undar-
lega stutt niður á þessa ákæru.
Og það er of mikill sannleiki
of beizk ásökun í henni.
Og slík ákæra er víða hátt
í huga æskunnar, þeirrar kyn-
slóðar, sem nú verður að taka
við heimi með lík atomsprengj-
unnar í kjölfestu á framtíðar-
fleyi mannkyns, án nokkurs
andlegs afls til jafnvægis þeim
ótta, sem slíkur flutningur hlýt-
ur stöðugt að vekja.
f ritgerð sænskrar stúlku,
sem er í menntaskóla þar í
landi, landi allsnægtanna, sem
margir telja eitt helzta menn-
ingar og velferðarríki verald-
ar kemur sama ákæran fram
en með öðmm orðum. Hún seg
ir:
„Nú á tímum er heimilið að-
eins nokkurs konar kaupsýslu-
stofnun. Þar er aðalatriði að
eignast nóga peninga. Pabbi og
mamma, sem í raun og veru
em heimilið, sjást sjaldan þar.
Þau vinna úti. Hvar finnum við
forystu og fyrirmynd? Hvergi.
Og svo era unglingarnir hing-
að og þangað, eftirlitslausir,
sundraðir, aðhaldslausir. Við
fálmum okkur einhvern veginn
áfram. Hjálp og leiðsögn fáum
við hvergi, því síður samúð eða
skilning. Hvarvetna er fólk að
flýta sér með augun full af
græðgi. „Tíminn er peningar,
segir það. En peningar eru
skelfing. Alls staðar erum við
ofsótt af þessum hlæjandi hjá-
guði. Pabbi vinnur, mamma
vinnur, við vinnum jafnvel líka,
stundum að minnsta kosti. Við
verðum að fá peninga, pen-
inga fyrir nýtízkuklæðnaði,
heimilistækjum og þægindum,
nýtízkuhúsbúnaði, alltaf meira
og meira, fleira og fleira, pen-
inga, peninga.
En ég er ung. Ég er frið-
laus og fátæk í öllum pening-
unum. Ég ákæri ykkur. Þið
hafið ekki tíma til að sinna
okkur. Þið gleymið, að við eig-
um hjarta. Þið metið meira
peninga og álit í þjóðfélaginu
en okkur, sem erum þó ykkar
eigið hold og blóð. Við emm
eins og útburðir og umskipting-
ar eða fórn á altari auðguðsins.
Við viljum kærleika ykkar —
en þið gefið okkur peninga —
þið sinnið okkur ekki og ýtið
okkur svo út í helvíti atom-
sprengjunnar í öryggislausum
heimi græðgi og haturs. í aðal-
atriðum fáum við óskirnar upp
fylltar með eftirlæti og dekri,
mikla peninga, mikið frjáls-
ræði og margar tómstundir. En
þetta er einmitt það sem skap-
ar hættumar. Við eram ekki
sköpuð til að ala okkur upp
sjálf. Handleiðsla, trúnaður,
ástúð er miklu meira virði fyr-
ir vellíðan og hjartafrið okkar
en ótakmarkaður fjöldi að-
göngumiða að skemmtunum og
kvikmyndahúsum."
Þetta er í stuttu máli laus
leg þýðing á ritgerð þessarar
ungu, sænsku menntakonu.
En væri okkur ekki flestum
hollt að íhuga orð hennar. Og
hvað gerum við, hvað gera heim
ilin, og hvað gerir kirkjan til
að bæta úr þessum mistökum."
Kirkjan, stofnun Kristsand-
andans, uppsprettulind og vörð
ur kærleikans og vizkunnar í
mannheimum, hlýtur að taka
tillit til þessarar ákæra. Hvað
gerir hún og hvað getur hún
til að bæta úr þessu böli, sem
ákærar þessara ungu stúlkna
beina til okkar, þeirrar kyn-
slóðar, sem nú ræður mestu?
Safnar hún vegvilltum undir
vængi sér, leitar hún að lamb
inu, sem týndist úr hjörðinni,
sendir hún góða hirðinn þang-
að sem hættan er mest til að
leita og frelsa?
Árelíus Níelsson.
ORÐSENDING
Getum bætt við okkur nokkrum útihurðum, glugg
um og fleiru.
Fljót afgreiðsla.
Trésmiðjan Barónstíg 18
sími 33111 eftir kl. 7 á kvöldin.
TIL
SÖLU
Landrover — diesel 1965.
Upplýsingar í síma 51470.
ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR
úr horðplasti: Format innréttingar bjóða upp
ó annaS hundrað tegundir skópa og litaúr-
val. Allir skópar með baki.og borðplata sér-
smiðuð. Eldhúsið fæst með hljóðeinangruð-
um stúlvaski og roftækjum af vönduðustu
gerð. - Sendið eða komið með mól af eldhus-
inu og við skipuleggjum eldhúsið samstundis
og gerum yður fast verðtilboð. Ótrúlega hag-
stætt verð. Munið að söluskattur er innifalinn
í tilboðum fró Hús & Skip hf. Njótið hag-
stæðra greiðsluskilmóla og
lækkið byggingakostnaðinn. ki
HÚS&SKIPhf • LAUGAVEGI 11 « SfMI 21 S1S
ÍBÚÐ
Tveggja herbergja íbúð
óskast til leigu upplýsingar
í síma 34401.
BRIDGESTONE
HJÓLBARÐAR
Siaukin sala
BRIDGESTONE
sannar gæðin.
Veitir aukiS
ör-yggi i akstri.
BRIDGESTONE
óvallt tyrirliggjandi.
GÓÐ ÞJðMUSTA —
Verrlur op vfðqerðlr,
Simi 17-9-84
Gúmmíbarðinn kt,
Brautarholti 8,
-1 ■■■ . i ;• -.— ---:—
Klæðningar
rökum að okkur Kia'ðnine
ar og viðgerðir á néverki
á bólstruðum húsgcgnum
Gerum einnig tilboð 1 viö
bald og endumfnuc á sæt
um » kvikmvndahúsuro fé-
lagsheimilum áætlunarbd
reiðum og oðrum bifreið
um 1 Revkjavík og nær-
sveitum.
Húsgagnavinnustefa
^iarna oa Samúels,
Efstasundi 21, Reykjavík
simi 33-6-13.
SKÓR-
INNLEGG
Smiða Orthop-skó og tnn
legg eftir máli Hef einnig
tilbúna barnaskó, meö og
án tnnleggs.
Davíð Garðarsson,
Orthop-skAsmiður
Bergstaöastrætl 48,
Síml 18893.
TRÉSMIÐJAN,
Holtsgötu 37,
framleiSir eldhúss- og
svefnherbergisinnréttingar.
MITTO
JAPÖNSKU NinO
HJÓLBASDARNIR
t flestum staorðum fyrirliggjandi
f Tollvörugeymslu.
FUÓT AFGREIÐSLA.
DRANGAFELL H.F.
Skiphoiti 35 - Simi 30 360
*
Il'RÖTTAT.íKl
Vélaverkstæði
BernharSs Hannessonar.
Suðurlandsbrau* 12,
Simi 35810.
BILA OG
BÚVÉLA
SALAN
v/Miklatorg
Sími 2 3136