Tíminn - 09.10.1966, Page 5

Tíminn - 09.10.1966, Page 5
SUNNUDAGUR 9. október 1966 _____________TÍMINN_______________________________.............' s Útgefandi: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltriíi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, simi 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands. — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Eitt meginatriðið í stefnu Framsó'knarflokksins í efna- óagsmálum er, að hver atvinnugreinin af annarri sé end- urskoðuð niður í kjölinn í samráði við forustumenn hverr- ar greinar og viðkomandi stéttarfélög, en undir forustu ríkisvaldsins. Athugað verði til hlítar, hvernig koma megi við sem beztum og hagkvæmustum vélbúnaði og vinnu- hagræðingu hVers konar. Gerð verði síðan áætlun um uppbyggingu hverrar greinar og þær samræmdar og felldar inn í heildaráætlanir um þjóðarbúskapinn. Það verði látið sitja í fyrirrúmi, sem lífvænlegast þykir og sízt þolir bið, og skjótast mun skila auknum arði. Síðan verði lánsfé hiklaust látið í té með góðum kjörum til þess, sem forgang á að hafa. Nú er það handahófið, sem ræður. Útlánahöftin eru skipulagslaus og það takmarkaða fjármagn, sem til at- vinnuveganna fer, er svo óhagkvæmlega ráðstafað í mörg- um tilfellum, að það skilar engum eða litlum arði. Þessu handahófi verður að linna. Við skulum að gefnu tilefni líta á sjávarútveginn og fiskiðnaðinn í þessu sambandi, en þessar greinar eru svo háðar hvor annarri, að þar verður ekki á milli skilið, þótt ráðamenn virðist ekki hafa gert sér næga grein fyrir því. Hvernig er ástandið þar? Frystihúsin eru að loka. Svo virðist nú komið, að ekki sé unnt að gera út önnur fiski- skip en hin nýju og myndarlegu síldarskip, 250 lestir og þaðan af stærri. 300 fiskiskip eru nú til í landinu, 45—120 brúttólestir. Mörg þeirra eru nýleg skip með góðan út- búnað. Samkvæmt niðurstöðum nefndar, sem verið hefur að rannsaka afkomu þessara báta, virðist vanta töluvert á að úthald þeirra geti borið sig, miðað við meðal aflabrögð. í þessum flota eru mörg hundruð milljónir króna bundnar og notkunarleysi einhvers hluta hans skaðar þjóðarbúið um ótaldar milljónafúlgur. Við þessa ömurlegu mynd bætist svo það, að menn eru alveg að gefast upp á togara- útgerð á íslandi og einn togarinn af öðrum er seldur úr landi án þes's nokkur nýr sé keyptur í staðinn. Frystihús- in hafa byggt starfsemi sína á vinnslu bolfisks að mestu Ieyti, en það eru einmitt bátar af þessari stærð. 45—120 lestir og togarar sem hafa aflað hans. Stóru og fullkomnu skipin, sem nú er verið að smíða eru byggð með síldveiðar fyrir augum og bæta bví lítið úr hráefnaskorti frystihús- anna. Afleiðing þessa hefur verið sú, að flest frystihúsin hafa aðeins verkefni mjög stuttan tíma á ári hverju, og er það meðal annars ástæðan fyrir hinu lága fiskverði, en hið lága fiskverð — borið saman við t.d- verð í Noregi — er frumorsökin fvrir léleeri afkomu bátaflotans, ásamt verðbólgunni, sem allt er að sliga. Af þessu er ljóst, að önnur greinin stendur ekki nema hin sé sæmilega rekin, og nú eru frystihúsin að loka og allt útlit fvrir, að stór hluti bátaflotans mun liggja við festar næstu vetrarver- tíð. nema eitthvað róttækt verði aðhafzt. Það gegnir furðu, að fjárfestine í þessum atvinnugrein- um skuli ekki hafa notið hagræðis af skipulegri áætlun, þar sem meginlínur væru dregnar, er trvggðu samræmi milli hráefnisöflunar og afkastagetu fiskvinnslustöðva. Fjárfestingin í þessum greinum hefur nær öll verið í síld- arútvegi og síldarvinnslu, en aðrir þættir eru að koðna niður. Það eru ráðherrar Alþýðuflokksins. sem hafa far- ið með þessi mál í nær átta ár samflevtt Þeir hafa miög haft áætlanabúskap á vörunum og létu meira að segia kjósa um hann síðast. I rí'kisstjórnini eru þeir hins vegar aðeins verkfæri, sem stuðla að handahófs- og glundroða- stefnu Sjálfstæðisflokksins í atvinnumálum- Hvar eru áætlanirnar? í* ■ ■■ ■" —" ■ ■■ ■ " -...... ■ ANDREW J. GLASS: Jafnvel ríkisstjórnin í Hanoi myndi treysta Mike Mansfield Mansfield um Johnson: Ég kenni innilega í brjósti um hann. f JANÚAR, sem leið skömmu áður en forsetinn skip aði fyrir um endurupptöku loft árásanna á Norður-Vietnam, var Mike Mansfield, leiðtogi demókrata í Öldungadeild Bandaríkjaþings, boðaður til Hvíta húsinu. Þar var haldinn einn af þessum ráðgjafafund- um manna úr báðum flokkum, en Lyndon Johnson sækist eft- ir að setja slíkar heimsóknir á svið í vinnustofu sinni, þeg- ar mikilvægar stjórnmála- ákvarðanir eru í burðarliðnum. Mansfield kom vel út bú- inn til þessa fundar. Þegar röð in kom að honum að taka til máls, dró hann upp þriggja síðna vélritaða ályktun, dálítið þurrlega orðaða, en skýrt og skipulega samda, eins og var við hæfi hjá fyrrverandi há- skólakennara. Hann hvatti ein dregið til að loftárásunum væri frestað um óákv'eðinn tíma, en hvatning hans var unnin fyr- ir gýg. Fáeinum dögum síðar sat Mansfield í skrifstofu sinni, ásamt nokkrum völdum vinum, og sáu þeir þá og heyrðu í sjónvarpinu, þegar forsetinn skýrði þjóðinni frá ákvörðun sinni. „Ég kenni innilega í brjósti um hann“, sagði Mans field loks. „Ég get getið mér til um, hvernig honum líður.“ Þessi umsögn lýsir vel hinni miklu samúð, Mansfields, sem er mjög margbreytilegur að gerð. Humphrey varafor- seti, vék að þessum eiginleika í blaðaviðtali fyrir skömmu og sagði: „Hann á ekki illgirni til. Minnizt þess“, bætti ump- hrey við, „að hversu gagnrýn- andi, sem ummæli hans kunna að vera, þá eru þau ekki sprott in af persónulegri framagirni, heldur fyrst og fremst íhug- un hans sjálfs og samvizku." EF TIL VILL er Mansfield færasti baráttumaður þeirra, sem vilja hindra útbreiðslu stríðsins í Asíu. Fyrir skömmu sýndi hann færni sína í því að verja ríkisstjórnina — án þess þó að gerast henni sam- mála — þegar hann setti ofan í við Sovétmenn fyrir að snú- ast gegn nýrri viðleitni Banda- ríkjamanna til friðar í Viet- nam. Aðferðir þeirra Mans- fields og Johnsons eru svo fjarskyldar sem verða má, en peim er sameiginlegt öfurlítið dularfull umhyggja fyrir virð- ingu öldungadeildarinnar og eindrægni. Mansfield er manna fljótastur að fyrirgefa, en þrátt fyrir það getur hann ekki liðið neina framkomu. sem hnígur í þá átt að kasta rýrð á öldungadeildina eða draga úr virðingu hennar sem stjórn- málastofnunar. Mansfield ógnaði til dæmis í fyrra í lokaveizlu öldunga- deildarinnar fyrir þingslit, þeg ar Russel B. Long frá Louisi- ana, annar aðalleiðtogi demó- krata ! deildinni, neytti rétt- anna — bæði fastra og fljót- andi — af svo lítilli forsjálni, að þrír þrekvaxnir samstarfs- Mike Mansfield, foringi demókrata í öldungadeiid inni. menn hans urðu að bera hann kafrjóðan á burt úr salnum. Mansfield minntist aldrei á þetta, en kunnugir öldunga- deiidarþingmenn eru þeirrar skoðunar, að við atburð þenn- an hafi komið sá brestur í vin- áttusamband þessara tveggja manna, að aldrei grói um heilt. Leiðtogi demókrata í öld- ungadeildinni er hár, grannur og bláeygur, sonur írskra inn- flytjenda. Hann strauk að heim an fjórtán ára gamall til þess að ganga í sjóherinn og strit- aði heilan áratug fimm hundr- uð faðma undir yfirborði iarð- ar í koparnámum heimafylk- isins Montana, meðan hann var að brjótast gegnum skóla. Hann hóf stjórnmálastörf á miðjum aldri, þegar hann var búinn að kenna sögu fjar- lægra Austurlanda við fylkis- háskólann í Montana um skeið. FRAMKOMA Manfields er dálítið prestsleg, — ef hún ber ekki meinlætablæ, þar sem hann tottar pípu sína íhugull og drekkur óteljandi bolla af heitu, svörtu kaffi, við marm- araborðið í griðastað sinum i þinghúsinu, ásamt völdum vin- um Republikaninn George D Aiken, öldungadeildarþing- maður frá Vermont, er vinui og aðdáandi Mansfields. Hon- um fórust orð á þessa leið: „Enginn republikani fengist tii að lyfta litla fingri Mike tii mizka.“ Svo er að sjá sem Mansfeici beiti því valdi, sem starfi hans fylgir til þess eins að vernda hagsmuni fjarstaddra umbjóð enda sinna, hinna 700 þúsund þegna Montana-fylkis. Þess eru dæmi, að hann hafi látið yfir- menn í ráðuneytinu bíða frammi, ríieðan hann skegg- ræddi inni i skrifstofu sinni við fjölskyldu frá Montana, sem var á ferð í höfuðborg- inni. Mansfield þokar með ör- yggi gegnum þingið öllum lög um um námugröft og annað, sem snertir sérstaklega hags- muni fylkis hans. Líti hann svo á, að hlutur Montana, — sem venjulega er ríflegur, — hafi verið fyrir borð borinn og sneið þess af fjárhleif samrík- isins þynnra skorin en efni stóðu til, er hann vanur að kalla hlutáðeigandi yfirmann fyrir sig og bera fram óþægi- legar og hispurslausar spurn- ingar. Þarna er um hag heima- byggðar Mansfields að tefla, og þá snýr hann að hörku, sem menn komast annars sjaldan í kynni við. Enda þótt Mansfield sé að eðlisfari hlédrægur, og lítið fyrir að trana sér fram, getur hann sem bezt getið tilefni til stórra fyrirsagna í blöðum — og mikilla handsnúninga í ut- anrikisráðuneytinu — þegar hann lýsir sínum sjálfstæðu skoðunum á stríðinu í Viet- nam og framtíð NATO. Hann heldur fram, að öldungadeild arþingmönnum beri stjórnar farsleg skylda til að gefa fo.”- setanum ráð við mótun steínu í utanríkismálum, hversu sem háttað sé um eininguna að baki ríkisstjórninni. MANSFLELD byggði baráttu sína á þessari skoðun, þegar honum tókst fyrir skömmu að fá alla brettán stefnunefnd armenn demókrata til að fall- ast á hugmyndina um „verulega fækkun" þeirra 200 þús. Banda ríkjahermanna, sem hafðir eru í Vestur-Evrópu. Honum gazt ekki að hinum „sjálfvirku vinnubrögðum" utanríkis- ráðuneytisins. „Svarið er alltaf neitandi", sagði hann í viðtali fyrir skömmu. „Við komum þeún þó ekki á óvart með þetta, hvað svo sem -þeir kunna að segja ykkur. Við héldum sjö leym- fundi um málið, en það er að ég held met hér um slóðir “ Mansfieid hélt áfram að nfja upp í viðtalinu, að forsetinn kallaði saman sérstakan fund til þess að reyna að koma í veg fyrir, að herfækkunar- sjónarmiðið yrði ofan á í öld- ungadeildinni. Á þeim fundi voru Mansfield og fylgismenn hans ásamt Rusk utanríkisráð- herra, Robert McNamara varna málaráðherra og Henry H. Fo wler fjármálaráðherra. Vegna sérstæðrar afstöðu sinnar til ýmissa mála hefur Mansfield tekizt að treysta vin áttubönd við leiðtoga, sem yfir leitt eru andstæðir Bandaríkja mönnum, eins og til dæmis de Gaulle Frakklandsforseta og Heredem Sihanouk prins, leið toga hinnar hlutlausu Cambo- díu. Og einmitt vegna þess. að Mansfield hefur auðnazt að halda þessum tengslum við leið toga andstæðra ríkja, hefur hann nú einstæða aðstöðu sem miðlari í heimsmálum, enda þótt hann sé ieiðtogi meirihlut ans í öldungadeíld Bandarikja- þings og leiðist vald í raun og veru. Aiken öldungadeildar- þingmaður fór í vetur sem leið með Mansfield í hnattferð, sem farin var fyrir tilstuðlan for- setans, og hann var fljótur að koma auga á möguleikana: Framhald á bls. 15. I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.