Tíminn - 20.09.1966, Qupperneq 7
r
PKEKTUDAGTJR 20. september 1966
> TÍMINN
MINNING
JÓNAS B. BJARNASON
frá Litladal
Það er sjaldgæft, að hægt sé að
skrifa 100 ára minningargrein um
mann, sem er nýlátinn, en í þessu
tilfelli er það svo. Jónas B. Bjarna
son, eða Jónas frá Litladal, sem
hann var venjulega nefndur, and
aðist hér á elliheimilinu hinn 23.
okt. sL en hefði orðið 100 ára í
dag, ef hann hefði lifað svo lengi.
Jónas var fæddur 20. sept 1866
að Þórormstungu í Vatnsdal. Voru
(oreldrar hans hjónin Guðrún Guð
mundsdóttir og Bjarni Snæbjörns-
son, voru þau bæði komin af
merkum húnvetnskum ættum og
bjuggu rausnar og efnabúi á eign
arjörð sinni, Þórormstungu, einni
beztu bújörð í Vatnsdal.
Jónas ólst upj) í föðurgarði og
varð snemma sýnt um búskap.Eigi
stóð hugur hans til langskólanáms,
þótt hvorki skorti gáfur né annað
sem til þurfti. Hann fór í Flens-
borgarskólann, sem þá var nýstofn
aður, lauk þaðan prófi, en hirti
svo ekki um frekari skólagöngu,
þó má fullyrða, að hann varð ein
hver fróðasti og áhrifamesti bónd-
inn í héraðinu, en bóndi vildi Jón
as verða og annað ekki.
Tæplega þrítugur að aldri gift-
ist Jónas heitkonu sinni Elínu
Ólafsdóttur — einnig úr Vatns-
dal — og byrjuðu ungu hjónin þá
fljótlega að bua. Munu þau hafa
búið saman upp undir 40 ár, að
langmestu leyti í Litladal í Svina-
vatnshreppi, sem þau hjón keyptu
skömmu eftir aldamót.
Litlidalur er engin stórjörð, en
þarna búnaðist þeim hjónum vel,
og kunnu vel við sig. Voru þau
samhent um alla búsýslu, en fljót-
lega mun það hafa farið svo, að
stjórn og fyrirhyggja búsins færð
ist að miklu leyti yfir til húsfreyj-
unnar. Ástæðan fyrir því var sú,
að Jónas var snemma kjörinn til
ýmissa opinberra starfa, fyrst fyr
ir sveit sína, Svinavatnshrepp, svo
og fyrir samvinnufélögin á Blöndu
ósi, sem þá voru nýtekin til starfa
og áttu við mikla byrjunarörðug-
leika að stríða, einnig starfaði
hann mikið að héraðsmálum
almennt.
Hann var mjög félagslyndur að
eðlisfari og taldi aldrei eftir sér
að gera öðrum greiða, en vildi
hvers manns vandræði leysa. Var
hann oddviti Svínavatnshrepps og
sýslunefndarmaður um áratugi, og
hreppstjóri um langt skeið, þar til
hann fluttist úr hreppnum. Vita
allir sem til þekkja, að ekki. er
eftir launum að sækjast við ýmis-
leg svona störf, e nærið tímafrek
og erfið stundum. Ekki mun Jónas
hafa sett það fyrir sig, hann var
aldrei ágjarn maður eða féglöggur
en vinsæll var hann alla tíð, enda
manna hógværastur og laus við
áreitni til annarra, og þótt svona
einkennilega vildi til, að Jónas
var kjörinn til flestra opinberra
starfa í héraðinu, var hann mjög
hlédrægur að eðlisfari en skap-
gerð hans og gáfur riðu þarna
baggamuninn.
Jónas B. Bjarnason var einn eft-
ir á lífi þeirra manna, er stóðu
að stofnun Kaupfélags Húnvetn-
inga árið 1896, þá þrítugur að
aldri. Skildi hann manna bezt,
hve samvinnustefnan mundi hafa
mikla hagnýta og efnalega þýð
ingu fyrir fólkið í landinu, ef hægt
yrði að vinna henni fylgi, og að
því vann hann af heilum hug, öll
sín þroska og manndómsár, og var
áhuginn jafn til hinztu stundar,
þótt ellin færi að. Hann var
svo að segja allan sinn búskap
deildarstjóri fyrir Svínavatns-
hrepp, fyrst fyrir kaupfélagið, svo
fyrir sláturfélagið, eftir að það var
stofnað árið 1907. Þá sat hann í
stjórn beggja félaganna um nokk
ur ár, var annar aðalendurskoð
andi þeirra um tíma, og forstjóri
sláturfélagsins rúmlega eitt ár.
Þorleifur Jónsson bóndi í Stóra
dal var fyrsti formaður Kaupfélags
Húnvetninga, varð nágranni hans
Jónas í Litladal strax náinn starfs
maður og lagði honum það lið, er
hann gat, en það var mikið átak,
og kostaði mikla fyrirhöfn að fá
meiri hluta bænda á öllu svæðinu
frá Skagatá að I-Irútafirði til þess
að sameinast um félagshugsjónina
og stofna pöntunarfélag, eins og
það var þá kallað og rekið sam-
kvæmt því. Margt kallaði að þeg
ar á fyrsta ári, að sjálfsögðu var
enginn eyrir í sjóði. Smíða þurfti
uppskipunarbát og lausabryggju til
þess að geta landsett vörurnar, sem
var svo skipt upp í fjörunni,
jafnóðum og á land kom. Félagið
átti ekkert hús, og félagsfundur
treysti sér ekki til að ráðast í svo
fjárfrekar framkvæmdir, en þá
hljóp Svínavatnshreppur undir
bagga og byggði ltið vörugeymslu
hús á eigin kostnað, stóðu þeir Jón
as og Þorleifur að þessu. Síðar
keypti félagið þetta hús, stendur
það enn og á að varðveitast, þótt
það hafi verið flutt úr stað til að
rýma fyrir nýrri og stærri húsum.
Jónas hætti bskap í Litladal rúm
lega hálfsjötugur, enda hafði hann
þá misst konu sína Elínu. Þau
eignuðust 5 börn: Bjarna hrepp-
stjóra í Blöndudalshólum, Ólaf,
sem tók við búi eftir föður sinn,
en dó eftir fárra ára! búskap, dæt-
urnar Ásta og Guðrún eru búsett
ar í Reykjavík, en Sigurbjörg hef-
ur um mörg undanfarin ár staðið
fyrir stórbúi hjá þeim Giljár-
bræðrum, Sigurði og Jóhannesi.
Um þetta leyti fluttist Jónas til
Blönduóss, gerðist. hann sýsluskrif
ari, en það var stopul vinna því
að þá unnu sýslumennirnir sjálfir
mest af þeim verkum, sem emb-
ættinu tilheyrðu, stundaði Jónas
nokkuð ritstörf á þessum árum, og
skrifaði meðal annars sögu Bún-
aðarfélags Svínavátnshrepps 100
ára, einnig sögu Kaupfélags Hún-
vetninga, fyrstu 25 árin, og ann-
an fróðleik, sem prentaður var í
tímaritinu Blanda og víðar. Hann
skrifaði ágæta rithönd og var
smekkmaður á íslenzkt mál, var
hann snemma til þess kjörinn að
rita fundargerðir, hann var um
áratugi ritari sýslunefndar A-
Húnavatnssýslu og einnig að sjálf
sögðu ritari á aðalfundum sam-
vinnufélaganna. Hætti hann þess-
um störfum, þegar hann varð ní-
ræður. Mun fátítt og kannski eins
dæmi hér á landí, að svo gamall
maður geti innt slík störf af hönd-
um, og það með þeim ágætum, og
glæsibrag, sem raun var á.
Jónas varð aldrei neinn sérstak
ur ræðumaður, þótt ekki vantaði
hann æfinguna. Hann hafði frekar
veikan og lágan málróm og not
aði enga ræðumannstilburði. Það
kom oft fyrir á kaupfélagsfund-
um, að hann tók til máls, þrátt
fyrir annríki við fundarskriftir,
datt þá allt í dúnalogn og menn
hlustuðu af athygli, fannst mér
þetta stundum ganga kraftaverki
næst, því að oft var nokkuð há-
vaðasamt á fundunum, margir
þurftu að tala til máls og ýmis
sjónarmið komu fram, enda eru
Húnvetningar mjklir ræðumenn,
óragir að tala og þjást hvorki af
minnimáttarkennd né hlédrægni.
En Jónas ræddi málin frá ýms-
um hliðum, dró fram galla og kosti
kom hann þá oft fram með tillög-
ur, sem allir gátu fallizt á, og þótti
það bezt, sem hann hafði til mál-
anna að leggja. Meðan hann hafði
fótavist og heilsu tií, kom hanri
ævinlega á fundi samvinnufé-
laganna, og þótt hann tæki ekki
þátt í umræðum, var umhyggjan
fyrir gengi þeirra og hag æ hin
sama. Heiðursfélagi beggja fé-
laganna var hann kjörinn fyrir
mörgum árum.
Þegar Jónas var um sjötugt, gift
ist hann í annað sinn eftirlifandi
konu sinni Ingibjörgu Sigurðar-
dóttur frá Enni, var hún þá tæp-
lega þrítug, fannst sumum þetta
nokkuð mikill aldursmunur, en
það kom ekki að sök. Hjónaband
ið varð hið farsælasta. Reynd-
ist Ingibjörg honum hin bezta eig
inkona, og því betri, sem hann
þarfnaðist meiri hjúkrunar og um
önnunar, má telja, að þarna hafi
Jónas stigið eitt hið mesta gæfu-
spor í lífi sínu.
Það ræður að líkum, nú á þess-
ari öld tækninnar og hraðans muni
látnir menn fljótt gleymast, og ævi
störf þeirra ekki metin sem
skyldi.
Það má segja, að nú séu liðin
rúmlega 70 ár frá því að Jónas
frá Litladal fór fyrir alvöru að
beita sér fyrir félags- og umbóta-
málum í héraðinu og vill margt
gleymast á skemmri tíma. Allir
hans gömlu. samstarfsmenn og fé-
lagar eru löngu dánir, en í þeirra
tíð komust á ýmsar umbætur og
lagður var grundvöllur fyrir margs
konar framfárir og velgengni síð-
ari ára, unnu margir að því með
ótrúlegum dugnaði og þrautseigju
að koma áhugamálum sínum fram,
oft við hin erfiðustu skilyrði.
Að vísu gekk þetta hægt til að
byrja með, þar var nokkurs kon
ar „lestagangur", orð, sem nú er
að verða úrelt í málinu, og óþekkt
meðal unga fólksins, en þótt hægt
gengi miðaði alltaf fram á við.
Og það eru þessir gömlu menn,
þessar horfnu kynslóðir. sem við
eigum svo mikið upp að unna,
þeir eiga skilið virðingu okkar og
þakklæti um ókomin ár.
BAK Vlfl
BYRGDA
GE1G6A
Gréta Sigfúsdóttir
BAK Vlfi BYRGflA GLUGGA
skáldsaga frá hernámsárum Noregs,
byggS á sönnum viðburSum.
Harmsöguleg lýsing á samskiptum
ungra kvenna
viS þýzka setuliSiS,
ástum þeirra og örlagarökum
Nýstárleg frásögi! Nýstárleg viðborf!
\lmenna bókafélagiðl
Auglýsing
Rannsóknarkona og aðstoðarstúlka óskast í Rann-
>■ sóknarstofu Borgarspítalans. Umsóknir sendist í
skrifstofu Sjúkrahúsnefndar Reykjavíkur, Heilsu-
verndarstöðinni, Barónsstíg 47, fyrir 25. septem-
ber 1966.
Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur.
I
Gufubadstofan
Hótel Loftleiðum
Lokað ■ dag vegna viðgerðar.
Opnað aftur miðvikudag bæði karla- og kvenna-
deildir. Annars opið frá 8 til 8 mánudaga, þriðju-
daga. miðvikudaga, fimmtudaga, föstudaga. Laug-
ardaga frá 8 til 5. Sunnudaga 9 til 12. Sími 22322.
VINNA
Laghentur piltur eða stúlka óskast til vinnu í verk-
smiðju vorri í Kópavogi.
Ultima
TIL SÖLU
Til sölu er húsið Stafholt í Grindavík.
Upplýsingar veittar í síma 8119 — eftir kl. 7 á
Kvöldin.
Jón S. Baldurs.