Tíminn - 20.09.1966, Síða 5
PRIÐJUDAGUR 20. september 1966
Útgefandi: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN
Framkvœmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi . ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug-
lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur í Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastraeti 7. Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur,
s£mi 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands. — í
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f.
Sænsku kosningarnar
Úrslit fy'idsstiórnar -og bæjarstjórnarkosninganna í
Svíþjóð, sera fóru fram í fyrradag, eru mjög athyglis-
verS. Jafnaðarmenn, sem farið hafa með stjórn um all-
langt skeið, biðu mJMnn ósigur. Hinir flokkarnir unnu
flestir á.
Fljótt á litið, munn þessi úrslit koma ýmsum á óvart
MSál velmegun er í Svíþjóð. Óvíða eða hvergi munu lífs-
kjör almenmngs vera eins góð. Ríkisstjórn jafnaðarmanna
hefur margt gert vel. Við hana keppa ósamstæðir flokk-
ar. Samt tapar hún verulega.
Þegar nánar er að gætt, þurfa þessi úrslit ekki að
þykja óvænt. Jafnaðarmenn eru búnir að fara lengi með
völd, og þrátt fyrir það, sem þeir hafa gert vel, ber
stjórn þeirra orðið ýmis merki kyrrstöðu og stöðnunar.
Þegar sami flokkurinn eða flokkarnir eru búnir að fara
lengi með völd, á alltaf viss hnignun og afturför sér stað.
Þess vegna er hollt og nauðsynlegt, að skipt sé um stjórn-
arforustu og stjórnir öðru hvoru. Slíkt hefur alltaf ein-
hverjar æskilegar breytingar í för með sér. Sænskir
kjósendur telja bersýnilegt, að nú sé að koma tími til
þess að skipta um.
Þetta sama gerðist í Noregi fyrir ári síðan. Þar voru
jafnaðarmenn búnir að fara samfleytt með völd um langt
skeið. Það var farið að telja þá óvinnandi, enda andstæð-
ingar þeirra sundraðir í marga flokka. Samt sviptu norsk-
ir kjósendur Alþýðuflokkinn þingmeirihluta sínum í
kosningunum í fyrrahaust. Ný samsteypustjórn miðflokk-
anna og hægri manna tó'k við völdum og hefur tekizt all-
vel það, sem af er
í Bretlandi gerðist þetta fyrir tveimur árum. Þá var
íhaldsflokkurinn búinn að fara þar með völd í rúman
áratug. Stjórn hans hafði verið stórum frjálslyndari og
athafnasamari en af venjulegri íhaldsstjórn mátti vænta.
Samt viku kjósendur henni frá völdum. Verkamanna-
flokkurinn myndaði stjórn, sem studdist við ónógan
meirihluta og gat því litlu komið fram. Hún efndi því
aftur til kosninga síðastl. vetur, og urðu úrslitin þá þau,
að kjósendur töldu rétt að gefa henni fullt tækifæri til
að sýna, hvað hún gæti. Það væri betra að prófa hvað
hún gæti en að fela íhaldsflokknum strax völdin aftur
Þannig telja kjósendur í lýðfrjálsum löndum, að það
sé hollt og gagnlegt að skipta um stjórnir öðru hvoru,
jafnvel þó að fráfarandi stjórnir hafi reynzt sæmilegar.
Hvað þá um þær stjórnir, sem illa reynast?
Fagna sjónvarpinu
Dagblöðin flytja nú þær fregnir, að íslenzka sjónvarp-
ið hefjist nú um mánaðamótin, og í aðalstöðvum þess
sé nú unnið baki brotnu við síðasta undirbúning. Það
leynir sér heldur ekki, að fólk bíður með tilhlökkun og
eftirvæntingu eftir sjónvarpinu, eins og sést á þeim
fregnum blaða, að sala sjónvarpstækja hafi fjórfaldazt
síðustu vikurnar.
Að íslenzka sjónvarpinu stendur sveit ungs fólks, sem
lagt hefur hart að sér við þjálfun og störf og leggur sig
allt fram, sparar hvorki tíma né fyrirhöfn, íeggur á sig
vökur og tvöfaldan vinnudag af því að áhuginn er ein-
lægur og mikill. Lítill vafi er á því, að það mun koma í
Ijós, þegar íslenzka sjónvarpið hefst, að því hefur vel
tekizt, og í raun og veru leyst af hendi Herkúlesarþraut
við erfiðari aðstæður en þeir, sem utan við þetta eru,
geta gert sér í hugarlund. Tilkoma íslenzks sjónvarps
mun verða menningarviðburður, sem þjóðin fagnar.
TÍMINN 5
f.........— ■■■ ■■
Jón Skaftason, alþingismaður:
Skömmtun eða ekki skömmtun?
Morgunblaðið hefur undan-
farnar vikur varið miklu rúmi
til þess að reyna að sanna fyr-
ir Iesendum sínum, að Sjálf
stæðisflokkurinn hafi alla tíð
hatazt við hvers konar höft og
skömmtun, en aftur á móti sé
Framsóknarmönnum hvort
tveggja afar kært. Upphaf þess
ara skrifa má rekja til ræðu,
er Bjarni Benediktsson flutti á
síðasta sumarferðalagi Varðar-
félagsins, en af henni mátti
glöggt skilja undir hvaða
merkjum þeir Sjálfstæðismenn
hyggjast heyja næstu kosninga
baráttu .
Það er í sjálfu sér furðulegt,
ef Sjálfstæðisflokksforustan
trúir því, að innantómt orða-
skvaldur umfrelsisástSjálfstæð
isflokksins umfram aðra flokka
dugi þeim til að komast heilir
í gegn um næstu Alþingiskosn
ingar.
í fyrsta lagi fyrir þá sök, að
reynsla undanfarinna ára vitn
ar sterklega gegn fullyrðingum
þeirra. Mér er ekki kunnugt um
nein þau höft eða skömmtuu,
sem hér hafa verið á undanförn
um áratugum, sem Sjálfstæðis.
menn hafa ekki átt sinn fyllsta
þátt í og jafnvel frumkvæði að
Má í því sambandi minna á, að
þekktasta skömmtunarstofnun
landsins, Fjárhagsráð, hafði að
formanni um árabil einn .af
fremstu mönnum Sjálfstæðis-
flokksins, Magnús heitinn Jóns
son, alþingismann.
f öðru lagi veit ég ekki betur
en Morgunblaðið telji það eitl
af beztu verkum ríkisstjórnai-.
innar að hún hefur haft nokkra
tilburði til þess að þykjast
fylgja áætlunarbúskapþó alltsé
það nú meira í orði en á borði.
En hvað þýðir áætlunarbúskap
ur í þjóðfélagi eins og hcr, þar
sem bæði skortir fjármagn og
vinnuafl til framkvæmda?
Hann þýðir m.a. skömmtun þess
ara eftirsóttu gæða og höft við
framkvæmdir þeirra, sem ráð-
ast vilja í fjárfestingu, sem get
ur verið arðvænleg þeim, er i
hana vill ráðast, þótt ekki sé
■'’-’MisiraaMBnHEöMMKRtwt&aB
Jón Skaftason
hún æskileg skoðuð af sjónar-
hóli hagsmuna almennings.
Frelsið er vissulega gott í
hvers kyns viðskiptum og eng-
an flokk hérlendan vil ég væna
um að hann vilji innleiða hafta
búskap haftanna vegna. Hitt er
svo annað mál að ýmsum finnst
vissar takmarkanir og aðgerð-
ir af hálfu hins opinbéra nauð-
svnlegar ti! að tryggja öran hag
vöxt og almenna velmegun, þeg
ar þær aðstæður eru fyrir
hendi, að ekki er bolmagn til
þess að framkvæma allt í senn,
er einstaklingar, sveitarfélög
og ríkið sjálft vilja framkvæma.
Núverandi ríkisstjórn hefur
vissulega beitt sínum höftum
undanfarandi ár í gegnum lána
stofnanir landsins og hygg ég
að þau hafi síharðnað síðustu
missirin, eins og margur hefur
mátt reyna, sem þurft hcfur á
lánsfé að halda.
Það versta við þessa skörnmt
un og höft er, að þau virðast
einatt koma þar niður, er sízt
skyldi og er sígilt dæmi þessa
lánsfjárskortur fiskiðnaðarins,
sem í mörgum greinum er nú
mjög á fallanda fæti.
Á sama tíma þjóta upp tugir
og hundruð aðila í innflutningi
og þjónustustarfsemi, sem virð
ast hafa allt sitt á þurru og
lánsfjárskortur virðist ekki mik
ill fjötur um fót.
f nýbirtri skýrslu Efnaliags-
stofnunarinnar til Hagráðs er
margar fróðlegar upplýsingar
að finna. Undanfarandi upp-
griipaár hafa skapað hér mikla
velmegun, enda vöxtur þjóðar-
tekna mjög mikill. Maður
skyldi því ætla, að horfur væru
bjartar og lítil ástæða til þess
að kvíða morgundeginum. En
svo virðist ekki vera, því að
sterklega er tekið til orða í
skýrslunni um öryggisleysi at |
vinnurekstrar landsmanna, sem
talinn er í mikilli liættu af völd
um vcrðbólgunnar. Allir hugs.
andi menn hljóta að bera ugg í
brjósti yfir því, hvað gerast
mundi hér, ef síldaraflauppgrip
in tækju enda, ellegar verðfall
yrði almennt á útfluttum síldar
afurðum.
Morgunblaðinu stæði vissu-
lega nær að skýra lesendum sín
um frá því, hvernig ríkisstjórn
in hyggst mæta þeim vanda,
heldur en að fimbulfamba um
frelsisást sína og sinna manna.
Ríkisstjórnin virðist engin ráð
kunna við aðsteðjandi verð-
bólgu og vandamálum þeim, er
hún skapar í atvinnulífinu,
enda vart við því að búast, jafn
vcika tiltrú og hún hefur.
Næstu Alþingiskosningar verða
að leiða til þess, að sterk þing-
ræðisstjórn komist á laggirnar,
er hefur vilja og tiltrú til þess
að framkvæma nauðsynlegar að
gerðir.
ÞRIÐJUDAGSGREININ
Ekki byrjað á Árbæjarskðla enn
AK, Rvík, föstudag. —
Nokkrar umræður urðu á fundi
borgarstjórnar Reykjavíkur í gær-
kveldi um skólabyggingamál borg-
arinnar og var víttur sá seina-
gangur, sem átt hefur sér stað
og var upplýst t. d. að ekki er
enn byrjað á fyrsta áfanga Ár-
bæjarskóla né heldur fjórða áfanga
Vogaskóla, en borgarstjórn hafði
ákveðið vinnu við báða þessa á-
fanga L sumar og ætlað fé til
þeirra á fjárhagsáætlun. Þá kom
einnig i ljós, að enn dregst að
hefja byggingu leikskóla við Safa-
mýri og Brekkugerði.
Umræðurnar urðu vegna tillögu,
sem fulltrúar Alþýðubandalagsins
báru fram um að hraða þessum
framkvæmdum. Guðmundur Vigfús
son vítti dráttinn, sem orðið hefði
þar sem ekki væri farið að bjóða
verkið út enn, hvað þá meira.
Hefði þó verið til ætlazt, í upphafi,
að skólahúsnæði þetta yrði tilbúið
í haust, enda barnafjöldi í þessu
nýja hverfi orðinn mjög mikil.l
Þessum skóla hefði einnig verið
lofað í Bláu bókinni fyrir síðustu
kosningar, þar sem einnig hefði
verið yfir lýst, að “sköpuð skyldi
aðstaða til fulkominnar kennslu í
öllum borgarhverfum".
Birgir ísleifur Gunnarsson viður
kenndi, að dráttur hefði orðið á
því að hefja verkið, staðið hefði
á teikningum, en nú væri senn
hægt að bjóða verkið út og hefjast
handa. Hann kvað skráðan fjölda
skólabarna í Árbæjarhverfi enn
vera nokkru minni en búizt hefði
verið við í haust. og svo virtist
sem unnt yrði að koma börnunum
að mestu fyrir í gamla Árbæjar-
skólanum í vetur með því að þrí-
setja í tvær stofur en tvísetja i
hinar. Annars vildi hann halda
þvi fram, að unnið hefði verið
“að mestu“ eftir gildandi skóla-
byggingaáætlun borgarinnar í sum-
ar.
Einar Ágústsson, borgarfulltrúi
Framsóknarflokksins, vítti með-
ferð fjárhagsáætlana borgarinnar,
þar sem ekki væri reynt að fylgja
henni. Augljóst væri, að ástandið
í skólamálum borgarinnar, sem
ekki væri of gott fyrir, hlyti að
versna, þegar ekki væri staðið við
að byggja ákveðna áfanga skóla
á tilsettum tíma. Hann minnti á,
að fulltrúar Framsóknarflokksins
hefðu spurzt fyrir um það fyrir
tveimur mánuðum, hvað liði skóla-
byggingu í Árbæjarhverfi, og feng-
ið þau svör, að verkið væri alveg
að hefjast, en staðið hefði á teikn-
ingum. Nú væru teikningar til-
búnar fyrir nokkru en þó ekki
farið að bjóða verkið út enn. Nú
væri komið haust, og því augljóst,
að mjög væri óvíst, hvort unnt
yrði að vinna að skólabyggingummi
á þeessu ári fyrir þær 8 milljónir
sem til hennar væru ætlaðar á
þessu ári. Séð væri nú, að vandi
íbúanna á skólagöngu barna þeirra
yrði ekki leystur með þessum nýja
skóla í vetur, en hans mundi þó
verða enn meiri þörf næsta vetur,
og auðséð, að full þörf væri á að
vinda bráðan bug að verkinu, ef
hann ætti að koma í gagnið næsta
haust. Þegar drátturinn væri orð-
inn svona mikill, væri eðlilegt, að
borgarstjórn reyndi að reka á
eftir málinu.