Vísir - 06.09.1975, Síða 6

Vísir - 06.09.1975, Síða 6
6 Vlsir. Laugardagur 6. september 1975. vísm tJtgefandi: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson Fréttastjóri erl. frétta: Guömundur Pétursson y Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 Afgrei&sla: Hverfisgötu 44. Slmi 86611 Ritstjórn: Slöumúla 14. Slmi 86611. 7 llnur Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innaniands. 1 lausasölu 40 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Varhugaverð vinnubrögð Að undanförnu hafa orðið nokkrar umræður um endurskoðun vinnulöggjafarinnar. Athygli manna hefur einkum beinzt að þeim hópum sem hafa lykilaðstöðu á einstökum sviðum atvinnulifsins og hagnýta sér hana til þess að knýja fram meiri kjarabætur en hinn almenni launþegi á kost á. Hér er um mikið alvörumál að ræða og mikilvægt að menn gefi þvi gaum. En það er ekki einvörðungu að einstakir hags- munahópar hagnýti sér sterka aðstöðu til þess að ná fram meiri kauphækkunum en aðrir heldur skirr- ast menn nú við að hlita þeim reglum, sem vinnu- löggjöfin mælir fyrir um. 1 raun réttri er það alvar- legasta hlið þessa máls þegar forystumenn i laun- þegasamtökum hafa forgöngu um að virða lög landsins að vettugi. 1 mai siðastliðnum beittu forystumenn i verka- lýðshreyfingunni sér fyrir ólöglegum verkfallsað- gerðum i rikisverksmiðjunum eftir að lög höfðu verið sett um lausn þeirrar deilu. Þá deilu tókst að visu að leysa innan ramma laganna en eigi að siður var hér um alvarlegar aðgerðir að ræða. Fyrr i sumar hófu flugvirkjar fyrirvaralausa vinnustöðvun er stóð i átta tima. Sú deila stóð um túlkun á kjarasamningum. Hér var að sjálfsögðu um ólögmætar aðgerðir að ræða en samt sem áður létu Flugleiðir undan. Nú hefur sama sagan endur- tekið sig i deilu félagsins við flugfreyjur. Það mál er þó að sinu leyti enn alvarlegra þar sem ágreiningsefnið var til meðferðar hjá félags- dómi. Þegar flugfreyjur höfðu hótað ólögmætri vinnustöðvun gengu Flugleiðir umyrðalaust að kröfum þeirra. Hér verður ekki lagt mat á hvort um réttmæta og eðlilega kjarabót er að ræða. Al- varlega hlið málsins er sú að þessi kauphækkun er knúin fram með boðun og hótunum um verkfallsað- gerðir, sem brjóta i bága við vinnulöggjöfina. Meðan vinnudeila er til meðferðar hjá félagsdómi er vinnustöðvun vegna sama ágreiningsefnis ó- heimil. Forvigismenn þess starfshóps, sem hér á hlut að máli, hafa á hinn bóginn gefið út opinberar yfirlýsingar um það að ekki sé þörf á og jafnvel ó- eðlilegt að fara að lögum i þessu efni. Siendurtekin atvik af þessu tagi hljóta að vekja menn til umhugsunar um framvindu þessara mála. Það er lika ámælisvert að atvinnurekendur skuli láta undan kröfum sem knúðar eru fram með ólög- mætum aðgerðum eða hótunum um slikar aðgerðir. Súafstaða leiðir til misréttis. Launþegafélögin hafa svo misjafna aðstöðu til þess að fylgja kröfum sin- um eftir. önnur launþegafélög hljóta þvi að lita það alvarlegum augum þegar farið er með þessum hætti út fyrir ramma vinnulöggjafarinnar. Ljóst er, að i mikið óefni er komið, ef það á að við- gangast, að einstakir starfshópar geti ýtt kröfum sinum fram með ólögmætum aðgerðum eða hótun- um þar um. Gegn þessari þróun þarf að mynda sterkt almenningsálit. Umsjón: GP Wl P1 r 1 • ii i imi r * i i IRI! i RQIiJ mi i n i tJr einu nýtlzkulegasta hverfi Lagos: Tinhu-torgiö en byggingin er Seölabanki þeirra’NIgeriumanna Þar, eins og vlöa I heimi, eru peningamusterin glæpilegustu byggingarnar.- : Nígeríumenn hugsa til nýrrar höfuðborgar Hinir nýju herstjórn- endur Nigeriu hafa sett á laggirnar sérstakt ráð til að ákveða, hvort hin mannmarga og erilsama hafnarborg, Lagos, skuli vera á- fram höfuðborg þessa stóra lands. Atta manna ráöið hefur frest til ársloka til aö ákveöa, hvort sambandsstjórnin og fylkis- stjórn Lagos ættu að flytja meö starfsvettvang sinn úr Lagos, sem eins og stendur er bæði höf- uðborg fylkisins og sambands- rlkisins. Ef ráöiö, sem er undir forsæti T.A. Aguda, dómara i hæsta- rétti Ibadan-fylkis, kemst að þeirri niöurstöðu, aö sambands- rikið ætti að flytja aöalaðsetur sitt, veröur þaö um leiö aö leggja fram tillögur um aöra kosti, sem væru jafn aðgengi- legir öllum tólf fylkjum Nigeriu. í öllu uppnáminu, sem fylgdi stjórnarskiptunum i Nigeriu, hefur samt gefist tóm til að halda áfram i dægurþrasinu umræöunum um, hvort nauö- syn sé til aö flytja höfuðborgina úr hinni rykugu, heitu og eril- sömu Lagos út i dreifbýlið. En þaö hefur lengi veriö deilumál. Eitt af þvi, sem I þessum um- ræöum hefur verið tint til sem galli á Lagos, lýtur aö staösetn- ingu borgarinnar viö strönd At- lantshafsins. Sú lega borgarinn- ar gerirhana berskjaldaða fyrir árás. Aðrir benda á, að stækk- unarmöguleikar hennar séu of takmarkaöir til aö hún henti sem höfuöborg mannmesta rikis Afriku. Lagos er eyja inni i miðju lóni. Hún er tengd tveim ibúðar- hverfum, dreifbýlum þó, á eyj- um Ikoyi og Viktóriu meö nokkrum brúm. Einnig þétt- býliskjörnum á fastalandinu. Samgöngur milli þessara hverfa eru slæmar. Umferða- tafir valda þarna oft meirihátt- ar vandræðum. Miklir erfiðleik- ar eru viö þjónustu að borð viö rafveitu og vatnsveitu, sem oft vilja bila. Nútima skolpræsa- kerfi er þarna ekkert, og verða Ibúarnir að búa við fnykinn, sem leggur frá opnum holræs- um um allar götur. Almenn- ingsvagnakerfi er i molum og hús ófáanleg á fasteignamark- aönum, en þau sárafáu, sem eigendaskipti verða á, seljast á okurverði. En þrátt fyrir þrengslin og önnur óþægindi þá er Lagos einskonar „Mecca” Nigeriu- manna. Þangað streyma þeir I atvinnuleit og viðleitni til for- \ frömunar. íbúatalan er áætluð um þrjár milljónir, en var aðeins ein milljón fyrir fimm árum. Lagos er þvi álitin vera meðal þeirra borga heims, sem vaxa hvað ör- ast. Uppbygging opinberrar þjónustu hefur lent langt á eftir. Þetta kýs þó fólk heldur en heimili sin, sem það yfirgefur i þorpunum úti á landsbyggðinni vegna atvinnumöguleikanna. Fjölmiðlar i Nigeriu skiptast alveg I tvö horn um þetta mál. Það er ekki einvörðungu(hrika- legur kostnaður, sem hlýtur að vera samfara þvi að reisa nýja höfuðborg. Ofan á það bætist hreppapólitikin, sem kemst i al- gleyming, þegar talið snýst að þvi, hvar hin nýja höfuðborg ætti aö risa. Flestir búast við þvi aö ráöið komist aö þeirri niðurstöðu að Lagos sé óhæf til þess aö vera höfuðborg framtiöarinnar. En hvort nokkurn tima næst samkomulag um, hvar hið nýja höfuðsetur skuli risa, er svo allt annað mál. Eitt þorpanna I Nigeriu sést hér til samanburðar viö höfuöborgina. Þetta er Kano. Takiö eftir leirkofunum og þrengum strætunum en yfir öllu liggja sima-og rafllnur strengdar milli staura. CeBSBHRaaiiitiiBaBVBHaaaaaaaaBsaflBaBBaBaBaaBaBBBaaBBBaBaaaaBaBaaBBBaaaaaBBaaMRaaaaaaaaaaassaaaaaiiaMaBaaaB jbi BflflflflflaaHSIflBBBBBBfleBflBBflaBeaaBflaflflBflBflBBBflflBBBflflflflaBflflflflflflBBflflaflBBBflflflBBflflliaflBBBBaíaflflBBflBflaBBMaiiaflBBfl. «aai laaaBBBBb

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.